Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 5 lV.
MINNINGAR
Sævar heldur
forystunni
í áskorendaflokki
SKAK
Helltsheimilið,
hunglabakka 1
SKÁKÞING ÍSLANDS 1999
27. mars - 4. apríl
JÓHANN H. Ragnarsson
stöðvaði sigurgöngu Sævars
Bjarnasonar í áskorendaflokki
með því að gera jafntefli við
hann í fímmtu umferð. Engu að
síður heldur Sævar
vinnings forystu á
mótinu. Önnur
helstu úrslit í
fimmtu umferð urðu
þau, að Davíð Kjart-
ansson gerði jafn-
tefli við Sigurð Pál
Steindórsson og
Sigurbjörn Bjöms-
son sigraði Jón
Áma Halldórsson.
Staðan að loknum
fimm umferðum er
þessi í áskorenda-
flokki:
1. Sævar Bjarnason
2305 4'/2 v. Sævar
2. -4. Jóhann H. Ragn- Bjarnason
arsson 1980 3V4 v.
2.-4. Davíð Kjartansson 2095 314 v.
2.-4. Sigurbjöm Björnsson 2360 314 v.
5.-6. Bergsteinn Einarss. 2210 3
v.+fr.
5. -6. Stefán Kristjánsson 2225 8
v.+fr.
7.-11. Jónas Jónasson 1840 2 v.
7.-11. Þorvarður F. Ólafsson 2050 2 v.
7.-11. Magnús Magnússon 1885 2 v.
7.-11. Einar K. Einarsson 2035 214 v.
7. -11. Ólafur í. Hannesson 1850 2 v.
12.-13. Sig. P. Steindss. 1975
214 v.+fr.
12.-13. Kristj. Eðvarðss. 2190
2!4v.+fr.
14.-15. Jón Ámi Halldórss. 2160
214 v.
14.-15. Þröstur H. Þráinsson 1815
2VW. o.s.frv.
í opnum flokki er staðan þessi:
1.-3. Hrannar Arnarsson 4 v.
1.-3. Hilmar Þorsteinsson 4 v.
1.-3. Gústaf Smári Björnsson 4 v.
4.-5. Andrés Kolbeinsson 314 v.
4.-5. Eiríkur G. Ejnarsson 314 v.
6. -9. Rúnar ísleifsson, Harald
Bjömsson, Valdimar Leifsson, Ingvar
Öm Birgisson 3 v.
10. Heimir Einarsson 214 v.
o.s.frv.
í eftirfarandi skák, sem tefld
var í áskorendaflokki í fjórðu
umferð, fórnar hvítur skiptamun
fyrir sterka stöðu. Svartur miss-
ir hins vegar af gullnum vamar-
möguleika í 26. og 27. leik.
Hvítt: Bergsteinn Einarsson
Svart: Guðjón Valgarðsson
Kóngsindversk vöm [E87]
l.d4 Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 Bg7 4.e4
d6 5.f3 0-0 6.Be3 e5 7.d5 Rh5
8. Dd2 f5 9.exf5 gxf5 10.Bd3
Dh4+
m 'fí o ■
11.g3!? Rxg3 12.BÍ2 f4 13.0-0-0
Dh6 14.hxg3 Dxhl 15.g4 Fyrir
skiptamunsfórnina nær hvítur
völdum á miðborðinu. 15...Rd7
16.Re4 Rf6 17.Del Bd7 18.Bh4
Rxe4 19.Bxe4 b5 20.c5 a5
21.DÍ2 Be8 22.Re2 Dh3 23.Hgl
Hvítur undirbýr að reyna að
fanga svörtu drottninguna með
Hg2 og Hh2. 23...Bg6 24.Bxg6
hxg6 25.Rc3 Ekki 25.Hg2? út af
25...e4! 25...Bh6! 26.Re4
26.. .Ha6? Hér
missti svartur af
26.. .Dg3!! Allir
menn hvíts standa á
svörtu drottning-
unni eftir þennan
óvænta leik! Það er
hins vegar sama
með hverju hann
drepur drottning-
una, svartur drepur
aftur með fráskák
og nær frumkvæð-
inu. 27.c6 Kh8 Aft-
ur gat svartur leikið
Dg3 þó það sé ekki
eins sterkt og í 26.
leik. 28.Kc2 Haa8
29.Hg2 Dhl 30.Hli2
Dal 31.Bg5 Dxa2 32.Rc3 Dc4
33.Dh4 1-0
Anna Þorgrímsdóttir
sigrar á kvennamóti
Anna Þorgi-ímsdóttir sigraði á
kvennamóti hjá Taflfélaginu
Helli sem haldið var sunnudag-
inn 28. mars. Þetta var þriðja
kvennamótið sem Hellir heldur á
þessu ári. Efstar á mótinu urðu:
1. Anna Þorgrímsdóttir 614 v. 2. Aldís
Rún Lárusdóttir 6 v. 3. Anna Lilja
Gísladóttir 514 v. 4. Þórhildur Vala
Þorgilsdóttir 4 v. 5. Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir 3 v. o.s.frv.
Tefldar vora sjö umferðir með
10 mínútna umhugsunartíma.
Á mótinu fékk Anna Lilja
Gísladóttir afhent verðlaun
vegna Kvennameistaramót Hell-
is. Anna Lilja, sem er fyrsti
kvennameistari félagsins, fékk
verðlaunagrip til eignar. Einnig
fékk hún veglegan farandbikar,
sem Landssími íslands hefur
gefið.
Næsta kvennamót Hellis verð-
ur haldið sunnudaginn 25. apríl.
Danska meistaramótið
Fjórða umferð á danska
meistaramótinu var tefld á
þriðjudag og urðu úrslit þessi:
Nikolaj Borge - Sune B. Hansen 0-1
Bent Larsen - Peter H. Nielsen 14-14
Erling Mortensen - Henrik El-Kher
1-0
Curt Hansen - Lars Bo Hansen 14-14
Jens O. F. Nielsen - Lars Schandorff
14-14
Þessi úrslit þýða að Peter
Heine Nielsen heldur forystunni
á mótinu með þrjá vinninga.
Hins vegar era nú fjórir skák-
menn með hálfum vinningi
minna. Staðan á mótinu:
1. Peter Heine Nielsen 2515 3 v.
2. -5. Bent Larsen 2532 214 v.
2.-5. Lars Bo Hansen 2565 214 v.
2.-5. Lars Schandorff 2527 214 v.
2.-5. Sune Berg Hansen 2499 214 v.
6.-7. Curt Hansen 2608 2 v.
6.-7. Erling Mortensen 2424 2 v.
8. Nikolaj Borge 2466 114 v.
9. Jens Ove Fries Nielsen 2447 1 v.
10. Henrik El-Kher 2338 ‘4 v.
Skákmót á næstunni
1.4, T.R. Páskamót fyrir 14 ára og
yngri.
6.4., T.G. Urslitakeppni mánaðamóta.
9.4., T.R. Helgarskákmót.
12.4., Hellir. Atkvöld.
19.4., Hellir. Fullorðinsmót.
23.4., Hellir. Klúbbakeppni.
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
HOSKULDUR
EGILSSON
+ Höskuldur
Egilsson fædd-
ist í Reykjavík 18.
janúar 1943. Hann
lést í Landspítalan-
um 26. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Egill
Gestsson trygg-
ingamiðlari, f. 6.4.
1916, d. 1.11. 1987,
og kona hans Arn-
leif Steinunn
Höskuldsdóttir
húsmóðir, f. 5.3.
1915, d. 7.12. 1986.
Þau bjuggu í
Reykjavík. Systkini Höskuldar
eru: Orn, öryggisvörður á
Landakotsspitala, f. 15.11.
1937, kvæntur Lonni Egilsson
sjúkraliða, f. 6.9. 1938, búsett í
Reykjavík og eiga þau tvö
börn; Ragnheiður læknafull-
trúi, f. 20.7. 1946, gift Lárusi
Svanssyni skósmið, f. 18.11.
1942, búsett á Breiðdalsvík og
eiga þau þrjá syni; Margrét
Þórdís glerlistamaður, f. 1.10.
1955, gift Óskari Smára Har-
aldssyni rafverktaka, f. 2.8.
1954, búsett í Reykjavík og
eiga þau tvo syni.
Hinn 15. júní 1967 kvæntist
Höskuldur eftirlifandi eigin-
konu sinni, Soffíu Rögnvalds-
dóttur gæðastjóra, f. 14. apríl
1947, og bjuggu þau sér heimili
í Gljúfraborg í Breiðdal. Soffía
er dóttir Rögnvalds Erlings-
sonar, f. 15.6. 1917, d. 16.4.
1998, og konu hans Þórhildar
Jónasdóttur, f. 18.9. 1930. Þau
bjuggu á Víðivöllum ytri II í
Fljótsdal en síðar á Egilsstöð-
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar langar mig til með
nokkrum orðum að minnast bróð-
ursonar míns, Höskuldar Egilsson-
ar frá Breiðdalsvík, sem er látinn
langt um aldur fram, aðeins 56 ára
gamall. Að sjálfsögðu kynntist ég
Höskuldi vel allt frá fæðingu hans
og meðan hann var í fóðurgarði.
Eftir skólagöngu hér í Reykjavík
fer hann á togara, sem gerður er út
frá Reyðarfirði og þar kynnist
hann tilvonandi eiginkonu sinni,
Soffíu Rögnvaldsdóttur, ættaðri
frá Vígavöllum í Fljótsdal, en hún
var þá að vinna sem matráðskona í
mötuneyti Bakka á Reyðarfirði.
Síðan flytja þau til Reykjavíkur og
hann ræður sig sem skiverja á
Goðafoss þar sem hann er í u.þ.b
tvö ár. Árið 1967 gifta þau sig og
vinna síðan saman tæpt ár í Gunn-
arsholti á Rangárvöllum og höfðu
þau þá eignast elsta barnið, Stefán.
I byrjun árs 1969 flytjast þau bú-
ferlum til Breiðdalsvíkur. Þar
stundaði hann ýmis störf, nú síðast
starfaði hann sem rútubílstjóri.
Þau eignuðust fimm mannvænleg
börn. Komu þau sér þar upp fal-
legu heimili, sem nefnist Gljúfra-
borg, en þetta hús stendur á sér-
staklega fallegum stað skammt frá
Breiðdalsvík þar sem er einkar víð-
sýnt. Soffía, kona hans, er verk-
stjóri við Hraðfrystihúsið á Breið-
dalsvík. Eftir að hann flyst búferl-
um austur á land rofnar samband
okkar að sjálfsögðu að miklu leyti
vegna fjarlægðar.
Snemma á níunda áratugnum
kom upp sú hugmynd að halda ætt-
armót og var Höskuldur ein að-
aldriffjöðrin og hrókur alls fagnað-
ar á þeim samkomum, sem upp frá
því voru oft haldnar og nú síðustu
árin árlega. Þar gafst tækifæri til
endumýja kynnin og kynnast nýj-
um meðlimum ættarinnar.
Höskuldur var mjög músíkalskur
og sérstakur jassaðdáandi og gerði
sér oft ferðir hingað suður þegar
eitthvað áhugavert var að gerast í
jassheiminum. Hann lék mjög vel á
gítar og er okkur í minnum einstak-
ur hæfileiki hans til að koma öllum í
gott skap með fjöldasöng og ýms-
um. Börn Höskuld-
ar og Soffíu eru:
Stefán Ragnar
Björgvin sjómaður,
f. 12.9. 1967, sam-
býliskona hans er
Hjördís Anna Ara-
dóttir, f. 17.2. 1967,
hennar börn eru
Þórdís Arna og
Atli Ástgeir, búsett
á Breiðdalsvík;
Arnleif Steinunn
húsmóðir, f. 1.2.
1970, sambýlismað-
ur hennar er Jónas
Bjarki Bjömsson, f.
18.9. 1972, dætur þeirra em
Lilja Björk og Berglind Rós,
búsett á Breiðdalsvík; Rögn-
valdur Þorberg vélfræðingur,
f. 19.4. 1973, sambýliskona
hans er Ásrún S. Steindórs-
dóttir, f. 17.5. 1975, búsett í
Hafnarfirði; Þórhildur hjúkr-
unarfræðinemi, f. 5.4. 1975, bú-
sett á Akureyri; Ragnheiður
Ama fiskiðnaðarmaður, f. 1.2.
1978, sambýlismaður hennar
er Ævar Orri Eðvaldsson, f.
24.7.1977 og búsett í Breiðdal.
Höskuldur var mjög virkur í
Lionslireyfingunni og var einn
af stofnfélögum Lionsklúbbsins
Svans á Breiðdalsvík og starf-
aði í honum til dauðadags. Eitt
helsta áhugamál Höskuldar
var djasstónlist og tók hann
þátt í allflestum djasshátíðum
sem haldnar vora á Egilsstöð-
umog víðar.
Útför Höskuldar fer fram
frá Heydalakirkju laugardag-
inn 3. apríl og hefst athöfnin
klukkan 14.
um gamanmálum enda voru þessi
ættarmót vel sótt og einkar
ánægjuleg.
Okkur hjónum er sérstaklega
minnisstæð ferð, sem við fóram
kringum landið í hitteðfyrra með
vinahjónum okkar. Þá var að sjálf-
sögðu á dagskrá að koma við hjá
Höskuldi frænda og Soffíu. Nóttina
áður gistum við í Reykjahlíð við
Mývatn og var ætlunin að keyra
alla leið til Hornafjarðar daginn
eftir með viðkomu hjá Höskuldi.
Þegar lagt var af stað frá Reykja-
hlíð að morgni var ausandi rigning
eins og hún getur mest orðið hér á
landi, en við ák\'áðum að breyta
ekki áætlun okkar og héldum af
stað. Þegar við nálguðumst Breið-
dalsvík hafði rignt látlaust allan
tímann og víða orðið jarðrask. "í
Höskuldur og Soffía tóku á móti
okkur í Gljúfraborg og veittu vel
eins og þeim er lagið. Eftir að hafa
dvalið hjá þeim hjónum í tvo tíma
ákváðum við að halda áfram for
okkar til Hornafjarðai’ þrátt fyrir
áframhaldandi ausandi rigningu.
Þegar við höfðum ekið í u.þ.b. hálf-
tíma kemur allt í einu brunandi
fram úr okkur bifreið og gefur okk-
ur merki um að stoppa. Var þar
kominn Höskuldur frændi, sem
segist hafa heyrt í útvarpinu að
miklar skriður hafi fallið á veginn ^
og sé því ekki fært til Hornafjarð-
ar. Býður hann okkur fjóram að
snúa við og þiggja gistingu hjá
þeim hjónum yfir nóttina, sem við
þáðum með þökkum. Dvöldum við
þar í góðu yfirlæti til morguns, en
þá hafði stytt upp og leiðin til
Hornafjarðar orðin fær aftur. Ég
læt þessa frásögn fylgja hér með til
að lýsa góðum eiginleikum
Höskuldar frænda og Soffíu. Síðast
heimsótti hann okkur á heimili okk-
ar Ástu, konu minnar, 6. desember
sl. til að fagna með fjölskyldunni
ákveðnum tímamótum.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar óskum við Höskuldi góðrar
ferðar á þessari síðustu ferð hans u ,
og sendum Soffíu og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ámi Gestsson og fjölskylda.
Kæri vinur. Það er svo margt
sem mennina skilur að og sameinar
þá þó um leið.
Það er ekki svo langt síðan við
hittumst fyrst. Þó era nokkur ár
síðan við kynntumst og fundum
beggja áhugasvið; djasstónlistina. ^
I gegnum hana urðum við góðir
vinir og þótt við værum ekki alltaf
inni á gafli hvor hjá öðrum höfðum
við samband fyrir því og sóttum
alla þá djassfundi sem við gátum
náð í, og þá ekki síst með vinum
okkar af Austurlandi sem þú kaust
að kalla Djassvini, og voru eins og
þú sagðir reyndar: „Einskonar
ættarmót".
Nú er þínum parti af okkar ætt-
armóti lokið, í bili að minnsta kosti,
og ég vil fyrir hönd okkar Djass-
vina bera bestu kveðjur og sam-
úðaróskir til ástvina þinna allra og
fá að þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og vera þér samferða
þennan skamma tíma. 4^.
Garðar Harðarson.
HULDA VALDIMARS-
DÓTTIR RITCHIE
t
Ilulda Valdi-
marsdóttir
Ritcliie fæddist í
Hnífsdal við Isa-
fjarðardjúp 22. des-
ember 1917. Hún
lést á Landspítalan-
um 26. mars síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 31.
mars.
Mig langar að minn-
ast hennar Huldu föð-
ursystur minnar með
nokkram orðum. Ég
kynntist Huldu og Sam þegar ég
var bara heima í Hnífsdal. Þau
bjuggu í Reykjavík en komu oft
vestur í heimsókn. Þegar ég var 17
ára fluttist ég suður og fór að læra.
Var þá oft erfitt að hafa ekki
mömmu og pabba nærri.
Á þeim árum bjuggu Hulda og
Sam á Víðimelnum og áttu þau eftir
að reynast mér vel. Alltaf var mér
tekið opnum örmum þegar ég kom
þangað. Eftir að Sam dó flutti
Hulda á Þórsgötuna sem er stutt
frá Leifsgötu þar sem ég bjó. Við
höfðum daglega samband hvor við
aðra og áttum margar góðar stundir
saman. Hulda hafði alveg sérstak-
lega gott skap, var
alltaf glöð og jákvæð,
gerði alltaf gott úr öllu.
Við spjölluðum mikið
saman. Hulda sagði
mér frá því þegar hún
kynntist Sam sínum
heima í Hnífsdal og
flutti með honum utan __
þar sem hún eignaði.st’
börnin sín. Það var
alltaf gaman að koma
til Huldu og bralla eitt-
hvað með henni. Þegar
ég eignaðist dóttur
mína tók Hulda henni
sem einu af bamaböm-
unum sínum, enda þótti Birgittu
alltaf vænt um ömmu Huldu. Hulda
var búin að vera lasin undanfarið en
aldrei heyrði maður hana kvarta
þótt hún væri þjáð. Hennar góða
skap bar hana alla leið.
Elsku Hulda, þú lifir í minningu
okkar. Nú vitum við að þér líður
vel þar sem þú ert og er það fyrir
öllu.
Við þökkum þér fyrir allt og allt,
elsku Hulda.
Far þú í ffiði,
friður guðs þig blessi.
(V. Briem) -4^
Halldóra og Birgitta Ýr.