Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 37 Samvist lögð niður FYRIR þremur ár- um eða nánar tiltekið hinn 29. mars 1996 var undirritaður á Kjarvalsstöðum sam- starfssamningur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar um að stofna til rekstrar fjölskyldu- ráðgjafar sem til- raunaverkefnis til tveggja ára. Mark- miðið var forvarna- starf og markhópur- inn fjölskyldur með böm á aldrinum 0-18 ára. Starfsemin hófst haustið 1996 og hefur verið í gangi í tvö og hálft ár. Nú hefur verið tekin sú ákvörð- un að framlengja ekki samstarfs- samning sveitarfélaganna. Jafn- framt hefur Reykjavíkurborg hafnað tilboði af hálfu fagteymis Samvistar um áframhaldandi rekstur þjónustunnar á eigin veg- um með þjónustusamningi. Tildrög þessa verkefnis voru til- boð félagsmálaráðuneytisins til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu um fjárframlag til að koma á fót fjölskylduráðgjöf. Þetta tilboð var lagt fram í kjölfar breytinga á skipan barnavemdarmála þegar Unglingaráðgjöfin var lögð niður. Mosfellsbær og Reykjavíkurborg vora einu sveitarfélögin sem tóku tilboðinu og gerðu með sér sam- starfssamning þann sem áður er getið um. Segja má að sveitarfélögin tvö hafi með þessum samningi stigið mikilvægt skref sem markar á vissan hátt tímamót í ráðgjafar- og meðferðarstai-fi. Oft hefur verið talað um hversu meðferðarþjónusta getur verið þung í vöfum í flóknum stofnana- kerfúm. Hjá Samvist hefur þjón- ustan verið opin og milliliðalaus og hugsuð fyrir hina svokölluðu venjulegu fjölskyldu þ.e.a.s. allan almenning hvernig sem högum er háttað með tilliti til efnahags, menntunar, starfa eða sambúðar- forms. Hið faglega- og rekstrar- lega sjálfstæði Samvistar ásamt einföldu aðgengi hefur gert fólki auðveldara um vik að fjalla um einkahagi sína. Þessi vettvangur ásamt vissri meðferðamálgun sem markvisst hefur verið beitt hefur leitt til þess að oft sjáum við já- kvæðar breytingar í lífi fjölskyldna eftir tiltölulega skamman tíma í meðferðinni. Meðferðarnálgunin er meðal annars fólgin í því að mæta fjölskyldunni þar sem hún er stödd hverju sinni án þess að dæma. Meginmarkmið ráðgjafar- innar hafa verið að skapa betri starfshæfni í fjölskyldunni í heild og að styrkja foreldra í hlutverki sínu sem uppalendur. Þrátt fyi'ir að sveitarfélögin hafi nú tekið þessa ákvörðun hefur enginn ági'einingur verið um góð- an árangur af þjónustunni en rekstraraðilum hefur fundist hún of dýr. Barnaverndarstofu var falið í samvinnu við sveitarfélögin að annast úttekt á starfsemi fjöl- skylduráðgjafarinnar. Matið er unnið af dr. Sigurlínu Davíðsdótt- ur sálfræðingi. Hún fór þá leið að nota forpróf sem meðferðaraðilar lögðu fyrir fjölskylduna í byrjun meðferðar. Að ári liðnu var tekið eftirpróf á þann veg að hringt var til þeirra sem samþykkt höfðu að taka þátt í rannsókninni og þeir spurðir um ástand fjölskyldunnar, líðan sína, skoðun á þjónustunni hjá Samvist og álit þeirra á því hvort hún hefði breytt einhverju í fjölskyldunni. Úrtakið var 100 fjöl- skyldur. Niðurstöður úr hluta rannsóknar- innar vom í stuttu máli á þann veg að 79% sögðu líðan sína mun betri eða aðeins betri eftir viðtölin og 84% töldu að mikil eða ein- hver breyting til batn- aðai- hefði átt sér stað í fjölskyldulífinu. Þegar þetta er ritað veit undirrituð ekki með hvaða hætti sveit- arfélögin eða aðrir aðil- ar munu veita sam- Rannveig bærilega þjónustu í ná- Guðmundsdóttir inni framtíð og hefúr það valdið óöryggi hjá mörgum þeirra fjölskyldna sem til okkar hafa leitað. Fjölskylduþjón- usta kirkjunnar er eini aðilinn sem Fjölskylduráðgjöf Nú hefur verið tekin sú ákvörðun, segir Rann- veig Guðmundsdóttir, að framlengja ekki samstarfssamning sveitarfélaganna. starfað hefur með svipuðum hætti en annar um þessar mundir engan veginn eftirspurn. Það er vissulega þakkarvert að sveitarfélögin tvö, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg, sáu sér fært að verða við tilboði félagsmálaráðu- neytisins um rekstur fjölskyldu- ráðgjafar og greiða þannig niður sérhæfða meðferðarþjónustu fyrir almenning. Við sem starfað höfum að tilraunaverkefninu erum reynslunni ríkari og þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Hins vegar er alveg ljóst að gefa þarf svona verkefni lengri tíma til að sanna ágæti sitt. Þjónusta af þessu tagi er ný af nálinni og hún þarf að vinna sér þannig sess að hún þyki sjálfsögð og að það sé al- mennt viðurkennt að allir geti þurft á leiðsögn að halda einhver tíma á lífsleiðinni. Þá er því enn fremur ósvarað hvað forvamastarf í þágu fjölskyldna getur sparað í dýrum úrræðum þegar til lengri tíma er litið. Sú er von mín að ekki líði á löngu þar til heilbrigðisyfirvöld líti á það sem arðbæra fjárfestingu að greiða niður meðferðarþjónustu hjá fleirum úr heilbrigðisstétt en læknum. Þjónusta í þágu fjöl- skyldna sem felst i því að veita stuðning í flóknu samfélagi sem sí- fellt er að breytast, skilar sér í heilbrigðari fjölskyldu og þar með heilbrigðara þjóðfélagi. Höfundur er félagsráðgjafi og for- stöðunmður Samvistar. 100% baömullarnærföt I:ást í öllum betri verslunum um land allt WHITE SWA N Dreifing: Engey ehf. Hverfisgata 103 s: 552 8877 fax: 552 0060 Máttlaust stúdentaráð og misheppnaður ráðherra NÝVERIÐ fóru fram kosningar til stúdentaráðs innan Háskóla íslands. Þar fór fram skrúðsýning tveggja valdagráðugra íylkinga sem báðar höfðu hagsmuni stúd- enta að leiðarljósi að eigin sögn. Skníðsýn- ingu kalla ég þetta því það er eina orðið sem fær lýst þessari ómál- efnalegu kosningabar- áttu. Onnur fylkingin lofaði betri lykt á sal- emum skólans og hin persónugerði Björn Bjamason sem óvin námsmanna. Stúdentar fámenntu til kosninganna og innan við helm- ingur sýndi þeim áhuga. Það er þó ekki hægt að ásaka stúdenta fyrir að sýna hagsmunum sínum engan áhuga, vanvirða lýðræði eða leyfa formönnum tveggja sirkushópa að tefla um völdin. Það er aðgerðar- leysið og vantrúin á stúdentaráð sem skiptir hér máli. í landinu okkar era mörg hagsmunasamtök. Þ.á m. era samtök bænda, verka- fólks, kennara og hagsmunasam- tök stúdenta: Stúdentaráð. Öll þessi hagsmunasamtök eiga það sameiginlegt að berjast fyrir sjálf- sögðum framfærslurétti og bætt- um kjöram félagsmanna. Eg leyfi mér að fullyrða að engin hags- munasamtök hafa verið jafn mátt- lítil og veik undanfarin ár og hags- munasamtök stúdenta. Aðgerðar- leysið er algjört og tryggt að stúd- entar fái enga sneið af góðær- iskökunni. Þetta er ekki sagt í öf- und út í aðra þjóðfélagshópa held- ur til að undirstrika aðgerðarleysi stúdentaráðs og yfii'valda. Það rík- ir einhugur meðal Islendinga um að mennta börnin sín. Foreldrar vilja gjaman sjá á eftir bömum sínum í framhaldsskóla og háskóla og stjómvöld tala um mikilvægi menntunar fyrir þjóðfélagið. Einn af stærstu vinnustöðum lansdsins er Háskóli Islands þar sem um fimm þúsund nemendur stunda nám. Fimm þúsund era um 2% ís- lensku þjóðarinnar. 2% íslensku þjóðarinnar fara að kröfum þjóðfé- íagsins og sækja menntun sér og þjóðfélaginu til framdráttar. Þeim til viðbótar era stúdentar í öðram skólum á háskólastigi. En stúdent- ar era líka fólk og þeir þurfa að lifa. Þetta er staðreynd sem sum- um finnst erfitt að skilja. Fyrst koma allir aðrir og svo koma stúd- entar. Þetta er vinnuferill ríkis- stjórnarinnar. Einhver sagði menntamálaráðherra að Sjálfstæð- isflokkurinn fengi fá atkvæði frá stúdentum svo ráðherra fór í vörn, setti upp svip og gerði sjálfan sig að óvini stúdenta. Röskva, önnur fylkinganna innan háskólans, not- færði sér svo þetta og persónu- gerði Björn Bjarnason sem óvin allra námsmanna. Menntamálaráðherra getur sjálfum sér um kennt og honum er engin vorkunn. En ráðherra er alls ekki sá eini sem ekki hefur staðið sig. Það er stúdenta að hafa framkvæði og vett- vangur stúdenta er stúdentaráð. Undan- farin ár hefur ríkt góðæri á íslandi og flest hagsmunasamtök hafa náð fram bættum kjörum félagsmanna. Hagsmunasamtök hafa verið sýnileg og lýst skoðunum sínum opinberlega og þannig gert almenning meðvit- aðan um stöðu sína. Öryrkjar hafa verið háværir í kröfum sínum und- Stúdentar Sjónarmið stúdenta- ráðs virðist vera að vinna bak við tjöldin, segir Kjartan Orn Sigurðsson, og vera ósýnilegt almenningi. anfarið og lætur þar hæst krafa þeirra um bætt kjör og afnám tekjutengingar maka. Raunar hef- ur verið gengið yfir öryrkja und- anfarin ár en þeir geta líkt og stúdentar ekki farið í verkföll. Þannig er auðvelt fyrir yfirvöld að horfa framhjá hagsmunum þess- ara hópa nema því aðeins að hags- munasamtök hópanna séu sterk, hávær og sýnileg. Það á sannar- lega við um hagsmunasamtök ör- yrkja en öðra máli gegnir um hagsmunasamtök stúdenta. Sjónarmið stúdentaráðs virðist vera að vinna bak við tjöldin og vera ósýnilegt almenningi. Fram- setning krafna er litlaus og kröfur litlar og vanmáttugar. Ef kennarar vildu 20% hærri laun og væra bún- ir að láta í ljós þá skoðun sína er nokkuð víst að þeir samþykktu ekki ö% launahækkun. Öðra máli gegnir um stúdenta. Þeir geta að vísu ekki farið í verkföll til að ná fram vilja sínum en þeir geta samið eins og allir aðrir. Þegar stúdentum bauðst nýverið 5% hækkun námslána þá fagnaði stúd- entaráð líkt og aldrei fyrr. En hverju var stúdentaráð að fagna? Ekki var það að fagna áfangasigri sínum. Þetta var ákvörðun ríkis- stjórnarinnar og stúdentar komu hvergi nærri. Stúdentar áttu eng- an hlut að máli og það kaldhæðnis- legasta af öllu var að raunhækkun- in sem ríkisstjórnin lagði fram var meiri en hið veika stúdentaráð hafði gert kröfu um. Stúdentaráð brást skyldu sinni, lét yfirvöld ganga yfir sig og var ekki sá málsvari stúdenta sem stúdentar vilja að það sé. Það era þessi vinnubrögð stúdentaráðs sem hafa lamað hinn venjulega nemanda og gert erfiða lífsbaráttu erfiðari. Stúdentar eiga ekki að þurfa að lifa við vesæl kjör undir fátæktar- mörkum. Það er ekkert róman- tískt við það að vera fátækur námsmaður. Námslánakerfið á ekki að heita byrði á íslensku þjóð- inni heldur fjárfestingarbanki hug- vits íslendinga. Fáir vinnustaðir á Islandi era jafn fjölmennir og Há- skóli íslands en á sama tíma er óskiljanlegt hvað málsvarar stúd- enta bera litla virðingu fyrir hags- munum stúdenta og hvað yfirvöld bera litla virðingu fyrir fólkinu sem erfir landið. Mönnum er nauð- synlegt og skylt að breyta um hug- arfar. Stúdentaráð verður að vera sterkur og trúverðugur málsvari stúdenta og menntamálaráðherra á ekki að líta á sig sem óvin stúd- enta heldur málsvara allra ís- lenskra námsmanna. Höfundur er nemi við Háskóla fslands. Kjartan Örn Sigurðsson BETRA ÚTLIT AUKIN VELLÍDAN SNYRTISTOFAN Gueklain Óðinsgata I • Sími: 562 3220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.