Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 01.04.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Verðkönnun Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu Vörurnar í Nóatúni hækk- uðu um 12,6% VÖRUVERÐ í Nóatúni hækkaði um 11,3% í versluninni við Nóatún og um 12,6% í versluninni við Hring- braut þegai- verðkannanir voru gerðar þar með tveggja daga milli- bili 24. og 26. mars síðastliðinn. Starfsfólk samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og verka- lýðsfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu gerði verðkönnun hinn 24. mars sl. í fjórum matvöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu til að at- huga hvort Nóatún hefði staðið við verð á strimli frá síðustu könnun sem gerð var hinn 3. mars síðast- liðinn. Valdar voru verslanir sem voru nálægt Nóatúni í verðsaman- burðinum hinn 3. mars síðastliðinn. Könnunin var gerð á sama tíma í öllum verslunum og var skráð bæði verð á hillu og kassa. „Meðalverð matvara í Nóatúni við Nóatún og Nóatúni við Hringbraut var það sama og hilluverð úr könnuninni 3 mars,“ segir Agústa Yr Þorbergs- dóttir. Tveimur dögum síðar var aftur farið af stað í sömu verslanir og 32 vörutegundir borhar saman við þær sömu 32 vörutegundir og tveimur dögum áður. Þá var 11,3% munur á verði í Nóatúni við Nóa- tún og 12,6% verðmunur í Nóatúni við Hringbraut. Ekki urðu mælan- legar verðbreytingar í Fjarðar- kaupi og Hagkaupi í Smára. 10-11 hækkar um 3,1 prósentustig. „Við sögðumst íylgjast grannt með matvörumarkaðnum eftir að við gerðum könnunina hinn 3. mars síðastliðinn en þá var óvenjulega mikið misræmi milli verðs á kassa og hilluverðs í Nóatúni. Við ákváð- um að gera könnunina aftur núna þremur vikum síðar en höfðum þá grun um að enn væri ekki allt með felldu í Nóatúni. Því ákváðum við að framkvæma nokkurs konar leynikönnun tveimur dögum síðar og fengum manneskju til að fara í Nóatúnsverslanirnar og kaupa um- ræddar 32 vörutegundir. Þá reynd- ist verðið hafa hækkað á þessum 32 vörutegundum um 11,3% og 12,6%.“ Agústa segist draga þá ályktun að Nóatún hafí verið að reyna að leika á starfsfólk samstarfsverk- efnisins og það muni ekki verða lið- ið. „Við látum ekki staðar numið núna og komum til með að fylgjast vel með á næstunni. Með hvaða hætti við gerum það verður bara að koma í ljós.“ Stöðugar verðbreytingar „Þetta staðfestir einungis að það eru stöðugar verðbreytingar hjá verslunum og mikil samkeppni milli matvöruverslana,“ segir Þor- steinn Pálsson sem á næstunni tek- ur við starfi forstjóra hjá Kaupási sem rekur Nóatún, KÁ verslanim- ar og 11-11 verslanirnar. „Þegar verðkönnunin var gerð hinn 3. mars síðastliðinn áttu sér Hlutfallslegur verðmunur milli 5 matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu, meðalverð í öllum verslunum = 100 Fjarðar- kaup Hagkaup Smára 10-11 Glæsibæ Nóatún Hringbraut Nóatún Nóatúni stað mistök við verðlagningu í einni verslun Nóatúns og þau mistök verða ekki endurtekin. Á hinn bóg- ' inn er athyglisvert að sú eina versl- un sem er í samkeppni við Nóatún, þ.e. Nýkaup, er ekki tekin með í könnuninni. Þegar könnunin var gerð á sínum tíma var Nýkaup með uppsteyt og það er áleitin spuming hvort það sé þess vegna sem þeir séu ekki teknir með í verðkönnun núna.“ Þegar Þorsteinn er spurður I hvort Nóatún hafí ekki verið að J reyna að leika á starfsfólk sam- starfsverkefnisins með þessum verðbreytingum segir hann það af og frá og bendir á að þessar niður- stöður undirstriki að verðbreyting- amar séu tíðar í matvömverslun- um. Lista- og menningarferð í fylgd Árna Snævarrs 29. maí í fyrsta sinn býðst íslenskum ferðalöngum skípul hópferð um Eystrasaltslöndín þrjú. Þetta er sannkölluð veisluferð fyrir listunnendur oc áhugafólk um sögu og menningu því heimsóttar verða IRSga, Mtoras ©f JÆmrn en þær eru í hópi fegurstu höfuðborga Evrópu. Flug með SAS um Kaupmannahöfn og til baka um Helsinki: kr. 45.00 Ferðin með íslenskri leiðsögn og staðarleiðsögn, sér rútu, öllum skoði narferðum, gistingu á Radison SAS hótelum og hálfu fæði: kr. 89.900 7.000 kr. afsláttur fyrir félaga í Menningarklúbbi Klassíkur FM Aðeins 10 sæti laus Möguleiki er á að framlengja í Helsinki eða St. Pétursborg. Sími: 511 3050 LANDNÁMA Sími: 511 305( stland - Lettland - Lf Heldur þú að B-vítamm sé rióg ? NATEN -ernóg! Jð e ÖJ ro c i 5 5 Mmopace hylkin innihaldn I öflupa blöndu af vitamínum og steinefnum m«»*• VITABIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman Fæst í flestum lyfjaverslunum Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til kl. 12:00, miðvikudaginn 7. apríl. Sími: 569 1111 • Bréfsími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.