Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 35

Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 35 Froðusnakk MÖRGUM bauð í grun, að ræða for- manns Sjálfstæðis- flokksins á landsfundi og afgreiðsla fundarins á sjávarútvegsmálum væri friðþægingartal og fagurgali. Raunar sagði berum orðum í ályktun fundarins, að stefnan í fiskveiði- stjórnarmálum skyldi hlíta sömu grundvall- arreglu og gilt hefir þennan áratug. Þess vegna hefðu menn ekki þurft að velkjast í vafa. Nú hefir allri óvissu verið eytt. I viðræðum fréttamanna við formann Sjálf- stæðisflokksins í útvarpi miðviku- daginn 30. mars sl. tók hann skýrt fram að hann vildi byggja á núver- andi kvótakerfi, „sem hefði gefið þjóðinni allan þennan arð“, eins og hann orðaði það. Að hans áliti „byggir íslenzkur efnahagur á kvótakerfinu". I kringum þessar niðurstöður var höfð uppi skrúð- mælgi og málalengingar, froðu- snakk í sama tilgangi og áður að slá ryki í augu kjósenda. Þegar menn minnast orða og yf- irlýsinga formanns Framsóknar- flokksins á miðstjórnarfundi hans, þar sem hann kvað afmarkaðar breytingar koma til greina, en grundvallarstefnan yrði óbreytt, þá vita menn að áframhaldandi stjórn þessara flokka mun engu breyta í réttlætisátt í sjávarútvegsmálum: • Öll sjávarauðlind íslands mun færast á örfárra manna hend- ur innan áratugar - • Mörgum byggðar- lögum mun blæða út, eins og Breiðdalsvík - • Brottkast fisks fyr- ir milljarða á ári held- ur áfram - • Skuldir útvegsins hlaðast upp í stjam- fræðilegar tölur, þeg- ar sægreifarnir selja eign sína við okur- verði - • Starfsgreinin verð- ur áfram lokuð fyrir ungum at- hafna- og aflamönnum. Formenn kvótaflokkanna eru búnir að smíða sér fullyrðingar um ágæti núverandi kerfis, sem eiga sér enga stoð í staðreyndum. Einnig eru andsvör þeirra við breytingatillögum út í hött, ef þeim á annað borð þóknast að við- urkenna að slíkar tillögur séu til: 1. fullyrðing: Fiskveiðistjórnar- kerfið gefur hámarksafrakstur auðlindarinnar. Svar: Kerfið neyðir sjómenn til svo hóflauss brottkasts fisks að einn kunnasti fiskiskipstjóri lands- ins, Hrólfur Gunnarsson, gerir ráð fyrir að það nemi allt að 200.000 - tvö hundruð þúsund - tonnum af þorski. Það hálfa væri nóg til að gera fullyrðinguna forkastanlega. Sverrir Hermannsson bæði heimskuleg og skaðleg. Afleiðingarnar eru miklir erfiðleik- ar, upplausn og aukin tíðni hjóna- skilnaða, og ekki síst vansæl börn og unglingar, sem ekki fá þann stuðning sem þeir þurfa á að halda út í lífið. Ekki er vafamál að koma mætti í veg fyrir margan harm- leikinn með því að búa börn og unglinga betur undir lífið og fræða foreldra um hlutverk sitt og ábyrgð. Nauðsynlegar úrbætur Það þarf að efla og styrkja fjöl- skylduna, tryggja fjárhagslegt ör- yggi hennar og gera henni kleift að lifa farsælu fjölskyldulífi. Fæðingarorlof þarf að lengja og tryggja báðum foreldrum rétt til orlofs, annist þau bamið saman. Foreldrar eiga að halda launum sínum í fæðingarorlofi, og greiðsl- ur eiga að koma úr sérstökum sjóði, sem allir atvinnurekendur greiða í óháð kyni og aldri starfs- manna sinna. Þá þarf að auka rétt til svokallaðs foreldraorlofs á fyi’stu æviárum barnsins. Tryggja þarf að laun fyrir 40 stunda vinnuviku dugi til sóma- samlegrar framfærslu, en jafn- framt er eðlilegt að stefna að 35 stunda vinnuviku. Til þess eru all- ar forsendur, enda margsannað að atvinnulífið tapar ekki á slíku. Leggja þarf áherslu á félagsleg ún-æði í húsnæðiskerfinu og létta greiðslubyrði vegna húsnæðislána vegna þess að öruggt og viðráðan- legt húsnæði skiptir miklu fyrir velferð fjölskyldunnar. Gegn ofbeldi Þá er afar brýnt að vinna gegn hvers kyns ofbeldi og fíkniaefna- neyslu. Mikilvægasti forvarnar- þátturinn er einmitt að styrkja fjölskylduna, m.a. með fyrrnefnd- um aðgerðum. En það þai'f að taka sérstaklega á þessum vanda, móta stefnu og fylgja henni eftir. Sér- staklega þarf að vinna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi gagnvart konum og bömum, sem veldur miklum og langvinnum þjáningum og skaða. Börn og unglingar, sem lenda í vanda vegna fikniefnaneyslu, verða að fá tafarlausa og góða úr- lausn. Best er auðvitað að byrgja brunninn áður en barnið dettur of- an í hann, en þegar skaðinn er skeður er algjörlega óforsvaran- legt að það þurfi að bíða mánuðum saman eftir aðstoð og meðferð. Sama er að segja um vanda geð- sjúkra barna. Það er þjóðfélaginu til vansa og viðkomandi fjölskyld- um mikil raun hvernig búið er að börnum með geðræn vandamál og úr því þarf að bæta. Gulls igildi Vinstrihreyfingin - grænt fi-am- boð leggur áherslu á að bæta vem- lega stöðu fjölskyldunnar, styrkja fjárhagslegan gmnn hennar og auka möguleika fólks með ung börn til samveru. Aðeins þannig má vinna gegn upplausn heimila og vanda ungmenna, sem birtist ekki síst í auknu ofbeldi og fíkni- efnaneyslu. Það vakti hlátur á nýlegri ráð- stefnu um fjölskyldumál, þegar einn fyrirlesara sagði, að íslensk böm væra alin upp eins og harð- gert sauðfé. Því miður er sann- leikskom í þeim orðum og brýnt að snúa við blaði. Gott uppeldi og þroski barna er ekki einkamál foreldra, heldur sá sameiginlegi auður, sem framtíð okkar byggist á. Okkur ber að búa svo um hnúta að sérhver einstak- lingur komist til þess þroska sem efni standa til. Það er ekki aðeins réttur hans, heldur hagur samfé- lagsins í heild, vegna þess að vel metinn, ánægður og heilbrigður einstaklingur er samfélaginu gulls ígildi. Höfundur cr ulþingiskonn. 2. fullyrðing: Mikil hagræðing hefir orðið í gi’eininni undir núgild- andi kerfi. Svar: Þessu er öfugt farið. Und- ir kvótakerfi hefir afkastageta hverrar rámlestar í fiskiskipaflot- anum minnkað um 40%. Olíunotk- un á hverja aflaeiningu hefir auk- izt um 124%. Hefðbundnum vertíð- arbátum, sem fluttu bezta og ódýrasta hráefnið að landi, hefir næstum verið útrýmt. Gífurlegar fjárfestingar hafa orðið í toguram meðan fullkomin frystihús hefir skort hráefni og fólk atvinnu í landi. Svívirðilegasta „hagræðing" þessara herra er eyðing byggð- Kvótinn Hvert stefnir hraðbyri, spyr Sverrir Hermannsson, undir núverandi gjafa- kvótakerfí? anna, þar sem fólk flýr verðlausar eignir sínar. 3. fullyrðing: Við markaðssetn- ingu aflaheimilda munu stórfurst- arnir yfirbjóða aðra og sölsa þær allar undir sig á skömmum tíma. Svar: Lénsherrarnir, sem stjórnvöld hafa ausið í gjafakvót- anum, fá ekki að nýta þann auð til að yfirbjóða á markaði. Fyrst í stað verður sóknarstýringu beitt og áfram ef vel tekst tÖ, með heild- araflahámarki, en ella veiðiheim- ildir markaðssettar, en byggðun- um fyrst í stað séð fyrir lífvænleg- um veiðiheimildum á meðalverði markaðs. Þegar frá líður verður smáútvegsbóndinn fullkomlega samkeppnisfær rið þá stóra, enda aflar hann verðmætasta fisksins með ódýnistum hætti. En - með leyfi að spyrja: Hvert stefnir hraðbyri undir núverandi gjafakvótakerfi? Hafa menn ekki fyrir augum, að 22 - tuttugu og tveimur - aðilum í þjóðfélaginu hefir jöfnum höndum verið gefið eða þeir sölsað undir sig í skjóli gjafaauðsins um 57% allrar ís- lenzkrar sjávarauðlindar? Þykjast menn ekki rita að þeir bættu rið sig nær 6% á síðasta ári? Það mun taka þá tæp tíu ár að ná henni allri með sama áframhaldi. En þá verða þeir að öllum líkindum ekki tutt- ugu og tveir talsins heldur tíu eða tólf. Svo hratt brýzt arðránsbylt- ingin íslenzka fram. Það kann vel að vera að foringj- um stjómarflokkanna takist með fimbulfambi og froðusnakki að sigra í orrastunni hinn 8. maí nk. En styrjöldinni um réttlæti á Is- landi munu þeir tapa. Höfundur er form. Frjálslynda flokksins. Nýju Kringlunni, sími 588 9944 'slim-line" dömubuxur frá gardeur Oðtmtv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Áskorun til þingmanna NOKKUÐ hefur ver- ið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal um milljarðana sem ríkis- stjórnin ákvað að verja til vegaframkvæmda úti á landi. Sýnist sitt hverjum um þá ráðstöf- un, einkum þó að svæð- ið hér á suðvesturhorn- inu var sett hjá. Ekki tel ég eftir pen- inga í vegaframkvæmd- ir úti um iand. Þeirra njótum rið þéttbýlisbú- ar í betri vegum á ferð- um okkar um landið. En miðað rið margumtal- aða þijá milijai-ða er er- indi það sem hér er reif- að smátt í sniðum peningalega séð. Við hér á suðvesturhorninu sem gaman höfum af að fara á skíði höf- um verið einstaklega heppin í vetur hvað veður og snjóalög áhrærir. Eft- ir nokkur mögur ár fyrir skíðaunn- endur hefur loksins ræst úr. Veðr- áttan og skíðafærið í páskavikunni kórónaði þó allt. Talið er að á fóstu- daginn langa hafi um 6000 manns heimsótt Bláfjöllin. Ætla má að bílai' á svæðinu hafi verið á þriðja þúsund- inu þann dag. Frá Elliðaárbrú að Skíðaskála Ár- manns í Bláfjöllum eru um 40 km. Af þeirri vegalengd eru um 36 km með bundnu slitlagi. Síðustu 4 km að skíðasvæðinu er malarvegur. Það er þessi spotti sem gerir skíðafólkinu gramt í geði. Hann er bæði holóttur og illur yfirferðar. A sólardögum er hann hreint forað þar sem sólin bræðir úr snjóraðningnunum og vatn rennur sífellt inn á veginn. Þeir sem fara á hreinum og glansandi bíl- um að heiman koma á þeim ötuðum auri á áfangastað. Fólk verður því að gæta ítrustu varkámi til að færa sig ekki út við að ná skíðum og öðru dóti af toppum bílanna. Á vegaáætlun hafa nokkrum sinnum verið áætlaðar smáupphæðir í Bláfjallaveg, þ.e. veg- inn frá Suðurlandsvegi á Sandskeiði og suðureftir. Fyrir það fjái-magn var gert verulegt átak sumai'ið 1997 en herslumuninn vantaði að komast alla leið og rið það hefur setið. Og nú er ég kominn að aðalefni þessarar greinar. Eg veit að þingmenn þess fólks sem þúsundum saman sækir sér ánægju og hressingu í Bláfjöllin, meðan þar er snjó að finna, taki nú rögg á sig og láti klára þennan fjögurra kílómetra spotta og einnig að sjálfsögðu afleggjarann að skíðasvæði fram í Eldborgargili. Miðað við síðustu ákvarðanir ríkisstj órnarinnar varðandi fjárveitingar til vegamála get ég vart ímyndað mér ann- að en þjóðarsátt yrði um þá fjár- veitingu sem þyrfti til að ljúka þessu verki. Fjármálaráðherrann sem jafn- framt er þingmaður Reykvíkinga Skíði Síðustu 4 km að skíða- svæðinu, segir Kristján Benediktsson, er holóttur malanægur. ætti að ganga fram fyi'ir skjöldu og segja: „Þetta er sanngirnismál. Við gerum þetta bara.“ Geri fjármála- ráðherrann hins vegar ekkert eigum rið vonandi einhverja röska menn í þingmannaliðinu til að taka þetta mál upp á arma sína. Nú koma þá í hug menn eins og Ólafur Örn sem gengið hefur á skíð- um á Suðurpólinn og þvert yfir Grænlandsjökul og Árni Mathiesen sem tilheyrir mikilli íþróttafjöl- skyldu. Fleiri mætti rissulega nefna til þessa máls þótt hér verði látið staðar numið. Með bestu kveðjum og eindreginni von um jákvæðar undirtektir. Höfundur er fyrrv. form. BláfjaJlanefndar. Kristján Benediktsson Fiskar dulbúnir sem skór Frábærir skór sem henta jafnt í vatni sem á landi. Quick- diy nubuck efni sem andar heldur þér við efnið. Kr. 7.990.- Columbia Sportswear Compan j * Skeifunni 19 - S. 568 1717

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.