Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 43

Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 43 UMRÆÐAN Tryggingayfirlæknir elur á fordómum í Morgunblaðinu 23. mars sl. birtist grein eftir tryggingayfír- lækni sem hann kýs að kalla „Sólarlandaferðir psoriasissjúklinga“. I greininni segir jafn- framt „ferða afmark- aðs hóps sjúklinga með psoriasis til hinna sólríku Kanaríeyja" og „að tryggja útvöldum einstaklingum Spánar- ferðir á kostnað ríkis- ins.“ Við lestur grein- arinnar setti mig hljóðan og ég átti erfitt með að trúa því að læknir skyldi skrifa í anda fáfræði og fordóma. í huga fólks eru sólarlandaferðir skemmti- og afþreyingarferðir fjöl- skyldu í sumarleyfi. Þeir psoriasis- sjúklingar sem ég hef talað við eru gjörsamlega agndofa yfir þessum ummælum. Að líkja loftslagsmeð- ferð psoriasissjúklinga á norrænni meðferðarstöð við hefðbundnar sólarlandaferðir er með ólíkindum og ber iyrst og fremst vott um van- þekkingu tryggingayfirlæknis á sjúkdómnum og meðferðinni. A meðferðarstöðinni, sem rekin er af norska Ríkisspítalanum, starfa læknar og hjúkrunarfólk. Þar eru húðsjúklingar frá Norður- löndunum og flestir eru með sjúk- dóminn á háu stigi og felst með- ferðin í því að stunda sólböð og sjó- böð frá morgni til kvölds í þrjár vikur ásamt því að borið er á sjúk- lingana á kvöldin, ýmis lyf og krem til afhreistrunar. Loftslagsmeðferð er hvai-vetna viðurkennd á Norður- löndum sem ein áhrifaríkasta og varanlegasta meðferð við psoriasis og þar er verið að gefa fleiri sjúk- lingum kost á meðferðinni. Margir þessara sjúklinga þyrftu að leggj- ast á spítala í sínu heimalandi ættu þeir ekki kost á loftslagsmeðferð. Ummæli tryggingayfirlæknis eru því í hæsta máta óviðurkvæmileg og til þess fallin að ala á fordómum í garð psoriasissjúklinga. Rannsóknir á Bláa lóninu Fjölmargar rannsóknir hafa ver- ið gerðar af böðun í Bláa lóninu sem sýna árangur við húðsjúk- dómnum psoriasis. Um það er ekki deilt. I grein ti-yggingayfirlæknis er því haldið fram að formaður SPOEX hafi hafi lýst því yfir að ekki væru til neinar rannsóknir sem sýndu fram á árangur af böð- un í Bláa lóninu. Hið rétta er að því var haldið fram að engar saman- burðarrannsóknir hefðu verið gerðar á þessum tveim tegundum meðferða sem réttlættu að einni tegund meðferð væri hætt með til- komu annarrar. Reyndar fól Tryggingaráð tryggingayfirlækni og deildarstjóra sjúkratrygginga- deildar í apríl 1996 að kanna hvort loftslagsmeðferð á Kanaríeyjum sparaði útgjöld TR m.a. í lyfja- og læknis- kostnaði. SPOEX er ekki kunnugt um að sú könnun hafi farið fram. I skýrslu Bláa- lónsnefndar frá árinu 1996, en hún stóð íyrir mörgum rannsóknum á Bláa lóninu, eru eng- ar tillögur um að með- ferð í Bláa lóninu komi í stað loftslagsmeð- ferðar. Árið 1996 þegar Tryggingaráð ákvað að fella niður loftslasmeðferð psori- asissjúklinga var ekki leitað sjónarmiða sjúklinganna sjálfra eða sérfræðinga í húðsjúk- dómum. Enginn húðlæknir hefur lýst því yfir að Bláa lónið geti leyst loftslagsmeðferð af hólmi. Akvörð- unin var því tekin af pólitískt kjörnu Tryggingaráði. I grein tryggingayfirlæknis koma fram ný Húðlækningar Enginn húðlæknir hefur lýst því yfír, segir Karl Magnússon, að Bláa lónið geti leyst loftslagsmeð- ferð af hólmi. rök: „sjúklingar hafi verið sendir frá öðrum löndum til böðunar í Bláa lóninu og að unnið hafi verið að kynningu þessa meðferðarúr- ræðis með tilliti til að fjölga erlend- um sjúklingum við Bláa lónið“ og jafnframt segir: „Auk þess þótti eðlilegra að hlúa að íslenska með- ferðarforminu, en að láta skattpen- ingana renna til erlendra aðila." Hér er greinilegt hvað hefur gerst, pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að „hlúa að íslenska meðferðar- forminu", þ.e. Bláa lóninu, alveg óháð því hvað sjúklingar eða sér- fræðingar hefðu um málið að segja. Þetta er sérstaklega athyglisvert þegar litið er til þess að skv. upp- lýsingum tryggingayfírlæknis hafa útgjöld til psoriasismeðferðar þre- faldast síðan 1996. Siglinganefnd Tryggingastofnunar Árið 1996 og 1997 var því lýst yf- ir af hálfu TR að allri meðferð væri hætt og fengu sjúklingar umsóknir sínar endursendai- frá stofnuninni. Sérstaka athygli hefur vakið að siglinganefnd hefur sett mjög ströng skilyrði fyrir þvi að sjúk- lingar geti farið í loftslagsmeðferð. Meðal annars verða sjúklingar að hafa gengið í gegnum mjög stranga, erfiða og dýra lyfjameð- ferð sem getur valdið aukaverkun- um og treysta margir sjúklingar sér ekki til þess. Hlutur heilbrigðisráðherra og stjórnmálamanna Ekki verður hjá því komist í máli þessu að vekja athygli á afstöðu og framgöngu stjórnmálamanna í málinu. SPOEX hefur ítrekað reynt að koma sjónanniðum sínum á framfæri við heilbrigðisráðherra síðan 1996 þegar Ti-yggingaráð tók fyrmefnda ákvörðun. I íyrirspurn á Alþingi árið 1996 staðfesti heil- brigðisráðherra ákvörðun Trygg- ingaráðs. Við meðferð frumvarps til laga um breytingu á lögum um al- mannatryggingar og félagslega að- stoð á Álþingi um daginn var margt sem kom okkur verulega á óvart. Samtökin fréttu af frum- varpinu fyrir tilviljun og var þvi ekki gefinn neinn kostur á að skýra sjónarmið við samningu þess. Sér- staka athygli okkar vöktu ummæli heilbrigðisráðheiTa í framsögu- ræðu um að í frumvarpinu væru einungis fólgnar réttarbætur. Full- trúai- samtakanna fóru á fund heil- brigðisráðhen-a og óskuðu breyt- inga á ákvæði frumvarpsins sem gerði ráð fyrir að fellt væri niður ákvæði sem tryggt hefur rétt psoriasissjúklinga til lofslagsmeð- ferðar. Fundurinn bar engan ár- angur og ljóst lá íyrir að heilbrigð- isráðherra hafði kosið að hafa að leiðarljósi þau ófaglegu vinnubrögð Tryggingaráðs sem áður er vitnað til. Fulltrúar samtakanna fóru á fund heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis, en það bar engan árangur og fljótt kom í ljós að meirihluti nefndarinnar kaus að virða okkar sjónarmið að vettugi í einu og öllu. Minnihluti nefndar- innar kom hins vegai’ til móts við okkar sjónarmið. Síðasta hálmstrá- ið var að skrifa formönnum stjóm- arflokkanna. Það hafði engin áhrif. Hinn 10. mars sl. var frumvarpið síðan rætt í skjóli myrkurs á Al- þingi. I þeim umræðum kom ber- lega fram þrautseigja og ósérhlífni heilbrigðisráðherra og framsögu- manns meirihluta heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis við að ganga á réttindi psoriasissjúklinga. Okkur er hulin ráðgáta hverra er- inda þeir þingmenn ganga. Málið var síðan borið undir atkvæði þing- manna á síðustu klukkustundum þingsins og féllu atkvæði þannig að lagaákvæðið um loftslagsmeðferð psoriasissjúklinga var fellt brott með samþykki allra stjórnarþing- manna gegn atkvæðum stjórnar- andstöðunnar. Stjórn Samtaka psoriasis- og ex- emsjúklinga telur að niðurstaða þessa máls sé mesta áfall sem þessi sjúklingahópur hefur orðið fyrir síðan samtök okkar voru stofnuð árið 1972. Höfundur er rítarí Samtaka psoríasis- og exemsjúklinga. Karl Magnússon Um ofveiði HVENÆR er fiski- stofn ofveiddur og hvenær er um vanveiði að ræða? Mörkin verða til þegar arð- semi af veiðum nýtur ekki lengur við og hagnaður breytist í taprekstur. Aflasam- dráttur verður til vegna náttúrulegra að- stæðna í sjónum og að mjög litlum hluta vegna veiða. Það er ótrúleg einföldun að hrópa alltaf ofveiði þegar aflasamdráttur verður vegna náttúru- legra aðstæðna. Hugtakið ofveiði hefur lifað með íslensku þjóðinni í margar aldir, t.d. má lesa það í bók eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, sem út kom árið 1945 og heitir Sjómannasaga, þar segir: um miðja átjándu öld bönnuðu bændur á sunnanverðu Snæfells- nesi línuveiðar vegna ofveiði. Getur það verið, að með allri þeirri menntun, sem íslendingar hafa notið á þessari öld ásamt vís- indalegri þekkingu, að við skulum sitja í sama farinu og var fyrir tvö hundruð og fimmtíu árum, hvað varðar hugtakið ofveiði. Eg er viss um, að síldin, hvorki sú islenska né sú norska og því síð- ur norsk-íslenska, hefur aldrei ver- ið ofveidd. Síldarstofnar í Norður- Atlantshafi hrygna við strendur Is- lands og Noregs að vetrarlagi og fara síðan í ætisleit eftir hi-ygning- una út um Atlantshafið. Þetta ger- ist ef æti er ekki til staðar við strendur landanna. Olíklegt þykir mér, að síld sem klekst út við Nor- egsströnd og elst þar upp skreppi til íslands í kui’teisisheimsókn. Nei, hún er í ætisleit. Ef Norðmenn hefðu verið skyn- samir og gleymt hugtakinu ofveiði, og veitt eins mikið af síld síðustu þrjátíu árin og þeim var mögulegt að veiða, þá færi síldin ekki í ætis- leit um Átlantshafið og þaðan af síður alla leið til Islands. Þeir hefðu losnað við deilur um kvóta við aðrai’ þjóðir um veiðar úr eigin stofni, ef þeir hefðu haft þor til að veiða sinn síldarstofn að þeim álagsmörkum sem að ofan greinir. Það eru skelfileg mistök að halda því fram að hægt sé að geyma fiskinn í hafinu, þegar nátt- úran sjálf er algerlega lokuð bók fyrir mannkyninu. Þessu má líkja við bónda sem setur á eitt þúsund fjár, en hefur enga möguleika á fóðri fyrir meira en eitt hundrað. Góð samlíking fæst við hafbeit á laxi, þar gleypir náttúran sjálf á ársgrundvelli 85-99% af þeim laxi, sem í haf- * ið er settur til eldis. Meðaltals heimtur eru því aðeins fimm til sjö fiskar af hverjum eitt hundrað, sem í sjó er sleppt. Skynsamleg nýting verður ekki til með boðum og bönn- um, það er fullreynt. Vemdaðir fiski- stofnar hrynja þrátt fyrir engar veiðar. Við sjáum hrun í mörgum stofnum, svo sem síld, ' rækju, grálúðu, ufsa, ýsu, humri og mörgum fleiri þrátt fyrir veiði- takmarkanir undanfarin 20 til 30 ár. Þá fiskveiðistjómun sem er á íslandi nú verður aldrei sátt um, einfaldlega vegn þess að fiskistofn- ar stækka og minnka af náttúra- Fiskistofnar Það eru skelfíleg mis- tök, segir Hrólfur S. Gunnarsson, að halda að hægt sé að geyma fiskinn í hafinu. legum og veðurfarslegum ástæð- um. Það gerist þrátt fyrir engar veiðar. I núverandi kvótakerfi hafa út- gerðarmenn verið að einbeita sér að veiðum í ákveðna fiskistofna, sumir í uppsjávartegundir og aðrir í einstaka botnfisktegundir. Verði náttúralegt hran í einhverjum stofni, þýðir það fall viðkomandi útgerðar, sem hefur einhæft sig of mikið vegn núverandi kvótakerfis við ákveðna fisktegund, og hefur ekki möguleika á að kaupa sig inn í keifið aftur. Sú besta veiðistýring sem til er og verður alltaf um ókomin ár er markaðslögmálið. Vegna þess að eina stjórntækið, sem til er, eru peningar þá ber að nota þá til veiðistýringar og til innheimtu auð- lindagjalds með hjálp fiskmarkaða. Til er máltæki: betri er krókur en kelda. I keldunni leynist kvótakerf- ið, og svamla nú allir stjómmála- flokkar á Islandi þar. Nýjasta út- spil í’íkisstjómarinnar er trúboðinn S Ragnar Árnason, sem boða skal heimsbyggðinni fagnaðarerindið íslenska kvótakerfið, sem aldrei verður sátt um. Höfundur er skipstjóri. Hrólfur S. Gunnarsson Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. azuvi flísar mm Stórhöfða 17, við Gullinbrú, s. 567 4844. www.flis@fliS.is • netfang: flis@itn.is FIAT Ný hugsun... MAREA WEEKEND Fallegur, rúmgóður fjölskyldubíll á 1,550.00n Istraktor BÍLAR FVRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍIVIi 5 400 800 nnnn PALIO WEEKEND ABS, loftpúðar, mikil veghæð Frábær ferðabíll á 1.260.000 ítölsk snilld, gríðarlegt pláss, ótrúlegt verð. 6 manna bíll á 1.590.000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.