Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 72
J2 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Corpus Camera sýnd á Stöð 2 á föstudaginn langa r Ljósmynd: Pétur Leifsson Ljósmynd: Magnús Ólafsson Ljósmynd: Pétur Leifsson HJÁLPA oss að sigrast á óttanum við dauðann í ör- uggri von um upprisu og eilíft líf,“ biður prestur í ónefndri jarðarför og orðar hugsanir og þráj’ margra syrgjenda í kirkj- unni. Ottinn við dauðann hefur fylgt manninum frá ómunatíð og flesth’ forðast að dvelja við þá hugsun að líf þein’a muni taka enda. „Nútíma Is- lendingar hafa hrakið dauðann inn á sjúkrahús og líkhús. Margir sjá aldrei liðið lík eða mann deyja. Hann er því að verða óraunverulegur, jafnvel eins og goðsögn," segir %Gunnar Hersveinn í bók sinni Um það fer tvennum sögum og víst hef- ur nálægð dauðans sjaldan verið fjær almennu lífi Islendinga en einmitt nú á tímum. Því vekur það foi-vitni að heyra að margir taki myndir af látnum ástvinum og geymi sem sitt dýrasta djásn. Sigurjón Baldm- Hafsteinsson er forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Hann segir að safnið geymi margar myndir af látnum Is- lendingum og sýni að þessi siður að taka ljósmyndir af lokastund náinna gsttingja hafí fylgt íslendingum í gegnum tíðina. „Eg var í námi í Bandaríkjunum og prófessorinn minn hafði rannsakað þessa siðvenju Ljósmyndin er óður til lífsins Sú sérstæða venja að taka ljósmyndir af látnum ástvinum er algengari en margur heldur. Heimildarmyndin Corpus Camera fjallar um þessa venju og bregður ljósi á efni sem sjaldan er rætt í nútíma samfélagi. Dóra Osk Halldórsdóttir hitti leikstjóra myndarinnar, þau Sigurjón Baldur Hafsteins- son og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, og spurði þau um þennan sérstaka sið. í Bandaríkjunum í mörg ár. Þegar ég kom heim frá námi lék mér for- vitni á að vita hvort þessi siður þekktist hér og eftir að hafa kannað Opnum kl. 12 á hádegi um helgar yÍíURS-Pis# > Höfðabakki 1 - simi: 587 2022 Hinn frábæri dúett Blátt áfram leikur og heldur uppi fjörinu hjá okkur um páskana. Miðvikudagur: Opið til kl. 3. Föstudagurinn langi: Opið frá kl. 24-4. Páskadagur: Opið frá kl. 24-4. Fimmtudagur: Opið til kl. 23.30. Laugardagur: Opið til kl. 3. Opið annan í páskum. Oft er hægara um að tala en í að komast.... Fimmtudaginn 8. apríl nk. boðar Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga til morgunverðarfundar frá kl. 8.00-9.30 f Sunnusal, Hótel Sögu. Fyrirlesari á fundinum verður: Bjarni Snæbjörn Jónsson framkvæmda- stjóri ráðgjafafyrirtækisins Corporate Lifecycles á íslandi - CL Ráðgjafar hf. Stjórnun breytinga er hugðarefni margra stjórnenda í dag enda reynist fyrirtækj- um oft erfitt að bregðast hratt og rétt við í síbreytilegu viðskiptaumhverfi. í þessu samhengi mun Bjarni m.a. fjalla um; Bjami Snæbjörn Jónsson áskorunina um að gera betur, nokkur grundvallaratriði í ákvörðunartöku til þess að auðvelda framkvæmd ákvarðana, nauðsynlega eftirfylgni breytinga, helstu erfiðleika við stjórnun breytinga. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - gestir velkomnir málið komst ég að því að svo er. Sýning var sett upp á Mokka-kaffí í tengslum við Listahátíð árið 1996 með myndum frá Þjóðminjasafninu af látnu fólki. Um það leyti hófst samstarf okkar Hrafnhildai’ sem er kvikmyndagerðarmaður og hefur starfað lengst af í Bandaríkjunum. „I upphafí fannst mér hugmyndin furðuleg,“ segir Hrafnhildur. „Ég átti bágt með að trúa að hægt væri að gera góða mynd um tengsl fólks við ljósmyndir sem er í raun og veru viðfangsefni Corpus Camera. En þegar við fórum af stað fundum við strax að það var gífurlega mikil til- fínningaleg dýpt í þessu efni og SIGRÚN Jóna Sigurðardóttir frá Hnífsdal ásamt Sigurjóni Baldri og Hrafnhildi Gunnars- dóttur við tökur myndarinnar. tengsl fólks við myndirnar ótrúlega sterk.“ „Eins og kemur íram í myndinni verða þessar ljósmyndir nánast eins og sáluhjálparatriði fyrir aðstand- endur. Það má segja að skynsemin í óskynseminni verði þama ijóslifandi. Fólk hefur með ljósmyndinni í hönd- unum haldbæra sönnun á því að þetta gerðist. Margir fara alveg úr sambandi þegar dauðsfall verður í fjölskyldunni og þá er oft eins og að- skilnaðui-inn verði ekki raunveruleg- ur. Ljósmyndin er liður í því að gera þetta ferli raunverulegt,“ segir Sig- urjón. - Er dauðinn ekki áþreifanlegur 'AFFI REYMAVIK r x r a y jt a m t Opnunartími yfir páskana í '*■* ” ! J«T1 l: II iTlli 'i !■ 9k * II ik laii.tot JI! Skirdagur, 0Pið frá m. is.oo - 23.30 Föstudagurinn langi, opið frá M. 18.00 - 4.00. Hljómsveitin Karma Laugardagur, opið frá m. 15.00 - 3.00 Hljómsveitin Karma Paskadagur, 0Pið frá m. is.oo - 4.00 Hljómsveitin Karma Annar i paskum, 0Pið frá m. 15.00 - 2:00 Rut Reginaids og Magnús Kjartans. Á föstudaginn langa og páskadag er eingöngu opið fyrir matargesti frá kl. 18.00 - 24.00 GLEÐILEGA PÁSKA nema hann sé skjalfestur á ljósmynd eða með skrifum? „Það er kafli í upphafi myndarinn- ar sem við köllum sjávarkaflann. Sem sjósóknarþjóð er hefð fyrir því hér á landi að karlmennirnir róa til fiskjai’ og ef mannskaði verður á sjó eru engin lík til að jarða. Einn við- mælandi okkar lýsir því hversu óraunverulegur dauðinn sé við þess- ar aðstæður. Það er allt önnur upp- lifun að sjá bara kistuna standa í kirkjunni eða að sjá viðkomandi sjálfan. Þessi óraunveruleikatilfmn- ing undirstrikar gildi ljósmynda við þessi tækifæri. Dauðinn verður áþreifanlegri, einnig fyrh’ þá sem hafa ekki verið viðstaddir." Sigm’jón og Hrafnhildur komust að því að þessi siður að Ijósmynda þá látnu er ekki einungis gömul hefð. „Við komumst að því að margir í okkar fjölskyldum áttu svona myndir þótt þær væru ekki uppi á borðum. Það er I mörgum tilvikum ákveðin bannhelgi yfir þessum myndum og fóik geymir þær vand- lega faldai’ á heimilum sínum eða jafnvel í bankahólfum. Ljósmynd af látnum ættingja er mjög persónuleg eign sem fæstir sýna öðrum. Tveir einstaklingai’ sem við reyndum að fá í viðtal treystu sér ekki til þess því þeim fannst of erfítt að ræða þessa hluti. Á því má sjá hversu gífurlega mikið tilfinningalegt gildi þessar ijósmyndir hafa. Kaldur drungi dauðans sem endurspeglast í mynd- unum sem vekja með sumum óhug umbreytist þegar fólk setur alla þessa ást og hlýju í myndirnar. Og ljósmyndin alveg eins og kvikmynd- in er að vissu leyti óður til lífsins. Það er verið að framlengja einhvern hluta af fortíðinni og ég held að það sjónarhorn komi skýrt fram í mynd- inni,“ segir Sigurjón. Hrafnhildur segir að vinnan við myndina hafí gert það að verkum að henni.fínnist ljósmyndimar alls ekki óhugnanlegar heldur eðlilegar. „Þær verða eins og aðrar myndir sem teknar eru á stórstundum fjölskyld- unnar og hafa alveg sama gildi. Myndú’nar eru eins og varða í sögu fjölskyldunnar og mai’ka ákveðin tímamót og er sönnun fyi’ir komandi kynslóðir um að atburðurinn hafi gerst. Óskráð saga hverfur inn í óendanleikann en heimildirnar standa eftir.“ - Hvuð kom ykkur mest á óvart við vinnslu Corpus Camera? „Það var mjög margt. En kannski var það helst hversu viðmælendur okkai’ voru tilbúnir að ræða opin- skátt við okkur um þessa hluti og veita okkur innsýn í mjög persónu- legar hliðai’ þeirra iífs,“ svarar Sig- urjón. „Það sem kom mér mest á óvart voru þessi sterku tilfínningalegu tengsl sem fólk á við _þessar myndir," segir Hrafnhildur. „Eg nálgaðist þetta verkefni í upphafi á mjög óper- sónulegan hátt. Eg skoðaði þær myndir sem við vorum með og fannst sumar heldur óhugnanlegar. En þeg- ar við komum inn á heimili fólks og fórum að tala við viðmælendur okkar þá breyttist gjöi’samlega sýn mín á þessar ljósmyndii’ og þær fengu allt annað tilfmningalegt gildi. Myndirn- ar hættu að vera kaldar og urðu sönnun fyrir sjóðheitum tilfinning- um. Tilfmningum sem eru mjög sjaldan ræddar og þá sérstaklega ekki í íslensku þjóðfélagi þar sem við erum ógjörn á að ræða miklar til- fmningar og sjma þær. Það var eig- inlega sálfræðilegt gildi þessara mynda sem kom mér mest á óvart.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.