Morgunblaðið - 01.04.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.04.1999, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HJÓNIN Ásta Þorvarðardóttir og eiginmaður hennar Þorvaldur Vigfiísson fengu ferð til Amsterdam í afmælisgjöf og ætluðu Erla dóttir þeirra og eiginmaður hennar með þeim til að njóta lífsins þar í borg yfir páskana. Þúsundir íslendinga úti um páskana Flestir á leið í sólina Er það liðin tíð að fjölskyldur haldi í sum- arbústað eða til sveita um páskana? Af erl- inum í Leifsstöð í gærmorgun mátti ætla að svo væri þar sem rúmlega þúsund manns héldu af landi brott ýmist til sólarlanda, á skíði eða til stórborga Evrópu. Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Arni Sæberg ljósmyndari litu inn í Leifsstöð snemma morguns og spjölluðu við nokkra sem ætla að eyða páskafríinu erlendis. AÐ SÖGN starfsfólks í Leifsstöð er ávallt mikið að gera rétt fyrir páska. Tollverðir upplýstu blaðamenn um að 1.200 manns hefðu farið utan á þriðjudagsmorgun í 11 fullum vélum og 1.100 í gærmorgun í tíu fullum vélum. Líklega hefðu alls um 2.000 manns farið frá Leifsstöð á þriðju- dag og annað eins í gær. Um 1.500 manns voru á leið með leiguflugi til Benidorm, Mallorca, Dublin, London og Kanarí á vegum Samvinnuferða-Landsýnar nú um páskana. Að sögn Kristínar Sigurð- ardóttur, sölustjóra hjá fyrirtækinu, seldust þessar ferðir fljótt upp og komust færri að en vildu í sumar þeirra. A vegum Heimsferða var einnig fjöldi manns á leið í sólina. Um 500 manns verða á vegum skrif- stofunnar á Kanaríeyjum, 200 á Costa del Sol, svipaður fjöldi í Benidorm og Barcelona og 120 manns í London, allt í leiguflugi. Að sögn Guðbjargar Sandholt, sölu- stjóra hjá Heimsferðum, komust einnig færri að en vildu í sumar ferðirnar en töluverð aukning varð í sölu frá því í fýrra. „Það er greini- legt að fólk hefur meira milli hand- anna nú en oft áður. Sólarlandaferð- imar eru langvinsælastar. Fólk vill hlýju í kroppinn eftir veturinn," sagði Guðbjörg. Til Spánar meðan hitastigið helst þolanlegt Um 800 manns ætluðu að dvelja í Portúgal, Mallorka og á Kanaríeyj- um á vegum Urvals-Útsýnar um páskana, að sögn Guðrúnar Sigur- geirsdóttur sölustjóra hjá skrifstof- unni, auk þess sem fjöldi fólks fór á eigin vegum til Flórída og í stór- borgarferðir. Adelheid Ingibersson og eigin- PÉTUR J. Eiríksson, Erla Sveinsdóttir og dóttir þeirra Freyja ætluðu að eyða páskun- um á skíðum í Noregi. „ÉG var svo spenntur í bílnum á leiðinni út á flugvöll að ég hristist af spenningi," sagði Jón Páll Eggertsson sem var á leið til útlanda í fyrsta sinn. Hér er hann ásamt föður sfnum Eggerti Nikulássyni og systurinni Margréti Elísabetu. Morgunblaðið/Árni Sæberg UM 4.000 manns fóru til útlanda frá Leifsstöð í gær og fyrradag. Flestir voru á Ieið til sólarianda en einnig var mikill íjökii á leið til stórborga eða á skíði. maður hennar Svavar Ingibersson voru á leið til Spánar þegar blaða- menn hittu hjónin í Leifsstöð í gær. Þau sögðust kjósa að fara á þessum tíma árs í sólina, á meðan hitinn væri þolanlegur, en alltof heitt væri á þessum slóðum á sumrin. Þau sögðust hafa verið heppin að hafa fengið sæti til Spánar, því mikil eft- irspum hefði verið eftir þessum ferðum. Kolbrún Svavars- og Emudóttir, Gunnar Martin Úlfsson og synir þeirra Svavar Gunnar og Gunnar Óm vom á leið tO Benidorm. Sögðu þau ferðina tilbreytingu við venju- legt páskafrí, sem þau eyddu vana- lega á skíðum á ísafirði. Bræðumir vora ánægðir með að vera að fara í sólina, þar sem ströndin, vatns- rennibrautir og tívolí freistuðu þeirra. Jón Páll Eggertsson var að fara í fyrsta sinn til útlanda í gær. Hann var á leið með fjölskyldu sinni til Benidorm þar sem þau ætluðu að vera í tvær vikur. „Ég var svo spenntur í bflnum á leiðinni út á flugvöll að ég hristist af spenningi," sagði Jón Páll og foreldrar hans sögðu að sólarlandaferð á þessum tíma árs væri kærkomin tilbreyting eftir veturinn. Þrátt fyrir að mesti straumurinn lægi til sólarlanda vora margir á leið til stórborga Evrópu eða á skíði. Pétur J. Eiríksson, Erla Sveinsdótt- ir og dóttir þeirra Freyja vora á leið á skíði í Geilo í Noregi. Þangað hafa þau farið sl. sjö páska og sagði PéL ur að á þessum tíma árs væri betra skíðafæri í Noregi en í Ölpunum og mun færra fólk. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir var á leið til Suðvestur-Englands í gær, en ólíkt öðram var hún ekki á leið í frí. Hún ætlar að eyða páska- fríinu í ballettskóla þarlendis en hún er nemandi í Listdansskóla Is- lands. Asta Þorvarðardóttir og eigin- maður hennar Þorvaldur Vigfússon voru svo heppin að fá ferð til Am- sterdam í sjötugsafmælisgjöf frá bömum sínum sex og mökum þeirra og ætluðu að dvelja þar yför pásk- ana ásamt dóttur sinni Erlu og eig- inmanni hennar. Þar ætluðu þau að hafa það náðugt, skoða borgina og sleppa jafnframt frá eldamennsk- unni, innkaupunum og kuldanum. KOLBRÚN Svavars- og Ernudóttir, Gunnar Martin Ulfsson og synir þeirra Svavar Gunnar og Gunnar Örn voru á leið til Benidorm í gær þar sem tívolí og vatnsgarðar biðu bræðranna. ADELHEID Ingibersson og eiginmaður hennar Svavar Ingibergsson ætluðu til Spánar á meðan hitastigið þar er enn þolanlegt. UNNUR Elísabet Gunnarsdóttir var ólíkt öðrum ekki á leið í frí, hún eyðir páskunum í ballettskóla í Englandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.