Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 47 Aukakeppni þarf um sæti í landsliðsflokki SK/Vlv Hcllisheimílíð, I»önglabakka 1 SKÁKÞING ÍSLANDS 1999 27. mars - 4. apríl ÞRÍR skákmenn urðu jafnir og efstir í áskorendaflokki á Skák- þingi Islands sem fram fór um páskana. Þeir Davíð Kjartansson, Bergsteinn Einarsson og Jóhann H. Ragnarsson hlutu allir 6'A vinn- ing í níu umferðum. Þar sem ein- ungis tveir efstu fá rétt til þátttöku í landsliðsflokki þurfa þeir félagar að tefla aukakeppni um þessi tvö eftirsóttu sæti. Lokastaðan í áskor- endaflokki varð þessi: 1.-3. Davíð Kjartansson 6'Æ v. 1.-3. Bergsteinn Einarsson 6V4 v. 1.-3. Jóhann H. Ragnarsson 6Í/2 v. 4. Stefán Kristjánsson 6 v. 5. -9. Sævar Bjarnason 5‘/2 v. 5.-9. Sigurbjörn Björnsson 5‘A v. 5.-9. Jón Árni Halldórsson 5V4 v. 5.-9. Einar K. Einarsson 5'/2 v. 5.-9. Kristján Eðvarðsson 5/2 v. 10.—11. Þorvarður F. Olafsson 5 v. 10.-11. Ólafur í. Hannesson 5 v. 12.-16. Magnús Magnússon 4‘A v. 12.-16. Jónas Jónasson 4Vz v. 12.-16. Dagur Arngrímsson 4'á v. 12.-16. Kjartan Guðmundsson 4í4 v. 12.-16. Guðmundur Kjartanss. 4!4 v. o.s.frv. Þátttakendur í áskorendaflokki voru 26. I opnum flokki varð loka- staðan þessi: 1. Rúnar Isleifsson 7 v. 2. Gústaf Smári Björnsson 6í4 v. 3. -5. Hrannar Arnarsson 6 v. 3.-5. Ingvar Örn Birgisson 6 v. 3.-5. Harald Björnsson 6 v. 6. Andrés Kolbeinsson 5'/2 v. 7. -10. Hilmar Þorsteinsson 5 v. 7.-10. Eiríkur G. Einarsson 5 v. 7.-10. Jón Orri Kristjánsson 5 v. 7.-10. Valdimar Leifsson 5 v. 11. Heimir Einarsson 4’/2 v. o.s.frv. Þeir Rúnar og Gústaf Smári fá rétt til þátttöku í áskorendaflokki á næsta ári. Þátttakendur í opnum flokki voru 18. Skákstjóri á mótinu var Ríkharður Sveinsson. Hér á eftir fylgja tvær skemmti- legar skákir úr áskorendaflokki. I fyrri skákinni eigast við tveir af efstu mönnum mótsins, þeir Berg- steinn Einarsson og Davíð Kjart- ansson. Bergstein fórnar peði snemma í skákinni, en Davíð nær að snúa vöm í sókn. Hvítt: Bergsteinn Einarsson Svai’t: Davíð Kjartansson Slavnesk vörn [D12] l.d4 d5 2.c4 c6 3.Rc3 Rf6 4.Rf3 Bf5 5.e3 Algengari leikir era 5.Db3 og 5.cxd5. Með textaleiknum lokar hvítur fyrir svartreita biskupinn. 5...e6 6.cxd5 cxd5 7.Bd3 Bg6 8.0-0 Rc6 9.a3 Hc8 10.b4?! Rxd4! Il.exd4 Hxc3 12.Bb5+ Ke7 Þó það sé yfírleitt ekki gott að hafa kónginn á miðborðinu er ekki svo einfalt fyrir hvítan að notfæra sér það. 13.Bg5 Ef 13.Bf4 Re4 og svartur kemur riddaranum í vörn- ina. 13...I16 14.Bh4 Db6 15.Be2 Be4 16.Hcl Hxcl 17.Dxcl g5 18.Bg3 Bxf3! 19.Bxf3 Rd7 Með uppskiptunum nær svartur að ein- falda taflið. 20.De3?! Betra var 20.Hel Bg7 21.Bxd5 Bxd4 22.BÍ3 með einhverjum gagnfæram fyrir peðið. 20...Bg7 21.Bxd5 Bxd4 22.De2 Rf6 23.Ba2 Hc8 24.Be5? Bxe5 25.Dxe5 Hc2 26.Bbl Hxf2! og Bergsteinn gafst upp því eftir 26.Hxf2 kemur Dxf2+! 27.Kxf2 Rg4+ og svartur verður 2 peðum yfir. 0-1 I seinni skákinni er Bergsteinn hins vegar réttum megin borðsins. Svartur teflir of varfærnislega. Hvítur nær að brjóta upp peða- stöðu svarts með 16.g4 og eftir það ræður hann lögum og lofum í skák- inni. Hvítt: Bergsteinn Einarsson Svart: Sævar Bjarnason Kóngsindversk vörn [E88] l.d4 Rf6 2.c4 g6 3.Rc3 Bg7 4.e4 d6 5.f3 0-0 6.Be3 e5 7.d5 c6 8.Dd2 cxd5 9.cxd5 Re8 Annar möguleiki er 9...a6. 10.Bd3 f5 ll.exf5 gxf5 12.Rge2 Rd7 13.0-0-0!? Öllu al- gengara er að stutthróka. 13...Rc5 14.Bc2 Bd7 lS.IIdgl Hc8? Svartur er of værakær. Nauðsynlegt var að fara í gagnsókn með því að leika 15...b5. 16.g4 Dæmigerð aðgerð í kóngsindverskri vörn. Með texta- leiknum nær hvítur tökum á mið- borðinu. 16...fxg4? Betra var 16...b5 þó hvítur standi betur eftir 17. Bxc5 Hxc5 18.gxf5. 17.fxg4 Rf6 18. Kbl De8 19.Bh6 Df7 20.g5 Rg4 21.h3 Rf2 22.g6! hxg6 23.Bxg7 Kxg7 Ef 23...Dxg7 24.Hxg6 Dxg6 25. Bxg6 Rxhl 26.Dh6 og vinnur. 24.Hxg6+ Dxg6 25.Bxg6 Kxg6 26. Hgl+ Kf7 27.Hfl Ke8 28.Rg3 Hf3 29.De2 e4 30.Hxf2 Hxf2 31.Dxf2 1-0 Spassky - Korchnoi Einvígi þeirra Yiktor Korchnoi og Boris Spassky í Sankti Péturs- borg lauk með sigri Korchnoi sem fékk sex vinninga gegn fjóram vinningum Spassky. Umhugsunar- tími var ein klukkustund á skák. Þeir Spassky og Korchnoi tefldu eins og baráttuglaðir unglingar og gerðu einungis tvö jafntefli í fyrstu átta skákunum. Spassky er 62 ára, en Korchnoi 68 ára. Eitt af fyrstu afrekum Korchnoi á skákferlinum var að ná 1.-2. sæti á unglinga- meistaramóti Sovétríkjanna 1947-8! Danska meistaramótið Danska meistaramótinu 1999 er nú lokið. Lokastaðan varð þessi: 1.-2. Peter Heine Nielsen 6/2 v. 1.-2. Sune Berg Hansen 6V2 v. 3.-4. Curt Hansen 6 v. 3.-4. Lars Bo Hansen 6 v. 5. Erling Mortensen 5 v. 6. Lars Schandorff 4'A v. 7. Bent Larsen 4 v. 8. Jens Ove Fries Nielsen 2!/> V. 9. Henrik El-Kher 2 v. 10. Nikolaj Borge 2 v. Þar sem Peter Heine Nielsen og Sune Berg Hansen urðu jafnir að , vinningum verða þeir að tefla ein- 1 vígi um danska meistaratitilinn. Helgarskákmót hjá T.R. Taflfélag Reykjavíkur heldm’ helgarskákmót 9.-11. apríl. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar era með 30 mínútna umhugsunar- tíma en í fjóram síðustu umferðun- um er umhugsunartíminn IV2 klst. á 30 leiki og síðan 30 mínútur til viðbótar til að ljúka skákinni. Umferðartafla: r' 1.-3. umf. 9.4 kl. 20-23. 4. umf. 10.4 kl. 10-14. 5. umf. 10.4 kl. 17-21. 6. umf. 11.4 kl. 10:30-14:30. 7. umf. 11.4 kl. 17-21. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, kr. 12.000, kr. 8.000 og kr. 5.000. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir 16 ára og eldri (kr. 2.000 fyrir utan- félagsmenn), en kr. 600 fyrir 15 ára og yngri (kr. 1.000 fyrir utanfélags- menn). Skráning fer fram á móts- stað. Skákmót á næstunni 10.4. S.I. Islm. grunnsksv. stúlkur 12.4. Hellir. Atkvöld. 12.4. T.R. Skólask. einstakl. Rvk. 16.4. S.í. Islandsm. grunnsk.sv. 19.4. Hellir. Fullorðinsmót. 23.4. Hellir. Klúbbakeppni. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson yÁömbl.is _/VLL7?\f= GiTTH\^\£? NÝTT A Mótmæla deili- skipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á framhaldsstofn- fundi Samtaka um betri byggð laugardaginn 27. mars 1999: „Samtök um betri byggð á höf- uðborgarsvæðinu vekja athygli á því að með kynningu Flugmála- stjórnar á umhverfismati vegna endurbóta á Reykjavíkurflugvelli er einungis verið að meta áhrifin af framkvæmdunum sjálfum sem áætlað er að standi næstu fjögur ár. Ekkert mat er hins vegar lagt á legu vallarins né áhrifin af flug- starfseminni á umhverfið. Fram kemur í kynningu Flugmálstjórn- ar að um nýbyggingu vallarins er að ræða og er álit Samtaka um betri byggð að þar með sé verið að byggja nýjan flugvöll í mið- borg Reykjavíkur. Fyrirhugaður völlur verður mun rammbyggi- legri en núverandi Reykjavíkur- flugvöllur og getur því afkastað umtalsvert meiri og þyngri flug- umferð. Nýr flugvöllur í miðborg Reykjavíkur er stærsta sam- göngumannvirki sem til stendur að byggja á höfuðborgarsvæðinu og hlýtur því að kalla á alhliða umhverfismat sem nær til áhrifa vallarins á mannlíf í nágrenni hans, til loft- og hljóðmengunar sem af fluginu stafar, sem og áhrif á fuglalíf og gróðurfar. Nú- verandi flugvöllur hefur verið tal- inn bráðabirgðavöllur og því hef- ur slíkt umhvei-fismat aldrei farið fram. Samtök um betri byggð hvetja til að allsherjar umhverfis- mat eigi sér stað vegna Reykja- víkurflugvallar og að ekki verði ráðist í nýbyggingu hans nema að undangenginni ítarlegri rann- sókn, víðtækri kynningu og lýð- ræðislegri umræðu. Jafnframt og með sömu rökum mótmæla Samtök um betri byggð deiliskipulagi fyrir Reykjavíkur- flugvöll sem nú liggur frammi til kynningar og hvetja til þess að það hljóti ekki staðfestingu." Flutningamiðstöð Vestur- lands opnuð LANDFLUTNINGAR - Sam- skip hafa tekið við rekstri bif- reiðadeildar Kaupfélags Borg- firðinga og opnað afgreiðslu nýs fyrirtækis, Flutningamiðstöðvar Vesturlands, FVL, að Engjaási 2 í Borgarnesi. Þjónustusvæði Flutningamið- stöðvar Vesturlands verður frá Hvalfjarðarströnd vestur í Dali. í Borgarnesi Á hennar vegum verða tvær ferð- ir flutningabíla alla virka daga á milli Borgarness og Reykavíkur, segir í fréttatilkynningu. Fyrir eru flutningamiðstöðvar á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Aðalstöðvar Landflutninga Samskipa eru við Skútuvog í Reykjavík. LOKAUTKALL í sólina! Við seljum nú síðustu sætin f stuttu vorferðirnar til Portúgals og Mallorca á sannkölluðu tilboðsverði Vorið er að margra mati skemmtilegasti tími ársins á þessari perlu Miðjarðarhafsins, þegar náttúran og mannlífið skarta sínu fegursta. 35.900 kr. á mann m.v. tvo í stúdíó á Marina Plaza á Playa de Palma. Sól, golf og gestrisni Portúgala er nóg til að gera þessa stuttu vorferð að eftirminnilegu fríi í Algarve. 33.900 kr. á mann m.v. tvo í stúdíó á Brisa Sol. /íMrvalútsýn •Innifalið f verði: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, fslensk fararstjórn og skattar www.urvalutsyn.is wl!)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.