Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HJÓNIN Ásta Þorvarðardóttir og eiginmaður hennar Þorvaldur Vigfiísson fengu ferð til Amsterdam í afmælisgjöf og ætluðu Erla dóttir þeirra og eiginmaður hennar með þeim til að njóta lífsins þar í borg yfir páskana. Þúsundir íslendinga úti um páskana Flestir á leið í sólina Er það liðin tíð að fjölskyldur haldi í sum- arbústað eða til sveita um páskana? Af erl- inum í Leifsstöð í gærmorgun mátti ætla að svo væri þar sem rúmlega þúsund manns héldu af landi brott ýmist til sólarlanda, á skíði eða til stórborga Evrópu. Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Arni Sæberg ljósmyndari litu inn í Leifsstöð snemma morguns og spjölluðu við nokkra sem ætla að eyða páskafríinu erlendis. AÐ SÖGN starfsfólks í Leifsstöð er ávallt mikið að gera rétt fyrir páska. Tollverðir upplýstu blaðamenn um að 1.200 manns hefðu farið utan á þriðjudagsmorgun í 11 fullum vélum og 1.100 í gærmorgun í tíu fullum vélum. Líklega hefðu alls um 2.000 manns farið frá Leifsstöð á þriðju- dag og annað eins í gær. Um 1.500 manns voru á leið með leiguflugi til Benidorm, Mallorca, Dublin, London og Kanarí á vegum Samvinnuferða-Landsýnar nú um páskana. Að sögn Kristínar Sigurð- ardóttur, sölustjóra hjá fyrirtækinu, seldust þessar ferðir fljótt upp og komust færri að en vildu í sumar þeirra. A vegum Heimsferða var einnig fjöldi manns á leið í sólina. Um 500 manns verða á vegum skrif- stofunnar á Kanaríeyjum, 200 á Costa del Sol, svipaður fjöldi í Benidorm og Barcelona og 120 manns í London, allt í leiguflugi. Að sögn Guðbjargar Sandholt, sölu- stjóra hjá Heimsferðum, komust einnig færri að en vildu í sumar ferðirnar en töluverð aukning varð í sölu frá því í fýrra. „Það er greini- legt að fólk hefur meira milli hand- anna nú en oft áður. Sólarlandaferð- imar eru langvinsælastar. Fólk vill hlýju í kroppinn eftir veturinn," sagði Guðbjörg. Til Spánar meðan hitastigið helst þolanlegt Um 800 manns ætluðu að dvelja í Portúgal, Mallorka og á Kanaríeyj- um á vegum Urvals-Útsýnar um páskana, að sögn Guðrúnar Sigur- geirsdóttur sölustjóra hjá skrifstof- unni, auk þess sem fjöldi fólks fór á eigin vegum til Flórída og í stór- borgarferðir. Adelheid Ingibersson og eigin- PÉTUR J. Eiríksson, Erla Sveinsdóttir og dóttir þeirra Freyja ætluðu að eyða páskun- um á skíðum í Noregi. „ÉG var svo spenntur í bílnum á leiðinni út á flugvöll að ég hristist af spenningi," sagði Jón Páll Eggertsson sem var á leið til útlanda í fyrsta sinn. Hér er hann ásamt föður sfnum Eggerti Nikulássyni og systurinni Margréti Elísabetu. Morgunblaðið/Árni Sæberg UM 4.000 manns fóru til útlanda frá Leifsstöð í gær og fyrradag. Flestir voru á Ieið til sólarianda en einnig var mikill íjökii á leið til stórborga eða á skíði. maður hennar Svavar Ingibersson voru á leið til Spánar þegar blaða- menn hittu hjónin í Leifsstöð í gær. Þau sögðust kjósa að fara á þessum tíma árs í sólina, á meðan hitinn væri þolanlegur, en alltof heitt væri á þessum slóðum á sumrin. Þau sögðust hafa verið heppin að hafa fengið sæti til Spánar, því mikil eft- irspum hefði verið eftir þessum ferðum. Kolbrún Svavars- og Emudóttir, Gunnar Martin Úlfsson og synir þeirra Svavar Gunnar og Gunnar Óm vom á leið tO Benidorm. Sögðu þau ferðina tilbreytingu við venju- legt páskafrí, sem þau eyddu vana- lega á skíðum á ísafirði. Bræðumir vora ánægðir með að vera að fara í sólina, þar sem ströndin, vatns- rennibrautir og tívolí freistuðu þeirra. Jón Páll Eggertsson var að fara í fyrsta sinn til útlanda í gær. Hann var á leið með fjölskyldu sinni til Benidorm þar sem þau ætluðu að vera í tvær vikur. „Ég var svo spenntur í bflnum á leiðinni út á flugvöll að ég hristist af spenningi," sagði Jón Páll og foreldrar hans sögðu að sólarlandaferð á þessum tíma árs væri kærkomin tilbreyting eftir veturinn. Þrátt fyrir að mesti straumurinn lægi til sólarlanda vora margir á leið til stórborga Evrópu eða á skíði. Pétur J. Eiríksson, Erla Sveinsdótt- ir og dóttir þeirra Freyja vora á leið á skíði í Geilo í Noregi. Þangað hafa þau farið sl. sjö páska og sagði PéL ur að á þessum tíma árs væri betra skíðafæri í Noregi en í Ölpunum og mun færra fólk. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir var á leið til Suðvestur-Englands í gær, en ólíkt öðram var hún ekki á leið í frí. Hún ætlar að eyða páska- fríinu í ballettskóla þarlendis en hún er nemandi í Listdansskóla Is- lands. Asta Þorvarðardóttir og eigin- maður hennar Þorvaldur Vigfússon voru svo heppin að fá ferð til Am- sterdam í sjötugsafmælisgjöf frá bömum sínum sex og mökum þeirra og ætluðu að dvelja þar yför pásk- ana ásamt dóttur sinni Erlu og eig- inmanni hennar. Þar ætluðu þau að hafa það náðugt, skoða borgina og sleppa jafnframt frá eldamennsk- unni, innkaupunum og kuldanum. KOLBRÚN Svavars- og Ernudóttir, Gunnar Martin Ulfsson og synir þeirra Svavar Gunnar og Gunnar Örn voru á leið til Benidorm í gær þar sem tívolí og vatnsgarðar biðu bræðranna. ADELHEID Ingibersson og eiginmaður hennar Svavar Ingibergsson ætluðu til Spánar á meðan hitastigið þar er enn þolanlegt. UNNUR Elísabet Gunnarsdóttir var ólíkt öðrum ekki á leið í frí, hún eyðir páskunum í ballettskóla í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.