Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 57 V lenska landsliðinu. Þorleifur var af- ar hreinskiptinn og fór ekki í felur með hvorki eitt né neitt og má vera að það hafi ekki alltaf aflað honum vina. Hins vegar þekkti ég ekki fómfúsari né hjálpsamari mann og það hafa margir nemendur hans úr háskólanum fengið að reyna. Hann var óþreytandi að útvega þeim stöð- ur, jafnvel á stofnunum þar sem engir jarðfræðingar voru fyrir. Oft þurfti hann að beita dugnaði, út- sjónarsemi, seiglu og ef til vill all- mikilli ýtni til þess að ná settu marki. Þessir eiginleikar komu vel í ljós í Heimaeyjargosinu 1973, en Þorleifur var í eyjunni nánast allan gostímann og hlífði sér hvergi og fannst sumum jafnvel nóg um. Hann var dagfarsprúður og glað- lyndur, ef til vill svolítið stríðinn, en í góðum félagsskap var hann hrókur alls fagnaðar, þó að innst inni hafi hann líklega alltaf verið frekar feiminn. Við í Jarðfræðistofu Raunvísinda- stofnunar Háskólans söknum Þor- leifs. En við erum ekki ein um það. Hann mátti lifa miklu lengur því hann átti ýmislegt ógert, en það kaupir sér víst enginn frí þegar kallið kemur. Við þökkum honum samveruna um leið og við færum aðstandendum innilegustu samúð- arkveðjur. Leifur A. Símonarson. Ágætur kennari minn, Þorleifur Einarsson, er látinn. Votta ég að- standendum hans samúð mína. Brotthvarf þessa mikilsmetna manns skilur eftir stórt skarð í kennarahópi jarð- og land- fræðiskorar Háskóla íslands sem erfitt er að fylla. Þorleifur var kenn- ari sem hver nemi óskar sér. Hann var afburðagáfaður, skemmtilegur og frásagnargleði hans fékk notið sín í fyrirlestrum sem nemendur hlustuðu óþreytandi á. Hann var laginn að espa upp fróðleiksfúsa nemendur og fá þá í vitsmunalegar samræður er tengdust námi þeirra og áhugamálum. Þorleifur var líka þannig gerður að hann veitti nem- endum athygli og yrti á þá að fyrra bragði. Var hann því í uppáhaldi hjá mörgum, er fannst hann koma fram við sig sem jafningja. Skrifstofa Þorleifs var ávallt opin þeim nem- endum sem þurftu aðstoð eða vildu einfaldlega spjalla við þennan við- kunnanlega mann. í kennslustund- um Þorleifs kom fram hversu mikið hann hafði ferðast um Island og að hann þekkti landið, jarðfræði þess og sögu, eins og lófann á sér. En Þorleifur var ekki bara fróð- ur um heimahagana heldur sýndi hann myndir og sagði sögur frá öll- um heimshornum sem hann hafði komið til er hann stundaði rann- sóknir úti í hinum stóra heimi. Oft hugsaði ég um það hvort það væri eitthvað sem hann vissi ekki, svo mikill var fróðleikurinn sem streymdi frá honum. Kennsla Þor- leifs fór ekki bara fram í skólastof- unni heldur einnig úti undir berum himni og er mér minnisstæðust námsferðin á Snæfellsnes þar sem Þorleifur fræddi okkur um jarð- fræði nessins og sögu. Voru þá ófá- ar ferðasögurnar sem litu dagsins ljós og var þetta skemmtun hin besta. Þorleifi vil ég þakka fyrir að hafa gert námsefnið eins áhugavert og raun bar vitni, íyrir að bera virðingu fyrir nemendum sínum, og að líta á nemendur sem félaga sína og jafningja. Þín er sárt saknað. Friðgeir Grímsson jarðfræðinemi • Fleiri minningargrcinar um Þorleif Einarsson bíðn birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- Hngur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. IJað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR NIKULÁSDÓTTUR, áður til heimilis á Framnesvegi 29. Kristmundur E. Jónsson, Hulda Þorsteinsdóttir, Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir, Júlía Hrafnhildur Kristmundsdóttir, Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Þórunn Hulda Guðmundsdóttir, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, aðrir aðstandendur. Guðrún K. Júlíusdóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Björk Kristmundsdóttir, Lára K. Guðmundsdóttir, Emil Gunnar Guðmundsson, Hulda Birna Guðmundsdóttir, barnabarnabörn og + Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÖRGENS KJERULFS SIGMARSSONAR, frá Hellisfjörubökkum, Vopnafirði. Sverrir Jörgensson, Sigmar Jörgensson, Helgi Jörgensson, Fiosi Jörgensson, Hjalti Jörgensson, Jónína S. Jörgensdóttir, Laufey Jörgensdóttir, Margrét K. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Sigurbjörg K. Guðmundsdóttir, Jónheiður Björnsdóttir, Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Anna Birna Sigurðardóttir, Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför SIGRÍÐAR KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Gemlufalli, Heimahaga 8, Selfossi. Virðing sú, sem minningu hennar hefur verið sýnd, er mikils metin. Aðalsteinn Eiríksson, Jón Eiríksson, Hildur Eiríksdóttir, Ágústa Eiríksdóttir, Jónína Eiríksdóttir, Magnús Eiríksson, Guðmundur Eiríksson, Ásmundur Eiríksson, Aldís Eiríksdóttir, Ingveldur Eiríksdóttir, barnabörn og Guðrún Larsen, Sjöfn Kristjánsdóttir, Hreggviður Heiðarsson, Snorri Björn Sigurðsson, Guðlaugur Óskarsson, Ástþóra Kristinsdóttir, Dagmar Hrönn Guðnadóttir, Jón Kristleifsson, Páll Skaftason, barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okk- ur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRIS BJÖRNSSONAR vélstjóra. Guð blessi ykkur öll. Björn Þórisson, Sigrún Ingibjartsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Stefán Þórisson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Kristín Th. Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐARJÓNSDÓTTUR, Bergþórugötu 15, Reykjavík. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á 2. hæð, Sólvangi, fyrir áralanga, kærleiksríka umönnun og hjúkrun. Steinar Þórðarson, Haukur Þórðarson, María Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam- úð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SOFFÍU FRIÐBJÖRNSDÓTTUR, Dalbraut 27. Svala Eiríksdóttir, Eyjólfur Bergsson, Brynhildur Jónsdóttir, Gunnar S. Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR KRISTÍNAR EBENEZERSDÓTTUR. Jóna Bárðardóttir, Björk Bárðardóttir, Reynir Bárðarson, Sveinn Bárðarson, Guðný Bárðardóttir, Helga Bárðardóttir, Ebenezer Bárðarson, Halldór Bárðarson, Björn Bárðarson, Heiður Þorsteinsdóttir, Sigurður Bergsveinsson, Auður Árnadóttir, Valgerður Hermannsdóttir, Jóhanna Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför SIGURLAUGAR ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Höskuldur Egilsson, Svanlaug Baldursdóttir, Magni Baldursson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Hailgerður Baldursdóttir, Svend Ornskov, Ásgerður Baldursdóttir, Jóhann Kroll, Sigurlaug Höskuldsdóttir, Sturla Þór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hamraborg 14, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við Guðmundi Eyjólfs- syni lækni og samstarfsfólki á deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Jón Guðnason, Guðmundur Jónsson, Guðlaug M. Jónsdóttir, Tryggvi Rúnar Guðmundsson, Hjördís Hiimarsdóttir, Magðalena Ósk Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Trausti Guðmundsson. + Bestu þakkir fyrir samúð og vinarhug við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐLAUGAR KRISTÓFERSDÓTTUR, frá Þvottá í Álftafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á A-3, Hrafnistu, Reykjavík, fyrir einstaka umönnun. Pétur Jónsson, Vilborg Jónsdóttir, Ágúst Rafn Ingólfsson, Helga Jónsdóttir, Einar Friðrik Sigurðsson, Sólveig Jónsdóttir, Pálmi Jónsson, Oddný Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.