Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Grunnskólar Snæfellsbæjar Sérstakt leiðbeinenda- námskeið Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Á MYNDINNI eru þeir Steinar Harðarson (t.v.) og Rafn Jónsson með Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR, á milli sín en þeir fyrrnefndu voru lielstu hvatamenn að því að undirskriftalisti með áskorun um opnun áfengis- verslunar fór af stað í byggðarlaginu. Afengisútsala opnuð í Lóninu á Þórshöfn Ólafsvík - Skortur á menntuðum kennurum á landsbyggðinni er löngu þekkt vandamál sem að jafn- aði hefur verið leyst með ráðningu leiðbeinenda. Til að mæta þörfum þessa hóps starfsmanna grunnskól- anna í Snæfellsbæ var í haust skipu- lagt í samvinnu Skólaskrifstofu Vesturlands og skólastjómenda sérstakt námskeið fyrir leiðbein- endur skólanna á Hellissandi, Lýsu- hóli og Óiafsvík, sem allir tilheyra Snæfellsbæ. Björn Þórðarson, kennslufulltrúi hefur yfírumsjón með námskeiðinu, sem nær há- punkti sínum með heimsókn leið- beinendanna í Kennaraháskólann síðar í vor. Að sögn Sveins Þórs Elínbergs- sonar, skólastjóra í Ólafsvík, hefur verið farið yfir ýmis fagleg vanda- mál tengd kennslu og skólastarfi, svo sem einelti, lestrarörðugleika og hegðunarfrávik af ýmsum toga og vandamál tengd mismunandi þroska nemendanna. Einnig eru kennd tæknileg atriði i kennslu eins og notkun tölvu, glærugerð og unn- ið með sérstök vandamál í hóp- vinnu. Meðal kennara námskeiðsins voru Guðrún Geirsdóttir, lektor í H.I. sem kynnti fjölgreindarhugtakið og kenningar Gardners um það, Elmar Þórðarson, talmeinafræðingur, sem fjallaði um sérkennslumál, þroska og fleira. Sálfræðingarnir Ásþór Ragnai-sson og Harpa Þórðardóttir töluðu um eineltismál og Bjöm Þrá- inn Þórðarson, kennslufulltrúi fór yfir ýmsa kennsluhætti og stjómaði sérstökum hópverkefnum. Námskeiði þessu, sem kostað er sérstaklega af Snæfellsbæ, er m.a. ætlað að ýta undir frekara nám leið- beinendanna og kynna þeim þá möguleika sem fólgnir eru í fjar- námi, en ávinningur er einnig fólg- inn í auknum kynnum þess hóps sem námskeiðið sækir. Þórshöfn - Áfengisútsala var ný- lega opnuð á Þórshöfn og var margt gesta við opnunina. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, afhenti hinum nýja versl- unarstjóra, Kristjáni Gunnars- syni, lyklana að versluninni og óskaði íbúum til hamingju með þessa viðbót við verslunina á staðnum, sem er vel staðsett, í verslunar- og þjónustuhúsnæði Lónsins ehf. í miðbænum. Vel var tekið á inóti Höskuldi Jónssyni og öðrum starfsmönn- um ÁTVR frá höfuðstöðvunum í Reykjavík en byrjað var á að fara í nýja íþróttahúsið þar sem leikinn var fótbolti. Heimamenn sýndu í verki að þeir hafa ekki slegið slöku við í boltanum því í leikslok var staðan 14-2 fyrir heimamenn, þrátt fyrir að meðal- aldur þeirra væri nokkru hærri en gestanna. Eftir heimsóknina í íþróttahús- ið var komið að formlegri opnun áfengisútsölunnar þar sem boðið var upp á veitingar og gestir tóku til máls. Höskuldi Jónssyni var afhent allsérstök rauðvíns- flaska; flaska nr. 1 af Langanes- víni í árgangi /98 en gefandinn, Jóhann A. Jónsson, upplýsti ekki hversu margar flöskur væru til í þeim árgangi. Höskuldur tjáði gestum að flaskan góða yrði vel geymd í höfuðstöðvum ÁTVR þar sem áhugafólk getur litið hana augum. Fyrstur staða með undir þúsund íbúum Þórshöfn er fyrsta sveitarfé- Iagið með íbúaljölda undir 1.000 manns sem fær leyfi fyrir áfeng- isútsölu en skilyrði fyrir slíku Ieyfi var að fólksfjöldi sveitarfé- laga væri ekki undir því marki. Heimamenn héldu áfram með málið þrátt fyrir þessa reglu því langt var að sækja þessa þjón- ustu og dýrt að versla í póst- kröfu. Næsta áfengisútsala vest- an við Þórshöfn er á Húsavík og í austurátt á Egilsstöðum en þar er um að ræða rúmlega 200 km vegalengd í hvora átt. Auk þess sáu menn fyrir sér að ef áfengis- verslun yrði opnuð á staðnum myndi það einnig styrkja aðra verslun á staðnum. Fyrir þrem árum fóru menn af stað með undirskriftalista í byggðarlaginu þar sem óskað var eftir að áfengisverslun yrði opnuð hér og í framhaldi af því fór fram kosning um málið um leið og forsetakosningarnar árið 1996. Um 80% íbúanna greiddu atkvæði með opnun áfengisútsölu og þáverandi sveitarsljórn vann einnig áfram í málinu. Þar með var komið ákveðið forskot hjá Þórshafnarbúum þar sem sam- þykki heimamanna Iá fyrir. Á síðasta ári varð hins vegar lagabreyting þar sem ákvæði urn þúsund manna íbúafjölda á bak við áfengisverslun var afnumið og þar með voru allar hindranir úr vegi lijá Þórshafnarhreppi. Það eru sjálfsögð réttindi lands- byggðarfólks að greiða sama verð og íbúar stærri byggðar- laga fyrir vörur, livort sem það er áfengi eða eitthvað annað. Ef tekið er dæmi af einum bjórkassa má segja að ein bjórkippa fari í fiutningskostnað ef pantað er í póstkröfu. Sú tíð er nú að baki og íbúar byggðarlagsins geta keypt bjórinn sinn í heimabyggð á viðunandi verði. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar ÁHUGASAMIR leiðbeinendur úr Snæfellsbæ. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Gengu þvert yfir landið Hnappavöllum - Að kvöldi 28. mars komu Einar Sigurðsson, Hofsósi, og Florian Piper, félagi hans, til byggða eftir að hafa geng- ið yfir landið þvert frá Ásbyrgi í Kelduhverfi og suður yfir Vatna- jökul niður Breiðamerkurjökul nið- ur á Breiðamerkursand. Það eru um 250 km sem þeir gengu á 15 dögum. Það voru fyrirtækin Vaude og 66 gráður norður sem styrktu þá fé- laga með margskonar fatnaði sem reyndist vel. Einnig gerði Piper at- huganir m.a. á næringargildi ýmiss konar matvæla og þurrmats í tengslum við verkefni sem hann vinnur að við menntastofnunina Scottish School of Sport Studies. Morgunblaðið/Karl Sigurgeii’sson ÞAÐ var reynt á sig í ísknattleik á Miðfjarðarvatni. Leikjadagur á Miðfj ar ðarvatni Hvammstanga - Það var mikið Ijör á Miðíjarðarvatni þegar nemendur úr öllum grunnskól- um héraðsins komu saman, á þriðja hundruð börn. Dagurinn var liður í leikja- og tómstunda- dögum og ákváðu stjórnendur skólanna, í Hrútafirði, Miðfírði, Hvammstanga og Vesturhópi að nýta góða veðrið og efna til sameiginlegrar útivistar. Á vatninu voru fímm vélsleðar sem drógu á eftir sér halarófu af glöðum börnum á sleðum, snjóþotum og uppblásnum dekkjaslöngum. Þá reyndu nokkrir kappar sig í ísknattleik en Miðfjarðarvatn er þekkt sem slíkt í fornsögum. í Grettissögu segir ítarlega frá knattleik á vatninu og lustu þar menn hver annan með knatttrjám. Nú voru aðeins saklausar plastkylfur og engar ýfíngar með leikmönnuni. Passíusálmarnir lesnir í gömlu kirkj- unni í Stykkishólmi Stykkishólmi - í fyrsta skipti var Hólmurum boðið upp á að hlusta á alla Pass- íusálma Hallgiúms Péturs- sonar lesna á fóstudaginn langa. Eftir að gamla kirkj- an í Stykkishólmi var end- urvígð í nóvember sl. skip- aði sóknarnefnd sérstaka rekstrarnefnd sem annast rekstur gömlu kirkjunnar. I rekstrarnefndinni eiga sæti Ólafur Kr. Ólafsson, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Þröstur Magnússon. Nefndin hefur áhuga á að nýta þetta 120 ára gamla guðshús sem búið er að gera svo fallegt. I þeim tilgangi fékk nefndin Lionsklúbbana í Stykkis- hólmi til samstarfs og stóðu þessir aðilar fyrir lestri Passíusálmana í gömlu kirkjunni á föstu- daginn langa. Alls skiptu 19 lesarar með sér að lesa sálmana fimmtíu. Fyrsta sálminn las Lái'us Kristinn Jónsson, fyrrver- andi hringjari og meðhjálpari, og síðasta sálminn las sóknarprestur- inn Gunnar Eiríkur Hauksson. Margir bæjarbúar og ferðamenn Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason MARGIR komu í gömlu kirkjuna í Stykk- ishólmi til að hlusta á lestur Passfu- sálmanna á föstudaginn langa. komu við í gömlu kirkjunni til að hlusta á lesturinn mislanga stund. Þessi nýbreytni í helgihaldi í Stykk- ishólmi um páska féll í góðan jarð- veg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.