Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 54

Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR OLAFUR ~ SIGURJÓNSSON + Ólafur Sig'ur- jónsson fæddist á Núpi undir Vest- ur-Eyjafjöllum 27. febrúar 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Sig- urðsson bóndi á Mið-Skála, f. 27.10. ^ 1900, d. 22.5. 1972, og kona hans Ragn- hildur Ólafsdóttir, f. 11.4.1902, d. 3.10. 1955. Ólafur var elstur sex systkina. Þau eru: 1) Sigurður, f. 22.10. 1925, kvænt- ur Guðbjörgu Hjálmarsdóttur. 2) Sigurást, f. 5.9. 1929, gift Hannesi Sigurðssyni. 3)_ Guð- rún, f. 15.4. 1932, gift Asgeiri Benediktssyni er lést 24.3. 1988. 4) Svanlaug Kristjana, f. 4.7. 1937, gift Guðna Jóhannssyni. 5) Ragnar, f. 21.2. 1942, kvænt- ur Sigríði Thorlacius. _ Hinn 26.5. 1951 kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni, Kristínu Guðmundsdóttur, f. 18. febrúar 1927 á Núpi í Fljótshlíð, dóttur hjónanna Katrínar Jónasdóttur og Guð- mundar Guðmunds- sonai'. Börn Kristínar og Ólafs eru: 1) Ragnhildur, f. 28.1. 1951, gift Ásgeiri Ön- undarsyni. Þeirra börn eru: Eva, f. 29.10. 1977, og Ólaf- ur Björn, f. 6.5. 1990. 2) Katrín, f. 28.4. 1952. 3) Guðmundur, f. 28.4. 1953, kvæntur Þóru Sveinbjörgu Þorgeirsdóttur. Þau eiga einn son, Hlyn Þór, f. 18.3. 1997. Dæt- ur Guðmundar eru Sólrún Helga, f. 21.2. 1976, móðir Sigrún Sig- urðardóttir, og Ragnheiður Titia, f. 22. mars 1981, móðir María T. Ásgeirsdóttir. Dætur Þóru af fyrra hjónabandi eru Arnfríður Björg Sigurdórsdóttir, f. 19.5. 1978, og Thelma Hrönn Sigur- dórsdóttir, f. 9.5. 1984. 4) Sigur- jón Ragnar, f. 10.1. 1956. 5) Grét- ar, f. 5.6. 1962, sambýliskona Guðrún Dagmar Haraldsdóttir. 6) Garðar, f. 5.6. 1962, kvæntur Ragnheiði Sigurðardóttur. Þau eiga einn son, Ragnar Má, f. 3. ágúst 1995. 7) Ingibjörg Birna, f. 4.11. 1964, gift Sigurði Krist- jánssyni. Þeirra börn eru: Katrín Birna, f. 24.12. 1992, og Fannar, f. 1. júní 1997. Ólafur fluttist ungur að árum með foreldrum sínum að Mið- Skála undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst þar upp. Hann útskrifað- ist sem búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árið 1946. Kristín og Ólafur hófu bú- skap árið 1951 í Ormskoti undir Vestur-Eyjafjöllum. Þau flutt- ust að Stórólfshvoli í Hvol- hreppi árið 1960 og stunduðu þar blandaðan búskap til ársins 1983. f fjögur ár vann Ólafur hjá Kaupfélagi Rangæinga en árið 1977 gerðist hann stöðvar- stjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands á Hvolsvelli og vann þar allt til ársins 1994 er hann hætti störfum sakir aldurs. Ólafur var í 12 ár í héraðslögreglu Rangárvallasýslu. Hann og Kristín höfðu umsjón með um- hirðu Stórólfshvolskirkju um langt árabil. Auk þess var Ólaf- ur formaður sóknarnefndar og kirkjukórsins til fjölda ára. títför Ólafs fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Föstudagsmorgunn 25. mars. Fallegur morgunroði, hvít mjöll yf- ir öllu. Umferðin gekk hægt þenn- an morgun, of hægt. Við hjónin vor- um á hraðferð upp á sjúkrahús þar sem við höfðum dvalið um nóttina yfir sjúkrabeði Ólafs tengdaföður míns. Líðan hans var stöðug þegar við fórum, en í morgunsárið var hann allur. Ólafur var kærleiksríkur fjöl- JA skyldufaðir og bar velferð fjöl- skyldu sinnar mjög fyrir brjósti, ávallt vakandi yfir þörfum afkom- enda sinna, hvatti börn sín óspart til náms og starfa og var stoltur af öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Laðaði að sér barnabörnin á sinn ljúfa hátt og tengdist þeim trúnað- arböndum. Hann hafði haft að leið- arljósi á lífsferð sinni reglusemi, heiðarleika og alveg einstaka fyrir- hyggju sem mér mun alltaf fmnast vera einkennandi fyrir persónu- leika hans. Hann var maður ham- ingjunnar, átti yndislegan, tryggan lífsförunaut, mannvænleg börn og var lánsamur í starfi. Tengdaforeldrar mínir, Ólafur og Kristín, voru ákaflega samhent hjón. Á fallegu heimili þeirra var hlýtt og afslappað andrúmsloft og það var sól inni í þeirra stofum, sama hvernig veður var úti. Þegar Guðmundur kynnti mig fyrir þeim sem tilvonandi tengdadóttur voru ég og báðar dætur mínar boðnar velkomnar af þeim alúð sem ávallt síðan einkenndi samband okkar við þau. Alltaf gátum við leitað til þeirra og þau voru ófá handtökin sem þau hjón og aðrir í þessari stóru sam- hentu fjölskyldu áttu í húsinu okk- ar þegar við vorum að byggja. Ég sé tengdapabba fyrir mér reiðubú- inn að hjálpa með góð ráð á tak- teinum, hann hafði tekið sér ýmis- legt fyrir hendur um ævina og miðlaði okkur af reynslu sinni. Aldrei taldi hann það eftir sér að aka frá Hvolsvelli til að létta undir með okkur. En þegar kom að því að mála húsið vorum við Ólafur ekki sam- mála, hann leyndi ekkert þeirri skoðun sinni að heppilegast væri að mála alla veggi hvíta. En þótt hann væri skoðanafastur og ákveð- inn gafst hann ljúflega upp og sætti sig við duttlunga tengdadótt- urinnar og tískunnar og málaði af elju sem hvítt væri, í öllum þeim litum sem okkur húsbyggjendun- um datt í hug. Tengdafaðir minn var ávallt drífandi og ötull og þarna við málningarvinnuna áttu ég og hann samleið og tókum á hlutunum. I mínum huga er eitt af Jjskemmtilegri einkennum hans hve hann átti það til að gleyma sér þeg- ar hann talaði um hugðarefni sín. Eitt af þeim var hvar bestu kaupin væru í kjöti á hverjum tíma, enda gamall bóndi og frystihússtjóri. Þegar hann á annað borð var með hugann við það áhugamál sitt var erfitt að koma öðrum málefnum að. Hann hafði góða frásagnarhæfi- leika og það var alltaf skemmtilegt að ferðast með hugarflugi hans. Ólafur og Kristín fluttu til Reykjavíkur fyrir tæpum tveimur árum. Svo sannarlega naut stór- fjölskyldan þess að hafa þau í ná- grenninu, þótt þær stundir kæmu að við söknuðum þess að komast ekki lengur í sveitina. Hitt var þó miklu ánægjulegra að hafa þau hér nálægt okkur. Síðustu mánuði ágerðust hjarta- veikindi Ólafs og hann var oft veik- ari en við tókum eftir. Þegar við héldum upp á tveggja ára afmæli sonar okkar kvaddi hann með þeim orðum að nú væri hann hress, þetta væri allt í lagi og brosti hlýtt með gamalkunnu glettnisbliki sem jafnan var í augum hans. Fimm dögum seinna, á dánar- beði sínum, leit hann til mín ein- arðlega. Sama greindarlega augna- ráðið. Augu hans þá, alvarleg og rósöm, sögðu allt sem þurfti. Þannig kvöddumst við í síðasta sinn. Ævidögum sínum lauk hann um- vafinn elsku ástvina sinna og fór með reisn þeirri sem ávallt fylgdi honum gegnum lífið. Ég kveð tengdaföður minn með eftirsjá og þakklæti yfir að hafa átt samleið með þessum grandvara, góða manni. Elsku Kristín. Með miklu sálar- þreki og hugrekki hefur þú tekið á móti óumflýjanlegum erfiðum stundum. Megi mildi Guðs lina söknuðinn og auka þér og ástvinum öllum styrk í sorginni. Þið heyrðuð kall frá eilífð - og hugprúð fylgdust að í helga kirkju sorgar - í duftsins yzta stað. Logasverðsins undratákn með þögn og þreki hyljið að það er allra samraun, sem lifa, vel þið skiljið. Sjá eina perlu skorti - hún heitir hjartasorg og helgar fegurst ástvini og auðgar þeirra borg að einskis væri ávant hana ykkur lífíð sendi. - Ó, að hún verði stjarna, er í hæðir hæða bendi. (Hulda) Þóra S. Þorgeirsdóttir. Elsku tengdapabbi. Mikið er nú sárt að þurfa að kveðja þig. Marg- ar eru nú stundirnar sem við höf- um átt saman og eru þær allar jafn yndislegar. Okkar fyrstu kynni voru á Stórólfshvoli, þegar Garðar kynnti okkur. Mikið ofboðslega leið mér vel. Þið tókuð svo vel á móti mér að ég man ég hugsaði: „Af- skaplega er þetta gott fólk. Mér þykir bara strax vænt um þau.“ Oft lögðum við leið okkar austur til ykkar. Ef það var ekki verið að gera við bíla þá vorum við í golfi. Þegar klukkan sló fimm á föstu- degi hentist maður heim í önnur föt og lagði síðan af stað austur. Mikið leið manni vel, vitandi það að eftir u.þ.b. klukkustund værum við komin til ykkar í sveitina, í kyrrð og ró. Oft fékk ég að heyra sögur um búskapinn, fjölskylduna og vinnuna og alltaf fannst mér jafn gaman að hlusta, því þú sagðir svo skemmti- lega og heillandi frá. Þessar stund- ir, þar sem þú leiddir huga minn áfram, eru mér ógleymanlegar. Eitt atvik stendur þó upp úr, sem fylgdi okkur alltaf þegar minnst var á kartöflur. Dag einn kem ég að Ólafi frammi í þvotta- húsi þar sem hann er að baksa við kartöflur. Mér verður á að mis- mæla mig og spyr hvort hann sé að fara að setja niður kartöflur. Hann horfir á mig sposkur á svipinn og svarar léttur í lund: Nei, Ragnheið- ur mín, ég var reyndar að taka þær upp. Við hlógum mikið að þessu og mátti varla minnast á kartöflur eft- ir þetta án þess að við skelltum upp úr. Elsku Ólafur minn, þú varst svo góður maður að betri tengdaföður er ekki hægt að hugsa sér. Svo traustur og hlýr að manni leið alltaf vel í návist þinni. Nú fá aðrir að njóta velvildar þinnar, heiðar- leika og góðmennsku sem við höf- um fengið að njóta gegnum árin. Elsku tengdapabbi, ég þakka þér fyrir öll yndislegu árin, alla hjálpina, þína miklu góðmennsku og hlýju. Megir þú hvíla í friði. Guð geymi þig og varðveiti. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkai' allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðm.) Ragnheiður. Hann Ólafur, tengdafaðir minn, er látinn. Eftir áralanga baráttu við hjartasjúkdóma er Ólafur allur. Ég kynntist Ólafi fyrir um 11 árum eða árið 1988 þegar ég og dóttir hans kynntumst. Það er nú svo að á tímamótum, hvort sem eru áramót, aldamót eða annað, að manni er tamt að líta yfir farinn veg og líka fram á þann ófarna. Eftir andlát tengdaföður míns hefur mér verið tíðhugsað til farins vegar og þeirra stunda sem ég fékk að njóta í sam- vistum við Ólaf á þessum 11 árum. Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég hitti Ólaf. Þá fórum við Ingi- björg Birna, konan mín, í heimsókn austur á Stórólfshvol. Ferðin var m.a. fyrir Ingibjörgu til að kynna mannsefnið sitt nýja og til að skreppa á ball í Njálsbúð. Það vildi svo til að komið var að sláturlokum í sláturhúsi SS þar sem Ólafur var stöðvarstjóri og þá var jafnan mik- ið um að vera. Fyrirfram átti ég von á því að ég yrði spurður spjörunum úr um hagi mína og framtíðaráform þegar á Stórólfshvol kom. En Ólafur, og þau hjónin, spurði mig nánast einskis. Þau ræddu helst sveitina sína sem var þeim svo kær og svo var rætt um veðrið og sláturhúsið og þar fram eftir götunum. I fyrstu þótti mér þetta svolitið skrýtið. Á sama hátt var það sérlega notalegt þvi mér leið eins og ég hefði verið í fjölskyldunni í áraraðir. Reyndar komst ég að því síðar að þau Ólafur og Kristín höfðu fengið allar helstu upplýsingar um mig frá dóttur sinni nokkru áður. Notalegt og kumpánlegt viðmót Ólafs og þeirra hjóna beggja var mér mjög að skapi og í þau fjölmörgu skipti sem ég og fjölskylda mín lögðum leið okkar austur á Stórólfhvol næstu árin leið mér alltaf eins og ég væri að „koma heim“. Jafnvel þó ég hafi aldrei búið þar. Þannig kom það oft fyrir þegar við hjónin áttum fría stund um helgi að ég stakk upp á því að skjótast austur og heilsa upp á Ólaf og Kristínu. Ólafur sagði hlutina beint út eða sagði þá alls ekki. Ég man eftir því snemma árs 1991 að við Ingibjörg Birna vorum fyrir austan og við höfðum í hyggju að gifta okkur þá um sumarið. Mérjiótti því sjálfsagt að athuga hvort Ólafur hefði nokk- uð við ráðhaginn að athuga og bað um hönd dóttur hans. Hann svar- aði: „Ha - jú, blessaður vertu, taktu hana bara alla!“ Og svo hló hann að formlegheitunum í mér. Mér finnst þetta lýsa Ólafi nokkuð vel. Hann var blátt áfram en traustur maður. Satt að segja man ég varla eftir að hafa kynnst traustari manni en Ólafí. Hann var ekki sérlega ræðinn en samt fannst mér ég geta rætt hvað sem er við hann enda kom maður sjaldan að tómum kofunum hjá honum. Það má segja að Ólafur hafi ver- ið maður fárra orða en stórra verka. Hann var vinnusamari en gerist og gengur og fór ekki frá ókláruðu verki. Meira að segja síð- ustu ár ævi sinnar var sama barátt- an og vinnusemin í Ólafi þrátt fyrir veikindi. Síðasta árið fyrir flutning þeirra hjóna til borgarinnar leið ekki svo mánuður að Ólafur væri ekki búinn að mála vegg, pússa gólf eða lakka glugga. Mér varð einnig hugsað til þessarar vinnusemi Ólafs fyrir tveimur árum þegar við tengdafólk hans og börn unnum að því að koma húsinu þeirra í Breið- holtinu í stand. Ólafur vann ötul- lega í þessu sjálfur þrátt fyrir að heilsan væri ekki of góð og auðvit- að er hægt að segja eftir á að hann hefði átt að fara betur með sig. En Ólafur var bara svona. Hann gekk í verkin og kláraði þau með sóma. Svona í lokin langar mig að minnast á skemmtilegt samband milli þeirra Ólafs og Fannars, tæp- lega tveggja ára sonar míns. Fann- ar hafði töluvert af afa sínum að segja þar sem þau hjónin voru flutt til höfuðborgarinnar þegar Fannar fæddist og voru auk þess hætt að vinna úti þannig að þeim gafst meiri tími en áður til að sinna barnabörnunum. Það situr í mér að síðasta daginn sem Ólafur lifði kom ég ásamt konu minni í heimsókn til hans þar sem hann lá þungt hald- inn á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann heilsaði okkur svona eins og hann best gat við þessar aðstæður og spurði okkur síðan strax hvort „Iitli maðurinn" væri ekki með okkur og átti þá við Fannar. Ég kveð þig, Ólafur, með söknuði. Með þér er farinn traustur og góður vinur. Sigurður Krisljánsson. Drottinn, þinnar ástar óður endurhljómi um jörð og höf. Breiddu þína blessun yfir blóma lífs og þögla gröf. Vígi og skjöldur vertu þeim, sem vinda upp hin hvítu tröf. Drottinn þinnar ástar óður endurhljómi um jörð og höf. (J. Magnússon) Við þökkum Ólafí allar góðu stundirnar, minningin um góðan afa lifir í hjörtum okkar. Hlynur Þór, Thelma Hrönn og Arnfríður Björg. Snert hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ur furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka smiðjumó. I huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfmm loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert, hörpu mína, himinborna dís og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Elsku afí. Þú kvaddir svo skyndi- lega þennan heim að við litlu krakk- arnir eigum erfitt með að átta okk- ur á því sem hefur gerst. Daginn áður en þú veiktist voruð þið amma að passa það yngsta okk- ar sem var lasið og þú varst svo hress en síðan varstu farinn næst- um jafnskjótt og ský dregur fyrir sólu. Við áttum alltaf öruggt og traust skjól hjá ykkur ömmu eftir að þið fluttuð til Reykjavíkur og okkur var alltaf tekið fagnandi þeg- ar við komum til ykkar í Gljúfrasel- ið. Einnig vomð þið amma sérlega viljug að sækja okkur krakkana ef á þurfti að halda, í pössun eða í skól- ann og hafa okkur hjá ykkur. En við ornum okkur við minninguna um góðan og traustan afa sem við hefð- um viljað hafa miklu lengur hjá okkur en vegir guðs eru órannsak- anlegir. Því viljum við segja við þig, elsku afi, að leiðarlokum: Far þú í friði, frióur guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín barnabörn Ólafur Björn, Katrín Birna og Fannar. Elsku afí minn. Nú ert þú farinn frá okkur. Afi minn, þú varst svo góður og hlýr maður. Alltaf tókstu á móti okkur með bros á vör, hvort sem það var á Stórólfshvoli eða í Gljúfraseli. Ég var skírður í kirkj- unni ykkar ömmu, Stórólfshvols- kirkju, fyrir austan fyrir nær fjór- um árum. Fallegu kirkjunni sem þið hugsuðuð svo vel um. Alltaf þótti mér gaman að koma austur og sjá ykkur, fá að skríða úti í stóra garð- inum og gefa litlu öndunum brauð á tjörninni rétt fyrir framan Stórólfs- hvol. Þegar ég var þreyttur þótti mér langbest að leggjast í kjöltu þína þegar þú sast í stólnum þínum og sofna þannig hjá þér, afi minn. Mín fyrstu skref voru stigin til þín, elsku afi minn, fýrir austan á Stór- ólfshvoli. Mikið var ég montinn þá og þú ekki síður. Þegar þið fluttuð í Gljúfraselið gat ég komið miklu oft- ar í heimsókn til ykkar. Alltaf var til kókómjólk því eins og þú vissir er hún það besta sem ég fæ. Síðan var sest niður og horft á Tomma og Jenna-spóluna sem búin er að ganga í mörg ár. Þegar ég horfi á mynd af þér þá færist stórt bros yfir andlit mitt og ég segi alltaf: „Þetta er afí Oli minn.“ Afi minn, ég veit að núna ert þú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.