Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 48
..M8 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Föðurlegar umvandanir úr fílabeinsturni Landssímans SÚ VAR tíðin að ís- lendingum var ætlað að bugta sig og beygja fyrir stofnunum ríkis- einvaldsins. Landinn skalf á beinunum ef hann þurfti inn í slíka stofnun til að bera upp hið minnsta er- ^.indi, hvað þá ef hann ' vógaði sér að falast eftir þjónustu. Þetta er að sjálfsögðu löngu liðin tíð - eða hvað? Getur hugsast að þessi andi upphafn- ingar alvaldsins gangi aftur ljósum logum árið 1999? Lítum á nokkur af þeim ummælum sem Þórarinn V. Þórarinsson, stjórn- arformaður Landssímans, við- hafði á aðalfundi Landssímans 23. mars, og var fjallað um í Morgun- blaðinu og Sjónvarpinu daginn eftir. 1. „Þeir (keppinautarnir) hafa - ■Halið það þjóna hagsmunum sínum að gera fyrirtækið tortryggilegt með sem flestum kærum til sam- keppnisyfírvalda.“ (Haft eftir Þórarni í Mbl.) Þessu er fljótsvarað. Það eru ekki keppinautarnir sem gera Landssímann tortryggilegan. Landssíminn á alfarið heiðurinn af því sjálfur. Sem dæmi má nefna þegar forverinn, Póstur og sími, reyndi eftirminnilega að plata al- menning haustið 1997 með verðbreytingum sem byggðu á svo marklausri rökfræði að sjálfan forsætis- ráðherra þurfti til að leiðrétta vitleysuna. 2. „Þórarinn gagn- rýndi samkeppnisyf- irvöld harðlega á að- alfundinum og sagði þau vinna gegn hags- munum neytenda en ekki fyrir þá.“ (RÚV.) Þessum gullmolum Þórarins og fleirum svarar Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, í fréttum Sjónvarpsins: „Einfeldnisleg gagnrýni gamals einokunarfyrirtækis sem þarf að fóta sig betur á samkeppnismark- aði.“ I sama viðtali er haft eftir Guð- mundi að tuttugu kærumál hafi borist Samkeppnisstofnun vegna Landssímans og forverans, Pósts og síma, á síðustu fimm árum. Hann segir að mörg þeirra hafi leitt til íhlutunar þar sem fyrir- tækið hafi verið að misnota að- stöðu sína. Niðurstaða Sam: keppnisstofnunar er ólygnust. I langflestum kærutilvikum hefur Samkeppnisstofnun úrskurðað neytendum í hag þar sem Lands- síminn hefur verið staðinn að því Samkeppni Tilgangur samkeppnis- yfírvalda, segir Hregg- viður Jónsson, er einmitt að sjá til þess að eðlileg samkeppni geti komist á í þessum geira. að hafa skaðleg áhrif á sam- keppni, misnota markaðsráðandi aðstöðu sína eða standa rangt að málum með einhverjum hætti. Á Alþingi var þetta kallað „einbeitt- ur brotavilji". „Síbrotamenn“ Landssímans virðast hins vegar ekki telja sér fullkomlega skylt að virða leikreglur lýðræðis og sam- keppni, enda eru þeir að sjálf- sögðu ofan við þær og utan í krafti gamallar hefðar - eða hvað? 3. Þórarinn segir einnig í sam- tali við Morgunblaðið að það sé „nokkurt áhyggjuefni að sam- keppnisyfirvöld hér á landi virðist fyrst og fremst hafa áhyggjur af markaðshlutdeild og fjárhagsleg- um styrk Landssímans en láti sig verðið minna skipta" (Mbl.) Kjarni málsins er sá að hlut- verk og tilgangur samkeppnisyf- irvalda er einmitt að sjá til þess að eðlileg samkeppni geti komist á í þessum geira í friði fyrir ofríki og fjárhagslegum styi’k Lands- símans, sem mætti til leiks með silfurskeið í munni og 100% mark- aðshlutdeild þegar samkeppni á markaðnum var gefin frjáls í jan- úar 1997. Alkunna er að stórfyrir- tæki með einokunartilburði á borð við Landssímann lækka verð á þjónustu sinni til að drepa niður samkeppni - lækka sig jafnlengi og þarf til verknaðarins. Þetta drápstól Landssímans klæðir Þór- arinn í sakleysislegan búning og bendlar við umhyggju fyrir við- skiptavinum. Samkeppnisyfírvöld láta hins vegar ekki blekkjast og stugga við Landssímanum. Það ergir Þórarin. 4. Stjórnarformaðurinn sagði afkomuna augljóslega leyfa lækk- andi verð og íjölbreyttari tilboð til að mæta mismunandi þörfum við- skiptavina. „Samkeppnisyfirvöld hafa þó staðið gegn því að Lands- síminn lækkaði verð á þjónustu í GSM-kerfinu.“ (Mbl.) Landssíminn er skólabókar- dæmi um stórgróðafyrirtæki sem vill teppa og hindra samkeppni. Fróðlegt væri t.d. að sjá svart á hvítu svör við þessum spurning- um: Hver var hagnaður foi'vera Landssímans, Pósts og síma, af GSM-símakerfinu árið 1997? Af hverju lækkaði Landssíminn ekki verð í kerfinu fyrr en 1998 þegar hér komst á samkeppni? Hver hefði hagnaðurinn af GSM- Hreggviður Jónsson kerfi Landssímans orðið ef Tal hefði ekki komið til sögunnar? Tónninn hjá Þórarni er jafnan sá að Landssíminn sé svo sterkur og góður að hann geti alfarið séð um þetta allt saman og sjálfsagt um alla framtíð boðið stórkostlega þjónustu og stórkostlegt verð. Þannig virðist Þórarinn falla í gryfju Sovétkerfisins gamla þar sem best þótti að aðeins eitt fyrir- tæki væri í hverri grein, „sæi um þetta allt saman“ og léti síðan „náðarmolana detta niður í kjöltu almúgans í krafti valds síns og ágætis“. Þessi forsjárhyggja er athyglisverð í ljósi þess að Þórar- inn er framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins. Hann ætti í því starfi að kannast við gildi og leikreglur frjálsrar samkeppni - og jafnvel telja sér skylt að standa vörð um frjálsa samkeppni á Islandi. Að lokum er vert að leiða hug- ann að því viðskiptasiðferði að Þórarinn V. Þórarinsson skuli j senn vera framkvæmdastjóri VSI og stjórnarformaður fyrirtækis, sem að forminu til stendur í sam- keppni úti á vinnumarkaðinum. Eru nokkur dæmi um slíkt í ná- grannalöndum okkar sem kennd eru við lýðræði og framfarir? Skyldi þetta vera ástæða þess að Tal hf. hefur ekki fengið boð um inngöngu í VSI? Þetta er athygl- isvert í ljósi þess að VSI-menn eru þekktir fyrir að stunda öfluga sölustarfsemi til að fá inn ný að- ildarfélög. Hvað skyldi Þórarinn gera ef Tal myndi sækja um og fá inngöngu (ég gef mér að svo yrði) í VSI? Sæti hann sem fastast í báðum stólunum? Höfundur er forstjóri Islcnsku út- varpsfélngsins. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 999. þáttur „GOTT kaffi er gott, þegar það er gott,“ var haft eftir sr. Jóhanni heitnum dómkirkjupresti, og um- sjónarmaður segir: Góð bréf eru góð, þegar þau eru góð. Og nú ætla ég að birta slík bréf, annað svo að kalla heilt, en hitt er svo efnismikið og ýtarlegt, að það kemur í tveimur hlutum: Og þá er það fyrst Ingvar Gíslason fv. menntamálaráðhen-a: „Kæri Gísli. í framhaldi af því sem þú segir um orðin halur og sprund, að þau orð eru um það bil að hverfa úr mál- inu, enda skáldamálsorð (að ég held) langar mig að benda á nokkur gömui og gild orð sem láta nú und- an síga mjög að ósekju og óvænt. Stúlka víkur fyrir stelpa, drengur fyrir strákur, piltur heyrist varla, barn víkur fyrir krakki, en það orð hefur fengið afarrúma merkingu og notað í tíma og ótíma: Leik- skólakrakki, grunnskólaki-akki, fermingarkrakki, mennta- skólakrakki, „krakkamir í háskól- anum“, „þessir ki’akkar ætla að fara að gifta sig“, o.s.frv. (Er þetta krakkatal öpun á „kid“ í amerísku?) Ekki svo að skilja, stelpa, strákur, krakki eru gamalkunn og ágæt orð út af fyrir sig. En ekki eykur það fjölbreytni málsins (hvað þá fegurð þess) að brengla merkingu þeirra, þurrka út biæmuninn, láta þau taka við hlutverki fallegra orða eins og stúlka, drengur, bam. Kennarar ala á þessari ofnotkun. Einn heyrði ég í tiltölulega stuttu viðtali segja „krakki“ ellefu sinnum, en aldrei bam. Þetta á víst að heita „opið og óþvingað talmál“, sem virðist vera málfarsstefna blaða og tímarita um þessar mundir, en lýsir engu nema hugsanaleti og bamaskap. Nema það sé sannast, sem marg- ur segir, að svokölluð málrækt sé ekki annað en einn angi fasismans, eða hvað merkir orðið „tungu- málafasismi“? Veistu hvað rúmast í því orði? E.t.v. ævistarf þitt! Og við- leitni mín! Vertu margblessaður, þinn einl.“ ★ Og þá tekur til máls Haukur Ragnarsson á Mógilsá: „Kondu sæll, Gísli! Ekki alls fyiir löngu varst þú að tala um -na endinguna, sem mér skilst, að hafi verið mjög algeng austur í Oræfum fram á þennan dag. Ágætur maður, sem var ná- kunnugur þar eystra, hann kenndi mér þessa vísu, sem þar var ort um kaupakonu austan af Fljótsdalshér- aði: Af Héraðinu hérnana hingað kom sú amana, þessi stúlkan þarnana, þú ættir að barn’ana." [Innskot umsjónarmanns: Þetta minnir mig á limru Jónasar Ái-na- sonar: Þybbna stúlkan þaddnana sem etur eplakjaddnana engum var þýð hér áður á tíð en nú er sem sé heldur en ekki aldeilis búið að baddnana.] Haukur heldur áfram: ,Á unglingsárum mínum kynntist ég fullorðnum mönnum úr Oræfum, sem mér virtust oft koma sér hjá því að nota orðið ,já“, í stað þess sögðu þeir gjai’na „svo er“ eða „svo var“. Ætli þetta hafi verið algengt hér áður fyrr? Ekki notuðu Róm- verjar hinir fornu orðið ,já“.“ [Innsk. umsjónarmanns: Halldór Laxness segir frá því í Grikk- landsárinu að Hornfirðingar hafi hvorki sagt já né nei, heldur „það var nú heldur og það var nú síður.“ Og svo stendur í Biblíunni að ræða þín skuli vera já, já, eða nei, nei!] Haukur enn: „Þú ert stundum að gefa fjöl- miðlamönnum prik fyrir velunna hluti, sem mér finnst reyndar sann- gjarnt og gott, þegar við á. Mig minnir, að endur fyrii’ löngu hafir þú verið með þætti í Útvarpinu um íslenskt mál, og þá hafir þú nokkrum sinnum rætt um þýðingu þess, að hafðar væru réttar áhersl- ur og rétt hrynjandi í Ríkisútvarp- inu, sem þá var reyndar eitt um hituna. Man ég ekki betur, en að á þeim árum væri sagt, að Þjóðleik- húsið og Ríkisútvarpið ættu að vera musteri íslenskrar tungu. Eg hygg, að þessar stofnanir hafi lengst af gætt þess að leikarar og þulir væru skýrmæltir og lægi vel rómur, en á hinu hefur stundum verið brestur, og er reyndar enn, að áherslur og hrynjandi þeirra séu réttar. Ekki vil ég þó nefna nein nöfn í þessu sambandi. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál. Það væri sorglegt ef þjóðin færi smám saman að glata brageyra sínu vegna þess að íjölmiðlar flytu hér sofandi að feigðarósi. Mig minnir að Ríkisútvarpið hafi sinn málfars- ráðunaut.“ [Innskot: Umsjónarmaður vill enn segja frá góðu starfi málfars- ráðunauta Ríkisútvarpsins. Glöggir menn segja að hatti fyrir, þegar þeir eru í leyfi. Þeir hafa gegnt og gegna afar mikilvægu hlutverki og gera það vel.] Nú verður um sinn gert hlé á máli Hauks Ragnai’sson- ar, en framhaldið kemur í 1001. þætti. Og stansaáu aldrei, þó stefnan sje vönd og stórmenni heimskan þig segi; ef æskan vill rétta þjer örvandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi. Þótt ellin þjer vilji þar víkja um reit, það verður þjer síður til tafar: en fylgi’ hún þér einhuga in aldraða sveit, þá ertu á vegi til grafar. (Þorsteinn Erlíngsson 1858-1914.) ★ Hlymrekur handan kvað: Þeir vissu um postulann Pál að hann pældi í Siggu frá Skál og á snöggu augabragði upp í til hennar lagði líkama sinn og sál. Kærleikurinn mestur HVAÐ getum við foreldrar gert til þess að auka tímann með börnunum okkar? Hvað getum við gert til að þau nái eyrum okk- ar og við eyrum þeirra. Hvað getum við gert til þess að byggja upp traust og vináttu við börnin okkar? Spjallað saman fyrir nóttina Ein af sjálfsagt mörgum færum leiðum í því að koma á fundum foreldra og bama er að fylgja þeim í rúmið á kvöldin þegar þau hafa burstað tennur og gert viðeigandi ráðstafan- ir íyrir nóttina. Við hljótum að geta misst 10-30 mínútur úr sjónvarpsdagskránni til Uppeldi Gefum okkur tíma með börnunum okkar, segir Sigurbjörn Þorkelsson. Það skilar sér, þótt síðar verði, í betri einstaklingum. þess að segja börnunum okkar sögu eða lesa fyrir þau sögu og spjalla svolítið við þau áður en farið er með kvöldbænii’nar. Af hverju að lesa eða segja sögur? Sögurnar segja hugsanlega frá atvikum sem geta skapað grundvöll til samræðna foreldra og barna. At- vik sem hjálpa barninu að opna sig og þá ekki síður okkur hinum full- orðnu. Þannig geta sögu- stundirnar sem þurfa ekki endilega að vera mjög langar orðið til þess að koma á ómet- anlegri vináttu og trausti foreldra og barna, leið til að spjalla saman um atburði dagsins og lífsins alls. Þannig þroskumst við með börnunum og þau með okkur. Á þess- um stundum verða málin rædd með öðrum hætti en á öðrum tíma dagsins, í rólegheitum og af yfirvegun. Þessi leið er tilvalin til að ræða samskipti foreldra og barna. Ovæntar uppákomur, einelti, ofbeldi, slys og dauðsföll svo ekki sé minnst á hversdagslegri mál eins og skólastarfið, samskipti við bekkjar- systkinin, vinina aðra samferða- menn og náungann yfirleitt. Þannig tölum við saman sem vinir og kryfjum málin. Tölum ekki í skip- unartón eða prédikunarstíl heldm- spjöllum þar sem báðir aðilar tjá sig og báðir hlusta áður en dagurinn er endaður með bæn til Guðs. Lestur, spjall og bæn Gefum okkur tíma með bömun- um okkar. Það margborgar sig og skilar sér þótt síðar verði í betri ein- staklingum. Eflum vináttuna við börnin okkar svo nauðsynlegt og ómetanlegt traust komist á. Lestu góða bók fyr- ir barnið þitt eða segðu því sögu. Talið saman, biðjið saman. „En nú varir trú, von og kærleik- ur, þetta þrennt, en þeirra er kær- leikurinn mestur." (I. Kor. 13:13) Höfundur er höfundur barna- og fjölskyldubókarinnar Kærleikurinn mestur og framkvæmdastjóri KFUMogKFUK. Sigurbjörn Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.