Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
h
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Harðar deilur um flutning> upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði og neitunarvald lækna
„Sjáum fyrir okkur heil-
mikil vandræði og úlfuð“
I
I
i!
;
i
Ekkert lát er á deilum um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Fjöldi
lækna hefur lýst yfír að þeir muni ekki senda upplýsingar um
sjúklinga sína í grunninn. Heilbrigðisráðuneytið telur lækna ekki
hafa skýlausan rétt til að hafna því að upplýsingar verði fluttar í
grunninn. Landlæknir segir erfitt fyrir stjórnir stofnana að
ganga gegn vilja yfirlækna. Læknafélagið lætur vinna lögfræði-
álit um stöðu lækna. Flestir viðmælendur Morgunblaðsins reikna
með að málið muni fyrr eða síðar koma til kasta dómstóla. Ómar
Friðriksson fjallar um ágreininginn sem uppi er.
f HEILBRIGÐISKERFINU er safnað gífurlegu magni upplýsinga um heilsufar íslendinga. Áætlað hefur ver-
ið að í söfnun sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva séu um 1.150 þúsund sjúkraskrár einstaklinga.
ITT ár er nú liðið síðan
Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra kynnti
upphafleg drög að frum-
varpi um miðlægan gagnagi’unn á
heilbrigðissviði. Segja má að allar
götur síðan hafi staðið linnulausar
deilur um málið. Er þeim hvergi
nærri lokið þrátt fyrir að Alþingi
haíi samþykkt gagnagrunnsfrum-
varpið sem lög 17. desember sl.
Enn eru mörg grundvallaratriði
ófrágengin við undirbúning málsins.
Eftir er að ganga til samninga við
starfsleyfishafa og smíða reglugerð
og í framhaldi af því hefjast samn-
ingaviðræður rekstrarleyfishafa við
sjúkrastofnanir og sjálfstætt starf-
andi heilbrigðisstarfsmenn um
skráningu gagna í grunninn.
Ekki hefur verið endanlega úr því
skorið hvort læknum sem starfa á
heilbrigðisstofnunum og eru mót-
fallnir því að afhenda sjúkraskrár til
flutnings í granninn, verður stætt á
því að neita að afhenda upplýsing-
araar ef stjórnir viðkomandi stofn-
ana ákveða annað. Viðmælendur
Morgunblaðsins eru flestir á einu
máli um að veralegar líkur séu á að
þetta mál komi fyrr eða síðar til
kasta dómstóla.
Mannvemd safnar
undirskriftum meðal lækna
Heilbrigðisráðuneytið hefur nú
þegar auglýst eftir umsóknum um
rekstrarleyfi til gerðar og starf-
rækslu grannsins. Ráðuneytið mun
síðan velja allt að þrjá umsækjendur
til frekari viðræðna. Ekki er að fullu
Ijóst hvaða upplýsingar verða settar
í gagnagranninn en það ræðst fyrst
og síðast af samningum væntanlegs
rekstrarleyfishafa við einstakar heil-
brigðisstofnanir og sjálfstætt starf-
andi heilbrigðisstarfsmenn.
Umrætt ákvæði er að finna í 7.
grein gagnagrannslaganna en þar
segir: „Að fengnu samþykki heil-
brigðisstofnana eða sjálfstætt staif-
andi heilbrígðisstarfsmanna er
heimilt að afhenda rekstrarleyfís-
hafa upplýsingar, sem unnar eru úr
sjúkraskrám, til fíutnings í gagna-
grunn á heilbiigðissviði. Heilbrígðis-
stofnanir skulu hafa samráð við
læknaráð og faglega stjórnendur
viðkomandi stofnunar áður en geng-
ið er til samninga við rekstrarleyfís-
hafa.“
Fjöldi lækna hefur lýst yfir að
þeir muni ekki senda upplýsingar
um sjúklinga sína í miðlæga gagna-
grunninn nema samkvæmt skrif-
legri ósk þeirra. Sendu 150 læknar
Alþingi yfirlýsingu þessa efnis 30.
nóvember sl. og fleiri læknar hafa
lýst hinu sama yfir að undanförnu.
Siðfræðiráð Læknafélags íslands
hefur beint því til lækna að taka
ekki þátt í gerð gagnagrunnsins. í
byrjun mars sendu samtökin Mann-
vernd læknum um allt land bréf þar
sem þeim er boðið að skrá sig á lista
yfir þá lækna sem ekki munu senda
upplýsingar um sjúklinga í grann-
inn. Pétur Hauksson, læknir og
varaformaður Mannvemdar, segir
að þar sem stutt sé síðan bréfið var
sent út sé ekki orðið ljóst hver við-
brögðin verði.
í bréfi Mannverndar segir m.a. að
eiðstafur læknis og þagnarskylda
hans séu mikilvægar forsendur fyrir
trúnaðarsambandi læknis og sjúk-
lings. „Þetta trúnaðarsamband er
nú í hættu og vill Mannvernd stuðla
að því að sjúklingar geti treyst sín-
um lækni á þann hátt sem verið hef-
ur. Sért þú sama sinnis hvetjum við
þig til að vera með á lista yfir lækna
sem munu ekki senda upplýsingar í
gagnagrann á heilbrigðissviði, nema
samkvæmt ósk sjúklings,“ segir í
bréfinu.
Enginn er eigandi
upplýsinganna
Tekið er af skarið í þessu efni af
hálfu heilbrigðisráðuneytisins í
skriflegu svari heilbrigðisráðherra
við fyrirspurn Hjörleifs Guttorms-
sonar alþingismanns sem dreift var
á Alþingi sl. fimmtudag. Þar segir:
„Læknir hefur ekki skýlausan rétt
til að hafna því að upplýsingar sem
frá honum og sjúklingi hans eru
komnar farí í gagnagrunn á heii-
brigðissviði. Hins vegar getur sjúk-
lingur hvenær sem er óskað eftir
því að upplýsingar um hann verði
ekki fluttar í gagnagrunninn, sb.r 8.
gr. iaga nr. 139/1998.“ í svarinu
segir einnig að þeir sem heimild
hafi til að skuldbinda heilbrigðis-
stofnanir hafi heimild til að sam-
þykkja afhendingu upplýsinga sem
unnar eru úr sjúkraskrám til
rekstrarleyfishafa, en haft skuli
samráð við læknaráð og faglega
stjórnendur viðkomandi stofnana.
Þar era einnig færð rök fyrir því að
enginn sé eigandi upplýsinga sem
skráðar eru eftir sjúklingum eða um
sjúklinga í sjúkraskrár samkvæmt
lögfræðilegri merkingu hugtaksins.
Pétur Hauksson er allt annarrar
skoðunar en fram kemur í svari
ráðuneytisins og telur að læknar
geti hafnað því að afhenda upplýs-
ingar úr sjúkraskrám til skráningar
í gagnagrunninn. Vitnar hann í því
sambandi til orða Sigurðar Guð-
mundssonar landlæknis og Ólafs
Ólafssonar, fyrrverandi landlæknis.
„Læknir getur neitað að senda upp-
lýsingar úr sjúkraskrá sem hann
hefur skrifað. Jafnvel þótt sjúkra-
hússtjórnin ákveði að upplýsingar
verði sendar getur læknir neitað því
samkvæmt áliti bæði núverandi og
íyri'verandi Iandlækna," segir hann.
Viðtekin venja að sótt sé
um leyfi yfirlæknis
Sigurður Guðmundsson land-
læknir hefur tekið þá afstöðu að
þrátt fyrir að lögin kveði á um að
það séu stjórnir stofnananna sem
ákveði hvaða gögn verða afhent til
ski-áningar þá sé mikilvægt að
læknar séu hafðir með í ráðum og
ekki gengið gegn vilja þeirra. Sig-
urður sagði í samtali við blaðið að
taka þyrfti á þessum álitamálum
þegar gengið verður til samninga
um rekstrarleyfi til starfrækslu
gagnagrunnsins. Hann sagði að sú
venja hefði verið ríkjandi í áratugi
að ef starfsmaður á sjúkrahúsi vildi
komast í sjúkraskrár vegna rann-
sóknar sem hann vinnur að þá sæki
hann um leyfi til yfirlæknis viðkom-
andi deildar, auk þess sem fá þurfi
samþykki Tölvunefndar og Vísinda-
siðanefndar. í þessu efni sé stuðst
við ákvæði í reglugerð um sjúkra-
skrár frá 1991. Á hinn bóginn hafi
menn viljað túlka ákvæði gagna-
grunnslaganna á annan hátt og þar
sýndist sitt hverjum.
„Mín afstaða er sú að það verði
mjög erfitt fyrir stjórnir stofnana
að ganga gegn vilja yfirlæknis
deildar í þessu efni, nema vilji sjúk-
lingsins liggi skýr fyrir. Þetta er
mín afstaða en það er alveg Ijóst að
það þarf að fá þetta á hreint áður en
málið verður endanlega afgreitt,"
sagði Sigurður.
Hann sagði einnig ljóst að tals-
verður tími myndi líða þar til skrá-
setning upplýsinga í grunninn gæti
hafist því mörg atriði væru enn
ófrágengin. „Fólki liggur því í raun
og veru ekki á að fara að taka af-
stöðu til málsins með eða á móti
strax. Það er nægur tími,“ sagði
landlæknir.
Pólitískt kjörnar stjórnir með
vald til að láta gögn af hendi
Læknafélag Islands lætur um
þessar mundir vinna að lögfræði-
legri úttekt á stöðu lækna í því
breytta starfsumhverfi sem týrir-
sjáanlegt er, að sögn Guðmundar
Björnssonar, foi-manns LÍ. Málið er
einnig í skoðun hjá Siðfræðiráði
læknafélagsins en þar er verið að
kanna stöðu lækna í þessu efni
gagnvart siðareglum sem læknum
ber að fylgja í störfum sínum.
Gagnagrannslögin og réttindi sjúk-
linga eru einnig í skoðun hjá Al-
þjóðasamtökum lækna að beiðni
norræna læknaráðsins.
„Mönnum finnst óásættanlegt að
pólitískt kjörnar stjórair heilbrigð-
isstofnana hafi vald til þess að láta
gögn af hendi til þriðja aðila þegar
lækninum var falið að afla þeirra og
gæta þeirra,“ segir Guðmundur.
„Við sjáum fyrir okkur heilmikil
vandræði og úlfúð í heilbrigðiskerf-
inu þegar kemur að því að fara á að
safna þessum upplýsingum. Það eru
mjög skiptar skoðanir á þessu og
mikill meirihluti lækna er þeirrar
skoðunar að fara eigi hægt í þessum
efnum,“ segir hann. Guðmundur
tekur þó fram að gagnrýninni sé
ekki beint að íslenskri erfðagrein-
ingu, sem sé að vinna að gagnmerk-
um mannerfðafræðirannsóknum^ í
samstarfi við félagsmenn innan Ll.
Guðmundur er sammála þeirri
skoðun margra annarra viðmæl-
enda blaðsins að telja verði mjög
miklar líkur á að þetta mál muni
koma til kasta dómstóla fyrr eða
síðar og jafnvel til umfjöllunar á
sviði alþjóðaréttar.
fe
Dómstólar verji
trúnaðarsamband
Mannvemd hefur hafið fjársöfn-
un meðal lækna vegna átaks sem er
í undirbúningi til að kynna almenn- L
ingi rétt sinn og aðstoða fólk við að |
hafna skráningu í gagnagranninn. |<
Era læknar beðnir um að styrkja jf
starfsemina með 5-10 þúsund kr.
framlagi. I bréfinu, sem sent var
læknum um miðjan mars, segir að
með samþykkt gagnagi-unnslag-
anna hafi Álþingi veitt heilbrigðisyf-
irvöldum víðtæka heimild til að af-
henda sjúkraskýrslur einstaklinga
einkafyrirtæki til að gera að versl-
unarvöru. „Sjúkraskýrsla er trún- w
aðarmál sjúklings og læknis hans í'
og með afhendingu hennar til þriðja | ■
aðila, án skriflegs samþykkis við- p
komandi einstaklings, er höggvið að
friðhelgi einkalífs sem varin er af
stjómarskrá og mannréttindasátt-
málum.
Nýfallnir dómar gegn Esra Pét-
urssyni og Ingólfi Margeirssyni og
staðfesting Hæstaréttar sýna að
dómsvaldið lítur það mjög alvarleg-
um augum þegar læknir rýfur |.
þennan trúnað og greinir frá J|
sjúkrasögu sjúklings síns. Hæsti-
réttur telur að hér hafi verið gengið p
,;harkalega á friðhelgi einkalífsins".
I ljósi dóms Hæstaréttar er von
okkar að íslenskir dómstólar muni
verja trúnaðarsamband fagstétta
eins og lækna, lögmanna og presta
við skjólstæðinga sína af sömu
festu,“ segir í bréfinu.
Ákvæði laganna
afdráttarlaus
Haraldur Briem smitsjúkdóma- |
læknir er einn þeirra lækna sem P
lýst hafa yfir andstöðu við að af-
henda upplýsingar um sjúklinga
sína til skráningar í gagnagranninn
nema sjúklingarnir óski eftir þvi.
Haraldur segir hins vegar að í starfi
sínu sem læknir á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur beri honum að fara eft-
ir lögunum. Ákvæði laganna sé af-
dráttarlaus hvað þetta varðar. Hafa j|
beri samráð við læknaráð og yfir' fc
lækni viðkomandi deilda en stjórn
stofnunarinnar hafi hið endanlega w
ákvörðunarvald í þessu efni og þvi
muni hann hlíta, að því er hann seg-
ir í samtali við blaðið.
Haraldur starfar einnig sem sótt-
varnarlæknir hjá landlæknisemb-
ættinu og fer þar með mjög við-
kvæmar heilsufarsupplýsingar og
segir Haraldur alveg ljóst að þær
upplýsingar verði ekki afhentar.
Þess má geta að Haraldur á einnig
sæti í Tölvunefnd en nefndinni er Kj
falið umfangsmikið eftirlitshlutverk W
með skráningu og starfsemi gagna-
grunnsins.