Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 31 LISTIR Að vakna upp af vondum draumi KVIKMYJVDIR L a u g a r á s b f « LIVING OUT LOUD ★★ Leikstjórn: Richard LaGravenese. Handriti: R. LaGravenese, byggt á tveimur smásögum eftir Anton Tsékov. Aðalhlutverk: Holly Hunter, Danny Devito, Queen Latifah og Martin Donovan. New Line Cinema 1998. JUDITH hefur verið gift forríka hjartaskurðlækninum Bob í 16 ár þegar hann yngir upp hjá sér. Tómarúm skapast í tilveru hennar sem hún reynir að fylla með ýmis- legum hætti með misgóðum afleið- ingum. Petta er með furðulegri myndum sem ég hef séð í langan tíma, án þess að það hafí verið upphaflegur tilgangur hennar. Fyrir hlé er erfitt að átta sig á um hvað myndin á að fjalla og hvert er verið að fara með henni. Atriðin eru meira hvert og eitt brandari út af fyrir sig frek- ar en rökrétt framhald i frásögn. Það er frekar furðulegt því LaGra- venese er virtur handritshöfundur í Hollywood og var útnefndur til Tónleikar Tón- listarskólans í Reykjavík KAMMERTÓNLEIKAR Tónlist- arskólans í Reykjavík verða haldn- ir fóstudaginn 9. apríl kl. 20.30 í Bústaðakirkju. A efnisskrá eru: Tríó op. 70 nr. 1 eftir L.v. Beethoven, Tríó eftir B. Martinu, Kvartett op. 49 nr. 1 eftir D. Sjostakovitsj, Sónata í D-dúr eftir C.G. Scheidler, Píanókvartett op. 87 eftir A. Dvorák og Strengja- kvartett op. 77 nr. 1 eftir J. Ha- ydn. Aðgangur er ókeypis. óskarsverðlauna fyrir „The Fisher King“ á sínum tima. Örvænting Judith, einmanaleiki og viðbrögð hennar við ýmsum uppákomum era býsna raunsönn og má þar kannski þakka kvenlegu innsæi Tsékovs. Hver veit? Öll framvinda á djassbarnum er frek- ar ótrúverðug og oft ekki nógu grípandi. Það er skemmtileg hug- mynd og falleg að láta mjög ólíkt fólk mynda vinskap vegna ein- manaleika, en einhvern veginn virkar það ekki fullkomlega. Holly Hunter og Danny DeVito eru bæði skemmtilegir og viðkunn- anlegir leikarar sem mynda býsna gott par í þessari mynd. Ég ímynda mér að ef þau hefðu verið undir öruggari leikstjórn, en þetta er fyrsta leikstjórnaverkefni LaGravenese, hefðu þau geta gert virkilega skemmtilega hluti sem hefðu gefið persónunum og þar með myndinni meiri dýpt og styrk. Queen Latifah er ekki sérlega góð leikkona en það hefði mátt fyrir- gefa ef hún hefði sungið mjög vel. Hún er ágæt í rappinu en djassinn er henni greinilega ekki eiginlegur og það kemur ekki vel út. Styrkari leikstjóm og þéttari klipping hefðu án efa lyft þessari forvitnilegu mynd nokkuð hærra, því hún virðist ekki fullunnin. Hún er furðuleg og fær suma til að velt- ast um af hlátri en ekki aðra. Hildur Loftsdóttir ----------------- Tónleikar í Hveragerði GUÐRÚN Birgisdóttir flautuleik- ari og Peter Máté píanóleikari halda tónleika í Hveragerðiskirkju sunnudagskvöldið 11. apríl kl. 20.30. A efnisskrá þeirra eru sónöt- ur eftir Prokifiev og Hindemith, Ballaða eftir Martin og Ungversk svíta eftir Bartok. FRÁ ÆFINGU á Stjórnleysingi ferst af slysförum í Borgarleikhúsinu. Stjórnleysingi ferst af slysförum í Borgarleikhúsinu GAMANLEIKURINN Stjórn- leysingi ferst af slysförum eftir Dario Fo verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins 15. apríl næstkomandi. Verkið byggist á raunveru- legum atburðum og beinir Fo, sem hlotið hefur Nóbelsverð- launin í bókmenntum, skeytum sínum að réttarkerfinu og skop- ast að lögreglu hinna spilltu ráðamanna. Mörg verka Fos hafa verið sýnd hér á landi við miklar vinsældir. Það var Halldóra Friðjóns- dóttir sem þýddi verkið, leik- stjóri er Hilmar Jónsson, um . tónlistina sér Margrét Örnólfs- dóttir, Finnur Arnar Arnarsson um leikmynd, Stefanía Adolfs- dóttir um búninga og Lárus Björnsson um lýsingu. Leikendur eru Ari Matthías- son, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir. Dagskrá Listaklúbbsins LISTAKLÚBBUR Leikhús- kjallai-ans heldm- áfram starf- semi sinni með fjölbreyttri dag- skrá næstu mánudaga. Dagskrá klúbbsins hefst alltaf kl. 20.30 en húsið er opnað kl. 19.30. Dagskráin í apríl verður sem hér segir: 12. apríl: Þar sem hjai-tað slær. Astarsögur af hálendinu. Dagskrá í umsjón Kolbrúnar Halldórsdóttur. 19. apríl: Sjálfstætt fólk. Dag- skrá í tengslum við sýningu Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki. 26. apríl: Vorhljómar. Tónlist- arkvöld með Herði Torfasyni. Sérstakir gestir hans verða Óm- ar Diðriksson og Sigurður Guð- finnsson. BÆKUR Fræðirit GEFÐU MÉR VERÖLDINA AFTUR eftir Eirík Guðmundsson. Bókmenntafræði- stofnun Háskóla íslands 1998 - 207 bls. FRANSKI fræðimaðurinn Michel Foucault er einn áhrifamesti höfundur fræða sem kennd eru við póststrúktúral- isma, einkum á sviði bókmenntafræði og sagnfræði. Verk hans eru umdeild og túlk- anir á þeim frál'eitt einsleitar. Tilgátur mannsins enda frumlegar og róttækar. Hér á íslandi hefur áhrifa Foucault eink- um gætt í verkum Matthíasar Viðars Sæ- mundssonar, dósents við Háskóla Islands, sem hefur skoðað hugmyndalíf íslenskra á fyrri öldum á nýstárlegan og frjóan hátt með aðferðum og söguskoðun sem m.a. er hægt að rekja til sifjafræði og fornminja- fræði Foucaults. Þessar tvær aðferðir og einkum sú fyrr- nefnda liggja til grundvallar fræðiriti Eiríks Guðmundssonar, Gefðu mér veröldina aftur, sem kom út í fyrra hjá Bókmenntafræði- stofnun Háskóla íslands og er 55. hefti í rit- röðinni Studia Islandica: íslensk fræði. Ritið fjallar, eins og undirtitill þess segir, um „sjálfsævisöguleg skrif Islendinga á átjándu og nítjándu öld með hliðsjón af hugmyndum Michels Foucault". I bókinni gerir Eiríkur gi’ein fyrir hug- myndum Foucaults um „sifjafræði sjálfsver- unnar“ og „fornminjafræði þekkingarinnar" og er fengur að þeirri umfjöllun fyrir ís- lenskt fræðasamfélag. Þessar hugmyndir nýtir Eiríkur síðan til að.skoða sjálfsævisög- ur Jóns prófasts Steingrímssonar eldklerks, Upplýsingamannanna Magnúsar Stephen- sens, Sveins Pálssonar og Jóns Espólíns en að auki (bréfa)skrif Fjölnismanna, þeirra Tómasar Sæmundssonar, Brynjólfs Péturs- sonar, Konráðs Gíslasonar og Jónasar Hall- Aö breyta lífí sínu í texta grímssonar, en einnig dagbæk- ur/dagbókarbrot Gísla Brynj- úlfsonar. Fleiri koma við sögu svo sem Jón Ólafsson Indíafari, Matthías Jochumsson og Bene- dikt Gröndal en tveir síðast- nefndu stíga inn í tuttugustu öldina. Rannsókn EiiTks beinist aðal- lega að viðhorfum til sjálfs og heims og að því hvaða breyting- ar túlkanir á sjálfsverunni tóku að líkindum frá 18. til 20. aldar. í þessum tilgangi beitir hann sifjafræði Foucaults sem í raun „grefur undan hugmyndum um hið „sanna sjálf‘„ og sýnir „sjálfsveruna sem sögulega smíð“ (14). Því má ekki gleyma að Foucault hafði „pólitískt“ markmið að leiðarljósi í umfjöllun sinni sem einkenndist af fagurfræðilegu við- horfi til tilverunnar (169): Lífið er gert að „listrænum efniviði“ og einstaklingurinn öðlast frelsi með því að móta sitt sjálf sjálfur „þrátt fyrir þau öfl sem reyna að móta okk- ur“ (171). Könnun Eiríks hefst á Ævisögu Jóns Steingrímssonar (1728-1791) sem eld- klerkui' ritaði undir lok ævi sinnar. Eiríkur sýnir fram á hvernig síra Jón notaði „sjálfs- tækni kristinnar meinlætahyggju“ til að af- neita sjálfum sér en jafnframt, og jafnvel ósjálfrátt, til að túlka sjálfan sig og staðfesta sjálfsveru sína. En sjálfstækni eru þær að- ferðir sem menn hafa beitt í gegnum tíðina til að „hafa áhrif á líkama sinn og sjálf ‘ til að „umbreyta sjálf- um sér“ (23). Klerkur er sagður skilja sjálf- an sig í gegnum „textann“; þ.e. það tilbúna snið sem hann miðar líf sitt og sjálf við. Síra Jón gerir, segir Eiríkur, tOkall tO píslar- vættis, í texta sínum, líkt og Ágústínus kirkjufaðir öldum fyrr. Sjálf hans er „söguleg bygging, hkami hans afurð iðk- ana sem rekja má gegnum tvö- þúsund ára sögu“ (36). Þannig reyni síra Jón að gera ævisögu sína að tilvitnun í ritninguna þótt hann komist hins vegar ekki hjá því að staðfesta sjálfan sig sem sögulegt og einstakt sjálf. Þessi sjálfsskilningur síra Jóns er síðan notaður sem nokkurs konar viðmiðun þegar „yngri“ skrif eru skoðuð. Hjá Upplýsingar- mönnum og þeim sem á eftir koma hættir píslarvættissniðið að tryggja „aðgang að æðri sannleika" (63) og „tungumálið kemur upp á milli manns og heims“. Þannig reynist það sjálf sem kemur (meir og meir) í ljós í skrifum, eftir því sem fram líða stundir, æ brotakenndara og litað megnri óvissu: „Þrátt fyrir að menn finni sterkar til sín en nokkru sinni fyrr á nítjándu öld er eins og eitthvað vanti“ (170). Það er í þessa tungumálafirringu sem tit- illinn vísar en hann er hafður eftir Konráði Gíslasyni í bréfi til Jónasar Hallgrímssonar: Eiríkur Guðmundsson „Gefðu mér veröldina aptur, Jónas minn“ (115). Kannski felst í ákallinu þrá eftir „raunverunni", handan (óekta) tungu- máls/texta, og „beinni“ upplifun (en eitthvað slíkt kann að hafa verið eitt af keppikeflum Foucaults sjálfs, í skrifum og lífi). Hvað sem því líður er Gefðu mér veröld- ina aftur vel unnin og spennandi fræðibók. Stundum brennur við að texti Eiríks dragi helsti mikinn dám af textanum sem verið að rýna í og á stöku stað hefði ef til vill mátt þétta umfjöllunina en á heildina litið er bók- in skemmtilega skrifuð og fræðunum beitt á mai'kvissan hátt. Eiríkur er á svipuðum slóðum og Matthías Viðar Sæmundsson hef- ur verið í sínum rannsóknum en óhætt er að fullyrða að bók hans varpi að mörgu leyti nýju ljósi á sjálfsveruna og móþun hennar á téðu tímabili í menningarsögu Islendinga og þar með á sjálfshugmyndir í íslenskri sam- tíð. Ekki kæmi á óvart að staðhæfíngar Ei- ríks um sjálfsveni Upplýsingar- og Fjölnis- manna hreyfðu við fræðimönnnum sem hafa haldið sig á hefðbundnari miðum. Athugunin á Ævisögu Jóns Steingríms- sonar telst ein sér til tíðinda en þar er á ferðinni löngu tímabær rannsókn á einu helsta bókmenntaverki fyrri alda. Hún hefði jafnvel mátt vera ítarlegri en síra Jón er að visu „nálægur" í umfjöllunina um hina sem eins konar útgangspunktur og frumdrög að sjálfi. Hefði ekki líka verið gráupplagt, í ljósi reynslu eldklerks af „yfii*völdum“, að skoða jafnframt sjálfstækninni hugmyndir Fouc- aults um valdið og samkrull þess og sjálfs- venmnar við myndun hvors tveggja? Gefðu mér veröldina aftur vekur, eins og allar góðar fræðibækur, upp ótal spurning- ar. Hvort sem menn eru að öllu leyti sam- mála niðurstöðum hennar eða ekki hlýtur hún að hvetja til frekari rannsókna á þessu tímabili í sögu þjóðarinnar sem ef til vill mætti kenna við árdaga íslensks nú- tíma(sjálfs). Geir Svansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.