Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Innvortís og útvortís MYJVDLIST Ásmundarsafn, Sigtúni HÖGGMYNDIR RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR Til 13. maí. Opið daglega frá kl. 13-16. MANNSLÍKAMINN hefur ver- ið helsta viðfangsefni myndhöggv- ara frá því fagið varð til á forsögu- legum tíma, eða fyrir um 30 þús- und árum. Sé þess gætt að mynd- list öðlaðist sérstæða merkingu sem veraldleg iðja á Grikklandi til forna með ofuráherslu þarlendra myndhöggvara á túlkun mannlegs líkamsburðar verður varla sagt að Ragnhildur Stefánsdóttir sé að færa okkur nýjan sannleik í efn- isvali. Hitt er miklu nær að hún birti okkur nýja sýn á kroppinn; sýn sem er í samræmi við endur- vakinn áhuga okkar á fyrirbærinu á tímum ómælisframfara í læknis-, erfða- og taugasálfræði. Olíkt öllum þeim aragrúa lista- manna sem fengist hafa við lík- amslist á undanfömum áratugum virðist Ragnhildur laus við beina tilvistarlega skírskotun. Hún hafn- ar samasemmerkinu milli kroppa- sýningar og sársauka - ódulbúinn- ar birtingar kvalalosta og sjálf- spyntingarhvatar - en slík tvíliða hefur verið nær einráð í líkamslist okkar tíma. Engin sálarkreppa á borð við afskræmingu Bacons, ein- angrun Giacomettis eða skepnu- skap Naumans gerir vart við sig í list hennar. Þar bíður tilvistar- hyggjan fullkominn ósigur fyrir fyrirbærafræðinni, þeirri einlægu undrun sem við verðum fyrir ý§> mbl.is __ALLTAf- eiTTH\fAÐ NÝTl- frammi fyrir jafnóræðum hlut og mannslíkamanum. Á meðan kollegar Ragnhildar hamast við að opinbera líðan sína með sérkennilega narkissískum hætti, spyr hún hlutlægra spum- inga um eðli líkamans; spurninga sem em mun áhugaverðari en allt pínu- og kvalatal í Ijósi þeima upp- götvana sem yfir okkur hvolfast úr heimi vísinda og tækni. Bak við þessar spumingar skín í fölskvalausa afhjúpunarhvöt sem er snöggtum framsæknari en öll tilvistarleg frumspeki: Hvernig má það vera að allar þessar tilfinning- ar; öll þessi skynjun og stórbrotna hugsun sé bara efnafræði líffær- anna; miður geðslegt innvols hrúg- að saman á bakka eins og ávöxtum í körfu? Það er eitthvað afar kaldrana- legt, en um leið ofurraunhæft við slíkar vangaveltur. Ragnhildi tekst að færa okkur að rótum ótta okkar og umkomuleysis, einmitt á þann punkt þar sem forfeður okkar stóðu yfir iðmm áður sprell- fjömgra samferðamanna sinna og bragðust við óbærilegum fallvalt- leik tilvemnnar með því að setja saman flókið kerfi væntinga sem svo heppilega vildi til að engum tókst að sanna né afsanna. Það er okkur nefnilega um megn að við- urkenna að öll okkar háleitasta sýn og fegurstu kenndir séu ein- ber afleiðing ógeðugs og undur- sviplegs innyflafjörs. Ásmundarsafn hentar verkum Ragnhildar afbragðsvel. Hlutlaust og birturíkt umhverfi þessara feg- urstu sýningasala landsins myndar ákjósanlega umgjörð um frábæra sýningu hennar. Verldn sem öll era úr gipsi og gúmi draga til sín athygli áhorfandans eins og segull enda em þau hvert og eitt eins og minnisvarði um mannslíkamann og óendanlegar vangaveltur okkar um hann. Halldór Björn Runólfsson mínúta frábært útlit Tafarlaust. Ahrifaríkt. Magnaö. EXTRACT OF SKIN CAVIAR FIRMING COMPLEX Einföld andlitslyfting. Fínar Ifnur hverfa. Faröinn endist lengur. Frábært. SWITZERLAND Kynning fimmtudag og föstudag kl. 13-18 fnyrtivörtLverélun Austurstræti 16, sími 511 4511 HYGEA, Kringlunni 8-12, HYGEA, Austurstræti 16, HYGEA, Laugavegi 23, LIBIA í Mjódd, AGNES snyrtistofa, Listhúsinu v/Engjateig, Snyrtistofan JÓNA, Hamraborg 10, Snyrtistofan MANDÝ, Laugavegi 15, GALLERÍ FÖRÐUN, Hafnargötu 25, Keflavík, Á HVOLFI, ein af fjölmörgum eftirminnilegum höggmyndum Ragn- hildar Stefánsdóttur í Ásmundarsafni. LANDSLAG, sláandi mynd af vélbúnaði líkamans, eða fallvaltleik mannsævinnar, eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. Til heiðurs Indriða BÆKLR Greinasafn GREINAR AF SAMA MEIÐI Afmælisrit til heiðurs lndriða Gíslasyni. Ritstjórn: Baldur Sigurðs- son, Siguröur Konráðsson og Örnólfur Thorsson. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands 1998, 419 bls. GREINASAFN það sem hér er til umsagnar var gefíð út á síðast- liðnu ári til heiðurs Indriða Gísla- syni, íslenskufræðingi og fyrrver- andi prófessor við Kennaraháskóla Islands, í tilefni sjötugsafmælis hans árið 1996. Eins og fram kemur í formála bókarinnar hefur Indriði unnið mikið og gott starf við kennslu-, fræði- og uppeldisstörf á langri starfsævi og tekur efni greinasafnsins til áhugamála hans: íslenskra fræða, kennslu- og upp- eldismála. Bókinni er skipt niður í fimm hluta sem saman standa af 26 mislöngum greinum. Hlutarnir nefnast: Af skáldskap, Um móður- málskennslu, Af tungutaki, Ur handraðanum og Af Austurlandi. I safninu kennir margra grasa og ekki er hægt að fjalla hér um allar greinarnar í svo stuttum ritdómi, eins og gefur að skilja, en ég mun taka nokkur dæmi til að gefa hug- mynd um efni og efnistök. Það má þó ekki skiljast þannig að þær greinar sem ég læt ónefndar séu á nokkurn hátt „ómerkilegri" en þær fáu greinar sem ég kýs að nefna, val mitt er að mörgu leyti tilviljunar- kennt og vafalaust háð mínum eigin smekk og áhugasviði framar öðm. Þótt greinarnar 26 séu að sjálf- sögðu margvíslegar og ólíkar að gerð má þó greina ýmsa „rauða þræði“ í efni og efnistökum. Einn sá gildasti snýr að þeim vanda að kenna íslensk fræði í skólum á þann hátt að nemendur hafi bæði gagn og gleði af. Hér má nefna skemmti- legar greinar þeirra Örnólfs Thors- sonar um fornsagnakennslu í grannskóla, „Fornritastiginn, eða Grettir fer í grunnskóla", og Hjalta Hugasonar, ,Ást við fyrstu sýn. Mynd Guðríðar Þorbjarnardóttur í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Báðar þessar greinar bera vitni um mikinn vilja til að koma fornsagnaarfinum á framfæri við ungu kynslóðina á aðgengilegan og skemmtilegan máta og báðar ættu þær að geta nýst öðmm með sama markmið. Greinar þeirra Baldurs Sigurðssonar, „Orðhlutaleið í staf- setningarkennslu", og Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur, „Kennarinn og læsi barna“, falla einnig að þessu mark- miði, og reyndar fjalla allar grein- arnar í kaflanum Um móðurmáls- kennslu á einn eða annan hátt um það hvernig móðurmálið verður best kennt í skólum. Af greinum um skáldskap má nefna tvær greinar um kveðskap Málþing um íslenzkar bókmenntir HOLLVINAFÉLAG heim- spekideildar gengst fyrir stuttu málþingi í dag klukkan 17-19 um spurninguna „Hvað er að gerast í íslenzkum nú- tímabókmenntum?" Málþing- ið fer fram á Kaffi Reykjavík við Vesturgötu. Öllum er heimill ókeypis aðgangur og gestir geta keypt sér vejting- ar á staðnum. Frummælendur verða Dagný Kristjánsdóttir dósent og Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur. Umræðum stjórnar Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri. I fréttatilkynningu segir: „Til að gefa nokkra mynd af því hvers má vænta hefur Guðmundur Andri í hyggju að leggja svolítið út af hinni frægu setningu Steins Stein- ars um að hið hefðbundna ljóðform sé nú loksins dautt og ennfremur huga að stöðu skáldsögunnar, einkum með hliðsjón af þeim mikla fjölda sögulegra skáldsagna sem komið hefúr út á síðustu ár- um.“ Níu kvenskáld með upplestur í Gerðarsafni UPPLESTUR verður í kaffi- stofu Gerðarsafns, Listasafns Kópavogs, á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs í dag kl. 17. Að þessu sinni lesa úr verkum sínum níu kvenskáld úr Kópa- vogi. Skáldin em: Anna S. Bjömsdóttir, Guðríður Lillý Guðbjömsdóttir, Guðrún Guð- laugsdóttir, Helga K. Einars- dóttir, Kristjana E. Guð- mundsdóttir, Sigríður Helga Sverrisdóttir, Sigríður Vil- hjálmsdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir og Sigrún Odds- dóttir. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Gíslasyni \ Stephans G. Stephanssonar eftir þá Baldur Hafstað og Harald Bessason og athyglisverða grein Eysteins Þorvaldssonar um kveðskap Ólafs Kárasonar ljósvíkings. Benedikt Jó- hannesson skrifar kostulega grein sem nefnist „Hvað kostar að tala ís- lensku?“ þar sem hann reynir að meta til fjár kosti og galla þess að viðhalda íslenskunni sem aðaltungu 1 þjóðarinnar. Gísli Jónsson fjallar um íslensk nöfn kennd við Krist, annars vegar, og Þór, hins vegar, og sýnir fram á að vinsældir nafngift- anna haldast nú á dögum lítt í hend- ur við kristinn eða heiðinn átrúnað. Af þessum stiklum má sjá að efni Greina af sama meiði er fjölbreyti- legt og er viða drepið niður þótt uppsprettan sé ætíð hin sama: ís- | lensk fræði og tunga. Greinasafn I þetta er þess eðlis að fáir munu lík- | lega lesa það frá upphafi til enda í f einni striklotu, eins og við til að mynda lesum skáldsögur (nema þeir séu þeim mun áhugasamari um íslensk fræði). Ég trúi því hins veg- ar að safnið eigi eftir að veita mörg- um lesendum bæði ánægju og fróð- leik þegar gripið verður til þess og ein og ein gi-ein lesin. Og án efa mun það gagnast mörgum við | kennslu og fræðistörf í framtíðinni ! og má því teljast af því allnokkur fengur. Soffía Auður Birgisdóttir '’TTr'W’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.