Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meirihluti hreppsnefndar V-Landeyja Ekki frekari aðgerðir SAMPYKKT var tillaga meirihluta hreppsnefndar V-Landeyjahrepps á hreppsnefndarfundi í fyrradag, þess efnis að ekki væri ástæða til frekari aðgerða af hálfu hreppsnefndar vegna óskar níu íbúa hreppsins um opinbera rannsókn ríkislögreglu- stjóra á því hvort átt hafi sér stað meint brot fyrrverandi oddvita hreppsins, Eggerts Haukdals, sem varða við almenn hegningarlög, bók- haldslög, sveitarstjórnarlög, stjórn- sýslulög og skattalög. Brynjólfur Bjarnason oddviti seg- ir að rökin fyrir tillögu meirihlutans séu byggð á skýrslu endurskoðanda ársreiknings hreppsins fyrir árið 1997 þar sem skýringar komi fram á málinu og því sé engin ástæða fyrir opinbera rannsókn ríkislögreglu- stjóra. Tillaga minnihlutans, þess efnis að hreppsnefnd færi fram á það við rík- islögreglustjóra að hann yrði við ósk íbúanna og flýtti rannsókninni var felld. Tillögur meiri- og minnihlutans voru lagðar fram vegna bréfs ríkis- lögreglustjóra þar sem saksóknari hjá efnahagsbrotadeild embættisins óskaði eftir afstöðu hreppsnefndar vegna beiðninnar auk frekari gagna. Oddviti segir að ríkislögreglustjóri muni fá umbeðin gögn og það verði að vera verk hans að meta hvort ástæða sé til opinberrar rannsóknar út frá þeim gögnum sem hann hefur í höndunum. begar hljómtaekl sklpta máll Magnari: 2 x 100W RMS • Utvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing • RDS Þriggja diska spilari • Hátalarar þriskiptir: 100W -17 sm bassi • Power Bass Magnari: 2x100W RMS • Utvarp með 24 stöðva minni • Sound Morphing • RDS Þriggja diska spilari • Hátalarar þríkiptir: 100W - 16 sm bassi • Power Bass Lógmúlo 8 * Sími 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Heilsuræktarráðstefna Menntun skapar traust Jónína Benediktsdóttir Heilsuræktarráð- stefna verður hald- in í Digranesskóla um næstu helgi en það er FIA einkaþjálfaraskólinn sem stendur að ráðstefn- unni. Jónína Benedikts- dóttir hefur séð um skipu- lagningu ráðstefnunnar. „Pessi ráðstefna er stærsta heilsuræktarráð- stefna sem haldin hefur verið hér á landi. Hún er þríþætt, kennsla fer fram í þoifimi og spinning og síð- an eru fyrirlestrar um stjórnun líkamsræktar- stöðva." - Hvers vegna var ákveðið að híikhi ráðstefnu sem þessa hér á landi? „Hreyfing, hollt matar- æði og nægur svefn er besta forvöm sem til er. Sænska rannsóknin Liv 90 leiddi í ljós að það eru einungis um 8% Svía sem stunda reglulega líkamsrækt. Ég tel líklegt að þessar tölur séu svipaðai- hér á landi og er þess fullviss að aukin fræðsla og menntun í heilsurækt skili sér margfalt til baka. Með aukinni fræðslu og menntun eykst virðing fyrir þessu fagi sem ég tel að eigi heima innan heil- brigðisstéttarinnar. Heilbrigðis- ráðuneytið ætti að stuðla að auk- inni fræðslu og uppbyggingu leið- beinenda í líkamsræktarstöðv- um.“ - Hvernig er líkamlegt ástand Islendinga ef miðað er til dæmis við Svía? „íslendingar þurfa að slaka meira á og eftir að hafa búið í Sví- þjóð þá finnst manni allt á fleygi- ferð hér heima. Fólk er endalaust að ganga á varaforðann sinn. Jónína segir að starfsfólk lík- amsræktarstöðva þurfi að huga að því að andlegt ástand skiptir jafn miklu máli og það líkamlega. „Fólk getur verið í góðu líkam- legu formi en liðið illa á sálinni. Við hjá Planet Pulse höfum lagt áherslu á að þegar fólk gengur út frá okkur sé það ekki einungis í góðu líkamlegu foi-mi heldur sé það í andlegu jafnvægi líka. Hjá okkur er enginn hávaði, góður tími fer í öndun og slökun og við leggjum áherslu á jóga og að við- skiptavinirnir fái slökunarnudd í pottunum hjá okkur.“ - Hver telur þú að ástæðan sé fyrir því að fleiri stunda ekki reglulega líkamsrækt? „Ef fólk endist í heilsurækt meira en 3 mánuði er líkamsrækt orðin að lífsstíl. Margar líkams- ræktarstöðvar hérlendis hafa hins vegar boðið upp á skamm- tímamarkmið í heilsurækt. Þau geta skaðað meira en byggt upp. Þegar fólk er alltaf að byrja og hætta í líkamsrækt missir það sjálfstraustið og það er eingöngu hægt að njóta þess að stunda heilsurækt alla ævi ef sjálfstraustið er fyrir hendi. Heilsuræktarstöðv- ar þurfa að ávinna sér traust almennings og menntun skapar traust.“ -Hvernig verður námskeiðið um helgina byggt upp? „Við fáum til okkar Henrik Withen en hann er einn af frum- kvöðlum í spinning (hjólatímum) og sá Evrópubúi sem hefur náð hvað lengst í kennslu á þessu sviði. Hann hefur einnig framleitt hjólin sín sjálfur. Henrik verður með spinning tíma og fer ítarlega í tæknina við að hjóla. Þá sýnir ►Jónína Benediktsdóttir er fædd á Akureyri árið 1957. Hún útskrifaðist sem íþróttafræðing- ur frá Mc-Gillháskólanum í Montreal árið 1981. Hún stofn- aði stúdíó Jónínu og Ágústu ásamt Ágústu Johnson árið 1986 og átti líkamsræktarstöðina Aktiverum í Helsingborg í Sví- þjóð frá 1993-1998. Jónína var valin Atvinnurek- andi ársins í Helsingborg árið 1997. Hún stofnaði heilsurækt- arstöðina Planet Pulse árið 1997. Jóm'na á þrjú börn. hann hversu mikil úthaldsþjálfun felst í spinning og í lok námskeið- isins verður hann með maraþon tíma.“ Jónína segir að fjórir íslenskir kennarar sem starfa erlendis verði kynntir á þessai-i ráðstefnu. „Þrír þeirra starfa nú á heilsu- ræktarstöðinni Aktiverum sem ég rak í Svíþjóð um árabil. Þetta eru þau Anna Sigurðardóttir sem er margfaldur Islandsmeistari í samkvæmisdönsum sem mun kenna allt það nýjasta í þolfimií- þróttinni og Gunnar Már Sigfús- son sem er sérfræðingur í palla- tímum. Hann mun kynna nýjung sem felst í að hver og einn notar tvo palla í einu. Hann verður einnig með einfalda stepptíma fyrir þá sem vilja. Þá mun Gísli Símonarson sem er frumkvöðull í spinning verða gestur okkar. Hann hefur sett af stað svokallað aldamótaspinning. Fólk sest á hjólin og Gísli sýnir á meðan bíómyndir sem hann hefur sjálfur framleitt. Þær miða að því að koma fólki í sérstakt huglægt ástand meðan það reynir á lík- amann í spinning." Að lokum verður Guðfinna Sig- urðardóttir með okkur en hún er framkvæmdastjóri stórrar stöðv- ar í Malmö og kennir þolfimi víða um Evrópu." Að lokum segir Jónína að nokkrir fyr- irlestrar verði um stjórnun og rekstur, markaðssetningu og mannleg samskipti. „Við ætlum að tala um aðra hlið á heilsurækt þ.e. fara í það hvernig ferlið á að vera frá því að við- skiptavinurinn kemur á heilsu- ræktarstöð og þangað til hann er kominn í gott fonn. Við förum inn á markaðssetningu á líkamsrækt, sölu og gæðaeftirlit." Ráðstefnan í Digranesskóla er öllum opin og nánari upplýsingar um hana er að finna á Netinu. Slóðin er www.planetpulse.is/fia Fólk gengur endalaust á varaforðann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.