Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 76
BtiNAOARBANKINN VERÐBRÉF ÖRUGG ÁVÖXTUN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Albert Ó. Geirsson íbúðarhús brann til kaldra kola IBUÐARHÚSIÐ að Heyklifi á Kambanesi við sunnanverðan Stöðvarfjörð brann til kaldra kola í gær. Ábúendur voru ekki heima er eldurinn kom upp. Tilkynnt var um eldinn um há- degi í gær. Þá var húsið alelda og þegar slökkviliðið kom að var það nánast brunnið til kaldra kola. Húsið var tvflyft bárujárns- klætt timburhús á steyptum sökkli. Eldsupptök eru ókunn en þeir sem fyrstir komu að töldu að eldurinn hefði komið upp í kjall- ara hússins. Skipulags- og umferðarnefnd borgarinnar V eitingastaður í Hlj ómskálagarð- inum í athugun HUGMYND um veitingastað í Hljómskálagarðinum austan við Bjarkargötu hefur verið lögð fram í skipulags- og umferðarnefnd. Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, for- manns nefndarinnar, er um að ræða lágreistan glerskála og er einnig gert ráð fyrir veitingaaðstöðu ut- andyra. „Það er búið að leggja fram hug- myndir um hugsanlegan skála sem hugsaður er sem fjölskyldustaður í Hljómskálagarðinum og er þá aðal- lega verið að hugsa um svæði neðan við trjálundinn austan við Bjarkar- götu,“ sagði Guðrún. „Þetta er hug- mynd sem kviknar hjá fólki, sem vill með einhverjum hætti að Hljóm- skálagarðurinn verði meira lifandi og laði fleiri að. Því miður er hann ekki mikið notaður af einhverjum ástæðum." Visst öryggi Guðrún sagði að skipulags- og umferðarnefnd hefði nýlega verið á ferð í Parísarhéraði til að skoða m.a. lystigarða og fjölskyldugarða sem nýlega hafa verið endurbættir. „Þar er allsstaðar boðið upp á einhvers- konar veitingarekstur og þjónustu," sagði hún. Benti hún á að visst ör- yggi fælist í að einhver starfsemi væri í garðinum en ítrekaði að eng- in ákvörðun hefði enn verið tekin. „Satt að segja höfum við haft óhyggjur af því að Hljómskálagarð- urinn og aðrir garðar séu lítið not- aðir af almenningi," sagði Guðrún. „Það væri mjög gaman að taka Hljómskálagarðinn og Tjarnar- svæðið fyrir og skoða í heild sinni.“ Skemmtileg hugmynd Engin ákvörðun hefur verið tekin um stærð glerskálans og sagði Guð- rún að næsta skref væri að kanna hvort rétt væri að skoða þessa hug- mynd nánar. Að þeirri athugun lok- inni yrði unnið betur með stærð skálans og staðsetningu. „Satt að segja var þessi hugmynd sem lögð var fyrir mjög skemmtileg," sagði hún. „Þetta er lítið hús og ef menn halda að þarna geti verið hugguleg- ur skemmtistaður með næturum- ferð þá er þetta ekki staður fyrir slíkt. Þarna gæti verið hádegisverð- ar-, kaffi- og kvöldverðarstaður en það hefur ekki verið útfært." Guðrún sagði að hugmyndin yrði rædd frekar innan borgarkerfisins á næstunni og ef borgaryfirvöldum litist vel á yrði hún kynnt almenn- ingi. „Þetta er gi-ænt svæði og snertir ekki eingöngu nágrannana," sagði hún. „Hljómskálagarðurinn er sameign borgarbúa." Morgunblaðið/Kristinn HUGMYND er uppi um að reisa glerskála í Hljómskálagarðinum. Myndin er tekin meðfram Skothúsvegi til vesturs að Bjarkargötu. Flóttamenn frá Kosovo væntanlegfir til Reykjavíkur síðdegis Allslausir eftir vosbúð og hrakninga síðustu Innsláttar- villa leiddi til lækkun- ar vísitalna YMIS mistök áttu sér stað meðal starfsmanna Verðbréfa- þings Islands og þingaðila í kringum viðskipti með hluta- bréf Haraldar Böðvarssonar 17. mars. Þetta er niðurstaða athugunar VÞÍ á umræddum viðskiptum sem áttu sér stað á genginu 4,18 á sama tíma og verð í undangengnum viðskipt- um og fyrirliggjandi tilboðum hafði verið um 5,12. Ljóst þykir að um innsláttar- villu viðskiptavinarins hafi ver- ið að ræða, en starfsmaður þingaðila setti umhugsunar- laust inn sölutilboð á gi'undvelli beiðninnar. Viðskiptin höfðu áhrif til lækkunar á lokagildi vísitalna sem með réttu hefðu átt að hækka þennan dag. ■ OUi lækkun/Bl RÁÐGERT er að flugvél Landhelg- isgæslunnar lendi í Reykjavík síð- degis í dag með 23 Kosovo-Albana, flóttamenn sem sóttir voru til Makedóníu. Vélin lagði af stað frá höfuðborginni Skopje undir kvöld- mat i gær og var höfð viðdvöl á grísku eynni Korfú í nótt. Þaðan átti að halda klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. „Fólkið hefur flest verið á ferð- inni og undir berum himni í fimm daga og síðan tvo daga til viðbótar í búðunum í Makedóníu. Það er alls- laust eftir hrakninga og vosbúð, hefur ekki annað en fötin sem það stendur í og það sem er með farang- ur hefur eitthvað smávegis í íþrótta- töskum," sagði Gréta Gunnarsdóttir sendiráðunautur um aðbúnað fólks- ins. Hún sagði því þörf fyrir fatnað, leikföng og annað slíkt þegar til ís- lands kæmi. Undir miðnætti í gær að staðar- tíma var fólkinu hleypt inn í flug- stöðvarbygginguna í Kérkira-á eyj- unni Korfú. Gréta sagði börnin hafa fengið sófa til að sofa á í nótt en full- orðna fólkið myndi halla sér með teppi þar sem hægt væri. Þá fékk fólkið hressingu og kvaðst hún vona að allir fengju nokkra hvíld áður en haldið yrði til Islands. Áhöfn Land- helgisgæsluvélarinnar fékk inni á hóteli í bænum. Flugvélin kom til Skopje um há- degisbil í gær, losaði hjálpargögnin og síðan voru valdir flóttamenn til Islandsfararinnar í samráði við stjórnvöld í Makedóníu og var fólkið ekki komið um borð í vélina fyrr en undir kvöld. Þá var ákveðið að halda til Korfú, en vegna ástandsins á Balkanskaga er mjög þrengt að flugleiðum og varð vélin því að fai'a um Grikkland á báðum leiðum. „Þetta er búinn að vera langur dagur af því við þurftum að bíða svo lengi vegna öngþveitis í Skopje. Við lögðum því alla áherslu á að komast þaðan og hér er miklu rólegra," sagði Tómas Helgason flugstjóri í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að mjög mikil flugumferð daga hefði verið í Skopje, vélar að fara til Þýskalands með fjölda flóttamanna og vöruflutningavélar að koma með hjálpargögn. Flóttafólkinu var boð- ið brauð og drykkjarföng og sagði Tómas að taka yrði meiri vistir áður en haldið yrði af stað til Islands. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kvaðst hafa verið feginn þegar hann fékk það staðfest að vélin hefði komist af stað frá Skopje. Sér hefði ekki hugnast að vélin yrði að hafa næturdvöl þar. Hann sagði ferðina hafa gengið áfallalaust og vonaðist til að heim- ferðin í dag yrði greið. ■ Tveggja ára/11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.