Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 15 FRÉTTIR Hans Höglund framkvæmdastjóri Evrópudeildar Yolvo Nýjungar á hverju ári í flokki stórra bfla „VOLVO mun kynna nýjungar ár- lega næstu árin og þar er ég eink- um að tala um stærri bflana en með S80 erum við að sækja ákveðnar inn á markað lúxusbfla en verið hefur,“ segir Hans Höglund, framkvæmdastjóri fólks- bfladeildar Volvo, sem hefur aðset- ur í Brussel, en hann var staddur hérlendis á dögunum í tengslum við frumsýningu Brimborgar á S80 bílnum frá Volvo. „Við höfum verið sterkir í bílum af millistærð, S40 og V40, en eins og allir aðrir bílaframleiðendur verðum við að vera tilbúnir með nýjungar og endurbætur um leið og sala á einni gerð tekur að minnka, þá verður sú næsta að taka við,“ sagði Hans Höglund og lýsti hann ánægju sinni með hið nýja húsnæði Brimborgar sem tekið hefur verið í notkun. „Með S80 erum við að keppa við Mercedes Benz, BMW og Audi og á nokkrum mörkuðum einnig Saab. Við teljum okkur tefla fram góðum bfl, í S80 eru ýmsar nýj- ungar og má þar ekki ‘síst nefna öryggisatriði eins og hliðarloftpúð- ana og gardínur sem draga eiga mjög úr meiðslum vegna hliðar- högga.“ Fólksbfladeild Volvo skiptir heiminum í fimm markaðssvæði og í Evrópu starfa 22 fyrirtæki að sölu Volvo bfla, 17 eru í eigu Volvo en hinir eru sjálfstæðir umboðsað- ilar eins og Brimborg á Islandi. „Við gerum ráð fyrir að selja í ár um 250 þúsund bíla í Evrópu og er Svíþjóð, heimamarkaðurinn, sá stærsti þar sem yfir fjórðungur bflanna selst. Þýskaland er í öðru sæti með um 42 þúsund bíla sölu og þar varð aukning í fyrra.I Bret- landi seldust um 40 þúsund bflar en þar varð lækkun.“ Hans Höglund segir Volvo fyrirtækið alla tíð hafa stílað á framleiðslu hins vehjulega fjölskyldubíls, fyr- irtækið hafi jafnan kappkostað að bjóða sterka og örugga bfla sem henti ekki síst öllum fjölskyldum. Aðalstöðvar fólksbíladeildar Volvo eru sem fyrr segir í Brussel og segir framkvæmdastjórinn hafa verið ákveðið árið 1990 að hafa þær þar til að vera sem næst stóru markaðssvæðunum í miðri Evrópu og verksmiðjum fyrirtækisins sem eru bæði í Belgíu og Hollandi auk verksmiðjanna í Svíþjóð. Hagstætt samstarf Ford og Volvo Samstarf Volvo og Ford segir Höglund hagstætt en hann segir enga breytingu verða gagnvart kaupendum Volvo bfla, þeir muni eftir sem áður geta keypt Volvo bfla undir merkjum Volvo: „Fram- leiðsla Volvo bíla heldur áfram í nafni dótturfyrirtækisins, aðsetrið verður áfram í Gautaborg og Volvo bflar verða áfram þróaðir. Með þessu verður fyrirtækið hins vegar sterkara, þróunarvinnan og rann- sóknir verða öflugri og það á eftir að skila kaupendum Volvo enn betri framleiðslu," sagði Hans Höglund og kvaðst að lokum ekki vera hræddur um skörun eða að fólk þurfi að velja milli bíla frá Ford eða Volvo. Morgunblaðið/Ásdís HANS Höglund, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Volvo fólksbila, (t.h.) og Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, eru hér við nýja S80 bílinn. Þegar hafa verið seldir 11 slíkir bflar hérlendis. Rýmri veitingatíma frestað BORGARRÁÐ frestaði á þriðju- dag afgreiðslu á ákvæði til reynslu í eitt ár, sem gerir ráð fyrir rýmri veitingatíma áfengis. Samþykkt var að heimila veitingatíma lengst fram til kl. 3 aðfaranótt laugar- dags, sunnudags og almennra frí- daga á tilgreindum svæðum í borg- inni en veitingastöðum er jafn- framt heimilt að hafa opið allan sólarhringinn. I drögum að málsmeðferðarregl- um vegna vínveitingaleyfa sem samþykkt hafa verið í borgarráði segir m.a. að umsagnir lögreglu, byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftir- lits og eldvarnaeftirlits skuli fylgja umsóknum auk þeirra gagna, sem áskilin eru í áfengislögum og reglugerð. Gert er ráð fyrir að al- mennt líði ekki lengri tími en 4-6 vikur frá því umsókn berst þar til hún er afgreidd. Um staðsetningu vínveitingastaða skal fara eftir reglum sem borgarráð setur að fenginni umsögn borgarskipulags og skal leita umsagnar borgar- skipulags um einstaka umsóknir. I þjónustukjörnum á eða við íbúðasvæði er heimilt að veita vín til kl. 23.30 alla daga en til kl. 1 að- faranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Gæta skal al- mennra ákvæða um helgidagafrið. A miðborgarsvæði, miðhverfum, verslunar-, þjónustu,- og stofnana- svæðum auk athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæða er heimilt að veita vín fram til kl. 1 alla daga og til kl. 3 aðfaranótt laugardags, sunnu- dags eða almenns frídags. Jafn- framt er heimilt að veita leyfi til veitinga áfengis utan dyra en aldrei lengur en til kl. 22 og skal sækja sérstaklega um slík leyfí. [VíMrA' ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • aflmiklar vélar • samlæsingar rafmagn i rúðum og speglum • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • ÞRIR EKTA JEPPAR - EITT MERKI - og JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir utlit, gæði, eiginleika og möguleika! \RA GRAND VITARA VERÐ: TEGUND: VERÐ: 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. 1.830.000 KR. GR.VITARA 2.180.000 KR. EXCLUSIVE 2,5 LV6 2.589.000 KR. Komdu og sestu inn Skoðaðu verð og gerðu samanburð TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. TEGUND: ILX SE 3d JLXSE 5d DIESEL 5d SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavlk: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. . Æi , V> V ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.