Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 17
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
NUVERANDI Stjórn Eyrasparísjóðs ásamt sparisjóðsstjóra (standandi
frá vinstri); Hilmar Jónsson sparisjóðsstjóri, Björgvin Sigurjónsson,
Tálknafirði, Krislján Þórðarson, bóndi á Breiðaiæk á Barðaströnd,
Símon Fr. Símonarson, Patreksfirði. Siljandi; Sigríður Karlsdóttir,
Patreksfirði, og Gísli Þór Þorgeirsson stjómarformaður, Patreksfirði.
Linda Björk er
Ungfrú Suðurland
Hveragerði - Fegurðarsainkeppni
Suðurlands 1999 fór fram á Hótel
Örk í Hveragerði nýlega. Keppnin
var að vanda íjölsótt, enda vel
vandað til dagskrár, sem öll var í
spænskum stfl.
Það var 19 ára stúlka frá Sel-
fossi, Linda Björk Sigmundsdóttir,
sem hlaut hinn eftirsóknarverða
titil, Ungfrú Suðurland 1999.1
öðm sæti varð Halla Rós Arnar-
dóttir, 20 ára frá Laugardals-
hreppi, og í þriðja sæti varð Guð-
munda Á. Geirsdóttir, 19 ára, Ölf-
usi. Besta Ijósmyndafyrirsætan var
valin Elín Steindórsdóttir, 18 ára,
frá Selfossi. Stúlkurnar völdu síð-
an vinsælustu stúlkuna úr sínum
hópi og var það Sif Gunnarsdóttir,
Hveragerði, sem hlaut þann titil.
Það vakti athygli að allar stúlk-
urnar sem lentu í verðlaunasæt-
um ásamt ljósmyndafyrirsætu
Suðurlands munu taka þátt í Feg-
urðarsamkeppni íslands á Broad-
way í maí. Aldrei áður hafa jafn
margar stúlkur tekið þar þátt fyr-
ir hönd Suðurlands.
Linda Björk er dóttir hjónanna
Sigmundar Stefánssonar og Ingi-
leifar Auðunsdóttur. Hún stundar
nám á félags- og sálfræðibraut
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
LINDA Björk Sigmundsdóttir
frá Selfossi var valin Ungfrú
Suðurland.
Eyra-
sparisjóð-
ur 70 ára
Tálknafírði - Fyrir skömmu hélt
Eyrasparisjóður upp á sjötíu ára af-
mæli sitt. Sparisjóðurinn var stofn-
aður 28. mars 1929, af 24 einstak-
lingum á Patreksfirði. Allt fram á ní-
unda áratuginn var sparisjóðurinn
ábyrgðarmannasjóður, en þá var
samþykktum breytt í það að vera
stofnfjáreigendasjóður.
Fyrsti stjómarfoi-maður spari-
sjóðsins var kosinn Jónas Magnús-
son. Núverandi stjómarformaður
Eyrasparisjóðs er Gísli Þór Þorgeirs-
son, múrarameistari á Patreksfirði.
Fyrsti sparisjóðsstjórinn, eða gjald-
keri eins og það er kallað í fundargerð
fyrstu sparisjóðsstjómarinnar, var
kjörinn Bergur Jónsson. Jónas Magn-
ússon tók síðan við af honum og
gegndi starfi sparisjóðsstjóra í 36 ár
og hefur enginn sinnt starfinu lengur
en hann. Núverandi sparisjóðsstjóri
er Hilmar Jónsson, en hann hóf störf
hjá sparisjóðnum 1. september 1973
og hefur því starfað í tæp 26 ár.
Sparisjóður Rauðasandshrepps og
Eyrasparisjóður vom sameinaðii- 1.
janúar 1988, undir nafni Eyraspari-
sjóðs. Opnuð var afgreiðsla á Tálkna-
firði 12. desember 1988. Haldið var
upp á tíu ára afmæli afgreiðslunnar í
desember sl. þegar starfsfólki og
stjórnarmönnum sparisjóðsins, ásamt
mökum, var boðið í jólahlaðborð á
Hópinu, sem er veitingahús á Tálkna-
firði. Hjá Eyrasparisjóði stai-fa nú 15
einstaklingar í 11 stöðugildum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
SLÖKKVISTARF gekk
greiðlega
Hundur drapst
í eldsvoða
VERÐMÆTUR kjölturakki af sjald-
gæfu kyni drapst í húsbruna við
Faxastíg í Vestmannaeyjum fyrir
páska. Lögreglan og slökkvilið voru
kvödd á staðinn skömmu síðar og var
þá mikill eldur og reykur í húsinu, en
slökkvistarf gekk greiðlega. Húsið var
mannlaust þegar eldurinn varð laus.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu barst tilkynning um atburðinn
skömmu eftir klukkan tíu á miðviku-
dagsmorgun, en húsráðandi hafði
farið að heiman um klukkutíma áður.
Húsið er tvílyft og var eldurinn laus
á efri hæð. Eldsupptök eru í rann-
sókn en svo virðist sem eldurinn hafi
kviknað út frá eldavél sem gleymst
hafði að slökkva á. Tjón af völdum
reyks og sóts er talið umtalsvert.
► \
>
Sumir stjórnendur geta
hallað sér aftur í stólnum
Peir vita aö FRAMLEGÐ er tekjur að frádregnum
breytilegum kostnaði. Peir vita líka að starfefólk myndar
tekjur með VINNU sinni.
NETHÖGUN (e. network architecture) er rökleg
skipan tölvunets og reglur um notkun þess. (nethögun
felst RÁÐGJÖF (úttekt á öryggismálum, þarfa-
greining og áætlanagerð), HÖNNUN víðnets og
nærnets, UPPSETNING netsins með viðurkenndum
búnaði og loks ÞJÓNUSTA (viðhald, eftirlit með álagi
og árásarprófanir).
Nethögun eykur VINNUFRAMLAG starfsfólks og par
með framlegð þess.
Nethögun fæst hjá BS.
yöíW
* 1 EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi + EJS / 563 3000 / www.ejs.is / Grensásvegi 10 / 108 Reykjavík
i
i