Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 33 ARAS NATO Á JÚGÓSLAVÍU ruæærBæææ íiiriiææææaiæ aíftíftíaíæærtí æantíææærtírtí ftíítíftíftíftíitíití Serbneskar öryggissveitir flæma albanska íbúa Pristina úr landi FLÓTTAMENN frá Kosovo hjálpa gamalli konu á göngu yfir landamærin að Makedóníu í gær. Reuters Albanar fluttir nauðugir með lest til Makedóníu Milosevic gagn- rýndur í Moskvu Blace. Reuters. SERBNESKAR öryggissveitir hafa smalað saman hundruðum al- banskra íbúa Pristina, höfuðstaðar Kosovo, og flutt þá með lest úr hér- aðinu, að sögn albanskra flótta- manna í Makedóníu í gær. Embætt- ismenn í Makedóníu töldu þetta lið í tilraunum Serba til að flæma alla al- banska íbúa borgarinnar burt. Farþegar lestarinnar voru reknir út á akur rétt innan við landamæri Makedóníu fyrir dögun í gær. Þeir biðu þar klukkustundum saman í kuldanum meðan lögreglan á staðn- um skráði þá. Flóttamennirnir sögðu að serbneskar öryggissveitir hefðu smalað þeim saman úr nokkrum hverfum Pristina í fyrradag, rekið þá í aðallestastöð borgarinnar og neytt þá til að fara í lestina. „Lögreglumennirnir komu um morguninn og skipuðu okkur að fara,“ sagði einn flóttamannanna, 38 ára Albani. „Þeir skutu upp í loftið, þannig að við fórum.“ „Serbneskir nágrannar mínir komu til okkar og sögðu okkur að fara,“ sagði annar flóttamaður, Vict- or, er starfaði sem túlkur þar til hann fór í felur eftir að árásir NATO hófust. „Þeir veittu okkur fímm mínútna frest og við slógumst í hóp manna sem gekk að lestastöð- inni þar sem lestin beið okkar.“ Leita skjóls í húsum Albana Herþotur NATO hafa gert harðar árásir á stöðvar serbnesku öryggis- sveitanna í Pristina síðustu daga en Victor kvaðst efast um að þær hefðu borið tilætlaðan árangur þar sem flestir her- og lögreglumannanna héldu til í húsum sem Albanar hafa verið flæmdir úr. Nokkrir farþeganna höfðu eftir vinum sínum í Pristina, sem þeir ræddu við í farsíma, að karlmönnum í borginni hefði verið safnað saman mete. „Þeir stungu hnífi í munninn og skáru augun úr honum. Síðan stungu þeir hnífnum í magann.“ „Hann fór bara út vegna þess að það var rafmagnslaust og hann vildi komast að því hvað væri að gerast," bætti Kimete við. „Eg átti áður serbneska vini og félaga, en ekki lengur,“ sagði enskukennari frá Pec í Kosovo. „Núna veit ég að þeir hata okkur... Eg hefði aldrei trúað því að þeir yrðu svo grimmir." Moskvu. Reuters. ALEXANDER Avdejev, að- stoðarutanríkisráðherra Rúss- lands, sagði í gær að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, ætti sök á ófremdará- standinu í Kosovo, ekki síður en Atl- antshafs- bandalagið. Rússneskir Miioscvic ráðamenn hafa fordæmt árásir NATO á Júgóslavíu en mjög sjaldgæft er að þeir gagnrýni stjórnvöld í Belgrad. „Þetta er einnig Milosevic að kenna, ekki aðeins NATO,“ sagði Avdejev á fundi sam- bandsráðsins, efri deildar rússneska þingsins, um Kosovo-deiluna daginn eftir misheppnaðar friðarumleitan- ir Jevgenís Prímakovs, for- sætisráðhen’a Rússlands, í Belgrad. Sendinefnd Serba gagnrýnd „Árið 1989 afnam Milosevic sjálfstjórn Kosovo þar sem hinir ýmsu þjóðernishópar höfðu lifað í friði fram að þeim tíma,“ sagði Avdejev, sem er íyrrverandi sendiherra í Búlgaríu og hefur mikla þekk- ingu á málefnum Balkanland- anna. „Serbneska sendinefndin gerði ekki helminginn af því sem hún þurfti að gera í friðar- viðræðunum í París,“ bætti Avdejev við. „Ef til vill hafði hún eitthvað sérstakt í huga.“ Rússneskir ráðamenn hafa hingað til forðast að gagnrýna stjórnvöld í Belgrad opinber- lega og Borís Jeltsín forseti gekk lengst í því sambandi ný- lega þegar hann lýsti Milosevic sem erfiðum viðsemjanda. Koma lestarinnar til Makedóníu kom þarlendum embættismönnum í opna skjöldu. Þeir sögðu að svo virt- ist sem Serbar hefðu hafið skipuleg- ar aðgerðir til að flæma alla Albana frá Pristina, sem hefur hingað til verið hlíft við slíkum „þjóðernis- hreinsunum". Hundruð albanskra bænda laum- uðust einnig yfir landamærin í gær eftir að hafa falið sig í skógi vöxnum fjallshlíðum Kosovo í nokki-a daga. Makedóníumaður, sem flutti hjálp- argögn til flóttafólksins, sagði að her landsins hefði komið í veg fyrir að fleiri kæmust yfir landamærin. Yfirvöld í Makedóniu hafa lofað að hraða tollskoðuninni við landa- mærin vegna flóttamannastraums- ins en virðast ekki hafa staðið við það ioforð. Talsmenn hjálparstofn- ana sögðu að svo virtist sem skrif- finnsku væri beitt af ásettu ráði í því skyni að tryggja að sem fæstir kæmust til Makedóníu. Þeir fáu sem fengu að fara til Ma- kedóníu sögðu að hundruð bfla væru í biðröð um 10 km frá landamærun- um. Miðaldra kona lýsti tveggja daga bið sinni í litlum bíl ásamt sex öðrum Kosovo-Albönum. „Margir hafa þegar farið úr bílunum sínum og gengið að landamærunum.“ Yfirvöld í Makedóníu segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum frá Kosovo og vilja að önnur ríki bjóði þeim landvist. Varð vitni að inorði á syni sínum Lýsingar flóttafólksins á þjóðern- ishreinsunum Serba eru hrollvekj- andi. Móðir 32 ára karlmanns, Nevzats Kastaris, varð til að mynda vitni að því þegar serbneskir her- menn fundu hann í bíl við hús sitt, þar sem hann hlustaði á útvarps- fréttir, og drógu hann út á götu. Móðirin, Kimete, flýtti sér út úr húsinu til að hjálpa syni sínum en hermennirnir skipuðu henni að fara aftur inn og sögðust ætla að drepa hann ef hún gerði það ekki. „Þeir drápu hann samt,“ sagði Ki- mótmælt Bclgrad. Reuters. ÞREMUR fingrum, tákni serbnesku rétttrúnaðarkirkjunn- ar, er hér haldið á lofti við hlið bandaríska fánans alsettum hakakrossum á mótmælafundi í Belgrad í gær. Herstjórn Atlants- hafsbandalagsins (NATO) hefur heimilað að skotmörkum í Júgóslavíu verði fjölgað. á íþróttaleikvangi, en það hefur ekki verið staðfest. Aðrir flóttamenn skulfu af hræðslu þegar þeir lýstu því hvern- ig þeir voru flæmdir frá Pristina. 25 ára námsmaður sagði að vopnaðir Serbar hefðu lagt skriðdreka á götuhorni og gengið berserksgang í hverfinu. „Þeir brenndu allt. Þeir rændu öllum eigum okkar,“ sagði hann og bætti við að hann hefði séð serbneska lögreglumenn myrða þrjá menn þegar lestin nam staðar í einu af úthverfum Pristina. Arásunum BLÓM í ÖSKJU ALLAN SÓLARHRINGINN ALLA PÁSKANA STEFÁNSBLÓM Laugavegi 178, sími 551 0771 - 861 1216 FLOTTAFOLKIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.