Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 71
FÓLK í FRÉTTUM
Tískusýning í Kringlunni
Framkomu- og fyrir-
sætunámskeið með
fíkniefnafræðsli
UNGMENNI sem
höfðu lokið sjö
vikna námskeiði
hjá fyrirtækinu
Castíng sýndu föt
frá Sautján og
Smasli í Kringlunni
siðastliðinn föstu-
dag.
„Castíng er fyrir-
sætuskrifstofa sem
sérhæfir sig í að hafa
fölk á öllum aldri og
alls konar týpur á
skrá,“ sagði Andrea
Brabin, annar eigandi
og framkvæmdastjöri
Casting. „Við höfum
verið að aðstoða við ieikaraval í
biomyndir og fyrir sjönvarp,
bæði á erlendum og innlendum
markaði," bætti hún við.
Ungmennin sem sýndu í
Ki'inglunni voru öll að stíga sín
fyrstu spor sem sýningarfólk.
„Við köllum námskeiðið
framkomu- og fyrirsætunám-
skeið, því það er ekki ein-
göngu ætlað stúlkum sem
vilja verða fyrirsætur. A
námskeiðinu er lögð áhersla á fram-
komu og eflingu sjálfsöryggis en einnig
er Ieiðbeint ineð förðun og fataval,“ sagði
Andrea. „Á námskeiðinu er svo fíkniefna-
fræðsla á vegum Hins hússins, leikræn
tjáning og kennsla í hvernig vinna á fyrir
framan myndavél svo eitthvað sé nefnt.“
Aðeins einn piltur sótti námskeiðið að
þessu sinni svo ástæða er til að hvetja fleiri
til dáða enda er náinskeiðið ætlað ungu
fólki af báðum kynjum.
KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir myndina A Soldier’s Daughter Never
Críes, með þeim Kris Kristofferson, Barböru Hershey og Leelee Sobieski.
Bitið á jaxlinn
GUNNAR Ingi
Þorsteins-
son var eini
strákurinn á
námskeiði
Casthigs og
stóð sig vel á
tískusýning-
unni.
ÍS55S?
Frumsýning
ÞEIR Ismael Merchant og
James Ivory eru sjálfsagt
þekktastir fyrir þær kvik-
myndir sínar sem gerðar eru eftir
sögum sem gerast á Englandi, en
meðal þeirra eru A Room With a Vi-
ew, Howard’s End og The Remains
of the Day. Þeim þótti heldur fatast
flugið þegar þeir gerðu myndirnar
Jefferson In Paris og Surviving
Picasso, enda voru þeir þá ekki á
sömu slóðum og í íyrri myndum sín-
um. í myndinni A Soldier’s Daughter
Never Cries hafa þeir Merchant og
Ivory beint sjónum að tímabilinu í
kringum 1970, og sem oftast fyrr
skrifar Ruth Prawer Jhabvala hand-
rit myndarinnar fyrh' þá, en í þetta
sinn lagði James Ivory einnig hönd á
plóginn við skriftirnar. Myndin er
gerð eftir sjálfsævisögulegri bók Ka-
ylie Jones, sem er dóttir rithöfundar-
ins James Jones, en hann skrifaði
stríðssögurnar From Here to Etem-
ity og The Thin Red Line, sem eins
og kunnugt er hafa báðar verið kvik-
myndaðar.
I myndinni er sögð saga banda-
rískrar fjölskyldu sem búsett er í
París á sjöunda áratugnum. Faðirinn
(Kris Kristofferson) er rithöfundur
og fyrrverandi hermaður, góðhjart-
aður en kjaftfor, og móðirin (Barbara
Hershey) er lífsglöð og tilfinningarík.
Þau eiga saman dótturina Channa,
sem leikin er af Leelee Sobieski. Það
er í gegnum hennar augu sem áhorf-
andinn upplifir söguna sem spannar
tvo áratugi og gerist beggja vegna
Atlantshafs. Fylgst er með þroska-
ferli Channa og hinum ættleidda
bróður hennar, Billy (Jesse Brad-
ford), í París sjöunda ára-
tugarins, en þar kemur
meðal annarra við sögu sér-
vitur kontratenór sem er
vinur Channa. Fjölskyldan
neyðist til að flytja heim
til Bandaríkjanna
snemma á áttunda ára-
tugnum vegna veikinda
föðurins og við heim-
komuna verður fjöl-
skyldan fyrir menning-
arlegu áfalli, en í
myndinni eru straum-
um og stefnum í tónlist, tísku og
stjómmálum þessa tímabils gerð góð
skil.
Kris Kristofferson leikur föðurinn
í myndinni A Soldier’s Daughter
Never Cries, en hann á sér fyrir-
mynd í rithöfundinum James Jones.
Kris, sem er þekktur söngvari og
lagasmiður auk þess að vera leikari,
er fæddur 22. júní árið 1936 í
Brownsville í Texas, skammt frá
landamærunum að Mexíkó, og hann
lærði að tala spænsku áður en hann
lærði að tala ensku. Pabbi hans var
yfirmaður í bandaríska flughernum
og var fjölskyldan á eilífum flækingi
allt eftir þvi hvar hann þurfti að
starfa hverju sinni, og skólagöngu
sinni lauk Kris að lokum í San Mateo
í Kalifomíu. Þetta flökkulíf setti
mark sitt á hann og hefur hann lagt
ófáa kílómetrana að baki í hljóm-
leikaferðum allt frá því árið 1970
þegar lögin hans náðu hvað mestum
vinsældum, t.d. lögin Me and Bobby
McGee og Help Me Make It Through
The Night. Síðan þá hefur Kris farið
nánast á hverju ári í hljómleikaferð
og upp á síðkastið sem meðlimur í
hljómsveitinni The Highwaymen
BARBARA ,, ________
Jesse íí We^ev , . , ,l,<^
ásamt ævagömlum vinum sínum,
þeim Willie Nelson, Johnny Cash og
Waylon Jennings. Kris lauk á sínum
tíma háskólaprófi í bókmenntum og
hlaut eftirsóttan styrk til að stunda
nám við Oxford-háskóla. Að námi þar
loknu var hann um skeið flugmaður í
bandaríska hemum, en fluttist svo til
Nashville til að reyna að koma undir
sig fótunum þar sem lagasmiður og
tónlistarmaður. Það liðu aðeins fáein
ár þar til hann sló í gegn með laginu
Sunday Moming Coming Down, sem
var valið sveitasöngur ársins 1970 og
jafnframt var Kris valinn lagahöf- *
undur ársins. Kvikmyndaferilinn hóf
Kris árið 1971 en hátindinum á þess-
um ámm náði hann í myndinni Á St-
ar Is Born þar sem hann lék á móti
Barböm Streisand og hlaut hann
Golden Globe-verðlaunin sem besti
leikari fyrir frammistöðu sína. Ferill
hans færðist hins vegar smátt og
smátt af hvíta tjaldinu yfir á sjón-
varpsskjáinn, eða þar til árið 1996 er
hann lék í myndinni Lone Star sem
færði honum á ný frama á hvíta tjald-
inu. Síðan hefur hann m.a. leikið í
myndunum Blade, Dance With Me.-
og Payback.
NYTT UTLIT
NÝJARVÖRUR
VERO M
Laugavegi 95 • Kringlunni