Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 49*»- FRETTIR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ORRI frá Þúfu situr tryggur í hásæti íslenskrar hrossaræktar og virð- ist fátt geta fellt hann af þeim stalli. Oðru fremur er það sterk staða í kynbótaniati Bændasamtaka Islands og markaðsöflin sem tryggja hon- um þessa sterku stöðu en hér er það Rúna Einarsdóttir sem stýrir þess- uin mikla gæðingi inn á frægðarbrautina á sýningu í Gunnarsholti. Stefánssonar dýralæknis sem kom á fund félagsins lítur vel út með sæðið úr Orra, gæði sæðisins í góðu lagi og er reiknað með að frystir verði úr honum 140 skammtar sem þýðir að hægt verður að sæða 70 hryssur með þessum skömmtum að öllu jöfnu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þessir frystu skammtar verða notaðir. Sagði Sigurður að samstaða væri um það innan félags- ins að allt kapp yrði lagt á að ti-yggja endingu stóðhestsins Orra sem nú fyllir brátt þrettánda vetur- inn. Hesturinn hefur sem kunnugt er aðeins eitt eista og má lítið út af bera eins og Brynjar Vilmundarson benti á. „Eitt högg á eistað getur gert út um hestinn sem ræktunar- grip,“ sagð Brynjar sem er sam- mála því að áhættuminnst væri að nota hann eingöngu í sæðingar og með því móti væri einnig hægt að margfalda afkastagetu hans. Brynj- ar benti hins vegar á að ekki væri áhugi fyrir því af hálfu eigenda OiTa að fá fleiri en 70 folöld undan honum árlega. Telur hann að ef tal- an færi til dæmis í 150 á ári væri hætta á að eftirspurnin í hestinn minnkaði sem þýddi aftur tap íyrir eigendurna. Þessi leikur þeÚTa þremenninga hefur tvíþættan tilgang, í fyrsta lagi tryggja þessir aðilar sér líklega ein átta folöld á ári umfram það sem þeir annars fengju en með þessu eru þeir einnig að hækka markaðsvirði hlutabréfanna í Orra. Brynjar taldi mjög líklegt að þeir folatollar sem hugsanlega yrðu gefnir falir af hálfu einstakra eigenda myndu hækka í 150 þúsund. Hann kvaðst reyndar undrandi á að verðið á þeim tollum sem einstakir eigendur hafa selt skuli ekki hafa farið á hærra verði. Hæsta verðið hafi slagað upp í 150 þúsund að því er hann best vissi og væri það ekki í samræmi við þá miklu eftirspurn sem verið hefur í hestinn að hans mati. Komast færri að en vilja Ekki fer milli mála að Orri frá Þúfu er sannkallaður gullkálfur. Ef þremenningarnir hafa gefið tóninn með markaðsverð folatolls hjá Orra má reikna út hverju klárinn skilar á ári. Brúttótekjur yrðu 10,5 milljónir krónar ef gengið er út frá því að 70 hryssur fari undir klárinn og mark- aðsvirði hvers folatolls yrði 150 þús- und krónur. Hægt er að draga frá 300 þúsund krónur vegna endur- greiddra folatolla af þeim tíu sem þremenningarnir fá afnot af og ef dregnar eru 200 þúsund vegna kostnaðar við reksturs hestsins, fóður og hirðing ásamt girðinga- gjaldi og ýmislegt fleira. Má því ætla að Orri sé að skila eigendum sínum kringum 10 milljónum króna á þessu ári og er þá ótalinn hagnað- ur af þeim sæðisskömmtum verða frystir á þessu ári. Klárinn virðist í algjörum sérflokki hvar sem á málið er litið. Hann var strax mjög at- hyglisverður einstaklingur ungur foli í tamningu og sannaði enn betur yfirbm-ði sína eftir því sem hann var taminn meira. Hann sló eftirminni- lega í gegn bæði á fjórðungsmótinu 1991 þá 5 vetra og þremur ái-um seinna í B-flokki gæðinga á lands- móti. Hann gaf tóninn strax fyrsta veturinn sem byrjað var að temja undan honum og með hverju árinu hefur hann styrkt stöðu sína sem reiðhestafaðir og kynbótahestur í fremstu röð. Hross undan honum þykja geðgóð og fljóttaminn og al- mennt eru þau pnið á fax og tagl. Tölt afkvæmanna þykir að sama skapi eðlisgott. Þegar svo kemur að peningahlið málsins er allt á sömu bókina lært, það verður allt að gulli sem frá Orra kemur. Hann virðist bera höfuð og herðar yfii- aðra kynbótahesta og allir virðast vitlausir í að halda und- ir hann en þar komast færri að en vilja. Einstak- lingskeppni í skólaskák SKÓ L ASKÁKMÓT Reykjavíkur 1999, einstaklingskeppni, hefst í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 mánudaginn 12. apríl kl. 19. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi, ef næg þátttaka fæst. Umhugsunartími verður 30 mín. á skák fyrir hvem keppanda. Keppnin skiptist í tvo aldurs- flokka, eldri flokk fyrir nemendur 8.-10. bekkjar og yngri flokk fyrir nemendur 1.-7. bekkjar. Rétt til þátttöku eiga tveir efstu menn í skákmótum gi-unnskóla í hvorum flokki um sig, alls fjórir. Ef forfóll verða í einhverjum skólum er mögulegt að fleiri en tveir komist að. Þrír efstu menn í hvorum flokki þessara Reykjavíkurúrslita fá ekki rétt til þátttöku í Landsmóti skóla- skákar sem fram fer um mánaða- mótin apríl-maí nk. --------------- Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiðum í almennri skyndihjálp. Fyrra nám- skeiðið hefst mánudaginn 12. apríl kl. 19-23. Einnig verður kennt 13. og 15. apríl á sama tíma. Helgar- námskeið verður dagana 16.-18. apríl. Meðal þess sem verður kennt á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum og blæðing- um úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börnum, og forvamir almennt. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. --------------- Þýska kvik- myndin „Mutter Courage“sýnd GOETHE-Zentrum, Lindargötu 46, sýnir fimmtudaginn 8. apríl kl. 20.30 þýsku verðlaunakvikmyndina „Mutt- er Courage“ frá árinu 1995. Þetta er fyrri myndin af tveimur sem Goethe- Zentrum sýnir um efnið „Gyðingai- og Þýskaland". Kvikmyndin er byggð á sannri sögu eftir Elsu Tabori og gerist í Búdapest 1944 þegar borgin er her- numin af Þjóðverjum. Flytja á Gyð- ingakonu nokkra í útrýmingarbúðir nasista en hún sýnir mikið hugi’ekki í viðleitni sinni til að halda lífi. Leikstjóri er Michael Verhoeven en í aðalhlutverkum eru enska leik- konan Pauline Collins og leikskáldið George Tabori, sonur Elsu Tabori. Myndin er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. Fæst í apátekum Z* _ • TM ínaxin ( eNQtFERHYUKl) Pað en munur á engifen. Zinaxin inniheldur staölaöan engifer-extnakt sem tryggir jafnan styrk virku efnanna í hvenri framleiðslu. Sömu gæðin í hvert sinn. Kína hefur engiferrót verið notuð við ferðaveiki, sem styrkjandi fyrir meltingarfærin og við bólgum og stirðleika í liðum. Ég vil hér með þakka öllum er sýndu mér þann vinarhug og hlýju á níutíu ára afmœli mínu hinn 12. mars sl., að koma til mín í heimsókn með gjafir, blóm og góðar óskir. Sérstaklega er ég þakklát þeim Álftagerð- isbrœðrum, Sigfúsi og Pétri Péturssonum og undirleikara þeirra, Stefáni Gíslasyni frá Miðhúsum, fyrir að koma og syngjafyrir mig og fólkið mitt, falleg lög í afmælinu. Starfs- fólkinu á Sjúkrahúsi Sauðárkróks vil ég einnig þakka mjög vel fyrir það sem það gerði til að gleðja mig. Nikólína Jóhannsdóttir frá Sólheimagerði, Akrahreppi. auðveldar þér vinnuna 1. Helmingi styttri strautími 2. Loftsog í strauborði 3. Fer vel með viðkvæmt efni 4. Með aukabúnaði breytir þú tækinu í gufuhreinsitæki SKEIFUNNI 3E-F • 128 REYKJAVÍK SÍMI581 2333 • FAX 568 0215 Komdu og sjóðu nýju sumarlitina frá MARBERT Þeir undirstrika fegurð þína. % Við kynnum sumarlitina ásamt fleiri spennandi nýjungum frá MARBERT. Verið velkomin. Kynning í dag og á morgun i snyrtivörudeild Hagkaups, Smáratorgi. JHÍ-H'1U:L1I:>........................ Stór-Reykjavíkursvæðið: Libio Mjódd, Nona Hólagarði, Snyrtivörudeild Hagkaups, Skeifunni, Evíta Kringlunni, Snyrtivöru- deild Hagkaups, Kringlunni, Holts Apótek Glæsibæ, G.E. Snyrtivörur, Laugavegi 61, Snyrtihöllin Garðatorgi, Garðnbæ, Snyrtivörud. Hagkaups, Smáratorgi og Sandra Smáratorgi, Kópavogi. Landið: Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek, Vestmannaeyja, Krisma isafiríi, Tara Akureyri, Húsavíkur Apótek. ■r I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.