Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 52
-A52 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SOFFANÍAS CECILSSON tSoffanías Cecils- son fæddist á Búðum undir Kirkjufelli í Grund- arfirði 3. maí 1924. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Run- ólfsdóttir húsmóðir, f. 21.2. 1898 að Spjör í Grundar- fírði, d. 16.11. 1972, og Cecil Sigurbjam- arson sjómaður, f. 23.8. 1896 í Garðs- horni við Grundarfjörð, d. í sjó- slysi 21.2. 1932. Soffanías var í hópi fimm systkina. Hin em: Kristín, f. 20.6. 1921, Bæring, f. 24.3. 1923, Guðbjartur, f. 7. 3. 1927, d. 4.9. 1994, og Páll, f. 20.1. 1932. Hinn 4. febrúar 1960 kvæntist Soffanías Huidu Vilmundardótt- ur, f. 27. nóvember 1936. For- eldrar hennar vom Bára Hall- grímsdóttir, f. 12.2. 1914, d. 17.7. 1988, og Vilmundur Guð- , i. brandsson, f. 4.6. 1913, d. 25.4. 1981. Uppeldisfaðir Huldu var Magnús Jóhannsson, f. 6.4. 1911, d. 5.2. 1995. Börn Soffanías- ar og Huldu era : 1) Bára Bryndís Vil- hjálmsdóttir er dóttir Huldu fyrir hjóna- band og ólst upp hjá Soffaníasi og Huldu. 2) Magnús, f. 5.6. 1961, í sambúð með Brynju Guðnadóttur, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Berglind, f. 18.8. 1984, og Hulda, f. 18.10. 1985. Magnús kvæntist Sigríði Finsen. Börn þeirra em: Guðbjörg Soffía, f. 7.5. 1992, og Marta, f. 8.11. 1993. 3) Kristín, f. 27.6. 1963, gift Rúnari Sigtryggi Magnússyni. Böm þeirra em: Kristinn Soffanías, f. 2.7. 1981, og Rut,, f. 7.7. 1983. 4) Sóley, f. 20.1. 1966, gift Sigurði Sigurbergssyni. Börn þeirra em: Elín, f. 25.4. 1991, Sonja, f. 29.11. 1992, og Jóhanna Kristín, f. 14.3. 1997. Soffanías missti föður sinn ung- ur. Hann og bræður hans hófu sjósókn á unga aldri og 12 ára gamall hóf Soffanías útgerð þegar hann ásamt Bæring bróð- ur sínum keypti bátinn Óðin. Arið 1949 keyptu bræðurnir 38 tonna bát, Gmndfirðing, og hófst þar með óslitin saga út- gerðar og fiskvinnslu undir for- ystu Soffaníasar. Soffanías tók fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1954. Hann var um skeið formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sat 22 ár í sljórn SÍF, sat í stjórn félags rækju- og hörpudisksframleið- enda, var um skeið formaður Vinnuveitendafélags Breiða- fjarðai’, Útvegsmannafélags Brciðafjarðar og Bátatrygging- ar Breiðafjarðar. Soffanías var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1987. Hann tók virkan þátt í félags- málum í Grundarfirði, sérstak- lega innan Lionshreyfingarinn- ar. Soffanías hætti daglegri um- sýslu fyrirtækis síns árið 1993 og tóku þá börn hans og tengda- börn við rekstrinum. Soffanías greindist með krabbamein haustið 1997 og dvaldi síðan ým- ist heima eða á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Útför Soffaníasar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugar- daginn 3. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. Soffanías Cecilsson er fallinn eftir harðvítuga baráttu sem hann háði við illkynja sjúkdóm - mest heima á heimili sínu í Grundarfírði - með ómetanlegri hjálp og aðstoð eigin- konu og barna. Dauðinn hafði beitt ljánum - baráttan var búin. Þó var þetta ekki ósigur. Soffanías vissi vel að hverju stefndi og var viðbúinn að taka dauðanum. jt. Einn af máttarstólpum uppbygg- ingar í Grundarfírði er nú fallinn frá. Soffam'asi auðnaðist að brjótast úr sárri fátækt, eftir að hafa misst fóð- ur sinn bam að aldri, í það að reka stórt útgerðarfyrirtæki og fískverk- un sem böm þeirra hjóna hafa nú tekið við og ber nafn hans, Soffanías Cecilsson hf. Þess má geta að í mörg ár var Soffanías hæsti skattgreiðandi á Vesturlandi. Þegar minnst var á það hversu mikið hann greiddi í skatta vora svör hans svipuð og Þorvalds í Síld og físki, sem lengi var hæsti skattgreiðandi í Reykjavík: „Rekstur minn gengur vel og þá er ánægjulegt að geta látið nokkuð renna til samfé- lagsins." Fyrir utan sína beinu skatta "*Vora þeir ómældir styrkimh- sem hann lét renna til góðra mála í byggðarlaginu svo sem til kirkjunnar o.fl. Og það vora ekki eingöngu félög og sérstök verkefni í byggðarlaginu sem nutu góðvildar Soffaníasar því margur einstaklingurinn naut hjálp- ar hans, sem þó átti alls ekki að vitn- ast um, og vora þau þar samtaka hjónin eins og í mörgu öðra. Um eða innan við fermingu fóra Soffanías og bræður hans að róa til fiskjar og þóttu heldur djarftækir eins og hann lýsir í ævisögu sinni sem Hjörtur Gíslason skráði. Strax þá, vart kominn af barnsaldri, ákveð- ur hann með sjálfum sér að framtíðin skuli verða að bjarga sér á sjónum, ^’-eignast sinn eigin knöm svo sem minnst þyrfti til annarra að sækja. Með ótrúlegum dugnaði og elju tókst honum að láta draum sinn rætast. Fyrsti báturinn var ekki stór en þeir stækkuðu og þeim fjölgaði þannig að nú gerir fyrirtækið Soffanías Cecils- son hf. út þrjá báta. Um 1960 fer Soffanías einnig að verka fískinn af bátum sínum. Þá er hafinn einn stærsti þátturinn í rekstri fyrirtækis- ins. Fyrst var það saltfiskverkun, síð- an ftysting og svo skel- og rækju- vinnsla. Þar með var hann orðinn einn stærsti atvinnurekandi í Grund- - : arfirði. Það var og mikils virði fyrir byggðarlagið að mjög margir ung- lingar byrjuðu sína fyrstu launuðu vinnu hjá Soffa. Þeir komu beint úr skólanum og í vinnu þar og var þetta ómetanleg starfsþjálfun, eins og nú er sagt. En ábyggilega hafa afköst ekki verið í samræmi við tímakaupið ^hjá sumum svona í íyrstu, en um það *var ekki fengist heldur unglingunum tekið með góðvild. Já, saga Grandarfjarðar verður ekki skráð án þess að Soffanias eigi þar stóran kafla um uppbyggingu þéttbýlisins þar. Soffanías tók mikinn þátt í félags- málum, bæði heima í héraði og svo var hann í stjórnum samtaka í sjáv- arútvegi. Hann var lengi í stjórn SÍF, í stjórn og um tíma formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, svo og í stjórn Félags rækju- og hörpuskels- framleiðenda. Einnig var hann í ýmsum öðrum félögum og nefndum varðandi sjávarútvegsmál. Fyrir þetta og brautryðjandastörf sín var hann sæmdur íslensku fálkaorðunni. Við Soffanías vorum jafnaldrar og áttum alltaf heima í Eyrarsveit. Þó höguðu atvikin því þannig að við unnum ólík störf. Hann við sitt stóra fiskvinnslufyrirtæki en ég í sveitar- stjómarmálum og við bankastörf í nær 40 ár. Auðvitað áttum við mikil samskipti. Ég alltaf í opinbera stússi og hann í sínu fyrirtæki. Það var gott og oft skemmtilegt að hitta Soffa. Hann var mjög hreinskilinn og sagði skoðanir sínar óhikað, t.d. um sveitarstjórnarmál, sérstaklega ef honum fannst við ekki fara bestu leiðina í fjármálum og honum fannst hlutimir gerðir dýrari en nauðsyn- legt var. Ég sagði stundum honum til hróss að hann væri þessi ekta „íhaldsmaður“ sem hverju byggðar- lagi væri nauðsynlegur til þess að vekja athygli á óþarfa eyðslu í öllum rekstri. Það sýndí sig líka best á fyr- irtæki hans hversu glöggur íjár- málamaður hann var, það óx og dafnaði vel á þessum árum. Soffanías var hamingjusamur í einkalífi. Hann kvæntist Huldu Vil- mundardóttur 1960 og eiga þau þrjú börn, sem nú hafa tekið við fyrirtæk- inu. Fyrir átti Hulda dóttur sem ólst upp hjá þeim. Heimili þeirra Huldu og Soffa er ákaflega myndarlegt og hefur verið gott til þeirra að koma, enda var gestkvæmt á heimili þeirra. Hulda mín, Guð styrki þig og bömin í sorginni. Við öll þökkum fyrir að hafa kynnst og starfað með Soffaníasi. Guð blessi minningu hans. Halldór Finnsson. Hin öra framþróun og bætt lífs- skilyrði íslendinga síðastliðna hálfa öld er ævintýri líkust, þegar fram- stæðum atvinnurekstri til sjávar og sveita hefur verið breytt á þann veg sem best gerist meðal fremstu þjóða heims. Snar þáttur þessa ævintýris er líf og starf manna, víðsvegar um landið, sem með dugnaði, áræði og góðum gáfum í veganesti hófust upp úr sárri fátækt til mikilla umsvifa og athafna. Einn þessara manna var Soffanías Cecilsson. Þann starfsvett- vang, sem hann valdi sér, sem skip- stjóri, útgerðarmaður og fiskverk- andi rækti hann með mikilli sam- viskusemi og dugnaði alla tíð, fram- sækinn og varkár í senn. í vaxandi umsvifum taldi hann ávallt nauðsyn- legt að hafa borð fyrir báru, sem reynslan sýndi oft að borgaði sig, og vildi eiga fyrir næstu skrefum á upp- byggingarbrautinni, stór stökk skyldi ekki taka. Að vera á þann hátt íhaldsmaður var dyggð og hólyrði að mati hans. Fæðingarsveitin, Grandaifjörður, var alla tíð starfssvæði hans. Staðn- um unni Soffanías mjög mikið og vildi veg hans sem mestan, og raunar er eftirtektarverð ti-yggð hans og fleiri innfæddra stólpa í atvinnulífinu við uppbyggingu þessa unga, fallega staðar. Það rnunar um minna. At- hygli vakti náin samvinna þeirra Huldu um rekstur fyrirtækisins sem stöðugt stækkaði og efldist og gagn- kvæmt traust ríkti milli hjónanna og hefur án efa átt sinn þátt í velgengn- inni, eins og Soffi minntist ósjaldan á. Nú hafa dugmiklir afkomendur tekið við blómlegu búi. Soffanías var manna skemmtileg- astur í allri viðkynningu, léttur og kátur og hafði á góðri stund gaman af að segja sögur af sér og samferða- mönnunum og kasta fram kviðling- um. Við kunningjar og vinir Soffa minnumst með mikilli ánægju margra stunda við ýmis tækifæri, ekki síst í hópferðum erlendis, þar sem hann hafði forastu og var hrókur alls fagnaðar. Engum sem kynntust Soffaníasi náið gat samt dulist að innst inni fór alvöragefinn og tráaður maður, svo sem löngum vill verða í röðum þeirra sem óvæg örlögin kynna alvöru lífsins á unglingsárum og leggja mikla ábyrgð á ungar herð- ar. Soffanías tók mikinn þátt í félags- málum atvinnurekenda og vora hon- um á vegum þeirra falin mörg trán- aðarstörf. Hann sat fjölda ára í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðvanna og var um tíma formaður samtakanna, átti um áratuga skeið sæti í stjóm SÍF svo og í stjórn samtaka rækju- og hörpudiskframleiðenda. Þá er ekki síður vert að minnast starfa hans fyr- ir samtök atvinnurekenda á heima- slóðum en hann var einn af stofnend- um Vinnuveitendafélags Breiðafjarð- ar, var þar ávallt í stjórn og lengst af formaður. Meira mæddi þá en nú á landshlutafélögum atvinnurekenda og samskipti þeirra við viðsemjendur heima fyrir og stjórnvöld vora tíð og oft annasöm. Öllum þessum tránað- arstörfum sínum sinnti Soffanías af mikilli alúð og áhuga, hann var sann- gjam og lipur, en gat einnig verið fastur fyrir og ákveðinn og talaði þá tæpitungulausa íslensku og, ef með þurfti, hlífði hvergi þeim sem hæst tróna, er hann ræddi málefni íslensks sjávarátvegs. Hann þekkti það líka best af sinni eigin reynslu sem sjó- maður, útgerðarmaður og fiskverk- andi, að séu starfsskilyrði sjávarát- vegsins eðlileg og sanngjöm stendur hann traustum fótum og nær að skila miklum afrakstri til þjóðarinnar. Með Soffaníasi Cecilssyni er geng- inn merkur athafnamaður og góður félagi, sem sárt er saknað, en að leið- arlokum era þakkir fluttar fyrir ánægjulega samfylgd og forastu- störf. Huldu og bömum og öðram vanda- mönnum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Soffaní- asar Cecilssonar. F.h. Vinnuveitendafélags Breiða- fjarðar, Ellert Kristinsson. Þeim fækkar óðum þeim mönnum sem hófu atvinnurekstur í sjávarát- vegi fyrir miðja þessa öld. Við kveðj- um nú einn af þessum framsýnu mönnum, Soffanías Cecilsson fisk- verkanda og útgerðarmann. Hann hefur sett svip sinn á útgerð og fisk- vinnslu í Grandarfirði í meira en hálfa öld, enda einn frumkvöðlanna þar og hefur staðurinn vaxið og dafn- að með honum. í ágætri ævisögu eft- ir Hjört Gíslason blaðamann sem kom út árið 1996 segir Soffanías meðal annai-s um upphaf þátttöku hans í atvinnurekstri að fljótlega hafi runnið upp íyi-ir honum, að bjargaði maður sér ekki sjálfur gerði það lík- lega enginn annar. Hann hafi því ákveðið að verða sinn eigin herra og verið það alla tíð síðan. Það hefur þm'ft mikinn kjark og bjartsýni hjá ungum mönnum að hefja atvinnu- rekstur mitt í kreppunni á miðjum fjórða áratug þessarar aldar. En með góðum sameignaimönnum og sam- hentri fjölskyldu tókst Soffaníasi að byggja upp mjög öflugt sjávarát- vegsfyrirtæki á Grandai-firði svo eft- ir var tekið. Uppbygging fyrirtækis Soffaníasar tók ávallt mið af því hvaða kostir væru raunhæfir á hverj- um tíma og var jafnan fjárfest af mikilli fyiirhyggju. Rekstur fyrir- tækisins hefur jafnan verið fjöl- breyttur og gildir það jafnt um veið- ar og vinnslu. Það er ekki algengt að sama fyrirtækið stundi útgerð og vinni bolfisk í frystingu og salt og stundi jafnframt veiðar og vinnslu á rækju og hörpudiski. Ég kynntist Soffaníasi árið 1986 þegar ég tók sæti í stjóm Samtaka fiskvinnslustöðva. Ég vissi þó áður ýmislegt um þátttöku hans í útgerð og fiskvinnslu og af afskiptum hans á vettvangi félagsmála í sjávarátvegi. Soffanías átti sæti í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva frá 1982 til 1994, þar af formaður á árunum 1983 tií 1987. Soffanías vai- mjög ákveðinn maður sem hafði sínar skoðanir á hi-einu. Það var hollt og gott að vinna með honum í hagsmunamálum fisk- vinnslunnar og sjávarátvegsins í heild. Skömmu eftir að ég tók sæti í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva tjáði Soffanías mér að hann vildi hætta foimennsku, en væri tilbúinn að sitja eitthvað áfram í stjóminni. Það varð síðan að ráði að ég tók við af honum og sátum við saman í stjórn SF þar til hann dró sig í hlé þegar hann varð sjötugur. Soffanías Cecilsson var eftirminni- legur maður. Lífsgleði hans og hrein- skiptnar skoðanir eru okkur lifandi vottur um hverju framsýni og dugn- aður fá áorkað. Framlag hans og samhentrar fjölskyldu hefur skipt miklu fyrir atvinnnulíf og byggðina í Grundarfirði. Með Soffaníasi Cecilssyni er geng- inn einn af þeim mönnum sem sett hafa mikinn svip á einstaklingsfram- takið í sjávarályegi á síðari hluta þessarar aldar. Ég vil að leiðarlokum þakka Soffaníasi íyrir heilladrjúg störf í þágu Samtaka fiskvinnslu- stöðva og fyrir framlag hans til félags- mála í sjávarátvegi. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðai-kveðjur og óska henni Guðs blessunar. Arnar Signrmundsson. Nú er hann Soffi farinn í enn eitt ferðalagið. Að þessu sinni snýr hann ekki aftur, en afar ólíklegt er að þetta sé síðasta ferðalagið hans. Það væri afar ólíkt honum. Soffi hefur í raun verið ferðamaður allt sitt líf, frá því hann fæddist á Búðum undir Kirkjufelli fyrir nær 75 áram. Hann hefur alla tíð verið á undan öðrum, kappsamur, óhræddur við nýjungar og séð hlutina í öðru og nýrra ljósi en flestir samferðamanna hans. Ferðalag hans í gegn um lífið hef- ur verið farsælt. Hann brauzt úi- sárri fátækt ásamt systkinum sínum og móður tíl hagsældar og áhrifa, ekki aðeins í heimabyggðinni, heldur einnig í íslenzkum sjávarútvegi og a1> vinnumálum þjóðarinnar. Aðgerðarleysi var Soffa eitur í beinum. Hann varð alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni, allt annað var tíma- sóun. Slíkt hugarfar skilja kannski ekki allh-, en það skilja þeir, sem hafa alizt upp við það að bjarga sér sjálfir, bera sig eftir björginni. Soffi vissi það, að bjargaði hann -sér ekki sjálf- ur, gerði það enginn. Með dugnaði sínum og hörku brauzt Soffí áfram með systkinum sínum, hóf eigin útgerð 12 ára gamall og varð síðar einn af frumkvöðlum uppbyggingar Grundarfjarðar sem þéttbýlis, bæði sem útgerðarmaður og fiskverkandi. Saga byggðar í Grandarfirði og saga Soffa era sam- ofin og eiga Grundfirðingar honum mikið að þakka, allt frá því bærinn hóf að byggjast upp. Soffi var fljótur til flestra hluta annarra en að festa ráð sitt. Hann sagði sjálfur að hann hefði ekkert mátt vera að því að eltast við kven- fólk, allur tíminn fór í að eltast við síld og þorsk. Sennilega hefur hann ekki viljað rasa þar um ráð fram og vanda makavalið eins og kostur væri. Það tókst honum líka, þegar hann fann lífsföranautinn Huldu Vilmund- ardóttur í síldarsöltun á Raufarhöfn á sjötta áratugnum. „Ætli ég hafi nokkuð gert svo glöggan greinai'mun á því hvað var síld og hvað var kona,“ sagði hann seinna. Þau Soffi og Hulda gengu í hjóna- band árið 1960 og var það þeim báð- um mikið gæfuspor. Saman eignuð- ust þau börnin Magnús, Kristínu og Sóleyju, en fyrir átti Hulda dótturina Bryndísi. Með atorku og eljusemi stofnuðu þau fallegt og gott heimili og hvíldi það að mestu á Huldu að sjá um þá hlið mála, enda Soffi sofinn og vakinn á sjónum fyrst og síðan í út- gerð og fiskvinnslu, allt þar til börnin tóku við rekstrinum fyrir fáum áram. Soffi viðurkenndi að hafa alla tíð legið of mikið yfir rekstrinum og sagði að Hulda hefði enga leið aðra séð til að ná honum úr vinnu en fara með hann í ferðalög. Þau hjónin vora miklir ferðagarpar og ferðuðust sam- an um heimsbyggðina þvera og endi- langa og áttu þar mai-gar ómetanleg- ar stundir saman. í einu þessara ferðalaga „ski’app" Soffi meira segja yfir í annan heim eitt augnablik, en ákvað að ekki væri tímabært að yfirgefa þennan að svo stöddu. Nú hefur hann tekið af skarið eftir erfið veikindi og er sennilega hvíldinni feginn. Meðan hann lá rúm- fastur á sjúkrahúsinu á Akranesi, gat hann samt ekki hætt að ferðast og að morgni dags ræddi hann stundum við Huldu sína um ferðalagið, sem þau höfðu farið í saman nóttina áður. Nú bíður hann rólegur í öðram heimi eft- ir að Hulda hans komi til hans. Hann veit að ekkert liggur á, því hann veit að hann getur alltaf slegizt í för með henni í þessum heimi. Þó hún verði hans sennilega ekki vör, mun hann halda áfram að vaka yfir velferð hennar og barnanna þeÚTa. Ég varð þeirra fon'éttinda aðnjót- andi að fá að kynnast Soffa og fjöl- skyldu hans nokkuð náið. Ég dvaldi töluvert með þeim á Hlíðarveginum er ég skráði endurminningar hans fyrir fáeinum árum. Það var ánægju- leg dvöl og ég minnist oft þeirra stunda, þegar við Soffi sátum í eld- húsinu og drakkum kaffi með mikl- um rjóma og sykurmolum og borðuð- um kalda lifrarpylsu með. Þá vorum við báðir í essinu okkar og ég naut þess að hlusta á sögui-nar hans. Það eru líklega ekki margir sem geta í raun ímyndað sér hvað er stutt síðan fátækt og jafnvel örbirgð var fylgifiskur flestra íslendinga og hve mikinn dugnað þui'fti til að rífa sig upp úr þeirri stöðu. Ég hugsa oft til þeirra lýsinga frá æskuárum Soffa, þegar hann og Bæring vora að draga björg í bú, drápu sel með berum höndum til að hafa í matinn og bundu lifandi hvali saman á sporðunum, þegar þeir villtust á land á sjávai'- kambinum við Búðir. Slíkar aðstæð- ur eru fjarri okkur í dag, en okkur er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.