Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
TANNÞRAÐAR-
HALDARIMN
Dreifing: Logaland ehf.
'
35 metrar of tannþræði í handfonginu.
Með GLIDE-haldaranum verður hreinsun með tannþræði mun auðveldari.
GLIDE-tannþróðurinn er flatur en ekki sivalur og smýgur því ó milli allra tanna.j
Fæst í apótekum og stórmörkuðum. www.glidefloss.com
0mbl l.is LLTAf= eiTTH\SA£> NÝ! /
ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU
Arkan eftirlýstur
STRIÐSGLÆPIRNIR
Haag. Reuters.
SERBINN Arkan, sem heitir réttu
nafni Zeljko Raznjatovic, er eftirlýst-
ur vegna gruns um aðild að stríðs-
glæpum að því er greint var frá hjá
Stríðsglæpadómstólnum í Haag í gær.
Dómstóllinn fjaliar um stríðsglæpi
sem framdir voru í Júgóslavíu 1991-
1995. Nafn Arkans er að finna í skjöl-
um yfir grunaða stríðsglæpamenn
sem hingað til hafa verið innsigluð.
Louise Arbor, yfirsaksóknari
Stríðsglæpadómstólsins í Haag, segir
ákæruna á hendur Arkan vera frá 30.
desember 1997 en innsigli mætti ekki
rjúfa á málsskjölunum fyrr en sak-
borningurinn næðist. „Með því að
lýsa því yfir að hann sé eftirlýstur
drögum við vonandi úr líkunum á því
að fólk leggi lag sitt við sakborning-
inn eða taki við skipunum frá honum,
hins vegar er hættara við því að ekki
verði hægt að hafa hendur í hári hans
utan Júgóslavíu,“ sagði Louise Arbor
í gær og bætt því við dómstóllinn
væri að reyna að bii-ta Sambandslýð-
veldinu Júgóslavíu
skriflega hand-
tökutilskipun á
hendur ákærða.
Arkan neitaði því,
í viðtali við Reuters-
sjónvarpið á mánu-
dag, að hafa safnað
sjálfboðaliðum tU
þess að berjast í
Kosovo en sagði
hættu á „nýju Víetnamstríði í hjarta
Evrópu" ef gripið yrði til landhernað-
ar gegn Serbum.
Viðskipta- og
rekstra rf ræði men ntu n
- í 5 k ap an d i umhverfi
„Sérsta&a Sctmvinnuháskóians
á Bifröst fsíst í samþföppuóu
og hagnýtu rekstrarfraeóa-
námi sem byggir á nútímaleg-
um kennsluháttum og ve!
. útfæróu skipulagi."
Úr úK«kt s«mt MoontxJináforá&uneyfiÓ lét fora
fram á há*kóJam«nnfvn I v&j.kipfa-
rekshorfrat&um á Ulancfi vortö 1997.
Skólastarf Samvinnuháskólans á Bifröst stefnir að
því að auka frumkvæði og forystu nemenda sem
nýtist til að styrkja og efla íslenskt atvinnulíf og
samfélag. Ahersla er lögð á skapandi og gagnrýna
hugsun, ákvarðanatöku og raunhæfa verkefna-
vinnu. Með ótakmörkuðum aðgangi að upplýs-
ingakerfi skólans eru nemendum tryggð náin
tengsl við umheiminn.
Samvinnuháskólinn er góður kostur Jyrir þá sem vilja
nútímalega kennsluhætti í skapandi umhverfi.
Byrjað verður að afgreiða umsóknir fyrir haustmisseri 26. apríl
SAMVINNUHÁSKÓLINN
Á B I F R ö S T
Blfrðst • 311 iorgarnes • S(ml: 435 0000 • Bréfsímf: 435 0020
Netfang: samvírinuhaskolfnmfblfrest.ls • Veffang: www.blfrost.ls
Hungur vofir
yfir íbúum
Kosovo-héraðs
HJALPARSTARFIÐ
Lundúnum. Reuters.
YFIRMAÐUR matvælahjálpar Sa-
meinuðu þjóðanna (WFP), Catherine
Bertini, sagði í gær að fólk sem enn
væri innilokað í hinu stríðshrjáða
Kosovo-héraði stæði frammi fyrir
hungursneyð innan tíu daga ef al-
þjóðleg matvælaaðstoð bærist ekki.
Flóttamennirnir sem yfirgefið
hafa Kosovo og haldið til Albaníu,
Makedóníu og Svartfjallalands eru
ekki í hættu þar sem birgðir eru
nægar til að sjá þeim fyrir nauð-
þurftum næstu fjóra mánuði, að sögn
Bertinis á fréttamannafundi í Lund-
únum.
„Þetta er aðeins upphafið að þvi
sem kann að verða hrikalegt neyðar-
ástand og við erum að setja okkur í
stellingar til að búast við hinu
versta," sagði hún og skoraði á al-
þjóðafélög að hika ekki við að leggja
til fé og matvælabirgðir.
Frá því loftárásir NATO á skot-
mörk í Júgóslavíu hófust fyrir viku
hafa 85.000 Kosovo-Albanir flúið
heimahaga sína og starfsmenn hjálp-
arstofnana gizka á að 20.000 til við-
bótar séu á leiðinni. Bertini sagðist
áhyggjufull yfir örlögum þeirra sem
eftir yrðu í Kosovo, einkum með til-
liti til þess að matvælageymslur
WFP í héraðinu hefðu verið rændar
og tæmdar.
„Útlit er fyrir að matvælaskortur-
inn í Kosovo fari versnandi. Án al-
þjóðlegrar matvælaaðstoðar er búizt
við hungursneyð innan tíu daga eða
tveggja vikna,“ sagði Bertini og
bætti við að starfsmenn WFP hefðu
engan aðgang að svæðinu.
ESB samhæfí hjálparaðgerðir
Jacques Chirac Frakklandsforseti
hvatti í gær Evrópusambandið
(ESB) til að samhæfa aðgerðir til að
koma flóttamönnum frá Kosovo til
hjálpar með skilvirkum hætti og
styðja löndin sem taka við flóttafólk-
inu.
Chirac mæltist ennfremur til þess
að það fólk, sem júgóslavneskir her-
menn sviptu skilríkjum sínum áður
en það kemst yfii- landamærin til
grannríkjanna, fengi strax ný skil-
ríki sem sannaði rétt ríkisfang þess
svo það geti snúið heim þegar ófriðn-
um linnir.
Skilafrestur auglýsingapantana
í næsta blað er til kl. 12:00,
miðvikudaginn 7. apríl.
Simi: 569 1111 * Bréfsími: 569 1110« Netfang: augl@mbl.is