Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 12

Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Framkvæmdastjóri MK-flugfélagsins ehf. um afstöðu stjórnvalda Ekki efnisleg- rök til að neita tilnefningu „VIÐ teljum íslensk stjómvöld ekki hafa nein efnisleg rök til að neita MK-flugfélaginu ehf. um tilnefn- ingu til flugs til Bandaríkjanna, enda hefur deildarstjóri loftferða- eftirlits Flugmálastjórnar greint samgönguráðuneytinu frá því að ekkert væri því til fyrirstöðu," sagði Ingimar Haukur Ingimarsson, framkvæmdastjóri MK-flugfélags- ins ehf., þegar hann var inntur álits á því áliti samgönguráðuneytisins að félagið væri ekki talið uppfylla skilyrði til að fá slíka tilnefningu. I bréfí deildarstjóra flugrekstrar- deildar loftferðaeftirlitsins til sam- gönguráðuneytisins frá 2. septem- ber 1998 segir m.a.: „Að athuguðu máli og með tilliti til flugvélakosts og gildandi flugrekandaskírteinis MK-flugfélagsins ehf. sér Flug- málastjórn ekkert því til fyrirstöðu að flugfélaginu verði veitt heimild til að stunda millilandaflutninga í lofti milli Islands og Bandaríkja Norðm’-Ameríku, enda verði flug- rekandaskírteini félagsins breytt með tilliti til þess flugs þegar form- lega hefur verið gengið frá heimild- inni og félagið lagt fram staðfest- ingu Bandaríkjanna á slíku flugi.“ Ingimar Haukur segir að síðan hafí ráðuneytinu borist minnisblað frá flugmálastjóra dagsett 18. sept- ember eða nokki-um dögum síðar. Þar sé bent á ákvæði í loftferða- samningi Islands og Bandaríkjanna sem kveði á um að eignarhald og raunveruleg stjóm flugfélags sem tilnefnt er til flugs milli landanna skuli vera á hendi viðkomandi ríkis eða ríkisborgara þess. Síðan segir í minnisbiaði flugmálastjóra: „Sam- kvæmt upplýsingum frá flugörygg- issviði Flugmálastjórnar er það mat fyrirsvarsmanna þess, að raunveru- leg stjórn MK-flugfélagsins sé í höndum bresks aðila, þrátt fyrir að íslendingur búsettur í Belgíu hafi verið skráður fyrir 51% hlutafjár í félaginu. Því verður ekki séð að fé- lagið uppfylli ákvæði 3. _gr. í loft- ferðasamningnum milli Islands og Bandaríkjanna, sem er forsenda þess að það hljóti umbeðna tilnefn- ingu.“ Framkvæmdastjórinn segir það skoðun forsvarsmanna MK-flugfé- lagsins að ráðuneytinu beri að líta til umsagnar Flugmálastjórnar að því marki sem lýtur að skilyrðum um flugöryggi, tæknimál og fjár- hagslega stöðu en horfa framhjá at- hugasemdum sem lúta að raun: verulegum áhrifum í félaginu. „í þessu atriði liggur ágreiningurinn en við sjáum ekki að ráðuneytið hafi rök til að standa á þessari skoðun sinni,“ segir Ingimar Hauk- ur. Hlutaféð er 109 milljónir króna Hlutafé MK-flugfélagsins ehf. er 109 milljónir króna og á Brynjólfur Jónsson, sem búsettur er í Belgíu, 55,8 milljónir eða 51% hlut en breska fyrirtækið MK Airlines 53,6 milljónir eða 49%. í stjórn eru Ingimar H. Ingimarsson, Brynjólf- ur Jónsson og Michael Charles Kruger, flugstjóri og forstjóri MK Airlines á Englandi. „Við teljum okkur því hafa sýnt fram á að eign- arhald og stjórnun MK-flugfélags- ins ehf. er að meirihluta í höndum íslenskra ríkisborgara og ég sem framkvæmdastjóri og stjórnarmað- ur er búsettur hér á landi og sé um daglegan rekstur," segir Ingimar Haukur. Hjá félaginu starfa fimm menn og segir Ingimar að tvöfalda verði starfsmannafjöldann fáist leyfi til Bandaríkjaflugsins. Þá seg- ir hann unnið að því að ráða ís- lenska flugliða til félagsins, en í dag séu ekki á lausu Islendingar með réttindi á DC-8-þotur og því séu allir flugmenn félagsins nú er- lendir. I golfkennslu hjá Ballesteros PETER Salmon, framkvæmda- stjóri golfdeildar Urvals - Ut- sýnar, var í golfkennslu hjá golf- snillingnum fræga Seve Bal- lesteros um miðjan marsmánuð, en Ballesteros var m.a. fyrirliði evrópska Ryder Cup liðsins á síðasta ári. Salmon var í hópi 20 annarra starfsmanna ferðaskrifstofa, sem var boðið til Malaga af spænska ferðamálaráðinu. Fólk- inu var boðið til Suður-Spánar til að kynna sér golfaðstöðuna þar, sem Salmon sagði vera til mikillar fyrirmyndar. Þá var einnig fylgst með „Spænska meistaramótinu," sem leikið var á Parador vellinum, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kylfinga. Salmon sagði að ekki hefðu nema sex starfsmenn ferðaskrif- stofa mætt fyrsta daginn, en hinir 14 hafí komið daginn eftir. Salmon sagðist ekkert hafa grátið þetta því fyrsta daginn hefði verið fyrirhuguð kennsla með Ballesteros og Jose Maria Olazabal, sem einnig er mjög þekktur golfari. Hann sagði að þar sem aðeins sex hefðu mætt fyrsta daginn hefði hópnum ver- ið skipt í tvennt og hann hefði verið ásamt, tveimur öðrum að læra golf hjá Ballesteros. Salmon sagði að Ballesteros hefði sýnt ótrúlega snilli, hann hefði gert allskonar kúnstir og fjöldi fólks hefði hópast að þeim bara til að fylgjast með. Bal- Iesteros skoraði siðan á Sahnon að sýna hvað í honurn byggi. „Eg var svo taugastrekktur, ég var titrandi,“ sagði Salmon þegar Ballesteros skoraði á hann. Salmon, sem er örvhentur, sagði að Ballesteros hefði þá tekið kylfuna sína og byrjað að slá eins og ekkert væri eðlilegra fyrir rétthendan mann. Það var ekki nóg með að Salmon hefði verið í námi hjá Ballesteros því daginn eftir spil- aði hann hring með Per Ulrik Johanson, sem er einn af fremstu golfleikurum Evrópu í dag. Salmon sagði að hann hefði lært mjög mikið bara á því að fylgjast með Per Ulrik, hvernig hann bæri sig að og þess háttar. „Þetta var í einu orði sagt ógleymanleg reynsla," sagði Salmon, sem sagðist hafa lært mikið af þeim Ballesteros og Jo- hanson. Austurland, Norðurland vestra og Reykjanes Framboðs- listar Frjálslynda flokksins GENGIÐ hefur verið frá fram- boðslistum Frjálslynda flokksins vegna komandi alþingiskosninga í Austurlandskjördæmi, Norður- landskjördæmi vestra og Reykja- neskjördæmi. Listarnir eru þannig skipaðir: Reykjaneskjördæmi 1. Valdimar Jóhannesson, Mos- fellsbæ, framkvæmdastjóri. 2. Grétar Mar Jónsson, Sandgerði, skipstjóri. 3. Auður Matthíasdóttir, Garðabæ, félagsráðgjafi. 4. Kristín Svanhildur Helgadóttir, Hafnar- firði, kórstjóri Barna- og unglinga- kórs Víðistaðakirkju, þýðandi. 5. Bjarni Ólafsson, Vogum, starfar við gæðastjórnun. 6. Albert Tóm- asson, Hafnarfirði, fv. flugstjóri. 7. Hlöðver Kjartansson, hdl. 8. Hilm- ar Kristensson, Hafnarfirði, for- stöðumaður. 9. Ásthildur Sveins- dóttir, Hafnarfirði, þýðandi. 10. Björgvin E. Arngrímsson, Kópa- vogi, rafeindavirki, stjórnarfor- maður Tölvuvaka hf. 11. Sigrún Hv. Magnúsdóttir, forstöðumaður. 12. Garðar Magnússon, Njarðvík, skipstjóri. Norðurlandskjördæmi vestra 1. Sigfús Jónsson bóndi. 2. Pálmi Sighvatsson, forstöðumaður íþróttahúss Sauðárkróks. V estfjarðakj ö rdæm i 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, Isa- firði, skipstjóri og forseti Far- manna- og fískiskipasamb. Isl. 2. Pétur Bjarnason, ísafirði, for- stöðumaður skólaskrifstofu Vest- fjarða. Vesturlandskjördæmi 1. Sigurður R. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri fiskverkunarfyrir- tækis. 2, Kjartan Eggertsson, skólastjóri tónlistarskóla Ólafsvík- ur og organisti í Ólafsvíkurkirkju. Austuriandskjördæmi 1. Guðmundur W. Stefánsson, Vopnafirði, bóndi. 2. Egill Guð- laugsson, Fellabæ, útvegsbóndi. 3. Stella Steinþórsdóttir, Neskaup- stað, verkakona. 4. Högni Skafta- son skipstjóri. 5. Sigurlaug Stef- ánsdóttir bóndi. PETER Salmon spilaði golf með hinum víðfræga golfkappa Seve Ballesteros þegar hann var á Spáni um miðjan mars- mánuð. Sýknudómur staðfest- ur yfir íslenska ríkinu HÆSTIRETTUR staðfesti á mánudag dóm Héraðsdóms Reykja- víkur þar sem ríkið var sýknað af rúmlega 10 milljóna ki’óna skaða- bótakröfu tveggja fyrrverandi rekstrar-aðila meðferðarheimilis fyrir böm á grundvelli samnings við Bamavemdarstofu. Ennfremur kröfðust rekstraraðilamir, sem era kona og karlmaður, að uppsögn á rekstrai-samningi þeirra við Bama- vemdarstofu, fjármála- og félags- málaráðuneytið yrði gerð ógild, en því var hafnað í héraði og í Hæsta- rétti sem og skaðabótakröfunni. Rekstraraðilamir sögðu upp um- ræddum samningi eftir viðræður við Bamavemdarstofu sem hafði látið í ljós að stofan myndi að öðr- um kosti segja samningnum upp fyrir sitt leyti. Með hliðsjón af því starfi sem fram fór á heimilinu var talið að málefnaleg sjónarmið hefðu legið að baki þeirri afstöðu Barna- vemdarstofu að ekki yrði við það unað að heimilið lyti fomáðum karl- mannsins sem uppvís hefði orðið að ölvun í húsakynnum þess og að hafa sýnt þar af sér kynferðislega áreitni við samstarfskonu. Fyrir héraðsdómi byggðu rekstr- araðilamir dómkröfur sínar m.a. á því að starfsmenn Barnaverndar- stofu hefðu ekki kannað réttmæti ásakana fyiár kynferðislegu áreitn- inni og drykkjuskapnum’ sérstak- lega en starfsmenn Barnaverndar- stofu hefðu hins vegar nýtt sér ásakanirnar og knúið fram skrif- lega uppsögn rekstraraðilanna und- ir hótun um uppsögn samningsins að öðrum kosti. Auk þess hefði ít- rekað verið látið í það skína af hálfu starfsmanna Barnavemdarstofu að meint kynferðisleg áreitni karl- mannsins yrði gerð að fjölmiðlamáli féllust hann og konan ekki á að víkja úr starfi. Verðþróun sjávarafurða 1996-1999 Visitala 1990=100 ____ 180 Mjöl og lýsi JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFM 1996 1997 1998 ‘99 Lækkun á botnfíski MEÐALVERÐ sjávarafurða hefur lækkað um 6,8% frá því í október á síðasta ári og er meðalverðið það sem af er þessu ári 1,6% undir með- alverði síðasta árs. Þessa verðlækk- un má nánast eingöngu rekja til lækkunar á verði mjöls og lýsis, að því er fram kemur í nýjum hagvís- um Þjóðhagsstofnunar. Þar segir að eftir mjög hátt verð á lýsi og mjöli á fyrri hluta síðasta árs hafi verð hrunið í kjölfar aukins framboðs frá Perú og Chile. Þá hef- ur botnfiskur lækkað nokkuð það sem af er þessu ári eða um 1,9% ft'á janúai-mánuði. Verðþróun á skel- fiski hefur hins vegar verið hag- stæðari, þrátt fyrir nokkrar verð- lækkanir á hörpudiski síðustu mán- uði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.