Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Stokkseyri
HINN 8. febrúar 1998 skrifaði
ég grein hér í blaðið sem hét
Stokkseyri eftir Arnes, en þar var
fjallað um sameiningu Glettings og
Harðfrystihúss Stokkseyrar (Ar-
nes hf.) og um við-
skilnað stjórnvalda,
þar á meðal þing-
manna, gagnvart HS.
Enginn af ráða-
mönnum hefur svarað
þeirri grein. Allir virð-
ast þeir hafa talið að
sjálfsagt væri að þégja
málið í hel. Það væri
eina ráðið við þeim
sannleika sem þar var
fluttur. Þessi mál
tengjast fiskveiðistefn-
unni og kvótabrask-
inu. Þar sem þau mál
eru ofarlega á baugi
þessa stundina skal
hér prjónað við.
I nefndri grein kom
fram hjá Sigurgeiri Bóassyni, lögg.
endurskoðanda, sem vitnað var til,
en hann skoðaði málið eftir samein-
ingu, og úttekt ríkisendurskoðun-
ar, að eignarhlutföll Glettings og
> HS hefðu átt að vera 50% hjá
hvoru fyrirtæki.
Við sameiningu voru hins vegar
notuð eignarhlutföllin Glettingur
64% HS 36%. Hvers konar útreikn-
ingar voru þetta? Það munar um
minna en þann mismun sem fram
kemur í þessum samanburði. Og
hvernig gátu „virtir aðilar" stundað
svona talnaleik í jafn þýðingarmiklu
máli sem sameiningu tveggja fisk-
vinnslufyiirtækja og útgerðar?
Málinu hafði verið vísað til ríkis-
endurskoðunar fyrir tilverknað
Árna Johnsen. Niðurstaða hennar
var; eignarhlutfoll Glettings 52%
HS 48%.
Samkvæmt niðurstöðum Sigur-
geirs Bóassonar og ríkisendur-
skoðunar virðast útreikningsmeist-
ararnir við sameininguna hafa ver-
ið úti að aka í vinnu sinnu, viljandi
eða óviijandi. Er ekki orðið mál að
draga þá til ábyrgðar þó seint sé?
Hér skakkar milljónatugum. Eg
reyndi að fá málið skoðað en það
virtist við ramman reip að draga.
Meðan á úttekt Ríkis-
endurskoðunar stóð
skrifaði ég henni eftir-
farandi bréf 8. maí
1992:
Ríkisendurskoðun
b.t. Sigurðar Þórð-
arsonar
Varðandi samein-
ingu Hraðfrystihúss
Stokkseyrar og Glett-
ings samlcvæmt sam-
tali okkar.
1. Nú stendur yfir
hjá stofnun þinni rann-
sókn á því hversu s.k.
veiðireynsla á utan-
kvótafiski frá Glettingi
er hátt metin við end-
anlega sameiningu
Glettings og Hraðfrystihúss
Stokkseyrar. Sýnist með ólíkindum
hve Hraðfrystihús Stokkseyrar er
þar hlunnfarið.
2. En þarf ekki líka að skoða og
sýna fram á að staða Hraðfrysti-
húss Stokkseyrar er m.a. miklu
lakari í sameiningunni vegna þess
að eignir þess voru ekki færðar
upp til verðlags um langt árabil?
3. Skömmu áður en til samein-
ingarinnar kom lýsti forstjóri
Byggðastofnunar því yfir á Stokks-
evri á fundi með hreppsnefndinni
að það væri útilokað að sameina
Hraðfi-ystihús Stokkseyrar og
Gletting vegna skuldastöðu Glett-
ings (1.200 milljónir). Taka þyrfti
Meitilinn með til viðbótar, sagði
hann. Þarf ekki í ljósi þessara orða
forstjórans að skoða hvernig emb-
ættismenn Byggðastofnunar unnu
að sameiningunni?
Af hverju var ekki Meitillinn
með?
Var númer eitt að hugsa um
Gletting?
Eggert
Haukdal
eftir Árnes
Sldpti Stokkseyri engu máli?
Auðvitað vora það mistök heima-
manna að þeir sem fóru með at-
kvæðin fyrir Stokkseyri sam-
þykktu allt sam kom frá embættis-
mönnum Byggðastofnunar. Að öðr-
um kosti var þeim hótað gjaldþroti.
Húsið gæti ekki staðið eitt og sér.
En hvers vegna voru ekki aðrar
sameiningarleiðir skoðaðar af hálfu
embættismanna Byggðastofnunar?
4. Meðan á samningaviðræðum
stóð báðu aðilar á Stokkseyri þing-
menn Suðurlands um stuðning í
málinu. Sá stuðningur er ókominn
enn.
Sameining
Stokkseyrarkvótinn,
segir Eggert Haukdal,
var seldur í burtu.
5. Eigendur Bakkafisks á Eyrar-
bakka skrifuðu Glettingi, Hrað-
frystihúsi Stokkseyrar og Byggða-
stofnun og minntu á sig og óskuðu
samstarfs í sameiningarmálum
þeim er Byggðastofnun vann að á
Suðurströndinni. Engir þessir aðil-
ar höfðu neitt við þá að tala. Engin
svör bárust. Hvers vegna svöruðu
ekki þessir aðilar og tóku Bakka-
fisk með sér í sameininguna? Hver
stjórnaði því? Vora það embættis-
menn Byggðastofnunar? Hefði
ekki verið hagkvæmast að vinna að
sameiningu og/eða samvinnu Hrað-
frystihúss Stokkseyrar og Bakka-
fisks annars vegar og Meitilsins og
Glettings hins vegar?
(í dag sést best að horfa hefði
átt til þeirra allra.) Er ekki frá-
sögnin hér að framan um milljóna-
tuga ónákvæmni í útreikningum,
að ekki sé meira sagt, dæmi um
hvað ráðamenn í þýðingarmiklum
stofnunum og sinnulitlir þingmenn
geta komið slæmu til leiðar fyrir
heil byggðarlög?
í frásögn Morgunblaðsins 29.
ágúst 1992 af úttekt ríkisendur-
skoðunar á sameiningu Glettings
og HS segir undir fyrirsögninni
„Hlutur Stokkseyrar hefði átt að
vera stærri". Arni Johnsen sagði
að meginmálið við sameiningu fé-
lagnna tveggja væri að hún hefði
tryggt byggðinni áfram lrvótann
sem félögin höfðu og þar með at-
vinnu. Ef Glettingur hefði verið
seldur af eigendum sínum eru all-
ar líkur á að kvóti þess félags
hefði horfið úr byggðarlaginu. „Að
öðru leyti má segja að þessar nið-
urstöður eyði þeirri óvild og tor-
tryggni sem upp var komin vegna
sameiningarinnar," sagði Arni.
Eru þessi orð Arna Johnsen frá
1992 orð að sönnu í dag? Nei, því
miður. Stokkseyrarkvótinn var
seldur í burtu. Fyrir löngu er eign
Stokkseyrar í Árnesi komin niður
undir 0. Það er mörg Breiðdals-
víkin.
Hinn 11. maí 1994 skrifaði ég 1.
þingmanni Suðurlands og sjávarát-
vegsráðherra eftirfarandi bréf:
Hr. Þorsteinn Pálsson
1. þm. Suðurlands.
Mér hefur borist til eyma að til
standi að selja togarann Jóhann
Gíslason frá Þorlákshöfn norður í
Eyjafjörð og með honum færi 2.000
lesta kvóti. Togarinn er raunar
löngu farinn úr Þorlákshöfn í leigu.
En að ætla að selja með honum
mikinn kvóta frá Stokkseyri. Það
er ekki lítil frétt. Fyrir áratug
sigldi Bjarni Herjólfsson norður í
Jand með mikla veiðireynslu
(kvóta). Hvað gerðu þingmenn
Suðurlands þá til að koma í veg
fyrii' það? Ég man eftir því að þá
bað ég alla ráðherra þeirrar ríkis-
stjórnar að láta það ekki gerast,
fresta því svo að ráðrúm fengist til
að koma í veg fyrir það slys. En
allt kom fyrir ekki. Slík mál voru
þá víða í uppnámi í héruðum en
flestir fengu þá aðstoð við að halda
Heldur þú að
C-vítamí-n sé rióg ?
NATEN
- er nóg!
£
c
o
fð
c
i
5
5
-/elina
Fegurðin kemur innan frá
Laugavegi 4, sími 551 4473
Laugavegi 40,
sími 561 0075.
Arkitekt, undir-
búningur, arkitekt
FYRIR hús okkar,
byggingarlist og sldpu-
lagsgerð er mikilvægt
að hönnun sé í góðum
höndum.
Samlcvæmt bygging-
arlögum geta efth*taldh’
faghópar fengið lög-
gildingu til hönnunar
mannvirkja: arldtektar,
byggingarfræðingar,
byggingarverkfræðing-
ar og byggingartækni-
fræðingar skv. nánari
sldlyrðum og takmörk-
unum er fram koma í
lögum og reglugerð.
Rétt til að sinna
skipulagsgerð geta öðl-
ast: arkitektar, skipu-
lagsfræðingar, landslagshönnuðir,
verkfræðingar og tæknifræðingar
skv. nánari skilyrðum í skipulags-
reglugerð.
Sá sem áritar sérappdrátt ber
ábyrgð á að sá hluti mannvirkis sem
sérappdráttur nær til sé gerður í
samræmi við lög og reglugerðir um
byggingarmál. Sá sem undiiritar að-
aluppdrátt ber ábyrgð á að samræmi
sé milli einstalcra sérappdrátta ann-
ars vegar og aðaluppdráttar hins
vegar. Það snýr allt að hönnun.
Ofangreindir aðilar hafa misjafn-
ar forsendur til að fást við bygging-
arlist en þeir eiga það sammerkt að
þekkja til tæknilegrar hliðar bygg-
ingaframlcvæmda.
Arldtektar hafa mik-
ilvæga sérstöðu í þess-
um hópi. Hún felst í
þrígreiningu nálgunar
við byggingarlistina.
Þrígreining nálgunar
felst í því að í námi og
starfl era tæknilegar
forsendur einn þáttur
nálgunar við bygingar-
listina, annar þáttur er
félagslegur og sá þriðji
er listrænn. Þessi þrí-
þætting nálgunarinnar
er nauðsynleg fosenda
íyrir því að ná með
byggingu til allra þarfa
mannsins. Vægi þess-
ara þriggja þátta þarf
ekki að vera jafnt en
þeir þurfa alltaf að vera fyrir hendi
í einhverjum mæli. Virðing þessa
lögmáls byggingarlistarinnar skilur
milli tómleika og innihalds.
Áður en gengið er til hönnunar
þarf að fara fram ýmiss konar und-
irbúningur. Við undirbúning ráðast
oft hlutir sem hönnun byggist á og
ekki er ráðrám til að leiðrétta eftir
að hún hefur hafist. Ef hönnunar-
tími er takmarkaður gefst hönnuð-
um oft ekki kostur á að hlutast til
um ákvarðanir sem teknar vora á
undirbúningsstigi.
Jafnfi'amt því sem löggjöfin ætl-
ar hönnuðum ákveðið hlutverk í
hönnunarferlinu sem lýtur að því
að fylgja eftir tæknilegum ákvæð-
Hönnun
Undirbúningur mann-
virkja er vanræktur
þáttur í okkar landi,
segir Geirharður
Þorsteinsson, að því
leyti er varðar
byggingarlist.
um laga og reglugerða hafa arki-
tektar sett sér það markmið að
gæta hags byggjanda eftir því sem
kostur er. Skólar arkiteta og siða-
reglur gera þessum þætti hátt und-
ir höfði.
Arkitektum er talsverð raun að
þeirri samkeppni um viðfangsefnin
sem þeh' þurf'a að halda úti við þá
sem gefa sig að húsahönnun á tækni-
legum forsendum eingöngu. En þai'
sem aridtektar standa nú frammi
íyrir veraleika sem löggjafinn hefui'
lagt fyrir þá eiga þeir ekki margra
kosta völ. Staðan er erfíð og mis-
kunnarlaus en úrræði era í höndum
þeiira sjálfra. I þessari stöðu er
arkitektum einn kostur fær, hann er
að sýna hvað skiptir máli, hvað kem-
ur að gagni fyrh' vellíðan manna og
metnað til að búa jöfnum höndum
við hófsemi og reisn.
Geirharðui'
Þorsteinsson
skipum sínum. Sú hjálp kom ekki
til Suðurlands.
Ætla þingmenn Suðurlands nú
að láta þetta yfir sig ganga? Spor
Bjarna Herjólfssonar hræða. Var
ekki nóg að gert hjá þingmönnum
Suðurlands þegar þeir létu af-
skiptalaust að Stokkseyri var rást-
uð af embættismönnum með sam-
einingu Hraðfrystihúss Stokkseyr-
ar og Glettings. Ég hef í gær á
fundi í stjórn Byggðastofnunar
lagt fram tillögu þar sem farið er
fram á rannsókn á sameiningar-
málum Hraðfrystihúss Stokkseyr-
ar og Glettings. Jafnframt spurðist
ég fyrir og mótmælti þeim vinnu-
brögðum sem verið væri að fram-
kvæma hjá Árnesi. Ég fer eindreg-
ið fram á og treysti því að 1. þing-
maður Suðurlands og sjávarátgs-
ráðherra haldi án tafar fund þing-
manna Suðurlands, þar sem skoð-
aðar vei'ði leiðir til að leiðrétta að-
gerðir stjórnvalda í atvinnumáium
Þorlákshafnar og Stokkseyrar
þannig að komið verði í veg fyrir
það gerræði sem nú er í bígerð
með kvótasölu frá svæðinu. Fund-
urinn var aldrei haldinn.
Er ekki ástæða fyrir þá þing-
menn Suðurlands sem nú leita
endurkjörs og lögðu blessun sína
yfir hvernig að sameiningu Glett-
ings og HS var staðið að skýra
kjósendum frá framgöngu sinni í
málinu?
Það hefði verið rétt við samein-
ingu Glettings og HS (og raunar
fyrr Bjarni Herjólfsson) að horfa á
alla fiskverkun og útgerð í Þorláks-
höfn, Eyi-arbakka og Stokkseyri og
leysa málin með heilindum til heilla
fyrir allt svæðið. Minnast um leið
allra þeirra með aðdáun sem um
áratugi og enn í dag hafa barist við
ægisdætur og fært björg í bú á
Suðurströndinni. Það eru hinir eig-
inlegu sægreifar.
Það hefði verið í anda Egils
Thorarensen, foi’ystumanns vél-
bátaútgerða í Þorlákshöfn, að sjá
fiskverkun og útgerð allra þorp-
anna í Árnessýslu í góðri samvinnu
eða sameiningu blómgast og bless-
ast til heilla sunnlenskum byggð-
um.
Höfundur er fv. ulþingisniaður.
Undirbúningur mannvirkja er
vanræktur þáttur í okkar landi að
því leyti er varðar byggingarlist.
Algengast er að líta fyrst og fremst
tii tækni og fjármuna við undirbún-
ing en hyggja ekki sérstaklega að
heildargæðum fyrr en komið er að
hönnun sem er þá oft sett í tíma-
þröng með óraunhæfum kröfum um
vinnuhraða hönnuða.
Það er víða viðurkennt í þeim
löndum sem við berum okkur sam-
an við að sú sýn á hús og mann-
virkjagerð sem er sérgrein arki-
tekta þurfi að koma til áhrifa á
byrjunarstigi áætlana um byggingu
hvaða mannvirkis sem er.
Menn mega ekki líta svo á að
ráðgjafi gangi sjálfkrafa inn í hlut-
verk hönnuðar. Það má leiða góð
rök að því að heppilegra sé að ráð-
gjafi á byrjunarstigi og síðari hönn-
uður séu ekki sami maðurinn. Hér
er verið að benda á að ráðgefandi
aðstoð úr fagsviði arkitekta eykur
líkur á að byggingarmál fari í já-
kvæðan farveg og getur verið góð-
ui' undirbúningur fyrir val á heppi-
legum hönnuði eða nauðsynlegur
undirbúningur fyrir útboð árang-
ursríkrar samkeppni.
I skipulagsgerð þarf að sam-
ræma fjölmarga óskylda þætti. Þar
er um að ræða forsendur og nýt-
ingu landkosta, nýtingu útsýnis,
áhrif veðurs og samræmingu marg-
háttaðra tæknilegi'a þátta s.s.
gatnagerðar og veitukerfa en ekki
síst að leggja listræna hönd á mót-
un byggðarinnar sjálfrar.
Skipulagsgerð krefst góðs undir-
búnings eins og almenn mannvirki.
Engar fljótfundnai' lausnir leiða til
árangurs. Leiðin til góðrar hönnun-
ar er markviss undirbúningur.
Höfundur cr arkitekt íRcykjnvík.