Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINNGAR FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 53— HÖRÐUR EINARSSON + Hörður Einars- son fæddist í Hrísey 29. aprfl 1938. Hann lést á Landspítalanum 25. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 7. aprfl. Fátt er það nú, sem gleður gamlan mann jafn gríðarlega og það að enn er tO „visst" fólk, sem alla ævi er eldra en hann og aldrei minnkar þetta litla bil! (H.E.) Svona hófst bragurinn hans Harðar sem hann sendi mér á af- mælinu mínu fyrir nokkrum árum. Hann reyndist sannspár eins og svo oft áður, ekki minnkar bilið milli okkar úr þessu. Einn vordaginn er hann farinn - hættur að eldast - og eykst nú bilið um sinn. Víst vildi ég yi'kja lítinn brag núna en „skáld er ég ei“ og verður hver að láta eins og hann hefur vit til. Sem ég sit hérna og hugsa um vin minn og bekkjarbróður fara ýmsar svipmyndir á kreik. Sú fyrsta er af allmörgum ungmennum að haust- lagi. Þau eru öll að setjast í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri. Sum eru nýkomin, ýmist að sunnan, austan eða vestan og vita varla hvaðan á þau stendur veðrið en önn- ur virðast hagvanari. Til að mynda fríður, dökkhærður, fráneygur, hár og grannur piltur, næstum renglu- legur - eins og hann hafí flýtt sér dálítið að vaxa. Hann er einn af krökkunum úr bænum og heitir Hörður. Mér fínnst núna - ef grannt er skoðað - að þessi mynd af Herði birti alla helstu eðlisþætti hans. Næmið, viðkvæmnina, gleðina og alvöruna og getur hvorug án hinnar verið, hárfínan húmorinn - gæti orð- ið beittur. Maður með svona útlit hlýtur að vera heimspekilega sinn- aður, bráðskemmtilegur, örugglega skáldmæltur, gott ef ekki söngvinn! Umfram allt góður maður. Hörður, hrókur alls fagnaðar - hvarvetna - á þessum dæmalausu árum sem í hönd fóru. Við erum í latínutíma hjá Jóni Arna, á söngsal, í heiftarlegum gangaslag, í ógleym- anlegri Útgarðsferð. AIls staðar er Hörður. Hörður gleðigjafi. Hörður á sviði gamla Samkomuhússins í skólaleikriti. Fjórði þáttur Enarus- ar Montanusar er að hefjast, „súfflörinn“ að koma sér fyrir bak- sviðs, „públikum" í vaðandi spennu eins og „surnir" hefðu orðað það - en þá er hvíslað: „Hvað á ég að segja?“ Þetta þykir „súfflör“ fjarska fyndið, fær „hysteriskt" hláturskast en nær þó að koma stikkorðinu til leikarans áður en verra hlýst af. Hörður for- maður Hugins í sjötta bekk og sendur í „sýningarför“ suður í „Lærða skóla“. í Carminu stendur: „Þótti góður embættismaður og af- bragðs sýningargripur." Bekkjar- systkinin með stúdentshúfurnar, á degi sem seint gleymist. Hörður kominn með Sigríði sína og ljókka nú ekki myndirnar. Stúdentsárin að baki. Hörður kominn heim frá námi í Þýskalandi. A tannlæknastofunni hans stendur stúlka með skemmda tönn og segir að aldrei að eilífu muni hún setjast í þennan stól með fullri meðvitund. Skömmu síðar er sú með skemmdu tönnina sest í stólinn og nær vart andanum af hlátri yfír skemmtisög- um tannlæknisins. 25 ára stúdentar. Við erum í Hrísey. Hörður leiðir okkur um æskuslóðir sínar þar sem hann þekkir hvern stokk og hvern stein. Nú fara „sumir“ heldur betur á flug. Nú er gaman. 40 ára stúdentar. Það má heyra saumnál detta á milli hlátraskall- anna þegar Hörður flytur gaman- mál og rifjar upp minningar úr menntaskóla undir hátíðarkvöld- verði í íþróttahöllinni. Ég vona allan tímann sem hann talar að hann hætti helst aldrei! Enn eru tvær myndir. Sú fyrri er afar skýr og er mér e.t.v. kærust allra. Hörður er að flytja ræðu í fímmtugsafmæli mínu. Þarna stendur hann hnarreistur og óbugaður eftir að hafa, mánuði áður, misst dóttur sína. Þessi mað- ur kann að leyfa gleð- inni yfir að hafa átt - að lina sársaukann yfir því að missa. Það er ekki á allra færi. Síðasta myndin er einungis til í hugskoti mínu. Efahyggja bannar mér raunar enn sem komið er að trúa því að hún verði einhvern tím- ann raunveruleg. En hún er svona: Þegar við hin, vinir Harðar sem enn erum hérna megin grafar, kveðjum, þá stendur hann og tekur á móti okkur jafnhagvanur og forðum í þriðja bekk; kannski með skelmis- brosinu góða eða hlátrinum, sem gat fengið alla aðra til að hlæja með, og leiðir okkur fyrstu sporin „yfrí sælli veröld“. Þangað til ætla ég að leyfa mér að sakna þín, Skáldi minn. Alexía. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guðisé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega-tárin stríð. (V. Briem.) „Getur ekki verið að vinátta og tryggð, sprottin af kærleika, sé eitt dýrasta gullið, sem lagt er í hinn mikla eilífðarsjóð?" Þannig komst Þórarinn Björnsson að orði, er hann kvaddi fjóra látna bekkjarfélaga okkar í apríl 1958. Margs er að minnast, margt ber að þakka, og margs er að sakna, þegar við kveðjum nú vin okkar Hörð Einarsson. Vinur var hann okkur báðum í gegnum áratugina, og fylgdumst við að á mismunandi þroskastigum þessa lífs. Hverju skal rótað upp og ráðið í á 46 árum? Ræturnar ryðjast djúpt niður og koma aðeins upp á yfir- borðið ef lífíð skolar burtu öllu því, sem hylur þær í amstri hversdags- lífsins. Þær þykkna og harðna, þær styrkjast, og það er hlýtt í þeirri mold sem minningarnar skjóta nú upp úr nýjum ennþá óræðnari sprotum. Vinir frá mótandi skólaárum á Akureyri lögðu iand undir fót og fóru til náms í Þýskalandi. Skákin og skáldskapurinn voru snarir þættir í vináttunni frá upphafí, en líka lífsviðhorf og hugsjónir. Leiðir skildust stundum, en lágu oftast saman, í menntun, í einkalífi, og í áhugamálum. Haldreipi vináttunn- ar, sem þætt var saman á yngri ár- um, reyndist vera afar vei splæst. Það batt líka fjölskyldur okkar traustum böndum saman. Hörður Einarsson var það sem kallað er í íslendingasögum dreng- ur góður, traustur, skilningsríkur og heiðarlegur. Þessi mikli gleði- maður og hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, með sinni ríku kímni- gáfu og hæfiieikum til að sjá allt hið skondna í hinum mannlega skop- leik, var í eðli sínu „forn í skapi“ í meira en einum skilningi. Hann hélt fast í fornar dyggðir á þessum tím- um óróleika, breytinga og rótleysis. Hann var iaus við allt sem heitir efnishyggja eða peningahyggja, honum var þeim mun meira annt um heim andans. Honum var margt til lista lagt í þeim efnum. Að gi'úska í fornbókmenntunum, að sökkva sér niður í sögu þessa lands, eða að liggja yfir erfiðum skákdæm- um var hans líf og yndi; skáldskap- ur seiddi hug hans, og að þýða er- lend ljóð sem hann unni yfir á móð- urmálið var honum hjartfólgið áhugamál; hann glímdi við orðin og var ekki ánægður fyrr en hann var búinn að ná fram fínustu blæbrigð- unum. En það reyndi ekki aðeins á vin- áttubönd í huglægum efnum. Það mátti einu gilda, hvenær og í hvaða tilgangi við sóttum Hörð Einarsson heim - hann var alltaf reiðubúinn, alltaf fús til þess að hjálpa með ráði og dug. Ráðagóður var hann, lítið vafðist fyrir honum: að skipta um slöngu í jeppadekki uppi á miðju há- lendi, að ráða í pípulagningar, vatnsleiðslur og vélar, þegar eitt- hvað fór úrskeiðis - alltaf þótti hon- um gaman að takast á við vandann, og það var honum kappsmál að fínna lausnir og ganga vel frá mál- um. Uppnám af hvaða tagi sem var kvað hann gjarnan niður með því að vitna í Alfakónginn eftir Goethe: Sei ruhig, bleibe ruhig, mein Kind, in diirren Bláttern sáuselt der Wind. 0, stilltu þig, vinur! Vindurinn hvein í visnuðu laufi í skógargrein. (Þýð. Helgi Hálfdanarson) Þetta dugði til að ná áttum, því þá var vitað að ekkert gæti verið svo slæmt, að ekki réðist bót á því. Með Herði og Sigríði leituðum við afdreps í náttúru þessa lands - á ár- unum áður í jeppaferðum þvers og kruss um byggðir og óbyggðir, en á seinni árum með gönguferðum í yndislegu, en oft hrjóstugu iands- lagi. Hörður var manna fróðastur um land sitt og þjóð og við nutum þess að velta fyrir okkur landsins gagni og nauðsynjum bæði fyrr og nú. Vináttan var vöm gegn því sem Páll Skúlason háskólarektor kallaði versta böl mannkynsins á okkar dögum: „kaldhæðni í mannlegum samskiptum“. Þessi vinátta var traust og óþrjótandi, „hún jók á æviauðinn“ (Þór. Bj.). Við þökkum þetta allt að leiðariokum. Kallið kom snöggt og óvænt, þó Hörður hafi ekki gengið heill til skógar undanfarin ár. En hann sjálfur hefur eflaust verið við því búinn að hlýða kalli dauðans óvíl- samur og með reisn á hvaða stund sem var - í því fólst einmitt hans lífsspeki. Reisn var yfir öllu því sem hann tók sér fyrir hendur - í sínu starfí og á öðrum vettvangi. Reisn er það orð sem einkenndi hann best, og það reyndi ef til vill mest á hana þegar Sigi'íður og Hörður misstu elstu dóttur sína í blóma lífsins, sem er ein sú þyngsta raun sem foreldr- ar þurfa að ganga í gegnum. Það kann að hafa dregið úr ki'öftum hans í eigin baráttu. Hörður Einarsson var mikill fjöl- skyldumaður. Börn sín vildi hann ala upp á þeim sama trausta grunni sem hann sjálfur stóð á og hafði alist upp við í foreldrahúsum. Barnabörnum sínum var hann ein- stakur afi. Með orðum Sólarljóða viljum við votta Sigríði, Hrafnkeli, Guðfinnu og Hafsteini, barnabörnunum, og öðrum aðstandendum okkar ein- læga samúð. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fu-a; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. Kjartan og Coletta. Látinn er Hörður Einarsson, tannlæknir, allt of snemma finnst okkur vinum hans. Kynni okkar Harðar hófust fyrir um 50 árum á Syðri-brekkunni á Akureyi'i, þegar hann ásamt foreldrum sínum og systkinum flutti tii „lands" úr Hrís- ey. Hverfið var iítið í þá daga svo þessi örfáu ár sem á milli okkar voru skiptu litiu máli í strákahópn- um, allir þekktu alla. Ekki flækti það málið að nánast allir skólar bæjarins voru í þessu sama hverfi, og samgangur hlaut að verða all- nokkur. Að loknu námi í MA hvarf Hörð- ur utan til náms, og það var því ekki fyrr en eftir að báðir höfðu lokið stúdentsprófí að leiðir lágu aftur saman, og þá í þýzkum smábæ eða þorpi, en báðir sóttu þá um tíma sama háskólann í nærliggjandi borg. Aftur urðum við nágrannar, svo örskammt var á milli, og þarna myndaðist sú einlæga vinátta sem entist báðum alla tíð og aldrei bar skugga á. Islendinganýlendan á staðnum var ekki stór, varð reyndar talin á fingrum annarrar handar, og þar af bjuggum við þrír í sama þorpinu. Fljótt urðu hýbýli Harðar eins kon- ar félagsmiðstöð þessa litla hóps, enda sýnu stærst, og tóku til dæmis alla í sæti, án þess að setið væri á rúminu. Auk þess lumaði Hörður á tafli og klukku, spilum og besta ofn- inum til kyndingar, en það var ekki lítið atriði. Allt hefði þetta þó verið lítils virði, ef íbúandinn hefði ekki verið jafn hress og skemmtilegur og Hörður var. Þarna varstu velkom- inn og þarna leið þér vel. Líkt og í fámennum strákahópn- um á Syðri-brekkunni forðum hlaut jafn litill hópur og þarna var að bindast sterkum vináttuböndum, og ýmislegt var brallað og _ allt skemmtilegt í minningunni. A að- fangadagskvöld var hist hjá Herði (að sjálfsögðu) og skyldi nú elduð saman jólamáltíð. Þetta var áður en Sigga kona Harðar flutti út til hans og ætluðum við þessir þrír norðan- menn að annast matseld sjálfir. Einhverjar upplýsingar höfðu borist að heiman bréflega um mat- argerð, en þetta var á þeim tímum þegar ekki hvarflaði að nokkrum manni að hringja milli landa, svona prívatsímtöl, enda var ekki einu sinni simi í húsinu. Þá leigði Hörður hjá skraddara bæjarins, gömlum skotgrafarski’addara úr síðari heimsstyrjöldinni sem rak sína saumastofu með „bravúr" á neðri hæðinni. Þokkalega tókst okkur að sjóða og skralia kartöflurnai', alveg gekk að skera niður hangikjötið en þá kom að sósunni og nú vandaðist málið. Hún var kekkjótt og hnaus- þykk og hneig varla úr pottinum. Var nú gerð sía úr vírum og efnis- bút og sósan síuð í gegn. Það gekk hins vegar afar hægt og kom nú taf- lið sér vel. Um miðnætti var nóg komið í gegnum síuna svo hægt væri að borða, en næstu daga hélt Hörður áfram að sía og gat haft sós- una með öllum mat fram yfir ára- mót. Eftir að báðir voru komnir með fjölskyldur var mikið samneyti þar á milli og eru margar ljúfar minn- ingar frá þeim tíma. í mörg ár tóku fjölskyldur okkar saman slátur á haustin og skáni laufabrauð íyrir jólin. Þessir sláturgerðar- og laufa- brauðsdagar urðu brátt eins og ein allsherjai' fjölskylduskemmtun sem stóð lengi dags. Ekki var skortur á heimatilbúnum skemmtiatriðum á þeim dögum. í útilegum með börnin kunni hann skil á hverri þúfu og fengum við að upplifa í túlkun Harðar orrustur fornmanna svo ekki sé minnst á kveðskap vígmóðra kappanna að orrustu lokinni. Áhugi Harðar á íslenzku máli, kveðskap og ljóðagerð var einlægur og kunni hann ógrynni ljóða utanbókar. Skaut hann gjarnan að stökum ef tilefni gafst til, og fór létt með að semja nýjar ef engin sem til var hæfði efninu. Hörður var afar frjór maður og hugmyndaríkur með afbrigðum og sífellt gátu hinar ýmsu uppátektir komið manni á óvart. Eitt sinn bauð hann vinum og ættingjum til þorrablóts, breytti kjallara húss síns í skála að fornum sið, gestir urðu að mæta klæddir sem forn- menn og helst með alvæpni. Fólk í nútímaklæðum fékk ekki aðgang. Húsbóndinn sat að sjálfsögðu fyrir enda langborðs og stjórnaði sam- komunni af mikilli röggsemi. Varð úr öllu hin bezta skemmtun. Kvennafrídaginn hér um árið tók Hörður alvarlega, lokaði tann- læknastofunni og var heima. Þar eldaði hann veizlumat handa Sig- " ríði konu sinni og bauð okkur tveim kunningjum til veizlunnar. Við máttum taka konurnar með. Þannig taldi hann öllu snúið við á eðlilegan hátt. Sigríður sat í stofu og fékk ekki að hreyfa hendi til verka, en við karlar stússuðumst í eldhúsi. Ég hef kosið að rifja hér upp nokkra atburði af léttari gerðinni úr lífi Harðar. Kannski vegna þess að þar er af nógu að taka og ógrynni skemmtilegra atvikir** renna gegnum hugann. Enginn má þó halda að tilveran hafi verið tómt glens, því fer víðsfjarri, og Hörður í raun frekar alvörugefinn maður. Hann var afar hreinskiptinn, þoldi hvorki hræsni né tilgerð, hávaða eða fíflaiæti og tjáði mönnum skoðun sína umbúðalaust ef þurfa þótti. „Það er gott að þegja með þér Birgir minn,“ sagði hann ein- hverju sinni og þótti mér afar vænt um. Segir þetta kannski það sem segja þarf um vináttu okkar. Við Elva ásamt börnum okkar og fjölskyldum þetrra sendum innileg- ar samúðarkveðjur í Faxatúnið til þín elsku Sigga og fjölskyldunnar og þökkum allar góðar stundir í*0 gegnum tíðina. Blessuð sé minning Harðar Einarssonar. Birgir S. Hermannsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYÞÓR KR. JÓNSSON, Grænukinn 10, Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 6. apríl. Jóhann Eyþórsson, Valdís Þorkelsdóttir, Kristín Þ. Eyþórsdóttir, Gísli Þorláksson, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR kaupkona, Óðinsgötu 1, Reykjavík, sem lést á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 31. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag, fimmtudaginn 8. apríl, kl. 15.00. Reynir Þorgrímsson, Rósa Gísladóttir, Víðir P. Þorgrímsson, Jóhanna I. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.