Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 ^IFUJIFILM FERMINGARTILBOÐ FOTONEX 210ix APS Aðdráttarlinsa 22.5-45mm Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir FUJIFILM NEXIA filma fylgir Verð aðeins kr. 15.725 Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 Auglýsing um lausar íbúðarhúsalóðir í 3. áfanga Giljahverfis Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar 6 íbúðar- húsalóðir í Giljahverfi samkvæmt breyttu skipulagi. Lóðirnar eru auglýstar með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar ríkisins. Á hverri lóð geta verið hvort sem er tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús eða einnar til tveggja hæða rað- eða parhús eða blanda þessara húsgerða. Fjöldi íbúða á hverri lóð er þó bund- inn. Einn hönnuður skal vera að öllum byggingum á hverri lóð og áhersla verður lögð á að hver þyrping (lóð) sé hönnuð sem ein samstæð heild. Umsóknareyðublöð, upplýsingar um lóðirnar, úthlutun- arskilmálar, mæliblöð og skipulags- og byggingaskil- málar fást á skrifstofu byggingafulltrúa, Geislagötu 9. Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa eigi síðar en 15. apríl nk. Eldri umsóknir skal endurnýja. Eftirtaldar lóðir eru einnig lausar til umsóknar: Eínbýlishús ' Miðteigur 11 tvær hæðir Mosateigur 6 tvær hæðir Stórholt 14 tvær hæðir Urðargil 2-12 ein hæð Urðargil 20-22 ein hæð Urðargil 28 ein hæð Valagil 2-16 tvær hæðir Valagil 11-23tvær hæðir Vesturgil 1-9 tvær hæöir Vesturgil 14-22 tvær hæðir Víkurgil 2-6 tvær hæðir Bakkasíða 6 ein hæð Bakkasíða 16 ein - ein og Borgarsíða 22 ein og hált Borgarsíða 23 hæð og ris Borgarsiöa 29 hæð og ris Borgarsíöa 39 ein og hálf Brekkusíða 6 ein hæð Brekkusíða 8 ein hæð Brekkusíða 10 ein hæð Brekkusiða 16 hæð og ris Miðteigur 4 tvær hæðir Miöteigur 10 tvær hæðir hálf hæð hæð til tvær Raðhús - parhús Urðargil 1-3 ein hæð Vesturgil 2-4 ein hæð Valagil 1-9 tværhæðir Vesturgil 10-12 ein hæð Drekagil 21 8 hæðir Skessugil 1-112 hæðir Fjolbýllshús I Tröllagil 29 8 hæöir Iðnaðar- og þjónustulóðir utan mlðbæjarsvæðls Freyjunes 1 iðnaður/þjónusta/verslun Frostagata 4a iðnaður/þjónusta Freyjunes 3 iönaður/þjónusta/verslun Frostagata 4b iðnaöur/þjónusta Freyjunes 4 iðnaður/þjónusta/verslun Kiðagil 1 þjónusta/verslun / 6 íbúðir Freyjunes 6 iðnaður/þjónusta/verslun Óseyri 24 Lóð á hafnarsvæði Freyjunes 8 iðnaður/þjónusta/verslun Sandgeröisbót verbúðir Freyjunes 10 iðnaður/þjónusta/verslun MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Af stað niður brekkuna Morgunblaðið/Björn Gíslason BLIÐVIÐRI var í Hlíðarfjalli við Akureyrí í gærdag og eins og vera ber á slíkum degi voru marg- ir skíðamenn í brekkunum. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks verði á skíðum í fjallinu um páskana en það er sá tími þegar hvað flestir leggja þangað leið sína. Þessir ungu menn sem sjást á myndinni voru að stíga sín fyrstu skref á skíðum og nutu leiðsagnar kenn- ara sem hjálpaði þeim af stað. Nýr veitingastaður opnaður við göngugötuna á Akureyri Reyklaus Grænn hattur GRÆNI hatturinn, nýr veitinga- staður við göngugötuna í Hafnar- stræti á Akureyri, var foi-mlega opnaður í gærkvöldi. Hjónin Guð- björg Inga Jósefsdóttir og Sig- mundur Rafn Einarsson eiga og reka staðinn, sem er í kjallara hússins, en á efri hæðinni reka þau kaffihúsið Bláu könnuna. Báðir staðimir eru reyklausir. „Eg er sannfærður um að hægt er að reka reyklausa veitingastaði og margir hafa lýst ánægju sinni með framtakið. Sumir telja að þetta verði okkar banabiti, fólk sæki ekki reyklausa staði, en ég tel þetta frekar verða staðnum til framdráttar. Þetta verður á allan hátt betra, bæði fyrir gesti og starfsfólk, betra loft og minni þrif. Við höfum fengið mikla hvatningu í kjölfar þessarar ákvörðunar," sagði Sigmundur. Þau keyptu húsið, sem í daglegu tali gengur undir nafninu París, í ársbyi'jun 1997 og hafa verið að gera það upp síðan. Bláa kannan var opnuð í fyrrasumar og nú Græni hatturinn í um 370 fermetra húsnæði í kjallaranum. „Þetta hef- ur verið mikil vinna, heilmikið æv- Morgunblaðið/Björn Gíslason HJÓNIN Sigmundur Rafn Einarsson og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, eigendur Græna hattsins, en á myndinni skartar Sigmundur nýjum grænum hatti sem Ragnar Sverrisson kaupmaður færði honum í til- efni dagsins. breyta þessu Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 intýri að breyta þessu húsi, en þetta er ekki eins manns verk,“ sagði Sigmundur og nefndi smiðina Hólmstein Snædal og Sverri Mel- dal, Elías Óskarsson pípulagninga- mann og rafvirkjann Ólaf Kjart- ansson til sögunnar. Þegar hefur staðurinn verið pantaður fyi-ir brúðkaups- og fermingarveislur, kokkteilboð og ýmsa mannfagnaði þannig að Sig- mundur er bjartsýnn á reksturinn. Þar verði einnig að hans sögn hægt að halda minni fundi, en hægt er að stúka staðinn af, inn af hinum eig- inlega veitingastað er minni salur, Blámannshattur, sem hentar vel til slíks. Græni hatturinn verður opinn alla páskadagana. Aðalfundur Aðalfundur KAUPFELAGS EYFIRÐINGA verður haldinn á Fosshótel KEA, laugardaginn 17. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 10.00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun stjórn félagsins leggja fram tillögu um breytingar á samþykktum félagsins. Mál sem óskast tekin til meðferðar á fundinum þurfa að berast félagsstjóm eigi síðar en 9. apríl nk. svo unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Stjórn Kaupfélags Eyfírðinga. P í Tvísýni Deiglunni ERLINGUR Jón Valgarðsson og Aðalsteinn Svanur Sigfússon opna myndlistarsýninguna Tvísýni í Deiglunni í Grófargili á laugardag. A sýningunni flétta þeir verk sín saman í tvíþætta innsetningu, ann- ars vegar þrívítt verk Erlings sem nefnist Rými fyrir hugsanir og hinsvegar ljósmyndir Aðalsteins Svans í tveimur myndröðum, Ut- sýni og Innsýn. Báðir hafa þeir Erlingur og Að- alsteinn stundað myndlist um all- langt skeið og einbeitt sér að mál- verki en reyna nú fyrir sér með öðrum miðlum. Erlingur stundaði listnám á Akureyri og Svíþjóð og hefur haldið sex einkasýningar á Akureyri og Reykjavík og tekið þátt í fjölda samsýninga. Aðal- steinn Svanur útskrifaðist úr mál- unardeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1986 og hefur hann haldið fjölda sýninga á Akureyri og Reykjavík og tekið þátt í sam- sýningum. Báðir eru búsettir á Akureyri. Sýningin Tvísýni verður opin á laugardag frá kl. 16 til 18 og síðan daglega frá kl. 14 til 18 uns henni lýkur sunnudaginn 11. api'íl næst- komandi. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.