Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 8. AJPRÍL 1999 51 Margi'ét Ingi- björg Jónsdóttir fæddist á Ljótsstöð- um á Höfðaströnd í Skagafirði 19. des- ember 1915. Hún lést á Vífilsstaða- spítala að morgni 31. mars síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar voru Pálína Guð- rún Pálsdóttir hús- freyja, f. á Ljóts- stöðum 10.11. 1884, d. 19.6. 1971, og Jón Björnsson, bóndi og trésnn'ðameistari á Ljótsstöðum, síðar á Siglufirði, f. að Gröf á Höfðaströnd 2.2. 1879, d. 19.3. 1961, en hann var af Krossaættinni. Foreldrar Pálínu voru Friðrika Guðrún Friðriks- dóttir, húsfreyja á Ljótsstöðum, f. 12.1. 1854, d. 25.5. 1939, og Páll Gísli Sigmundsson, verslun- armaður og bóndi á Ljótsstöð- um, f. 6.5. 1854, d. 5.6. 1884. Friðrika Guðrún giftist síðar Gísla Páli Sigurmundssyni, al- bróður Páls og bónda á Ljóts- stöðum, f. 23.7. 1851, d. 31.3. 1927. Dóttir þeirra var Sigríður Gísladóttir, f. 8.7. 1896, d. 4.12. 1977. Foreldrar Jóns voru Hólm- fríður Jónatansdóttir, ljósmóðir og húsfreyja að Gröf á Höfða- strönd, f. 22. ágúst 1835, d. 8.12. 1901, og Björn Jónsson, bóndi að Gröf, f. 21.10. 1845, d. 27.7. 1895. Börn Pálínu og Jóns voru auk Ingibjargar: 1) Guðrún Hólmfríður, f. 30.3. 1914, d. 13.7. 1998, og var hún tvígift. Fyrri maður hennar var Halldór Vídalín Magnússon og áttu þau þrjú börn saman. Seinni maður hennar var Björgvin Sigurjóns- son og áttu þau saman einn son. 2) Páll Gísli, húsgagnasmíða- meistari, f. 12.10. 1917, d. 26.3. 1988, k. Eivor Jónsson og áttu þau sex börn en fyrir átti Páll eina dóttur. 3) Björn kaupmað- í dag kveðjum við hinstu kveðju elsku ömmu okkar. Við horfum á eftir einstakri konu sem átti engan sinn líka, það var bara ein svona amma. Hún var hressileg í fasi og lá ekki á skoðunum sínum ef henni sýndist svo. Einstakur húmor hennar verður okkur og þeim sem henni kynntust minnisstæður. Við eigum margar góðar æskuminningar um ömmu; bíltúrar um allar trissur, stundirnar í sum- mó, þegar hún kom í heimsókn fær- andi hendi og ótal fleiri atvik. Ekki verða heimsóknirnar fleiri á Oðinsgötuna með langömmubörnin en amma var einstaklega barngóð og fylgdist vel með uppvexti þeirra. Elsku amma, þú kvaddir þessa jarðveru svo fallega og við vitum að þér líður betur núna og ástvinir þínir taka vel á móti þér .á nýjum stað. Minning þín mun lifa sterkt í hugum okkar allra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrú' liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Haraldur, Haukur, Iugibjörg og Björn Víðisbörn. Hún amma er dáin. Þótt við viss- um að hennar tími væri kominn, þá er alltaf mjög erfítt að sætta sig við lífsins gang. Amma var ein af þessum konum sem þurftu ekki kvenréttindasam- tök til að gera sig jafningja við hvað sem var, hvenær sem var. Ung hóf hún verslunarrekstur á Siglufirði og seinna stofnaði hún Tösku- og hanskabúðina í Reykjavík. Tösku- og hanskabúðin er enn blómstrandi íýrirtæki undir handleiðslu Víðis sonar hennar. Þar stóð hún vaktina ur, f. 12.10. 1919, d. 26.9. 1995, k. Guðrún Kristinsdóttir og ólu þau upp þrjú börn. 4) Davíð Sigmundur, forstjóri og heildsali, f. 1.9. 1922, 11.5. 1998, k. Elísabet Sveinsdóttir Björns- son og áttu þau fimni börn. Ingibjörg var gift Þorgrími Brynjólfs- syni kaupmanni, f. 15. febrúar 1908 í Vatna- hjáleigu í Austur- Landeyjum, d. 27. desember 1994. Synir þeirra eru: 1) Reynir framkvæmdastjóri, f. 7.10. 1936, k. Rósa Guðbjörg Gísladóttir, f. 18.5. 1941. Börn þeirra eru a) Gísli Þór, f. 21.6. 1965, k. Anna Margrét Kristins- dóttir, f. 17.5. 1966. Börn þeirra: Benjamín Ágúst, f. 11.1. 1993, Katrín Rósa, f. 18.9. 1997, fóstur- barn Gísla og barn Önnu er Gabrí- el Þór Bjarnason, f. 10.10. 1989. Áður átti Gísli Önnu Fríðu, f. 9.5. 1990, barnsmóðir Kristín Jóhann- esdóttir. b) Einar Örn, f. 19.11. 1968. Hans sonur er Reynir Örn, f. 9. mars 1992. Barnsmóðir Hrafn- hildur Thorarensen. c) Ingibjörg, f. 19.5. 1971. Hennar sonur er Viktor Þór, f. 9.8. 1992. Barnsfað- ir er Freyr Frostason. d) Ragnar Már, f. 1.2. 1985. 2) Víðir Páll kaupmaður, f. 2.3. 1941, k. Jó- hanna Ingibjörg Haraldsdóttir, f. 20.9. 1941. Börn þeirra em: a) Haraldur Þór, f. 24.11. 1961, k. Hulda Hákonardóttir, f. 9.4. 1963. Börn þeirra eru: Hildur Sif, f. 28.5. 1986, Hákon Víðir, f. 23.6. 1988, Haukur, f. 21.11. 1993, b) Haukur, f. 28.4.1963, k. (sl. samv.) Margrét Arnþórsdóttir, f. 6.1. 1964. Börn þeirra em: Jóhanna Maggý, f. 29.4. 1985, og Hlynur, f. 24.5. 1988. Daníel, f. 16.7. 1991, móðir Rakel Þóra Matthíasdóttir. Sambýliskona Hauks er Unnur lengur en heilsa hennar í raun leyfði. Já, hún amma var krafta- kona sem átti sér fáa líka. Sumum þótti stundum skondið að sjá ömmu og afa heitinn koma keyrandi og amma undir stýri. Afi keyrði aldrei bíl en naut þess að leyfa ömmu að stjórna ferðinni. Þau voru samrýnd hjón amma og afí og aldrei féll skuggi á samband þeirra. Þegar við fjölskyldan komum heim frá Kaupmannahöfn núna íyr- ir páskana þá flýttum við Anna okkur upp á Vífilsstaði til að hita ömmu og sýna henni yngsta barna- barnabarn sitt. Dóttir okkar er orð- in 18 mánaða og hefur aldrei komið til íslands og aldrei hitt langömmu. Það var gaman að sjá þessar tvær rauðhærðu kjaftakerlingai' hittast í fyrsta og síðasta sinn. Fjórum dög- um seinna var amma dáin og komin til Guðs. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allar samverustundirnar. Það var alltaf líflegt og skemmtilegt í kring- um þig. Það verður ekki eins að koma til Islands og fara ekki í heimsókn til ömmu niður á Oðins- götu. Blessuð sé minning hennar ömmu minnar. Gísli Þór Reynisson og fjölskyida. í dag kveðjum við Ingibjörgu Jónsdóttur frænku okkar, 83 ára að aldri, en hún var sú eina sem eftir lifði af hinum dugmiklu systkinum frá Ljótsstöðum í Skagafirði. Foreldrar hennar voru; Jón Björnsson, Jónssonar, bónda í Gröf á Höfðaströnd og k.h. Hólmfríðar Jónatansdóttur ljósmóður og Pá- lína Guðrún Pálsdóttir, Sigmunds- sonar, bónda á Ljótsstöðum og k.h. Margrétar Þorláksdóttur frá Vögl- um á Þelamörk. Til fróðleiks má geta þess að langafi Ingibjargar, Sigmundur Magnúsdóttir, f. 15.1. 1966. c) Ingibjörg Margrét, f. 17.12. 1964. M. Jón Magnússon, f. 4.3. 1964. Börn þeirra eru: Ellen Ýr, f. 2.6. 1988, og Regína, f. 18.6. 1991. d) Björn, f. 25.2. 1970. Hans sonur er Gunnar Bersi, f. 30.11. 1993. Barnsmóðir er Sig- ríður Gunnarsdóttir. Sambýlis- kona Björns er Anna Linda Guð- mundsdóttir. Margrét Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum á Ljótsstöð- um ásamt systkinum sínum og nutu Ljótsstaðasystkinin farand- fræðslu og komu heimiliskenn- arar sem gengu á milli bæja. Auk þess var Pálína tvísigld, hafði bæði dvalist. við nám og störf í Danmörku og Bandaríkj- unum og talaði þau tungumál mjög vel sem var óvenjulegt á þessum tíma. Einnig gengu börnin í skóla á Hofsósi. Ingi- björg fluttist með foreldrum sín- um til Siglufjarðar og stundaði ýmsa vinnu og hafði mörg áhugamál. T.d. lék hún á sviði þó nokkuð. Hún kynntist manni sínum 1935 í Reykjavík og flylja þau með eldri son sinn til Siglu- fjarðar 1938. Þorgrímur stund- aði sjómennsku, verkstjórn og útgerð en Ingibjörg vann við sfldarsöltun og önnur störf þar til hún opnaði versl. Túngötu 1 á Siglufirði, sem hún rak til 1955 er þau fluttu til Reykjavíkur. Ingibjörg keypti hlut í Meyjar- skemmunni, verslun við Lauga- veginn, og vann þar til að byrja með þar til þau hjónin stofnuðu Tösku- og hanskabúðina við Bergstaðastræti og Skólavörðu- stíg en sú verslun varð fljótlega stærsta sérverslun í sinni grein á landinu. Á tímabili voru þau einnig með smáframleiðslu tengda versluninni. Þar störfuðu þau á meðan heilsa þeirra leyfði. Þegar þau stofnuðu Tösku- og hanskabúðina bjuggu þau til að byrja með inn af versluninni í smáíbúð sem var þar. Síðar keyptu þau Óðinsgötu 1 og bjuggu þar til æviloka. Utför Ingibjargar verður gerð frá Fossvogskirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 15. Pálsson, fór til náms í Bessastaða- skóla árið 1844 og var kominn fast að stúdentsprófi en lauk því ekki vegna skólaóeirðanna, „pereats- ins“, árið 1850. Sigmundur Pálsson, sem stundaði síðar verslunarstörf i Grafarósi ásamt búskap á Ljóts- stöðum, var merkur maður og hér- aðskunnur. Auk greina um skólaó- eirðirnar í tíð Sveinbjarnar Egils- sonar hélt hann úti handskrifuðu blaði, „Vísi“, sem var sent út um sveitina. Okkur er það minnisstætt þegar við ungar að aldri fluttumst ásamt foreldrum okkar til Siglufjarðar vorið 1935. Við komum úr af- skekktri sveit og bæjarlífíð á Siglu- firði, þar sem við þekktum fáa, kom okkur nokkuð á óvart. En við áttum hauk í horni. Foreldrar Ingibjarg- ar, Pálína móðursystir okkar og maður hennar, höfðu brugðið búi árinu áður og flutt frá Ljótsstöðum til Siglufjarðar með fimm börn sín. Pálína, sem var tíu árum eldri en Siríður móðir okkar, var himinlif- andi yfir því að fá einkasystur sína í nágrenni við sig. Öldruð móður- amma okkar, Guðrún Friðriksdótt- ir, dvaldi hjá Pálínu til dauðadags, svo að ferðir okkar til þeiiTa urðu tíðar. Jón Björnsson, sem var lærður smiður og hafði ásamt búskap séð um byggingar á húsum og mann- virkjum í Skagafirði, byggði vandað tvflyft steinhús yfir fjölskyldu sína við Hvanneyrarbraut 6 á Siglufírði og nefndi það Ljótsstaði. Þau hjón og systkinin öll voru síðan kennd við það nafn. Við andlát Ingibjargar rifjast upp fyrir okkur hvað hún og Gígja systir hennar, sem báðar stofnuðu heimili á Siglufirði, voru elskulegar við okkur og móður okkar og ávallt boðnar og búnar að leggja okkur lið ef þess þurfti með. Til Pálínu á Ljótsstöðum gátum við komið og fengið aðstoð við nám- ið, bæði ensku og dönsku. Hún hafði dvalið nokkur ár í Danmörku hjá skyldfólki og þaðan sigldi hún til Ameríku, þar sem tvær móður- systur hennar ráku umfangsmikla hannyrða- og kjólasaumastofu í New York. Ingibjörg var kát og létt í lund, myndarleg húsmóðir og höfðingi heim að sækja. Hún var dugnaðar- forkur til allrar vinnu, ákveðin kona sem sagði sína meiningu hispurs- laust án þess skafa utan af því. Hún var vinur vina sinna og lét sér annt um alla sem þau hjónin umgengust. Hún stofnaði verslunina Túngötu 1 á Siglufirði og rak hana á neðri hæð hússins sem þau bjuggu í. Þorgrímur Brynjólfsson maður hennar, sem stundaði fisksölu á Siglufirði ásamt ýmsum öðrum störfum, studdi hana með ráðum og dáð í verslunarrekstrinum. Synir þeirra, Reynir og Víðir, fæddust báðir á Siglufirði. Árið 1957 fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur og nokla-u síðar stofnuðu þau Tösku- og hanskabúðina hf. sem þau ráku með miklum myndarbrag á meðan heilsa þeirra leyfði. Ingibjörg var stolt og ánægð með fjölskyldu sína og lét einhverju sinni þau orð falla að tengdadæt- urnar gætu ekki verið betri þótt hún hefði valið þær sjálf. Við þökkum Ingibjörgu frænku okkar fyrir ástúð og elskusemi við okkur á liðnum ái-um og sendum fjölskyldu hennar innilegar kveðj- ur. Margrét, Ástrún og Gyða Jóhannsdætur. I dag kveðjum við aldna sóma- konu, Ingibjörgu Jónsdóttur. Hún lést miðvikudaginn 31. mars síðast- liðinn, við upphaf bænadaga, þegar páskahátíð fór í hönd. Þar sem hún var fóru saman góðar gáfur, hygg- indi, þrek, festa, hreinskiptni og hjálpsemi. Ingibjörg kvaddi síðust úr stór- um systkinahóp. Síðustu vikurnar sem hún lifði bjóst hún til þeirra endurfunda og gaf til kynna að nú væri hlutverki hennar senn að ljúka á sameiginlegri vegferð okkar hér á lífsins braut. Þetta bar vott um andlegan styrk hennar, bæði fyrr og síðar. Lífsferill Ingibjargar er á ýmsan hátt frábrugðinn háttum þeirrar kynslóðar kvenna, sem nú er óðum að hverfa. Hún fór ekki þær troðnu slóðir eiginkvenna að einskorða sig við heimilisstörfin, heldur haslaði hún sér ung völl í viðskiptum. Kaupmennska varð aðaliðja hennar og verslunarrekstur ævistarfið, bæði á Siglufirði og í Reykjavík. Þau hjónin, Þorgrímur, voru ein- staklega samhent um verslunar- reksturinn og komust vel áfram í lífinu. Þau voru allra manna traust- ust og áreiðanlegust í viðskiptum. Á vettvangi heimilisins báru þau gæfu til að eignast stóra fjölskyldu, enda var stolt Ingibjargar hin sí- stækkandi fjölskylda og ættmenna- hópur. Þar naut sín sú umhyggja og rausn, sem henni var svo ríku- lega í blóð borin. Foreldrar Ingibjargar voru bæði komin af grónum, skagfirskum bændaættum, og var hún næstelst af fimm systkinum. Æskan og upp- eldið mótaðist því annars vegar af gamalgrónum norðlenskum bænda- hefðum og hins vegar af nýjum við- horfum vaxandi útgerðarbæjar, Siglufjarðar sfldaráranna, þar sem hún bjó sem ung kona. En aðstæður breyttust við hnm sfldarstofnsins, og Siglufjörður varð ekki lengur staður fyrh- ungt athafnafólk. Suður til Reykjavíkur var haldið, þar sem grundvöllur var lagður að sjálfstæðum verslunar- rekstri. Árið 1960 stofnuðu þau hjón fyrirtækið Tösku-og hanzka- búðina hf. og opnuðu verslun að Skólavörðustíg 7 í Reykjavík. Þannig varð miðbærinn í Reykjavík starfssvið Ingibjargar í rúma þrjá áratugi og heimilið að Oðinsgötu 1 miðpunktur stórfjölskyldunnai' fram á þennan dag. Onefndur er mikilvægur þáttur í lífi þeirrar Ingibjargar og Þor- INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR gríms og sem gladdi vini og vanda- menn. Þau höfðu mikið yndi af garðyrkju og ræktun og komu sér upp sumarbústað og yndisreit við Elliðavatn í nágrenni Reykjavíkur til að sinna þessu hugðarefni. Þegar því skeiði lauk gerðu þau sér litla „paradís“ á stórum svölum á Oðins- götunni, þar sem sást yfir húsþökin í Þingholtunum. Ingibjörg skilur eftir sjóð góðra og þakklátra minninga. Sjálfstæð var hún, kjarkmikil og fylgin sér. Hún varðaði okkur veginn á ýmsan hátt. Henni auðnaðist að halda óskertri hugsun og andlegum styrk til dauðadags. Hún kvaddi með rósemi og frið í sál, sem er dýrmæt gjöf. Nú á kveðjustund verða ákveðin * kaflaskil í lífi okkar, vina og vanda- manna, þegar Ljótstaðasystkinin hafa öll safnast til feðra sinna. Leiðir skilja, en ljúfar minningarn- ar vara. Þú ert kær kvödd, og hafðu þökk fyrir allt íyn- og síðar. Guð blessi þig og ástvini þína alla, lífs og liðna. Alda Halldórsdóttir. „Það tekur tryggðinni í skóvarp sem tröllum er ekki vætt.“ (Öm Arnarson) Ljótsstaðasystkinin era öll horfin af sviðinu. Síðast þeirra kvaddi Ingibjörg og var þó næstelst. Ég*®- man hana nánast frá því ég fyrst man eftir mér. Það var nokkru áður en foreldrar hennar fluttu írá Ljótsstöðum á Höfðaströnd til Siglufjarðar árið 1934. Hún var þá innan við tvítugt, ég þriggja eða fjögurra ára. Mér er enn í minni að mér þótti hún falleg. Sjálfsagt hef- ur hún vikið einhverju góðu að drengstaulanum; það væri raunai' í samræmi við lífsviðhorf hennar eins og ég kynntist þeim fullorðinn. Kaupkona var hún og duglegur -C verslunarmaður enda blómguðust fyrirtæki hennar og eiginmanns hennar, fyrst á Siglufirði, síðan í Reykjavík. Hún var þrekmikil og lífsglöð, naut samvista við fólk og lét Elli kerlingu aldrei koma sér á kné þó að á síðari árum væri heils- an ekki alltaf eins og best varð á kosið. Kjarkur og glaðlyndi voru svo gildir þættir í persónuleikanum að jafnvel nærvera hennar ein gat blásið hugdeigum kappi í kinn. En umfram allt var hún heilsteypt, sterk og framai- öðra vinhlý kona. Foreldrar hennar, Jón Björnsson og Pálína Pálsdóttir, voru einstakt öndvegisfólk. Börnin þein-a fimm, sem á legg komust, voru öll dug- -^ mikil, atorkusöm og myndarleg. Það var raunar í samræmi við jarð- veginn sem þau vora sprottin úr að Davíð Sigmundur gaf Menntaskól- anum í Reykjavík fasteign mikla við Þingholtsstræti til minningar um eiginkonu sína, líklega stærstu gjöf sem einstaklingur hefur gefið menntastofnun á íslandi. Og Ingi- björgu var ekki síður vel í ætt skot- ið en honum. Hún var mikill og traustur vinur vina sinna og sá ekki í kostnað ef hún sá færi á að gera þeim greiða eða gleðja þá. Okkur systkinum er í minni tryggð hennar við foreldra okkar en þar var um gamalgróna vináttu að ræða sem r þeim varð kærari og mikilvægari en áður er árin færðust yfir og vík varð milli vina. Ég hygg að Ingibjörg Jónsdóttir hafi talið sig gæfumanneskju. Hún eignaðist ágætan mann. Synir þeirra tveir reyndust hinir bestu drengir. Þeim hjónum tókst að byggja upp prýðilegt fyrirtæki. Og henni auðnaðist, þegar starfsþrek hennar þvan', að sjá það vel rekið í höndum sonar þeiiTa. Ingibjörg Jónsdóttir lést í miðri dymbilviku. Um leið og við Björg minnumst hennar með virðingu og þökk og flytjum ástvinum hennar öllum samúðarkveðjur rifjum við upp lokalínur Heimsljóss þar sem skáldið gengur á jökulinn að morgni páskadags: „Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein.“ ^ Ólafur Haukur Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.