Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleikar „K & K Experimentalstudio“ í Norræna húsinu Samtal milli leikinnar tón- listar og hljóða af bandi Morgunblaðið/Þorkell CAMILLA Söderberg með stærstu flautuna sína, kontrabassablokkflautuna, ásamt hjónunum Dieter Kauf- mann og Gundu König. 011 koma þau fram á tónleikum undir yfirskriftinni „Hljómar frá Vín“ í kvöld. AUSTURRÍSKA tónskáldið Dieter Kaufmann, leikkonan Gunda König og Camilla Söderberg blokk- flautuleikari flytja verk eftir þann fyrstnefnda á portrett-tónleikum undir merkjum „K & K Ex- perimentalstudio“ í Norræna hús- inu í kvöld kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er „Hljómar frá Vín“ og þar verða flutt fimm verk eftir tónskáldið; fyrir rödd, blokkflautur, tónband, skyggnur og píanó. „Petta er nýtt listform, eins konar samtal milli leikinnar tónlistar og hljóða sem spiluð eru af bandi,“ segir Dieter Kaufmann. Fugl fyrir utan glugga kallast á við hljóðfærin Samvinna þeirra Kaufmanns og Gundu König hófst á áttunda ára- tugnum. Saman stofnuðu þau „Das K & K Experimentalstudio" árið 1975, með það fyrir augum að gera tilraunir með ýmis tjáningarform á sviði tónlistar og leiklistar. „Við byrjuðum á því að búa til tónlistar- leikhús á grundvelli raftónlistar," segir hann og bætir við: „svo giftist ég leikkonunni!" Allar götur síðan hafa þau hjónin unnið saman að því að tefla saman þessum listgreinum. Þau hafa einnig fengið til liðs við sig fjölda annarra listamanna; tón- skáld, tónlistarmenn, rithöfunda og myndlistarmenn, sem hafa unnið með þeim að framleiðslu og úr- vinnslu verka sem þau hafa flutt í fiestum löndum Evrópu og í Norð- ur- og Suður-Ameríku. Verkin sem hljóma á tónleikun- um í Norræna húsinu í kvöld spanna tímabilið frá upphafi sam- starfs þeirra hjóna og fram til dagsins í dag. Kaufmann segir að gegnumgangandi í verkunum séu andstæðurnar menning og náttúra. Eitt þeirra, Camilla, fyrir blokk- flautur og tónband, varð til árið 1977 þegar Camilla Söderberg og eiginmaður hennar, Snorri Snorra- son, voru gestkomandi á heimili tónskáldsins og leikkonunnar í Kárnten í Austurríki. „Við vorum að taka upp flautu- og gítarleik þeirra í stúdíóinu. Glugginn var op- inn og fyrir utan var fugl sem kall- aðist á við hljóðfærin," segir Kauf- mann, en auk þess blandaðist inn í upptökuna hljóð úr flugvél sem flaug yfir meðan á víxlsöng fugls- ins og hljóðfæranna stóð. Á tón- leikunum í kvöld mun Camilla einnig spila á sex flautur, stórar og smáar. Fyrirlestur um raftónlist í Tón- listarskólanum í Reykjavík Vinskapur þeirra Camillu og Kaufmanns nær enn lengra aftur en hún var á sínum tíma nemandi hans í raftónlist í Tónlistarháskóla Vínar- borgar. Síðan hafa þau haldið sam- bandi en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands. Camilla segii- skemmtilegt að fá loks tæki- færi til að kynna þessa hlið raftón- listar íyrir íslenskum áheyrendum. Dieter Kaufmann er virt tónskáld í heimalandi sínu og hefur samið fjölda tónverka, m.a. hljómsveitar- verk, kórtónlist, píanókonsert og óperu en sérgrein hans er raftón- list. Hann er yfirmaður raftónlistar- deildar Tónlistarháskóla Vínarborg- ar og prófessor í tónsmíðum við sömu stofnun. Á morgun, fóstudag, heldur hann fyrirlestur í Tónlistar- skólanum í Reykjavík um raftónlist og starfsemi deildarinnar sem hann veitir forstöðu. Fyrirlesturinn ber heitið „On acusmatic art“. Styrktartón- leikar fyrir Töfraflautu Mozarts TIL stendur að setja upp Töfra- | flautu Mozarts á Austurlandi í júní 1 næstkomandi. I fi-éttatilkynningu I segir að þetta sé gífurlegt fi-amtak og þurfi margar viljugar hendur og hálsa til að vinna svo mikið þrek- virki. Ekki síst þurfi að afla fjár til þess að geta borgað þeim atvinnu- listamönnum og iðnaðarmönnum ' sem að sýningunni koma. Drjúgur hluti af söngnemendum Keith Reed mun syngja hlutverk í sýningunni og eru nokkrir þeÚTa nú að leggja af stað í söngferðaleg um Austfirði um næstu helgi, bæði til að I kynna sig, Töfraflautuna og afla fjár í fyi'irtækið. Söngdagski-áin verður fyrst flutt í Hafnarkirkju á Hornafirði á föstu- dagskvöldið kl. 20. Á laugardeginum verða tvennir tónleikar, fyrst í Djúpavogskirkju kl. 14, síðan í Stöðvarfjarðarkirkju kl. 18. Á sunnudeginum syngur hópurinn í Valhöll, Eskifirði, kl. 14 og lýkur l þessari tónleikaferð með tónleikum í Egilsstaðakh-kju kl. 18. ---------------- Fyrirlestur um ljósmyndun EFNT verður til fyrirlestrar um „pinhole" ljósmyndun á Ljósmynda- safni Reykjavíkur, Borgartúni 1, á morgun, föstudag, kl. 19.30. í þessum fyi’irlestri verður greint frá því, sem og rætt um sögu „pin- j hole“-ljósmyndunar, tæknilegar hlið- » ar hennar, hvernig hægt er að smíða sér slíkar vélar og sýnd dæmi um „pinhole“-ljósmyndir. Fyrirlesari er Vilmundur Ki’ist- jánsson en hann hefur fengist við ljósmyndun í áratugi og sérstaklega tekist á við „pinhole“-ljósmyndun síðastliðin 12 ár. Hann hefur haldið einkasýningu með „pinhole“-ljós- L myndum og jafnframt tekið þátt í fjölda samsýninga. Aðgangur er ókeypis. Frammistaða Kristins Sigmundssonar í Kölnaróperunni „Hann fókk öll húrrahrópin“ „PAÐ var svo greinilegt að um leið og Kristinn kom einn á sviðið þegar klappað var upp þá ætlaði allt að tryllast í salnum. Hann fékk öll húrrahrópin - fólk gerði sér alveg grein fyrir hans stórkostlegu frammistöðu," segir Gerður Gunn- arsdóttir, fiðluleikari í Giirzenich- hljómsveitinni, sem leikur í upp- færslu Kölnaróperunnar á Parsífal eftir Richard Wagner. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær fékk Kristinn Sigmunds- son bassasöngvari betri viðtökur en nokkru sinni fyrr þegar hann þreytti frumraun sína í hlutverki Gúrnemanz í Parsífal, þegar verkið var frumsýnt í Köln á páskadag. Aftur á móti var leikstjórinn bók- staflega púaður niður þegar hann gekk á sviðið. Ákveðnir óperugestir sem láta skoðanir sínar óspart í ljósi Leikstjórinn, Gúnter Kramer, sem jafnframt er óperustjóri, er að sögn Gerðar mjög umdeildur. „Hann er ekki tónlistarmaður, held- ur leikhúsmaður - og góður sem slíkur - en hann hefur ekkert vit á tónlist." Hún segir þetta raunar ekki í fyrsta skipti sem hann fái slíkar viðtökur óperugesta í Köln, sem hún segir afar ákveðna í sínum dómi og láti hann óspart í ljósi. „Það var fyrir um einu og hálfu ári að það var verið að flytja Elektru eftir Strauss. Þá mynduðust hreinlega tvær fylkingar í salnum, þeirra sem voru óánægðir og hinna sem voru hrifnir af sýningunni. Hinar ósam- mála fylkingar púuðu hvor á aðra, önnur hrópaði að hin ætti ekkert með að hrópa húrra og öfugt,“ segir hún. Mikil vinna að baki Sjálf segist Gerður ekki vera dómbær á hvemig til hafi tekist með uppfærsluna, því þar sem hún spilar í henni hefur hún jú ekki séð hana á sviði. Hún segir þó alveg greinilegt að Kristinn hafi lagt mikla vinnu í sitt hlutverk. „Og nú var hann að uppskera. Ég óska hon- um þess að hann komist að með góðum mönnum og fái virkilega verðuga meðhöndlun - og ég sé al- veg að það eigi eftir að koma,“ segir hún. Mikil spenna hefur ríkt að undan- förnu milli hljómsveitarinnar og stjómandans, Graeme Jenkins, sem nýlega var ráðinn sem aðalstjórn- andi. Gerður segir langa sögu þar að baki, sem hún sjái ekki ástæðu til að rekja. I stuttu máli sagt þyki hljómsveitinni hann einfaldlega ekki nógu góður stjórnandi og því sé hún á móti ráðningu hans. Umfjöllun Kölner Stadt-Anzeiger um Parsífal Sigur fyrir hljómsveit- ina og söngvarana „PÁSKASUNNUDAGS ársins 1999 mun verða minnzt í annálum Köln- aróperunnar sem stórkostlegs dags fyiTr Gúrzenich-hljómsveitina," seg- ir í upphafi ýtarlegrar umfjöllunar dagblaðsins Kölner Stadt-Anzeiger um Parsífal-uppfærslu óperunnar, þar sem Kristinn Sigmundsson var meðal aðalsöngvaranna. Uppfærsl- an er sögð sigur fyrir hljómsveitina og söngvarana, en í umfjölluninni er allmiklu púðri eytt í að reyna að skilja hvers vegna áheyi’endur tóku leikstjóranum eins illa og raun bar vitni. Túlkun hljómsveitarinnar á tón- list Richards Wagners er sögð magnþrungin. „Hvað sem nokkru sinni hefur verið vert að vita, spenn- andi og fallegt við tónlist Wagners, hljómaði með undursamlega skýr- um hætti úr [hljómsveitar-Jgryfj- unni.“ Spilamennskan er sögð fram- úrskarandi, bæði hvað varðar tæknilega snilli hljómsveitarmeðli- manna, tilfinningalega innlifun þeirra og hæfni til að miðla undrum tónsmíða Wagners til áheyrenda. „Þetta var sannarlega stórmerki- legur Wagner-heimur." Á undan þessari frumsýningu Parsífals í Köln munu hafa gengið ýmsar sögur af samskiptum nýskip- aðs aðalhljómsveitarstjóra Gúrzen- ich-sinfóníuhljómsveitarinnar, Gra; eme Jenkins, við meðlimi hennar. I þessu samhengi ber að skilja orð höfundar gi’einarinnar í Kölner Stadt-Anzeiger, sem skrifar: „Þar sem Gúrzenich-hljómsveitin bauð upp á annan eins viðburð (...) hlýtur manni að leyfast að spyrja ofurkurt- eislega, hvort ekki hafi verið ein- hver til viðbótar, sem rekinn var áfram af ábyrgðar-, skyldu- og frammistöðukrafti. Jú, víst kom hljómsveitarstjóri við sögu: Graeme Jenkins." Af krafti og öryggi í lok sýningarinnar uppskáru hljómsveitarstjórinn og hljómsveit- in flóðbylgjur fagnaðarláta, en mað- urinn sem bar ábyrgð á uppfærsl- unni sjálfri, leikstjórinn Gúnter Krámer, þurfti að sætta sig við að vera hrópaður niður. Og það víst NÝVERIÐ var haldin listastefna í Sollentuna, sem er 20 km fyrir utan Stokkhólm. Nýlistasafnið í Reykja- vík tók þátt í þessari stefnu óg fóru 2 fulltrúar safnsins, þau Magnús Sigurðarson og Ósk Vilhjálmsdótt- ir, út með kynningarefni. Ferðin var styrkt af Nordisk Konst och Konstindustri Kommitte (NKKK). Kynningarefni Nýlistasafnsins var í alls ekki í fyrsta sinn; slík hafi við- brögð áheyrenda verið allt frá því Krámer stýrði fyrst slíkri Parsifal- uppfærslu í marz 1997. Eru þessi neikvæðu viðbrögð útskýrð með því að aðdáendur verka Wagners séu minna opnir fyrir framúrstefnuleg- um nútímasviðsetningum en aðdá- k endur annarra meistara óperubók- menntanna. Miklu lofsorði er hins vegar lokið I á söngvarana. í aðalhlutverkunum voru Dalia Schlaechter, Han-y Peeters, Heinz Kruse og Kristinn Sigmundsson. Kristinn er sagður hafa sungið hlutverk Gurnemanz „af krafti og öryggi“. Loks fær kór- inn sinn skammt af lofi, enda er kraftmikill kór nauðsynlegur öllum áhrifaríkum Wagner-uppfærslum. formi listaverkakorta. Safnið gaf öllum félögum sínum kost á að kynna sig á þann hátt. 85 kort voru prentuð og þeim dreift ásamt nýj- um upplýsingabæklingi um safnið. Tilgangurinn var tvíhliða, annars vegar að kynna safnið og starfsemi þess og hinsvegar að kynna þá lista- menn sem að safninu standa. Fé- lagar eru nú um 170 talsins. Islenskir listamenn á listastefnu í Stokkhólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.