Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Ásdís
SÝNINGARNEFNDIN hengir upp verk Þorgerðar Sigurðardóttur, f.v. Þorgerður, Soffía Sæmundsdóttir, Ingi-
berg Magnússon og Kristín Pálmadóttir. Á myndina vantar fimmta nefndarmanninn, Benedikt Kristþórsson.
Margháttuð grafík
Sýning á nýjum verkum þrjátíu félagsmanna í Islenskri grafík
verður opnuð í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni næst-
komandi laugardag kl. 15. Orri Páll Ormarsson tók hús á
sýningarnefndinni meðan hún var að hengja sýninguna upp
í safninu en tilefnið er þrítugsafmæli félagsins á þessu ári.
GRAFÍKHEFÐIN er ekki
gömul á íslandi. Guð-
mundur Einarsson frá
Miðdal telst vera fyrsti
reglulegi grafíklistamaður þjóðar-
innar - hann var alltént fyrstur til
að halda hér sérstaka grafíksýn-
ingu árið 1925. Fáeinir menn sýsl-
uðu við greinina á þessum ánim en
það er ekki fyrr en á fjórða ára-
tugnum að fram koma gagnmennt-
aðir og sannfærðir grafíklistamenn
á íslandi og leggja grunninn að ís-
lenskri grafík. Hlutur Jóns Engil-
berts er þar afar stór. íslenskir
grafíklistamenn stofnuðu fyrst með
sér félag árið 1954 en því varð ekki
margra lífdaga auðið. Núverandi
félag, íslensk grafík, var sett á
laggirnar árið 1969 og heldur því
þrjátíu ára afmæli sitt hátíðlegt á
þessu ári. Af því tilefni efnir félagið
til samsýningar á verkum félags-
manna í Listasafni Kópavogs -
Gerðarsafni. Þar er staða grafík-
listarinnar í dag lögð í dóm þjóðar-
innar.
Þrjátíu listamenn eiga verk á
sýningunni, sem er í öllum þremur
sölum safnsins, og eru þau öll ný af
nálinni. „Félagsmenn hafa svo
sannarlega orðið við beiðni sýning-
arnefndar um ný verk því flest
verkin era gerð á þessu ári, örfá á
því síðasta,“ segir einn sýningar-
nefndarmanna, Ingiberg Magnús-
son. Segir hann fjölda þátttakenda í
samræmi við væntingar en um sjö-
tíu manns eru í íslenskri grafík.
„Ætli þessi fjöldi, þrjátíu manns,
endurspegli ekki hópinn sem er
virkur í grafíkinni um þessar
mundir. Raunar áttum við von á að
verða örlitlu fleiri en nokkrir duttu
úr skaftinu á síðustu stundu vegna
þess að verk þeirra voru ekki til-
búin.“
Mikil breidd í hópnum
Ætti að velja eitt orð til að lýsa
sýningunni yrði fjölbreytni ugg-
laust fyrir valinu. „Samsýningar
grafíklistamanna voru einhæfari
hér áður fyiT. Það er mikil breidd í
þessum hópi,“ segir Kristín Pálma-
dóttir, sem sæti á í sýningarnefnd,
og stalla hennar, Þorgerður Sigurð-
ardóttir, segir áberandi á þessari
sýningu að nýjar aðferðir hafi ratt
sér til rúms í greininni. „Það fer til
dæmis ekkert á milli mála að tölvan
er komin til skjalanna - stafrænt
þrykk."
Kristín segir líka af sem áður var
að grafíklistamenn gerðu allt að
hundrað eintök af sama verkinu.
Nú vilji þeir helst ekki gera nema
eitt eintak. „Hvað það snertir líkist
grafíkin málverkinu nú meira en
áður.“ Ingiberg segir þessa þróun
öðram þræði markaðsstýrða, enda
hafí sala á grafík dregist saman í
seinni tíð. „Grafíkin var í mikilli
tísku fyrir fímmtán til tuttugu ár-
um og verk seldust í óskaplegu
magni. Ur þessari sölu hefur hins
vegar dregið, eins og reyndar allri
listsölu, og þess vegna hafa menn,
að hluta til, skipt um vinnubrögð.
Þótt það hljómi kannski undarlega
hefur þetta verið gott fyrir greinina
frá faglegu sjónanniði - hefur leitt
til þess að menn era frjálsari í list-
sköpun sinni en áður. Fyrir vikið er
fjölbreytnin meiri.“
Soffía Sæmundsdóttir, einn sýn-
ingarnefndarmaðurinn enn, tekur í
svipaðan streng. „F ólk lætur tækn-
ina ekki trafla sig lengur, er óbeisl-
að, þótt innan um séu auðvitað fín,
tæknileg vinnubrögð líka.“
Það er enginn hægðarleikur að
hengja upp sýningu þar sem þrjátíu
listamenn eiga _ í hlut. Það hefur
sýningarnefnd íslenski-ar grafíkur
fengið að reyna síðustu daga. Þótt
rýmið sé drjúgt í Gerðarsafni eru
ekki allir samstiga þegar að ráð-
stöfun þess kemur. „Þetta hefur
verið höfuðverkur - og er raunar
ekki lokið ennþá. Þess vegna höfum
við fengið sérstaka dómnefnd til
liðs við okkur og hefur hún úrslita-
valdið," segir Kristín. Ingiberg rek-
ur þá upp stór augu, eins og sú full-
yrðing komi honum í opna skjöldu.
„Er ekki ágætt að það komi fram?“
er Ki-istín þá fljót að segja. „Svo við
verðum ekki skömmuð!" Að þessari
athugasemd hlæja félagar hennar í
sýningarnefndinni en hið rétta í
málinu mun vera að nefndirnar axla
ábyrgðina á ráðstöfun veggjanna í
sameiningu.
Anægð með Gerðarsafn
Sýningarnefndin kveðst afar
ánægð með Gerðarsafn - það sé
kjörinn vettvangur fyrir sýningu af
þessu tagi. „Síðasta samsýning á
vegum félagsins var í Noiræna
húsinu fyrir fimm áram og þá fund-
um við að það húsnæði var orðið of
Iítið,“ segir Soffía. „Það er því
ánægjulegt að fá nú tækifæri til að
sýna í þremur sölum.“
í tengslum við sýninguna hefur
formaður íslenskrar grafíkur,
Höskuldur Harri Gylfason, tekið
saman upplýsingar um flesta fé-
lagsmenn og fært inn á CD-ROM
sem hægt verður að nálgast á sýn-
ingunni.
Grafíklistamenn á íslandi bund-
ust fyrst böndurn árið 1954 og
nefndu félagið íslensk grafík.
Stofnfélagar vora Jóhannes Jó-
hannesson, Hafsteinn Guðmunds-
son, Veturliði Gunnarsson, Jón
Engilberts, Jón Þorleifsson og
Kjartan Guðjónsson og tilgangur-
inn var að vinna að kynningu og efl-
ingu grafíklistar i landinu. Starf-
semi félagsins lagðist hins vegar
fljótlega niðm', enda félagsmenn fá-
ir og lítil aðstaða til að vinna list-
grafík hér á landi á þeim áram.
Fimmtán áram síðar var núver-
andi félag sett á laggirnar og segir
Ingiberg menn hafa litið svo á að
ekki væri verið að endurreisa gamla
félagið, heldur stofna nýtt. Aðal-
hvatamaðminn að stofnun hins nýja
félags og jafnframt fyrsti fonnaður
þess var Einar Hákonarson. Ingi-
berg segir engin bein tengsl milli
þessara tveggja félaga önnur en
þau að nokkrh' af meðlimum þess
fyrra gengu tO liðs við hið síðara við
stofnun þess, auk þess sem nýja fé-
lagið hafí tekið upp merki þess
gamla, teiknað af Jóni Engilberts.
Burðarásinn í starfsemi félagsins
hefur verið sýningarhald af ýmsum
toga, einkum sýningar á verkum fé-
lagsmanna innanlands og utan og
útgáfa kynningarrita um íslenska
grafíklistamenn og verk þein-a. Fé-
lagið hefur ennfremur staðið að
kynningu á erlendri gi-afík á ís-
landi.
Um árabil voru samsýningar á
vegum félagsins jafnan haldnar á
tveggja ára fresti en í seinni tíð hef-
ur bihð verið gleikkað upp í fímm
ár. Blómaskeið þessara sýninga var
á áttunda áratugnum. Einkasýn-
ingar grafíklistamanna vora fátíðai'
á þeim tíma en samsýningarnar
þeim mun kraftmeiri. Þær vora
mikill tekjustofn fyrir félagið. í
seinni tíð hafa einkasýningar færst
í vöxt.
Félögum í íslenskri grafík hefur
fjölgað ört á liðnum misserum og
hefm- félagið ekki í annan tíma ver-
ið fjölmennara. „Þegar ég stýrði
þessum félagsskap á sínum tíma
var þetta hálfgerður saumaklúbb-
ur,“ segir Ingiberg, „en nú er allt
annar bragm’ á þessu.“
Að sögn Kristínar hafa alltaf ver-
ið virkir einstaklingar í grafík í
gegnum árin en þeir hafí sennilega
aldrei verið íleiri en nú. „Þá hefur
verið óvenjumikil aðsókn að gi'afík-
deildinni í Myndlista- og handíða-
skólanum síðustu ár. Þannig að
framtíðin er björt."
Draumurinn
rætist
Það var lengi draumur íslenski'a
grafíklistamanna og reyndar eitt af
höfuðmarkmiðum félagsins allt frá
stofnun þess að koma á fót sameig-
inlegu grafíkverkstæði, þar sem
listamenn gætu leigt sér aðstöðu og
átt þess kost að beita mismunandi
tækni innan greinarinnar. Þessi
draumur varð loks að veruleika árið
1995 þegar íslensk grafík hóf
rekstur verkstæðis og gestavinnu-
stofu í Tryggvagötu 15. Ingiberg,
Kristín, Soffía og Þorgerður segja
tilkomu húsnæðisins hafa valdið
straumhvörfum í íslenskri grafíklist
- vinnuaðstaða fólks hafi batnað til
muna. Sérstaklega mun verkstæðið
hafa gert yngra fólki, nýkomnu úr
námi, kleift að sinna list sinni. „Hér
áður fyrr var það mörgum fjötur
um fót að félagið skyldi ekki ráða
yfir aðstöðu af þessu tagi, með
pressum og öðra tilheyrandi. Til-
koma húsnæðisins í Tryggvagötu
15 var því kærkomin," segir Þor-
gerður.
í febráar síðastliðnum var verk-
stæðið flutt í næsta hús við hliðina,
Tryggvagötu 17, Hafnarhúsið, og
er starfsemin þar þegar hafín. Þai'
er, auk verkstæðis, sýningarsalur,
þar sem ráðgert er að efna til sýn-
inga á grafíkverkum og öðram
verkum unnum á pappíi'. Formleg
opnun þessa húsnæðis er áformuð
síðar í vor.
Annar liður í eflingu félagsins og
grafíklistarinnar almennt hefur
verið félagsskapurinn Grafíkvinir
sem félagið stofnaði til í því augna-
miði að efla tengsl listvina og lista-
manna í landinu. Grafíkvinir geta
allir orðið sem hafa áhuga á listum,
gegn árgjaldi, sem er 5.000 krónur,
og fylgja sæmdarheitinu ýmis fríð-
indi. Að sögn Þorgerðar hefur þetta
tiltæki fallið í frjóan jarðveg og
standa Grafíkvinir nú í nokkram
blóma.
Stabat
Mater í
Fella- og
Hólakirkju
KVENNAKÓR Kirkjukórs Fella-
og Hólakirkju flytur Stabat Mater
eftir Giovanni Battista Pergolesi
föstudaginn langa kl. 17.
Einsöngvarar með kórnum eru
Kristín Sigurðardóttir, Lovísa
Sigfúsdóttir og Soffía
Stefánsdóttir. Undirleikari á píanó
er Krystyna Cortes.
Pergolesi var fæddur á Italíu
árið 1710 og er helst þekktur sem
höfundur gamanóperunnar La
serva padrona og kirkjulegra
verka eins og Stabat Mater.
Pergolesi var beðinn að semja
verk fyrir bræðrareglu nokkra í
Napólí og skyldi það leysa af hólini
verk eftir Alessandro Scarlatti
sem flutt hafði verið relgulega á
föstudaginn langa í áraraðir.
Pergolesi hófst handa við að semja
Stabat Mater en var orðinn
fárveikur af berklum, sem áttu
eftir að draga hann til dauða. Ólíkt
Mozart uáði Pergolesi að ljúka
verki sínu og lést 26 ára gamall,
syngjandi í dauðanum lofsöng til
krossins og heilagrar Guðsmóður.
• VITA Brevis er eftir Jostein
Gaarder í þýðingu Aðalheiðar
Steingrímsdóttur og Þrastar Ás-
mundssonar.
Bókin kemur út í ritröðinni Syrtl-
ur.
í kynningu segir að í þessai'i
sögu um átök ástarinnar og hug-
myndanna segi frá því að sögu-
maður finnur bréf hjá fombóka-
sala sem reynist vera til
Ágústínusar kirkjufóður frá Flóríu
ástkonu hans. í bréfinu lýsir hún
samlífi þeirra sem er heitt og inni-
legt. Ep eggjaður af móður sinni
bælir Ágústínus niður tilfinningar
sínai- og langanir, hann afneitar
Flóríu og syni þeirra, tilvera hans
verður þaðan í frá helguð andleg-
um og trúarlegum efnum. Kirkjan
er bráður hans og heimspeki henn-
ar verður hans hlýðniboðorð. Þar
með svíkur Ágústínus ástkonuna
fyrir hugmyndir sínar um Guð.
í þessari bók fjallar norski met-
söluhöfundurinn
Jostein Gaarder
um heimspeki
við lok fornaldar
og tráarviðhorf
Ágústínusar eins
og þau birtast í
hinum frægu
Játningum hans
þar sem meðal
annrs er vikið
stuttlega að
Flóríu. Jostein Gaarder fæddist
árið 1952 í Noregi. Hann er löngu
víðkunnur fyrir bækur sínar sem
allar snerta heimspeki á einhvern
hátt. Veröld Soffíu hefur farið sig-
urför um heiminn, aðrar bækur
hans á íslensku eru Kapalgátan og
Halló! Er nokkur þarna?
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 91 bls., unnin í prent-
smiðjunni Odda hf. Robert
Guillemette gerði bókarkápuna.
Verð: 1.990 kr.
Jotstcin
Gaarder