Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 9 FRÉTTIR Mál fréttamanns og lögreglumanns á einni hendi Aðskilin mál en verða að skoðast saman Aukin ökuréttindi Ökuskóli fslands (Meirapróf) Leigubíll, vörubifreiö, hópbifreið og eftirvagn. Ný námskeið hefjast vikulega. Gerið verðsamanburð. Sími 568 3841, Dugguvogur 2 EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur til rannsóknar kæru lögmanns fyr- ir hönd fréttastofu Sjónvarps, fréttamanns og myndatökumanns á hendur lögreglumanni, sem lögð var fram skömmu eftir að lögi’egl- an kærði Loga Bergmann Eiðsson, fréttamann Sjónvarps, eftir atvik á vettvangi fréttaöflunar hinn 31. janúar sl. sem leiddi til handtöku fréttamannsins. Saksóknari hjá embætti ríkis- saksóknara segir að um tvö aðskil- in mál sé að ræða, annars vegar ætluð brot fréttamannsins gegn valdstjórninni, sem er á hendi lög- reglu að rannsaka, og hins vegar ætluð brot lögreglumannsins, sem ríkissaksóknari hefur rannsóknar- valdið í. Auk gagna vegna rannsóknar ríkissaksóknara hefur embættið gögn sem tengjast rannsókn lög- reglunnar vegna kæru á hendur fréttamanninum. Ríkissaksóknari kallaði eftir gögnum hjá lögregl- unni vegna sinnar rannsóknar er kæra lögmanns Sjónvarps var lögð fram, en rannsókn lögreglunnar vegna ætlaðra brota fréttamanns- ins var þá komin á veg. Að sögn saksóknara er óhjákvæmilegt ann- að en að skoða málin saman, þar sem um sömu atburðarás sé að ræða og sé eðlilegt að ríkissak- sóknari geri það, þar sem hann hefur ennfremur ákæruvaldið vegna ætlaðra brota fréttamanns- ins gegn valdstjórninni. Ef tilefni er til að ætla að brot hafí verið framin gegn valdstjórn- inni mun ríkissaksóknari mæla fyr- ir frekari rannsókn, gerist þess þörf. Búist er við að ákvörðun um hvort ástæða þyki til að gefa út ákæru á kærðu liggi fyrir á næstu vikum. BALLY Næstu daga munum við rýma fyrir nýjum sendingum af Bally-skóm. Þess vegna býðst nú það einstæða tækifæri að kaupa eldri gerðir á verulega niðursettu verði. Rýmum fyrir Athugið! nýjum sendingum Stendur aðeins í örfáa daga. Opið laugard. kl. 10-16 20-50% SKÓUERSLUN afsláttur KOPAUOGS HAMRABORC 3 • SÍMI SS4 17S4 NÝTT NÁTTÚRULEGT HÚÐKREM FRÁ MIRANDAS • Inniheldur virka efnið CARAMIDE 3 • Dag og/eða næturkrem • Viðheldur raka og mýkt húðarinnar • Inniheldur A og B vítamín • Fyrir alla húð • Smígur vel inn í húðina • Má líka nota á börn CERAMIDE -BYLTING í HÚÐKREMI Nýja CERAMIDE-húðkremið í 50 ml. dós kostar 2.900- —^—i BVEataróregla Ertu með mat á heilanum? Haldið verður 5 vikna námskeið fyrir bulimiur og fólk með ofátsvandamál. Einnig er stuðningshópur fyrir bulimiur. Einkaviðtöl. Stuðst er við 12 spora kerfið. Upplýsingar í síma 552 3132. Inga Bjarnason. Ásmundur Daníel Bergmann Efni: Jóga gegn kvífla með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20. Hefst 8. apríl. Yoga - breyttur lífsstíll 7 kvölda grunnnámskeið með Daníel Bergmann. Mán. og mið. kl. 20. Hefst 7. april. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Frír aðgangur að tæk- jasal og opnum jógatímum fylgir meðan á námskeiðinu stendur. * jógaleikfimi (asana) * mataræði og lífsstíll * öndunaræfingar * siökun * andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Y06A#> STU D I O Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. II . ' m §§ Yoga - Tæki - Sauna - Polarity therapy CD §1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.