Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 11
FRÉTTIR
Hafréttarstofnun
Islands komið á fót
Verður
rannsókna-
og fræðslu-
stofnun
HÁSKÓLI íslands, utanríkisráðu-
neytið og sjávarútvegsráðuneytið
hafa samið um að koma á fót Haf-
réttarstofnun Islands og var
samningur undirritaður í gær. Ha-
fréttarstofnun Islands verður
rannsókna- og fræðslustofnun á
sviði hafréttar við Háskóla Islands
sem lýtur sérstakri stjórn og hef-
ur sjálfstæðan fjárhag.
Páll Skúlason háskólarektor,
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra og Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra undirrituðu
samninginn í gær á skrifstofu há-
skólarektors. Þeir skipa jafnframt
hver sinn fulltrúa í þriggja manna
stjórn stofnunarinnar. Stjórnin
ræður forstöðumann hennar til
fjögurra ára í senn.
Markmið Hafréttarstofnunar-
innar er að treysta þekkingu á
réttarreglum á sviði alþjóðlegs
hafréttar og hún á að vera til
ráðuneytis í álitamálum sem upp
kunna að koma á sviði hafréttar
og varða hagsmuni Islands. Stofn-
unin á að ná markmiðum sínum
með samvinnu við innlendar og er-
lendar vísindastofnanir og aðra
aðila, með ráðstefnum, umræðu-
fundum, námskeiðum og annarri
fræðslustarfsemi, með þjónustu-
rannsóknum í eigin nafni og út-
gáfu rita og bóka á sviði hafréttar
og skyldra greina.
--------------
Hjálparstarf Rauða
kross Islands vegna
Kosovo-deilunnar
Hálf fjórða
milljón sem
fyrsta hjálp
RAUÐI kross Islands hefur sent
þriggja milljóna króna framlag
vegna neyðar flóttafólksins sem
streymt hefur frá Kosovo í Jú-
góslavíu til nágrannaríkjanna að
undanförnu og Hafnarfjarðardeild
félagsins hefur þegar ákveðið að
leggja fram 500 þúsund krónur að
auki. Jafnframt hefur verið ákveð-
ið að senda um 15 tonn af fatnaði
frá fatapökkunarstöð Rauða
krossins í Fjöliðjunni á Akranesi
og að sögn Sigrúnar Árnadóttur,
framkvæmdastjóra Rauða kross
Islands, hefur félagið boðist til að
senda fólk á neyðarsvæðin.
Framlagið er hugað sem fyrsta
aðstoð en von er á ítarlegri neyð-
arbeiðni frá Alþjóða Rauða kross-
inum vegna ástandsins sem skap-
ast hefur vegna ástandsins í Jú-
góslavíu. Rauða kross-hreyfingin
hefur haft mikinn viðbúnað vegna
ástandsins í Kosovo um skeið en
ljóst er að hjálpargögn, sem þegar
höfðu verið flutt til nágrannaríkj-
anna, munu hvergi nærri duga til
þess að mæta neyðinni sem nú
hefur skapast.
Almenningur getur lagt sitt af
mörkum með því að leggja inn á
reikning nr. 12 í SPRON á Sel-
tjarnarnesi (1151-26-12). Gríóseðl-
ar hjálparsjóðsins liggja frammi í
bönkum og sparisjóðum. Enn-
fremur má tilkynna framlög með
greiðslukortum í síma 570 4000 á
skrifstofutíma. Mikil þörf er fyrir
matvæli, teppi, hreinlætisvörur og
fleira þar sem flóttamenn frá
Kosovo hafast við.
I hjarta Benidorm
Nýja Islendingahóteliö, Picasso hefur slegið í
gegn og nú er uppselt í margar brottfarir í
sumar. Við höfum nú tryggt okkur viðbótar-
gistingu á Acuarium íbúðarhótelinu, einföldu
og góðu íbúðahóteli í hjarta Benidorm á
frábæru verði.
M.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, Acuarium,
9. júní, 2 vikur, skattar
innifaldir
Nú er uppselt í fjölda ferða, gættu þess að bóka strax
eftir páska til að tryggja þér sæti á vinsælasta
allt sumar.
siðustu sætin
biðlisti
viðbótarsæti
viðbótarsæti
viðbótarsæti
uppselt
uppselt
23 sæti
áfangastaðinn í sumar. Vikulegt flug í
Kr. 59.990,-
M.v. 2 í íbúö, Acuarium,
9. júní, 2 vikur, meö sköttum,
Kr. 61.290,-
M.v. 2 í studio,
Bajondillo,
1. júní, 2 vikur,
meö sköttum.
11. apríl
11. mai
18. maí
25. mai
1. júní
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 18. maí i
2 vikur, El Pinar. Skattar innifaldir.
4 sæti
8 sæti
11 sæti
biölisti
14 sæti
biölisti
biölisti
biðlisti
18 sæti
biölisti
Vikulegt flug alla miðvikudaga i allt sumar
til þessarar fegurstu borgar Evrópu. Hér
getur þú valið um úrval hótela bæði í
borginni sjálfri og niður við ströndina.
Vikulegt flug til Gatwick flugvallar í London
með nýjum Boeing þotum Sabre Airways. í
London bjóðum við góð hótel í hjarta borgar-
innar og sértilboð á flugi og bíl.
M.v hjón með 2 börn, 2-11 ára, flugsæti i júnl,
skattar innifaldir.
Kr. 34.990,-
Flugsæti fyrir fullorðinn, meö sköttum.
M.v hjón með 2 börn, 2-11 ára . Skattar innifaidir.
Kr. 19.990,-
Flugsæti fyrir fullorðinn, með sköttum.
Austurstræti 17 • 101 Reykjavík Sími 562 4600
Fax 562 4601 • www.heimsferdir.is
Viðbótargisting á Acuarium
Barcelona
í
■ •
iMiil ,
iiia U /;