Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Verðkönnun Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu Vörurnar í Nóatúni hækk- uðu um 12,6% VÖRUVERÐ í Nóatúni hækkaði um 11,3% í versluninni við Nóatún og um 12,6% í versluninni við Hring- braut þegai- verðkannanir voru gerðar þar með tveggja daga milli- bili 24. og 26. mars síðastliðinn. Starfsfólk samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og verka- lýðsfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu gerði verðkönnun hinn 24. mars sl. í fjórum matvöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu til að at- huga hvort Nóatún hefði staðið við verð á strimli frá síðustu könnun sem gerð var hinn 3. mars síðast- liðinn. Valdar voru verslanir sem voru nálægt Nóatúni í verðsaman- burðinum hinn 3. mars síðastliðinn. Könnunin var gerð á sama tíma í öllum verslunum og var skráð bæði verð á hillu og kassa. „Meðalverð matvara í Nóatúni við Nóatún og Nóatúni við Hringbraut var það sama og hilluverð úr könnuninni 3 mars,“ segir Agústa Yr Þorbergs- dóttir. Tveimur dögum síðar var aftur farið af stað í sömu verslanir og 32 vörutegundir borhar saman við þær sömu 32 vörutegundir og tveimur dögum áður. Þá var 11,3% munur á verði í Nóatúni við Nóa- tún og 12,6% verðmunur í Nóatúni við Hringbraut. Ekki urðu mælan- legar verðbreytingar í Fjarðar- kaupi og Hagkaupi í Smára. 10-11 hækkar um 3,1 prósentustig. „Við sögðumst íylgjast grannt með matvörumarkaðnum eftir að við gerðum könnunina hinn 3. mars síðastliðinn en þá var óvenjulega mikið misræmi milli verðs á kassa og hilluverðs í Nóatúni. Við ákváð- um að gera könnunina aftur núna þremur vikum síðar en höfðum þá grun um að enn væri ekki allt með felldu í Nóatúni. Því ákváðum við að framkvæma nokkurs konar leynikönnun tveimur dögum síðar og fengum manneskju til að fara í Nóatúnsverslanirnar og kaupa um- ræddar 32 vörutegundir. Þá reynd- ist verðið hafa hækkað á þessum 32 vörutegundum um 11,3% og 12,6%.“ Agústa segist draga þá ályktun að Nóatún hafí verið að reyna að leika á starfsfólk samstarfsverk- efnisins og það muni ekki verða lið- ið. „Við látum ekki staðar numið núna og komum til með að fylgjast vel með á næstunni. Með hvaða hætti við gerum það verður bara að koma í ljós.“ Stöðugar verðbreytingar „Þetta staðfestir einungis að það eru stöðugar verðbreytingar hjá verslunum og mikil samkeppni milli matvöruverslana,“ segir Þor- steinn Pálsson sem á næstunni tek- ur við starfi forstjóra hjá Kaupási sem rekur Nóatún, KÁ verslanim- ar og 11-11 verslanirnar. „Þegar verðkönnunin var gerð hinn 3. mars síðastliðinn áttu sér Hlutfallslegur verðmunur milli 5 matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu, meðalverð í öllum verslunum = 100 Fjarðar- kaup Hagkaup Smára 10-11 Glæsibæ Nóatún Hringbraut Nóatún Nóatúni stað mistök við verðlagningu í einni verslun Nóatúns og þau mistök verða ekki endurtekin. Á hinn bóg- ' inn er athyglisvert að sú eina versl- un sem er í samkeppni við Nóatún, þ.e. Nýkaup, er ekki tekin með í könnuninni. Þegar könnunin var gerð á sínum tíma var Nýkaup með uppsteyt og það er áleitin spuming hvort það sé þess vegna sem þeir séu ekki teknir með í verðkönnun núna.“ Þegar Þorsteinn er spurður I hvort Nóatún hafí ekki verið að J reyna að leika á starfsfólk sam- starfsverkefnisins með þessum verðbreytingum segir hann það af og frá og bendir á að þessar niður- stöður undirstriki að verðbreyting- amar séu tíðar í matvömverslun- um. Lista- og menningarferð í fylgd Árna Snævarrs 29. maí í fyrsta sinn býðst íslenskum ferðalöngum skípul hópferð um Eystrasaltslöndín þrjú. Þetta er sannkölluð veisluferð fyrir listunnendur oc áhugafólk um sögu og menningu því heimsóttar verða IRSga, Mtoras ©f JÆmrn en þær eru í hópi fegurstu höfuðborga Evrópu. Flug með SAS um Kaupmannahöfn og til baka um Helsinki: kr. 45.00 Ferðin með íslenskri leiðsögn og staðarleiðsögn, sér rútu, öllum skoði narferðum, gistingu á Radison SAS hótelum og hálfu fæði: kr. 89.900 7.000 kr. afsláttur fyrir félaga í Menningarklúbbi Klassíkur FM Aðeins 10 sæti laus Möguleiki er á að framlengja í Helsinki eða St. Pétursborg. Sími: 511 3050 LANDNÁMA Sími: 511 305( stland - Lettland - Lf Heldur þú að B-vítamm sé rióg ? NATEN -ernóg! Jð e ÖJ ro c i 5 5 Mmopace hylkin innihaldn I öflupa blöndu af vitamínum og steinefnum m«»*• VITABIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman Fæst í flestum lyfjaverslunum Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til kl. 12:00, miðvikudaginn 7. apríl. Sími: 569 1111 • Bréfsími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.