Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Regnbogínn, Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri sýna róm- antísku öskubuskumyndina Ever After með þeim Drew Barrymore og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. Myndin gerist á 16. öld og fjallar um viljasterka stúlku sem stendur uppi í hárinu á stjórnsamri stjúpmóður sinni. * Attu börn og buru Frumsýning AUÐVITAÐ fær Danielle að lokum prinsinn (Dougray Scott), en fyrst verður hún að bjarga honum úr háska. DANIELLE (Drew Barrymore) er einstök 16. aldar stúlka sem leggur óstjórnlega ást á bækur og getur hún t.d. auðveldlega vitnað orðrétt í Utópíu eftir Thomas More. Atgeiwi hennar og fegurð eru jafnframt ómótstæðileg þannig að jafnvel prinsinn sjálfur (Dougray Scott) fell- ur fyrir henni. Pessi hugumstóra öskubuska er því engin undirmáls- manneskja og galvösk býður hún birginn hinni stjórnsömu stjúpmóður sinni (Anjelica Huston), sem sífellt er með eitthvert ráðabrugg, en um leið heiðrar Danielle minningu ást- kærs föður síns. Búin einstæðum gáfum og sjálfstæðri hugsun, sem er á skjön við tíðarandann, bíður Dani- elle ekki eftir því að prinsinn komi og bjargi henni, heldur þvert á móti, því það er hún sem ósjaldan kemur honum til bjargar. Hún býður hon- um aðstoð sína og bjargar jafnvel lífí hans með því að bera hann á bakinu. Hjálpin sem Danielle berst í lífsbar- áttunni kemur svo ekki frá látinni móður hennar eins og í ævintýiánu heldur frá einni af þekktustu persón- um mannkynssögunnar, sjálfum Le- onardo da Vinci, og þótt hún eigi vissulega ægifagra glerskó þá er alls ekki að finna neinar töfraþulur í orðaforða hennar. Leikstjóri Ever After og meðhöf- undur handrits er Andy Tennant sem leikstýrt hefur myndunum It Takes Two með Kirstey Alley og Steve Guttenberg og Fools Rush In með Matthew Perry og Salma Hayek. Tennant er fyrrverandi dansari og kom hann meðal annars fram í myndinni Grease með John Travolta. Hann hóf að skrifa handrit fyrir sjón- varpsmyndir og ekki leið á löngu þar til hann byrjaði að leikstýra myndun- um sjálfur, en hann gerði m.a. sjón- varpsmyndina The Amy Fisher Story sem Drew Barrymore lék í. Það munu vera til um 500 útgáfur af sögunni um Öskubusku, sem sennilega er einhver frægasta saga i heimi, en uppruna hennai' er talið að rekja megi til Kína. Tennant segir að hann hafi viljað gera öðruvísi útgáfu af sögunni en tíðkast hefur hingað til, en hann á tvær ungar dætur sem hann segist ekki vilja ala upp í þeirri trú að það sé nauðsynlegt að giftast ríkum manni til að öðlast lífsham- ingju. Hann segir sína sögu fjalla um töfra sem komi frá hjartarótum sögu- hetjunnar sjálfrar en ekki utanaðkom- andi bjargvættar, og alls ekki sé um að ræða neitt hefð- bundið öskubusku- ævintýri heldur sögu með óvæntum og áður óþekktum áherslum. Til liðs við sig í aðalhlut- verk myndarinnar fékk hann Drew Barrymore sem hann þekkti frá fyrri tíð og í hlut- verk stjúpmóðurinnar fékk hann Anjelicu Huston. Hún er dóttir leik- stjórans Johns Hustons og hlaut á sínum tíma Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni Prizzi’s Honor, sem faðir hennar leikstýrði. Meðal annaira mynda sem hún hef- ur leikið í eru The Addams Family, Crimes and Misdemeanors og Man- hattan Murder Mystery. Hún var til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlut- verk í myndunum Enemies, A Love Story og The Grifters. Drew Barrymore hefur verið stjai-na allt frá því hún sem barn lék í mynd Stevens Spielbergs ET The Extra- TeiTestrial, en á fullorðinsárum hef- ur hún m.a. leikið í myndunum The Wedding Singer, Scream, Boys on the Side og Everyone Says I Love You. ÞETTA ER EKKI APRÍLGABB! ALLAR SPÓLUR Á 250 KR. í APRÍL. HÖFUM OPIÐ ALLA PÁSKANA SEM HÉR SEGIR SKÍRDAG FRÁ KL. 10-1 FÖSTUDAGINN LANGA FRÁ KL. 11-1 LAUGARDAGINN 3. APRÍL FRÁ KL. 10-1 PÁSKADAG FRÁ KL. 11-1 ANNAN í PÁSKUM FRÁ KL. 11-1 OG MUNIÐ AÐ BROSA, ÞAÐ KOSTAR EKKERT EN GEFUR MIKIÐ. r 9\feturga[inn Smiðjuvegi 14, Xópavogi, sími 587 6080 Föstudagur 2. apríl Opið frá kl. 24-4 Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Laugardagur 3. apríl Opið frá kl. 22-3 Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms leika ásamt gestasöngvurunum Sólveigu Birgisdóttur, Skafta Ólafssyni og Garðari Guðmundssyni. Sunnudagur 4. apríl Opið frá kl. 24-4 Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Annar í páskum Opið frá kl. 22-3 Hjördís Geirs og Ragnar Páll sjá um fjörið. GjCeðiCega páslja K Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.