Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 58

Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö, hlýhug og vináttu viö andlát og útför föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, BJÖRGVINS JÖRGENSSONAR kennara. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Steindór Haraldsson, Böðvar Björgvinsson, Ástríður Andresdóttir, Margrét Björgvinsdóttir, Sigurvin Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, þróður og tengdasonar, HÖSKULDAR EGILSSONAR, Gljúfraborg, Breiðdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun. Soffía Rögnvaldsdóttir, Stefán R. B. Höskuldsson, Hjördís A. Aradóttir, Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir, Jónas Bjarki Björnsson, Rögnvaldur Þ. Höskuldsson, Ásrún S. Steindórsdóttir, Þórhildur Höskuldsdóttir, Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir, Ævar Orri Eðvaldsson, barnabörn, systkini og tengdamóðir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU VIGFÚSDÓTTUR, dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á Dalbæ. Sævaldur Sigurðsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ÁSTA GARÐARSDÓTTIR + Ásta Garðars- dóttir fæddist í V estmannaeyj um 12. maí 1965. Hún lést á Landspítalan- um 27. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 3. aprfl. Mér _er erfítt að kveðja Ástu, mágkonu mína. Hún varð stór hluti af lífí mínu þegar ég, seytján ára gömul, kom inn á heimilið á Ulugagötu 10 í Vestmannaeyjum. Þá var Ásta aðeins tíu ára gömul og yngst átta systkina. Fjölskyldan var stór og samhent og ég fann mig þar velkomna. Þannig var heimili tengdaforeldra minna og í kjallaranum bjuggum við Daði, bróðir Ástu, okkar fyrstu bú- skaparár. Þar naut ég, byrjandinn, tilsagnar góðrar tengdamóður í hús- haldi. Áiin liðu og ég fylgdist með Ástu verða að fullvaxta konu. Hún var prýdd frábærum mannkostum, þolin- mæði og langlundargeð vora henni í blóð borin. Hún var frábær móðir og eiginkona. Þess nutu börn hennar og Kalla, þau Björn Ivar og Berglind. Ásta stóð eins og klettur við hlið Kalla í erfiðu læknanámi. Mér er ógleymanleg sú stund þegar þau giftu sig hinn tólfta febrúar er leið. Þennan dag var hún svo falleg. Það var ekki að sjá að hér héldi helsjúk kona upp á sinn heiðursdag. Þó hafði hörð barátta við krabbamein staðið yfír í tæp tvö ár. Mér fmnst eftirfarandi ljóðlínur vera eins og úr mínu hjarta talaðar þegar ég hugsa til Ástu, elskulegrar mágkonu minnar. Pú áttir líf, áttir augnablik, þú áttir kjark, þú sýndir aldrei hik. Pú áttir styrk, þú hafðir hreina sál, þú áttir ljós, þú áttir barnsins mái. Þinn tími leið, þú kvaddir lífið skjótt, það komu él, það dimmdi eina nótt, þú barðist vel, þú lagðir lífi lið, þú loksins fannst hjá Guði einum frið. Magnea. Elsku Ásta. Af hverju þú? Við spyrjum en fáum engin svör. Við skiljum ekki af hverju ungri konu í blóma lífs- ins er kippt í burtu frá okkur, yndislegri konu sem á tvö elskuleg börn og góðan eiginmann að hugsa um. Ásta mín, þú stóðst þig svo vel í gegnum þín veikindi, í þessi tæp tvö ár sem þú barðist við þennan illvíga sjúk- dóm varst þú svo sterk og dugleg. Alltaf þegar við komum til þín eða hittumst á annan hátt sáum við þig alltaf brosandi. Þú varst alveg ótrú- leg, kvartaðir aldrei nokkurn tímann. Við munum minnast þín á sér- stakan hátt, þú varst svo yfirveguð, róleg og góð manneskja. Álltaf hafð- ir þú tíma fyrir systkinabörnin þín, þú varst alveg sérstaklega barngóð, enda sjá þau nú á bak hjartkærri frænku. Þín heitasta ósk nú undir lokin var sú að fá að ferma son ykkar, hann Björn ívar. En sú ferming átti að fara fram núna í aprfl. En af hverju? Af hverju fékkstu það ekki? Maður skilur þetta ekki, þín hlýtur að hafa beðið eitthvert svo mjög mikilvægt hlutverk hjá Guði. En við sem eftir stöndum lofum þér því að hjálpa Kalla að _gera fermingardaginn hans Björn Ivars eins góðan og eftirminnilegan og við getum. Svo á litla prinsessan ykkar Kalla að byrja í skóla núna í haust, hún Berglind sem er svo dugleg að skrifa og teikna. En þér var víst ekki ætlað að fá að fylgjast með henni eða leiða hana sín fyrstu skref í skólann. En við vitum að þú fylgist með þeim sem þú elskaðir mest, en bara annars staðar frá. Elsku Kalli, hvaða nógu sterk huggunarorð getum við sagt við þig, sem misstir móður þína ungur? Svo þurftir þú að sjá á eftir ástkærum móðurforeldrum sem þú ólst upp hjá og nú elskulegri eiginkonu. En við biðjum Guð almáttugan að vaka yfír Kalla, Birni ívari og Berg- lindi og veita þeim styrk í þessari þungu.sorg. + Þökkum innilega samúöarkveðjur og hlýhug viö andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR KRISTINS ÁRMANNSSONAR endurskoðanda, Goðheimum 17, Reykjavík. Sigrún Guðmundsdóttir, Ármann Sigurðsson, Margrét Guðmundsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Guðmundur Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Lokað fimmtudaginn 8. apríl frá kl. 13 vegna útfarar INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, kaupkonu. Tösku- og hanskabúðin, Skólavörðustíg 7. Lokað Lokað verður fimmtudaqinn 8. apríl frá hádegi vegna jarðarfarar INGIBJARGAR JÓNSDOTTUR. Fyrirtækjasalan Suðurveri. Mig langar að kveðja frænku mína, Ástu Garðarsdóttur, með nokkrum orðum. Þegar ég frétti það laugardaginn 27 mars sl. að hún væri dáin fylltist ég miklum söknuði, en jafnframt ró, því ég vissi það að hún væri laus við allar þjáningar núna og fengi hvfld eftir erfíð veik- indi. Fyrst þegar mamma sagði mér frá veikindum hennar átti ég erfítt með að trúa því, að svona ung og lífsglöð kona myndi lenda í þessum erfíðu veikindum. En það er ekki spurt um aldur í slíkum tilvikum. Minningarnar um Ástu mun ég ávallt geyma í hjarta rnínu. Eg man þegar Ásta, Kalli og Björn Ivar bjuggu í Reykjavík og Kalli var þá í læknisfræðinni. Þá voru ég, mamma, Ásta og Björn Iv- ar alltaf að gera eitthvað saman. Við fórum margar gönguferðir um bæ- inn, svo sem í skrúðgöngur þegar þær voru og fannst mér alltaf svo gaman þegar ég vissi að Ásta og Björn Ivar voru á leiðinni, þá var ætlunin að gera eitthvað skemmti- legt. I minningasjóðnum eigum við, fjölskyldan mín, dýrmætar peylur sem samverustundirnar með Ástu voru fyrr og síðar. Og nú þegar söknuðurinn er svo sár og skarðið sem Ásta skilur eftir sig svo ógnarstórt eru minningarnar sem ég á mikils virði. Eg vil þakka fyrir samverustund- irnar sem ég átti með Ástu frænku minni. Hvíli hún í friði. Elsku Kalli, Björn ívar, Berglind, amma og afí, megi Guð styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Hrafnhildur Ýr. Fölnuð ertu fagra rósin mín farin þangað heim, er ljósið skín svo hreint og blítt var hjarta þitt og sál þig hafði engin blettað synd né tál. (G.Þ.) Minningin um Ástu mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Megi algóður Guð styrkja okkur öll í sorg- inni. Ragna, Sigmar, Garðar Örn og Bylgja Dögg. Þegar ég frétti að þú væri látin streymdu fram minningarnar frá því að við vorum saman í skóla. Manstu þegar við saumuðum okk- ur eins náttkjóla, sem reyndust síð- an alltof þröngir til að komast í þá? Manstu þegar við fórum saman í starfskynningu á hárgreiðslu- stofu í Reykjavík og komum þaðan út með ljósrautt hár? Svo kenndir þú mér að blístra í strætó á leið niður Laugaveginn og þegar mér tókst það svo loksins hrukku allir við í strætó. Manstu þegar við æfðum okkur að syngja fyrir bekkjakvöld „Við erum tvær úr Tungunum" og við fengum bræður þína til að segja okkur hvað við værum frábærir skemmtikraftar. Ég gæti haldið svona lengi áfram, en þar sem þín var óskað á æðri stöðum er ég fegin að við fengum tækifæri til að rifja þetta upp saman síðasta sumar þegar við spjölluðum um komandi árgangsmót. Um síðir munum við aftur mætast og þá munu gamlar sem nýjar óskir aftur rætast. Með tregatárum ég kveð þig nú. Megi guð geyma þig. Að lokum vil ég votta öllum að- standendum mína dýpstu samúð. Unnur B. Sigmarsdóttir. Með hvarma fulla af tárum og hjartað þrungið söknuði og sorg kveð ég ástkæra æskuvinkonu mína, Ástu, sem látin er langt fyrir aldur fram, tæplega 34 ára gömul. Hve lífið er hverfult og miskunn- arlaust. Hver er tilgangur lífsins? Af hverju hún? eru spurningar sem vakna á slíkri stundu. Ung kona í blóma lífsins hrifin á brott frá ást- kærum eiginmanni og tveimur ung- um börnum. Maður fyllist vonleysi, en við viljum trúa því að þér sé ætlað eitthvert annað og meira hlutverk, þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ásta háði hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm í tæp tvö ár. Hún varð að lokum að láta í minni pok- ann. Hve sterk, dugleg og ákveðin hún var að bugast ekki var okkar styrkur, við lutum höfði en hún var eins og klettur. Elsku Ásta, þetta lýsir þér best hversu góða lund og festu þú hafðir til að bera, skapgerð þín og trygg- lyndi var með eindæmum. Margar ánægjulegar minningar leita á hugann um góðar stundir sem við áttum saman. Ogleymanleg eru aðfangadagskvöldin þegar við hlupum á milli húsa til að deila gleði okkar yfir jólagjöfunum sem við höfðum fengið. Sú stund sem við áttum tvær á Sjúkrahúsi Reykjavíkur nú í mars er mér einna dýrmætust. Við rifjuð- um upp gamla tíma og töluðum um börnin okkar. Hve vænt þér þótti um litlu gullmolana þína og hversu stolt þú varst af þeim. Elsku Kalli, Björn Ivar, Berglind, foreldrar, systkini og aðrir aðstand- endur, missir ykkar er mikill. Hugur minn er hjá ykkur á þessari miklu sorgarstund. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ykkur mína dýpstu samúð og óska ykkur guðs blessunar. Elsku Ásta, minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Þín æskuvinkona Hrefna Einarsdóttir. Þó lífið sé oft þraut að kveðja þá eru minningarnar eftir sem gleðja. Elsku Ásta frænka. Okkur syst- urnar langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Okkur finnst eins og við eigum aldrei eftir að sætta okkur við að þú sért ekki hérna hjá okkur lengur. En við munum eflaust læra að lifa með söknuðinum og hlýj- um við okkur á öllum yndislegu minningunum um þig. En mikið eig- um við eftir að sakna þín, elsku Ásta. Þegar við vorum litlar passaðir þú okkur oft og við munum hvað okkur fannst alltaf gott að vera hjá þér. Svo uxum við úr grasi ein af annarri en héldum samt alltaf áfram að koma í heimsókn og alltaf tókstu á móti okkur með þínu fal- lega brosi. Við munum aldrei gleyma því hversu glaðleg og yndislega góð þú varst. I þessum miklu veikindum þínum kvartaðir þú aldrei heldur hélst ótrauð áfram og þegar það komu slæmir dagar sagðir þú alltaf: „Eg verð bara betri á morgun.“ En nú ertu farin yfír móðuna miklu og eftir stöndum við með söknuð og sorg í hjörtum okkar. Við vitum að þér líður vel núna og veitir það okkur mikla huggun. Þangað til við hittumst á ný munum við geyma minningarnar dýrmætu í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, elsku frænka. Eg lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning létt og hljótt, hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyjólfsdóttir.) Elsku Kalli, Björn ívar, Berglind, amma og afi, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Thelma, Rakel, Andrea og Sandra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.