Morgunblaðið - 08.04.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 08.04.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Grunnskólar Snæfellsbæjar Sérstakt leiðbeinenda- námskeið Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Á MYNDINNI eru þeir Steinar Harðarson (t.v.) og Rafn Jónsson með Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR, á milli sín en þeir fyrrnefndu voru lielstu hvatamenn að því að undirskriftalisti með áskorun um opnun áfengis- verslunar fór af stað í byggðarlaginu. Afengisútsala opnuð í Lóninu á Þórshöfn Ólafsvík - Skortur á menntuðum kennurum á landsbyggðinni er löngu þekkt vandamál sem að jafn- aði hefur verið leyst með ráðningu leiðbeinenda. Til að mæta þörfum þessa hóps starfsmanna grunnskól- anna í Snæfellsbæ var í haust skipu- lagt í samvinnu Skólaskrifstofu Vesturlands og skólastjómenda sérstakt námskeið fyrir leiðbein- endur skólanna á Hellissandi, Lýsu- hóli og Óiafsvík, sem allir tilheyra Snæfellsbæ. Björn Þórðarson, kennslufulltrúi hefur yfírumsjón með námskeiðinu, sem nær há- punkti sínum með heimsókn leið- beinendanna í Kennaraháskólann síðar í vor. Að sögn Sveins Þórs Elínbergs- sonar, skólastjóra í Ólafsvík, hefur verið farið yfir ýmis fagleg vanda- mál tengd kennslu og skólastarfi, svo sem einelti, lestrarörðugleika og hegðunarfrávik af ýmsum toga og vandamál tengd mismunandi þroska nemendanna. Einnig eru kennd tæknileg atriði i kennslu eins og notkun tölvu, glærugerð og unn- ið með sérstök vandamál í hóp- vinnu. Meðal kennara námskeiðsins voru Guðrún Geirsdóttir, lektor í H.I. sem kynnti fjölgreindarhugtakið og kenningar Gardners um það, Elmar Þórðarson, talmeinafræðingur, sem fjallaði um sérkennslumál, þroska og fleira. Sálfræðingarnir Ásþór Ragnai-sson og Harpa Þórðardóttir töluðu um eineltismál og Bjöm Þrá- inn Þórðarson, kennslufulltrúi fór yfir ýmsa kennsluhætti og stjómaði sérstökum hópverkefnum. Námskeiði þessu, sem kostað er sérstaklega af Snæfellsbæ, er m.a. ætlað að ýta undir frekara nám leið- beinendanna og kynna þeim þá möguleika sem fólgnir eru í fjar- námi, en ávinningur er einnig fólg- inn í auknum kynnum þess hóps sem námskeiðið sækir. Þórshöfn - Áfengisútsala var ný- lega opnuð á Þórshöfn og var margt gesta við opnunina. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, afhenti hinum nýja versl- unarstjóra, Kristjáni Gunnars- syni, lyklana að versluninni og óskaði íbúum til hamingju með þessa viðbót við verslunina á staðnum, sem er vel staðsett, í verslunar- og þjónustuhúsnæði Lónsins ehf. í miðbænum. Vel var tekið á inóti Höskuldi Jónssyni og öðrum starfsmönn- um ÁTVR frá höfuðstöðvunum í Reykjavík en byrjað var á að fara í nýja íþróttahúsið þar sem leikinn var fótbolti. Heimamenn sýndu í verki að þeir hafa ekki slegið slöku við í boltanum því í leikslok var staðan 14-2 fyrir heimamenn, þrátt fyrir að meðal- aldur þeirra væri nokkru hærri en gestanna. Eftir heimsóknina í íþróttahús- ið var komið að formlegri opnun áfengisútsölunnar þar sem boðið var upp á veitingar og gestir tóku til máls. Höskuldi Jónssyni var afhent allsérstök rauðvíns- flaska; flaska nr. 1 af Langanes- víni í árgangi /98 en gefandinn, Jóhann A. Jónsson, upplýsti ekki hversu margar flöskur væru til í þeim árgangi. Höskuldur tjáði gestum að flaskan góða yrði vel geymd í höfuðstöðvum ÁTVR þar sem áhugafólk getur litið hana augum. Fyrstur staða með undir þúsund íbúum Þórshöfn er fyrsta sveitarfé- Iagið með íbúaljölda undir 1.000 manns sem fær leyfi fyrir áfeng- isútsölu en skilyrði fyrir slíku Ieyfi var að fólksfjöldi sveitarfé- laga væri ekki undir því marki. Heimamenn héldu áfram með málið þrátt fyrir þessa reglu því langt var að sækja þessa þjón- ustu og dýrt að versla í póst- kröfu. Næsta áfengisútsala vest- an við Þórshöfn er á Húsavík og í austurátt á Egilsstöðum en þar er um að ræða rúmlega 200 km vegalengd í hvora átt. Auk þess sáu menn fyrir sér að ef áfengis- verslun yrði opnuð á staðnum myndi það einnig styrkja aðra verslun á staðnum. Fyrir þrem árum fóru menn af stað með undirskriftalista í byggðarlaginu þar sem óskað var eftir að áfengisverslun yrði opnuð hér og í framhaldi af því fór fram kosning um málið um leið og forsetakosningarnar árið 1996. Um 80% íbúanna greiddu atkvæði með opnun áfengisútsölu og þáverandi sveitarsljórn vann einnig áfram í málinu. Þar með var komið ákveðið forskot hjá Þórshafnarbúum þar sem sam- þykki heimamanna Iá fyrir. Á síðasta ári varð hins vegar lagabreyting þar sem ákvæði urn þúsund manna íbúafjölda á bak við áfengisverslun var afnumið og þar með voru allar hindranir úr vegi lijá Þórshafnarhreppi. Það eru sjálfsögð réttindi lands- byggðarfólks að greiða sama verð og íbúar stærri byggðar- laga fyrir vörur, livort sem það er áfengi eða eitthvað annað. Ef tekið er dæmi af einum bjórkassa má segja að ein bjórkippa fari í fiutningskostnað ef pantað er í póstkröfu. Sú tíð er nú að baki og íbúar byggðarlagsins geta keypt bjórinn sinn í heimabyggð á viðunandi verði. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar ÁHUGASAMIR leiðbeinendur úr Snæfellsbæ. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Gengu þvert yfir landið Hnappavöllum - Að kvöldi 28. mars komu Einar Sigurðsson, Hofsósi, og Florian Piper, félagi hans, til byggða eftir að hafa geng- ið yfir landið þvert frá Ásbyrgi í Kelduhverfi og suður yfir Vatna- jökul niður Breiðamerkurjökul nið- ur á Breiðamerkursand. Það eru um 250 km sem þeir gengu á 15 dögum. Það voru fyrirtækin Vaude og 66 gráður norður sem styrktu þá fé- laga með margskonar fatnaði sem reyndist vel. Einnig gerði Piper at- huganir m.a. á næringargildi ýmiss konar matvæla og þurrmats í tengslum við verkefni sem hann vinnur að við menntastofnunina Scottish School of Sport Studies. Morgunblaðið/Karl Sigurgeii’sson ÞAÐ var reynt á sig í ísknattleik á Miðfjarðarvatni. Leikjadagur á Miðfj ar ðarvatni Hvammstanga - Það var mikið Ijör á Miðíjarðarvatni þegar nemendur úr öllum grunnskól- um héraðsins komu saman, á þriðja hundruð börn. Dagurinn var liður í leikja- og tómstunda- dögum og ákváðu stjórnendur skólanna, í Hrútafirði, Miðfírði, Hvammstanga og Vesturhópi að nýta góða veðrið og efna til sameiginlegrar útivistar. Á vatninu voru fímm vélsleðar sem drógu á eftir sér halarófu af glöðum börnum á sleðum, snjóþotum og uppblásnum dekkjaslöngum. Þá reyndu nokkrir kappar sig í ísknattleik en Miðfjarðarvatn er þekkt sem slíkt í fornsögum. í Grettissögu segir ítarlega frá knattleik á vatninu og lustu þar menn hver annan með knatttrjám. Nú voru aðeins saklausar plastkylfur og engar ýfíngar með leikmönnuni. Passíusálmarnir lesnir í gömlu kirkj- unni í Stykkishólmi Stykkishólmi - í fyrsta skipti var Hólmurum boðið upp á að hlusta á alla Pass- íusálma Hallgiúms Péturs- sonar lesna á fóstudaginn langa. Eftir að gamla kirkj- an í Stykkishólmi var end- urvígð í nóvember sl. skip- aði sóknarnefnd sérstaka rekstrarnefnd sem annast rekstur gömlu kirkjunnar. I rekstrarnefndinni eiga sæti Ólafur Kr. Ólafsson, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Þröstur Magnússon. Nefndin hefur áhuga á að nýta þetta 120 ára gamla guðshús sem búið er að gera svo fallegt. I þeim tilgangi fékk nefndin Lionsklúbbana í Stykkis- hólmi til samstarfs og stóðu þessir aðilar fyrir lestri Passíusálmana í gömlu kirkjunni á föstu- daginn langa. Alls skiptu 19 lesarar með sér að lesa sálmana fimmtíu. Fyrsta sálminn las Lái'us Kristinn Jónsson, fyrrver- andi hringjari og meðhjálpari, og síðasta sálminn las sóknarprestur- inn Gunnar Eiríkur Hauksson. Margir bæjarbúar og ferðamenn Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason MARGIR komu í gömlu kirkjuna í Stykk- ishólmi til að hlusta á lestur Passfu- sálmanna á föstudaginn langa. komu við í gömlu kirkjunni til að hlusta á lesturinn mislanga stund. Þessi nýbreytni í helgihaldi í Stykk- ishólmi um páska féll í góðan jarð- veg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.