Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 63 . FRÉTTIR KATRÍN Diljá Jónsdóttir, Páll Daníelsson og Hild- ur Þ. Karlsdóttir urðu þrjú efst í 9. bekk. í 8. bekk urðu hlutskörpust þau Bryndís Snorradótt- ir, Pálmar Garðarsson og Kristín Rut Jónsdóttir. 105 í stærðfræðikeppni Flensborgarskólans STÆRÐFRÆÐIKEPPNI Flens- borgarskólans fyrir grunnskóla- nema í 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk var haldin í fjórða sinn í Flensborgarskólanum fyrir nokkru. Askell Harðarson og Ein- ar Birgir Steinþórsson útbjuggu verkefnin. Nemendur og kennar- ar Flensborgarskólans aðstoðuðu við framkvæmd keppninnar. Kennarar í grunnskólunum aug- lýstu keppnina og skráðu þátttak- endur. Jón Hafsteinn Jónsson, fyrrverandi menntaskólakeimari, var dómari keppninnar. Alls tóku 105 nemendur þátt í keppninni í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði en auk þess var keppnin haldin á sama tíma í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, Fjöl- brautaskóla Vesturlands, Mennta- skólanum í Kópavogi og Mennta- skólanum við Sund. Hver þessara skóla sá um framkvæmd keppn- innar á sínu svæði. í Hafnarfirði kepptu alls 26 nemendur úr 10. bekk, 33 nem- endur úr 9. bekk og 46 nemendur úr 8. bekk. í 10. bekk kepptu 11 drengir og 15 stúlkur, í 9. bekk 15 drengir og 18 stúlkur og í 8. bekk 21 drengur og 25 stúlkur. Hafnarfjarðarb<er og Sparisjóð- ur Hafnarfjarðar styrktu fram- kvæmd keppninnar í Hafnarfirði. Viðurkenningar og verðlaun voru afhent í kaffisamsæti í Flensborg- arskólanum laugardaginn 6. mars og við þá athöfn söng kór Flens- borgarskólans undir sljórn Hrafn- ÞRÍR efstu í 10. bekk, þeir Ey- vindur Ari Pálsson, Bjarni Björnsson og Orri Tómasson. hildar Blomsterberg nokkur Iög. Tíu efstu í hverjum bekk fengu viðurkenningarskjöl frá Flens- borgarskólanum og þrír efstu í hverjum árgangi fengu peninga- verðlaun frá Sparisjóði Hafnar- fjarðar. Bjarni Björnsson sem varð í öðru sæti í keppninni í 10. bekk er fæddur 1988 og er því 5 árum yngri en aðrir sem kepptu í 10. bekk. Þessi árangur Bjarna í keppninni verður því að teljast framúrskarandi góður. Eftirtaldir nemendur urðu í 10 efstu sætunum í hverjum bekk. 10. bekkur: 1. Eyvindur Ari Pálsson, Víðistaðaskóla. 2. Bjarni Björnsson, Sendiráðsskóla USA. 3. Orri Tómasson, Hvaleyrar- skóla. 4. Helga Dögg Flosadóttir, Öldutúnsskóla. 5. Olafur Björns- son, Víðistaðaskóla. 6. Helena Marta Stefánsdóttir, Setbergs- skóla. 7. Guðni Karl Rosenkjær, Setbergsskóla. 8. Vignir Freyr Helgason, Setbergsskóla. 9.-11. Aldís Rún Lárusdóttir, Haga- skóla. 9.-11. Jóhann Sveinn Sig- urleifsson, Víðistaðaskóla. 9.-11. Steingrímur Atlason, Setbergs- skóla. 9. bekkur: 1. Katrín Ðiljá Jóns- dóttir, Víðistaðaskóla. 2. Páll Daníelsson, Öldutúnsskóla. 3. Hildur Þ. Karlsdóttir, Setbergs- skóla. 4. Rósey Reynisdóttir, Hvaleyrarskóla. 5. Svavar Lúthersson, Öldutúnsskóla. 6. Orri Hafsteinsson, Öldutúnsskóla. 7. Sturlaugur Garðarsson, Set- bergsskóla. 8. Jónas Oddur Jónas- son, Víðistaðaskóla. 9. Gunnar Jó- hannsson, Öldutúnsskóla. 10. Arna Óskarsdóttir, Hvaleyrar- skóla. 8. bekkur: 1. Bryndís Snorra- dóttir, Víðistaðaskóla. 2. Pálmar Garðarsson, Öldutúnsskóla. 3. Kristín Rut Jónsdóttir, Víðistaða- skóla. 4. Rakel Ingólfsdóttir, Set- bergsskóla. 5. Harpa Samúels- dóttir, Víðistaðaskóla. 6.-7. Arn- ný Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Öldutúnsskóla. 6.-7. Hörður Kri- stjánsson, Lækjarskóla. 8. Björg Magnúsdóttir, Setbergsskóla. 9. Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Víði- staðaskóla. 10.-11. Bjami R. Gunnarsson, Öldutúnsskóla. 10.-11. Hanna Borg Jónsdóttir, Setbergsskóla. Skíðamót Kalla kanlnu Abending frá lögreglunni Til umhugsunar áð- ur en farið er að heiman um páskana „FRAMUNDAN er páskafríið og á mörgum stöðum verður enginn heima en það eykur hætt- una á innbrotum. Því vill lögregl- an benda á nokkur atriði sem rétt er að skoða áður en haldið er að heiman. Undirbúningur Það þarf að kappkosta að það líti út fyrir að einhver sé heima. Þar má benda á; að hafa bíl á bílastæðinu (kannski er nágranni afiögufær með bíl), gott er að hafa ljós einhvers staðar í hús- inu, sumir skilja eftir útvarp í gangi, hæfilega hátt stillt. Það má ekki vera póstur sem auglýs- ir fjarveru íbúa. Varist að póstur hlaðist upp á sýnilegum stað. Menn verða að muna eftir sím- svaranum, að hann tilkynni ekki um fjarveru fólkins. Heppilegt er að koma dýrmæt- um hlutum eins og frímerkja- eða myntsafni, dýrum skartgripum o.þ.h. íyrir á öruggum stað, t.d. í bankahólfi. Svo hafa menn sjálf- sagt fyrir löngu gert skrá yfir aðra verðmæta hluti og jafnvel tekið myndir af þeim til að eiga ef þeir yrðu svo óheppnir að verða fyrir barðinu á innbrots- þjófum. Þá verður að ganga tiyggilega frá hurðum og glugg- um og skilja ekki varalykil eftir á vafasömum stað. I fjölbýlishús- um eiga ibúar að bindast fast- mælum um það að hleypa ekki ókunnugum inn í sameignina. Góðir nágrannar - nágrannavarsla Alltaf eru einhverjir nágrann- ar heima. Það er sjálfsagt að tala við góða granna, láta þá vita þeg- ar menn verða fjarverandi um lengri tíma og biðja þá að hafa augun opin fyrir vafasömum mannaferðum. Sumir hafa það mikið samband við nágranna að hann fær lykil að íbúðinni og fer þangað reglulega til að kveikja og slökkva ljós, draga glugga- tjöld fyrir og frá o.fl. Auk þess sem hann veit hvar á að ná sam- bandi við íbúana ef eitthvað kem- ur fyrir. Þá er spurningin hvort nánir ættingjar, s.s. börn, foreldrar eða jafnvel afar og ömmur séu ekki heima og hægt væri að fá eitthvert þeirra til að líta við um helgina, fjarlægja póst, slökkva eða kveikja ljós og fylgjast með að allt sé í lagi. Það skiptir lögreglu oft miklu máli að fá upplýsingar um bíl- númer, lýsingu á mönnum og bif- reiðum. Þess vegna er gott að fólk skrái hjá sér númer bifreiða sem það kannast ekki við og finnst athugaverðar. Þannig get- ur athugull nágranni bæði stugg- að við þjófi og gefið lögreglunni upplýsingar. Það er betra að hringja einu sinni of oft til lög- reglunnar en of sjaldan. Inn- brotsþjófur sem sér að fylgst er með ferðum hans er yfirleitt fljótur að koma sér burt. Þá er rétt að gjalda varhug við mönnum sem hringja dyra- bjöllum og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum. Stund- um eru þetta innbrotsþjófar sem eru að kanna hvort einhver sé heima. Látum okkur varða það sem gerist hjá nágrönnum okkar.“ Vissir þú að fjöldi bóka og vísindagreina hefur verið skrifaður um KYOLIC kaldþroskuðu hvítlauksafurðina af vísindamönnum sem hrifist hafa af gagnsemi hennar. Ennfremur hafa yfir 120 staöfestar vísindarannsóknir á KYOLIC verið birtar í viðurkenndum tímaritum í líffræði, læknisfræöi og næringarfræði. Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna og Ríkisháskóli Pennsylvaníu voru styrktaraöilar að vísindaráöstefnu 15.-17. nóv. 1998 þar sem kynntar voru nýjustu rannsóknir á KYOLIC. Skoöaöu rannsóknirnar á netinu: /, www.kyolic.com íMlheilsuhúsið mælir meö KYOLIC Dreifing: Logaland ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.