Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 63 Einstaklingurinn í fyrirrúmi tryggir jafnrétti Frá Guðmundi Mugnússyni: ÖRUGGASTA leiðin til að tryggja jafnrétti í raun er að ganga ávallt útfrá einstaklingnum sjálfum. Það tryggir að enginn verður einhvers konar viðhengi maka síns, líkt og er hjá sædjöflinum, en þar er hængurinn aðeins tota á kvið hrygnunnar. Mér flýgur þessi mynd ávallt í hug þegar verið er að skerða bætur eða laun einhvers vegna þess að maki viðkomandi hefur svo og svo miklar tekjur! Að ganga útfrá einstaklingnum tryggii' ekki einungis jafnrétti kynjanna heldur er þetta mun já- kvæðara fyrir fjölskylduna. Það skal vera akkur fjölskyldunnar að tveir eða fleiri jafn réttháir ein- staklingar taki sameiginlega fjár- hagslega ábyrgð og því má ekki láta sambúðarformið skerða tekjur heimilisins. Börn ei-u líka einstaklingar, sem báðum foreldrum ber að fram- fleyta. Þannig að ekki er aðeins um að ræða meðlag annars foreldris- ins, heldur skal reikna báðum jafn mikinn hlut í framfærslu barnsins. Þetta þýðir m.a. að einhleypur ör- yrki með barn þarf að geta lagt fram a.m.k. jafnmikið til uppeldis bamsins og hitt foreldrið sem greiðir lögskylt meðlag. Það er barnið sem „á“ barnabæturnar og því má ekki reikna þær sem tekjur foreldra. Það verður aldrei jafnrétti með- an stöðugt er verið að tengja ein- stakiingana saman á þann hátt sem nú er. Þetta er slík mannfyrirlitn- ing að tekur ekki nokkru tali. Ann- aðhvort eru þegnar ríkisins jafnir eða við hverfum aftur til lénsskipu- lagsins, þegar örfáir voru bornir til að ráðskast með alla hina. í dag kjósum við okkur forastu- menn og vitum um leið að við get- um alltaf losnað við þá aftur í næstu kosningum, en ekki fyrr að öllu jöfnu. Það er því ákaflega mik- ilvægt að við vöndum vel val okkar í ljósi breyttra aðstæðna og samfé- lags sem ki-efst stöðugt nýrra og frumlegri vinnubragða. Við megum ekki láta vanann binda okkur á klafa gamalla hugsana og gilda þannig að þjóðfélag okkar staðni og dragist aftur úr samfélagi þjóð- anna. Við verðum að vera órög við að reyna eitthvað sem ekki hefur ver- ið reynt áður og þá er mikilvægt að ganga ávallt útfrá einstaklingnum og jafnrétti allra á eigin forsend- um. Vinstrihreyfmgin - gi’ænt fram- boð vill beita sér fyrir að sam- tryggingakerfí landsmanna sem og skattalögin verði endurskoðuð frá grunni með opnum huga og gengið verði útfrá einstaklingnum í þeirri endurskoðun. Munum x-U á kjördag 8. maí. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, forstöðumaður Dagvistar Sjálfsbjargar. Viðbrögð við skrifum Birkis J. Jónssonar Frá Birnu Þórnrinsdóttur, Gesti Einarssyni, Guðfmni Sigm-vinssyni og Jóhanni Sigurjónsssyni: í GREIN sinni í Morgunblaðinu, 16. mars sl., segir Birkir m.a. að á landsþingi Félags framhaldsskóla- nema, FF, sem haldið var 4.-6. febrúar sl. hafí hann fundið fyrir mikilli andstöðu við endurinnritun- argjöld í framhaldsskólum eða „fallskattinn" svokallaða. Ekki vit- um við á hvaða þingi hann var en á landsþingi FF sem haldið var í Munaðamesi, 4.-6. feb. sl., kom fram stuðningur við þessa gjald- HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Yfir 1.400 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfislhroun töku, í breyttri mynd þó. Þetta kemur skýrt fram í fundargerð landsþingsins, sem dreift hefur verið til allra aðlildarskóla FF. Birkir bendir, í grein sinni, á margt sem betur mætti fara og er það vel. Hitt er annað mál að hann ritar líkt og hann sé málsvari allra framhaldsskólanema í landinu. Það á ekki að líðast að menn tali oj>in- berlega fyrir hönd félags á borð við FF, án þess að hafa til þess umboð. Ummæli Birkis í garð mennta- málaráðherra eru honum sjálfum [Birki] til háðungar, þar sem hann hefði, ef hann hefði fylgst með um- ræðum á áðurnefndu landsþingi FF, vitað að ráðherra var erlendis og harmaði að geta ekki komið. Það er leitt til þess að vita að for- svarsmenn FF þurfí að biðja fólk afsökunar fyrir óábyrg ummæli af þessu tagi, sem, þegar allt kemur til alls, eru ekki runnin undan rifj- um þeirra. BIRNA ÞÓRARINSDÓTTIR, Inspector scholae MR, GESTUR EINARSSON, formaður Þórdunu, nemendaf. VMA, GUÐFINNUR SIGURVINSSON, Inspector scholae MA, JÓHANN SIGURJÓNSSON, stallari Nemendafélagsins Mímis, ML. Ókeypis lögfræóiadstoó í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema Hverju þarf að fórna fyrir álver á Austfjörðum? Frá Ástu Óla Halldórsdóttur: VIÐ íslendingar eigum það til að státa af málfrelsi okkar. En hvers virði er málfrelsi ef enginn hlustar og enginn hefur áhuga á málefnum okk- ai’? Kannski tölum við ekki nógu skýrt eða nógu hátt, að minnsta kosti er ákaflega örðugt að koma sjónar- miðum til skila til þeirra sem völdin og peningana hafa. Eitthvað hlýtur það að vera. Ég hef beðið í allan vetur eftir að lesa gi-einar um sjónarmið Austfii’ðinga um áætlaðar virkjanir á hálendinu. Ekki trái ég því að AusL firðingar selji hina rómuðu veðurblíðu sína mótþróalaust. Líklega era þeir bara enn ekki nógu upplýstir um áhrif virkjana á hálendinu á veðurfar. Auðvitað hefur ekki miklum fjármun- um verið eytt í svo neikvæðar og leið- inlegai- upplýsingar sem kólnandi veðui’far er. Mér tókst á fundi í vetur, þar sem hálendismálin vora til um- ræðu, að fá þær upplýsingar að „smá- vegis athuganir" hefðu verið gerðar með tilliti til veðuifars. Þær upplýs- ingar voru sláandi. Áætlað er að með- alhiti á Austfjörðum lækki um 2°. Hvað þýðir það. Ég hringdi á Veður- stofu Islands og bað um meðalhitatöl- ur frá Kollaleiru í Reyðai’firði. Sum- arið 1997, var meðalhiti fyrir júní, júlí og ágúst 9,9°. Sumarið 1998 var með- alhiti fyrir sömu mánuði 8,4°. Allir vita hvemig síðasta sumar var á Austfjörðum. Slíkt getur auðvitað gerst, einstaka ár, af nátturalegum sökum. Öllum fannst nú nóg um, en þó lækkaði meðalhiti aðeins um 1,5° á milli ára. Því spyr ég nú, ætla Aust- firðingar ekki að nota málfrelsi sitt? Er þeim sama þótt öll sumur í ft’am- tíðinni verði eins og síðasta sumai’ eða jafnvel enn kaldari. Það þarf ekki háskólamenntað fólk til að segja al- menningi hvað því sé fyrir bestu. Stór lón uppi á hálendinu, ísi lögð, langt fram á sumar, býður nístingsköldum vindum heim á hlað Austfii’ðinga, ef áttii’ era þannig. Að bjóða Austfirð- ingum álver í skiptum fyrir einstaka veðurblíðu geta ekki verið góð skipti. Hvernig fer um landbúnað og skóg- rækt? Hvaða áhrif hefúr svona veður- far á Hallormsstaðaskóg? Hvað með ferðaþjónustuna? Að ekki sé nú talað um geðheilsu fólks. Á kannski að flæma alla Austfirðinga í burtu og flytja inn fólk frá Síberíu til að vinna í álverinu? Hvað geta stjómvöld boðið okkur upp á mikið? Fyrst tóku þeir af okkur miðin og nú á að taka af okkur landið. Hvað verður þá eftir? Er nokkur furða þó aldrei hafi fleiri flutt af landi brott síðan í stríslok. Ég tel að þið Austftrðingar eigið síðasta orð í þessu máli. I öllum bænum hristið af ykkur slenið og látið hendur standa fram úr ermum áður en það verður orðið of seint. ÁSTA ÓLA HALLDÓRSDÓTTIR, Vesturtúni 17, Bessastaðahreppi. \)ajolet Regnhlífabúðin Laugavegi 11, sími 551 3646 Hágæða ullar- og bómullarfatnaður Frábær tilboð IIMIMHVERF IHUGUN Innhverf íhugun (TM) er einföld, huglæg tækni sem iðkuð er í 20 mínútur tvisvar á dag. Á fimmta hundrað rannsóknir sýna jákvæð áhrif daglegrar iðkunar á andlegt og líkamlegt heilbrigði. Almennur kynningarfyrirlestur í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 á Maharashi Mahesh Vogi BárUgötU 11 (ris). ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ, sími 551 6662 c0LUWjBj^ftLULftGER • Euor af FosshMs* 09 seljurn Opid " fimmtud., föstud., laugard.og sunnud. kl. 11-18 atsíáttur HREYSTR —SpOftVORUÍIUS Fosshálsi 1 - Sími 577-5858
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.