Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 61 LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriðjud., fímmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17.________________________ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með miiyagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is.___________________ MINJASAFN RAFMAGNSVEITU RcyKjavíkur v/rafstöð- in'a v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eftir sam- komulagi. S. 567-9009._____________________ MINJASAFN SLYSAVARNARFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum timum i síma 422-7253. ______________________ MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 58 er lokað í vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562. ÍÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið framvegis á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahópar og beklgardeildir skóla haft samband við safnvörð í síma 462-3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara umtali. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tima eftir samkomulagi. _______________ NÁTTÚEUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-063Q._ NMTÚKIIGRII'ASAPNIÐ, sýningarsaiir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30- 16._______________ NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safnið einungis opið samkvæmt samkomulagi. __________________ NÖRRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. pSsT- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 555-4321. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 651- 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stend- ur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og eftir sam- komulagi fyrir skólanema og aðra hópa. S: 565-4242, bréfs. 565-4251. __________________x— SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-17. S. 581-4677._______________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.is: 483-1165,483-1443._______________ STOFNUN ÁRNA MAGNÍJSSONAR: Handritasýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-16 til 14, mai. ____________________________- STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Simi 431-5566._________ SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands, Garðinnm: Opið um helgar frá kl. 13-16.___ WÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánudagakl. 11-17.________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til fiistu- dafia kl. 10-19. Laugard. 10-15.____________ LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14- 18, Lokað mánudaga. -_______________ NÁTTÚRUGRIPASAFNII) Á AKUREYRI: Lokað I vetur nema eftir samkomulagi. Simi 462-2983.____ NORSKA HÚSID ( STYKKISHÓLMI: Opið daglcga I sum- arfrákl. 11-17.___________________________ ORÐ DAGSINS _____________ Reykjavík sími ððl-0000.___________________ Akurcyrl s. 462-1840._________________________ SUNDSTAÐIR_________________________________ SUNDSTAÐIR 1 REYKJAVlK: Sumlhöllin cr opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15. þri., mið. og föstud. kl. 17-21,__________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-föst. 7-21. Laugd. og sud. 8-18. Sölu hætt hálftima fyrir lokun.____ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima fyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.- _ föst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12._________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. _ 6.30-7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._ SUNDLAUGIN f GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555._ SUNDLAUG KJAIiANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18. _____________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-fóstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16._ SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. _ og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2532._________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7- 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- 21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆÐI FJÓLSKYLDU- OG IIÚSDYRAGARÐURINN er iipinn alla daga kl. 10-17, lokað á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tima. Slmi 5757-800._________________ SORPA SKRIFSTOFA SORPU er opin ki. 8.20-16.16. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaöar á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sæv- arhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 620-2205. -------------------------- Fundur um Rússland og Austur-Evrópu FJALLAÐ verður um Rússland og Austur-Evrópu undir yfirski’iftinni tækifæri og ógnanir á hádegisverð- arfundi landsnefndar Alþjóða versl- unan-áðsins í Skála á Hótel Sögu á morgun, föstudaginn 9. apríl, klukk- an 12 til 14. Framsögumenn verða Ágúst Þór Jónsson ráðgjafaverk- fræðingur og Peter Lowe, fram- kvæmdastjóri hjá ICC Commercial Crimes Services, mun halda fram- sögu á fundinum. A fundinum verður varpað fram spurningum á borð við það hverjir möguleikar íslenskra fyrirtækja séu á að hasla sér völl í Austur-Evrópu, hvernig aðlögun að vestrænum við- skiptaháttum gangi og hvernig ríkj- um Austur-Evrópu gangi að byggja upp stjórnkerfi í anda frjálsra við- skipta, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn er öllum opinn en ósk- að er eftir því að fólk tilkynni þátt- töku sína. ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR Málþing um stefnu- mótun og skipulag endurhæfíngar MORGUNBLAÐIÐ á Netinu, mbl.is, Stjörnubíó og Siminn stóðu á dögunum fyrir leik á mbl.is. Tilefnið var frumsýning spennumyndarinnar Ég veit enn (I Still Know) en þátttakendur áttu möguleika á að vinna ljósa- eða nuddkort frá sólbaðstofunni Punktinum, síðermabol eða Motorola StarTAC 70 GSM-síma frá Símanum. Vinningshafar hafa fengið sendan tölvupóst en einnig er hægt að kynna sér hverjir eru vinningshafar í samnefndum lið í flokknum dægradvöl á mbl.is. Stóra vinninginn að þessu sinni, GSM-síma frá Símanum, hlaut Fanný Jóhannsdóttir, sem á myndinni hefur tekið við síman- um úr hendi Sigríðar Sigfúsdótt- ur starfsmanns Símans. FAGDEILD hjúki-unarfræðinga á sviði endurhæfingar, sem er fagdeild innan Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, heldur opið málþing fyi’ir heilbrigðisstéttir í dag, fímmtudag- inn 8. apríl. Málþingið er haldið í Ar- sal á Hótel Sögu og hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Yfirskrift málþingsins er stefnu- mótun og skipulag endurhæfingar í Reykjavík og nágrenni og umhverfi endurhæfingar í heilbrigðiskerfinu innan sjúkrahúsa og stofnana. Fjallað verður um hvernig endur- hæfingarstarfsemi í Reykjavík og nágrenni verði best háttað í framtíð- inni og þá verður einnig fjallað um tillögur Faghóps heilbrigðisráðu- neytisins um málefni endm’hæfingar í útkominni skýrslu um sjúkrahús- mál. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykja- víkur, opnar málþingið en frummæl- endur verða Magnús Pétursson, for- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala; Ingibjörg Sig. Kol- beins, formaður Fagdeildar hjúkrun- arfræðinga á sviði endurhæfmgar; Kristján Erlendsson, formaður Fag- hóps heilbrigðisráðuneytis um sjúkrahúsmál; Hjördís Jónsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi; Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri SHR; Gísli Ein- arsson, endurhæfingarlæknir RSP/ Kópavogi; Kalla Malmquist, for- stöðusjúkraþjálfari SHR; Torfi Magnússon, forstöðulæknir Endur- hæfingar- og taugasviðs SHR; Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ, Hveragerði; Bergdís Kristjánsdóttir, hjúknmar- framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Lsp.; Björk Pálsdóttir, iðjuþjálfi Hjálpartækjamiðstöð Trygginga- stofnunar ríkisins; Stefán Yngvason, yfirlæknir Endurhæfingardeildai- SHR; og Guðrún Erla Gunnarsdótt- h’, hjúkrunarforstjóri Sjálfsbjargar- heimilinu. Að loknum málflutningi frummæl- enda verða pallborðsumræður þar sem frummælendur svara fyrir- spumum. Fundarstjóri er Margrét Tómas- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri SHR. FRÁ skógræktarnámskeiði Björns Jónssonar. Fjölsótt skógræktarnámskeið SKOGRÆKTARFE LAG Islands gekkst nýlega fyrii’ námskeiði fyrir áhugamenn um skógi’ækt. Leibein- andi var Björn Jónsson, fyri-verandi skólastjóri Hagaskólans. Námskeið- ið var afar vel sótt, með 50 þátttak- endum sem flestir höfðu eigið rækt- unarsvæði. Björn leiðbeindi fólki um skilvirk- ar ræktunaraðgerðir sem hann hefur beitt á sínu ræktunarsvæði í Sól- heimum í Landbroti og kallað „Hina samhæfðu alúð“. Lagði hann mikla áherslu á að fólk setti sér markmið í upphafi ræktunarinnar; markmið eins og að aspir eigi að vera orðnar 2 m háar á fjórum árum og sitkagreni sé búið að ná 80 cm á sama tíma o.s.frv. Þannig sé ræktunarmaðurinn í stakk búinn til þess að fylgja mark- miðunum eftir og geti brugðist við ef þarf. Allir eigi að geta ræktað falleg- an útivistaj’skóg á skömmum tíma með því að beita réttum vinnubrögð- um. Stefnt er að því að endurtaka námskeiðið i vor, segh- í fréttatil- kynningu. Vímulaus æska og foreldrahópurinn Foreldrahús opnað í Vonarstræti FORELDRAHÚS verður opnað í dag, fimmtudaginn 8. apríl, í Vonar- stræti 4b, Reykjavík. Foreldrahúsið er rekið af Vímulausri æsku og For- eldrahópnum. Foreldrahúsinu er ætlað að að- stoða foreldra á margan hátt. Fjöl- skylduráðgjöf er rekin í húsinu og sér Sigrún Hv. Magnúsdóttir for- eldraráðgjafi um hana. Henni til að- stoðar eru bæði sérfræðingar og for- eldrar sem hafa reynslu af því að eiga börn í neyslu áfengis og ann- arra vímuefna, segir í fréttatilkynn- ingu. Foreldrar sem vilja byrja snemma að sinna forvarnaþætti uppeldisins geta fengið upplýsingar um leiðir í þeim efnum. Þeir eiga líka kost á að fara á námskeið um foi-varnir. Fjölskylduráðgjöfin er einnig með einkaviðtöl við foreldra, börn og unglinga. Fjölskylduviðtöl og sjálfshjálparhópar fyrir foreldra eru líka í boði. Fjölskylduráðgjöfin er starfrækt allt árið. Boðið er upp á aðstoð við foreldra sem eiga unglinga sem eru í neyslu og hafa hlotið dóma eða eru á skil- orði. Foi-varnaverkefnið Börn eru líka fólk hefur verið rekið sl. tvö ár út í bæ en flyst nú þetta nýja hús- næði. Agi og uppeldi námskeið sál- fræðinganna Sæmundar Hafsteins- sonar og Jóhanns Inga Gunnarsson- ar verður nú til húsa í Foreldrahús- inu. Al-Anon fundir verða í For- eldrahúsinu. Næsta haust verður meiri starfsemi í Foreldrahúsinu og mun það verða auglýst í ágúst. For- eldrasíminn 581 1700 hefur verið rekinn í 13 ár og er opinn allan sól- arhringinn, þar verður engin breyt- ing á. Foreldrahúsið verður opið alla virka daga frá kl. 9-17. Felst nám- skeið og hópvinna fer fram eftir kl. 17 og um helgar. Þrívíður háskólaheimur SIGRÚN Guðjónsdóttir arkitekt kynnh’ lokaverkefni sitt frá háskól- anum í Kai’lsruhe, Þýskalandi, föstu- daginn 9. apríl kl. 18 í húsi Endur- menntunarstofnunar Háskólans, Dunhaga 7. Lokaverkefnið ber heit- ið: Háskólaheimur - þrívíður marg- miðlunarheimur náms og kennslu. í Kai’lsruhe er hafa verið stofnuð samtök sex skóla á háskólastigi (ViK- ar - Virtueller Hochschulverbund Kai-lsruhe) og er markmið þessa hóps að stofna nýjan fjarnámshá- skóla sem verður einungis á Netinu (sýndarháskóla). Ætlunin er að nýta sér nýja möguleika margmiðlunai’ og Netsins. Þessi sameiginlegi háskóli á að sameina krafta hinna mismunandi skóla og koma fram sem eigin stofn- un á Netinu. Með lokaverkefni sínu hannaði Sigrún þrívíðan háskóla- heim, sem hefur flest það sem raun- verulegur háskóli hefur. I fréttatilkynningu segir: „Lögð er áhersla á samskipti og sem flesta möguleika til þeirra. Með uppbygg- ingu heimsins er hvatt til notkunar þeirra og þannig reynt að koma í veg fyrir að nemandinn hafi það á tilfinn- ingunni að hann sé einn í námi sínu. Hér þótti ekki nóg að bjóða upp á spjall (Chat) og fréttahópa (News- groups), til að geta boðið upp á góða umsjónarkennslu varð meira að koma til. Þess vegna kom einungis margnotendaheimur (Multi-user) til greina. „Heimur fyrir marga notend- ur samtímis“ er sýndai’veruleiki á Netinu þar sem margir notendur geta hist, talað og unnið saman. Lokaverkefnið sýnir frumgerð af vef fjarnámsháskólans, þar sem áhersla væri lögð á möguleika sýndarveru- leikans (Virtual Reality).“ Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fræðslu- og kynningar- átak um um- hverfísmál GRÆNA smiðjan boðar til fundar um græna hagfræði og græna þjóð- hagsreikninga fimmtudagskvöldíð 8. maí að Suðurgötu 7. Hér er um að ræða nýjar leiðir til þess að meta gildi ósnortinnar náttúru við gerð þjóðhagsreikninga, arðsemismat á framkvæmdum o.s.frv. Frummælendur verða Geir Odds- son auðlindafræðingur og Sigi’íður Agústa Ásgrímsdóttir rafmagns- verkft’æðingur. Fundarstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir, sem skipar 2. sæti U-listans í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:30 og er öllum opinn. ----------------- Fyrirlestur um sorgina NY DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með fyrirlest- ui’ fimmtudaginn 8. apríl nk. kl. 20-22. Dr. Sigurður Árni Þórðarson flyt- ur fyrirlesturinn Breytt staða eftir missi. Kaffi og spjall á eftir. ----------------- ■ ÚTIFUNDUR við Stjórnarráðið 30. mars 1999 mótmælir harðlega að- ild Islands að loftárásum Atlants- hafsbandalagsins á Júgóslavíu sem gerðar eru í trássi við vilja Samein- uðu þjóðanna og meðal annars for- dæmdar af Alkirkjuráðinu og Lútherska heimssambandinu. Loft- árásir munu ekki leysa aðsteðjandi vanda í Kosovo heldur einungis þjappa Serbum þéttar saman og festa Milesovic enn frekar í sessi. Reynslan frá Víetnam, Afganistan, Irak og Tsétséníu staðfestir að póli- tísk vandamál verða ekki leyst með loftárásum, auk þess sem Atlants- hafsbandalagið hefur ekki upp á neina raunhæfa lausn að bjóða þegar loftárásum linnir og Serbía verður flakandi í sárum sem seint munu gi’óa. Tökum undir kröfuna sem hljómai’ um víða veröld: Stöðvið loft- árásirnar!" -------44^------- LEIÐRÉTT Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju í FRÉTT um árlega vortónleika Karlakórs Reykjavíkur í blaðinu í gær var ranglega sagt að tónleikam- ir sunnudaginn 11. apríl færu fram í Fella- og Hólakirkju. Hið rétta er að þeir verða í Langholtskirkju kl. 17. Beðist er velvh’ðingar á þessu rang- hermi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.