Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nærri 70 erindi á þingi skurðlækna og svæfíngalækna Spáð 2% aukningn mjaðma- aðgerða á ári næstu 30 árin Karlmaður handtekinn með 8 millj- óna króna ránsfeng KARLMAÐUR var handtekinn á páskadag með ránsfeng að verð- mæti 8 milljónir króna eftir innbrot í íbúðarhús í Reykjavík. Hann hafði fjarlægt ýmsa gripi og búnað úr húsinu er hann var gripinn. Maðurinn hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til föstu- dags, en hann hefur oft komið við sögu lögreglu. Tilkynnt um 28 innbrot um páskana Tilkynnt var um 28 innbrot á heimili, í fyrirtæki og bifreiðar í Reykjavík um páskahelgina. Inn- brot eru færri en um páskana í fyrra, en þá voru þau 44 talsins. Af innbrotunum 28 í ár voru 6 á heimili. Á PINGI Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafé- lags Islands, sem stendur í dag og á morgun, verða flutt 68 erindi og segir Bjarni Torfason, formaður Sk- urðlæknafélags íslands, mikla og vaxandi grósku í báðum félögunum sem endurspeglist í vaxandi gæðum rannsókna í fræðigreinunum. Meðal þess sem kynnt verður á þinginu í dag er spá um þörf á gerviliðaaðgerðum á mjöðmum vegna frumslitgigtar á íslandi næstu 30 árin. Segir í ágilpi Þor- valdar Ingvarssonar og samstarfs- lækna hans að gerviliðaaðgerðum í mjöðm hafi fjölgað mjög frá árinu 1982 og svo virðist sem þörfínni sé enn ekki fullnægt. Spá þeir því að aðgerðum fjölgi úr 221 árið 1996 í 260 árið 2005, 300 árið 2015 og 368 árið 2030 eða um 2% á ári. Segja læknarnir nauðsynlegt að heilbrigð- isyfirvöld geri jafnt og þétt ráð fyrir auknu fé til gerviliðaaðgerða á næstu árum. í nýjasta tölublaði Læknablaðs- ins eru birt ágrip erinda sem flutt verða á þinginu og þar er einnig ávarp Bjarna Torfasonar. „Við sem erum starfandi sérfræðingar á Is- landi fögnum sérstaklega framlagi ungra lækna og læknanema og framlagi lækna í sérnámi svo og sérfræðinga erlendis frá, enda er dugmikil nýiiðun mikilvæg til fram- tíðar litið.“ Meðal umfjöllunarefna má nefna nýjung í meðferð stón-a bruna með húðlíki, nýjar leiðir í meðhöndlun á lófakreppu, spá um þörf fyrir gerviliðaaðgerðir í mjöðmum næstu 30 árin og skurð- aðgerðir til réttingar á kryppu eftir eldri hryggbrot, svo nokkuð sé nefnt. Rétta má kryppu eftir hryggbrot Síðastnefnda efnið kynnir Bogi Jónsson, sérfræðingur á bæklunar- skurðdeild Landspítalans, og í ágripi hans og Halldórs Jónssonar er lýst meðferð til að laga kryppu eftir hiyggbrot. Voru níu karlar réttir en þeir höfðu hlotið brot í brjóstmjóbaki. Var hryggskekkja þein-a yfir 35 gráður í öllum tilvik- um og þjáðust þeir mjög af verkjum vegna þessa. Með aðgerðinni tókst að rétta alla sjúklingana í eðlilega líkamsstöðu og sjö af níu gátu snúið aftur til starfa. „Sennilega er oft um að ræða beygju-tog-áverka þar sem áverkar á aftari liðbönd hiyggjarins hafa ekki verið greindir, heldur aðeins hryggbrotið sjálft. Oruggasta leiðin til að greina slíka áverka myndrænt er með segulómun og ætti ávallt að gera slíka rannsókn í ofangreindum tilvikum," segir í niðurlagi ágrips- ins. Fyrstu birtingarnir úr Geirlandsá ÞANNIG var ástandið austur við Sog um hátíðirnar, hvít jörð og skarir við bakka. Nú mun ástandið mun betra. Það eru Friðleifur Friðleifsson og Jón Þ. Einarsson sem þarna reyna fyrir sér á Bfldsfellsbreiðu. FYRSTU sjóbirtingarnir voru dregnir úr Geirlandsá á þriðju- dagskvöldið, alls tólf stykki, allir í svokölluðum Ármótum sem er jafnan afgerandi besti veiðistað- urinn hvort heldur er á vorin eða haustin. Þetta voru „góðir físk- ar“ að sögn Gunnlaugs Óskars- sonar sem var á leið austur í gær og hafði haft tal af veiðimönnum við ána. Geirlandsáin hefur annars ver- ið erfið til veiða þessa fyrstu daga vertíðarinnar, fyrst afar vatnslítil, en síðan í meiri eða minni flóðaham. Aflinn á þriðju- dag kom til með þeim hætti að veiðimaður einn ærðist af að- gerðarleysi við að horfa á ána ryðjast dökkleita til sjávar, ók í loftinu í Ármótin og fann lygnan blett þar sem sýnilega var mikill fískur undir. Eftir að hafa dregið fimm fiska, ók hann til veiðihúss og Iét vita af veiðinni. Undir myrkur höfðu sjö til viðbótar veiðst. Fyrstu daga veiðitímans, þ.e.a.s. flesta daga nýafstaðinna páska, var afar erfitt um vik við skaftfellsku árnar, snjór á bökk- um og ís á ám. Þetta hefur verið að lagast mjög með hlýnandi veðri og búast má við að Hörgsá fari brátt að skila sinni fyrstu veiði á land. Glæðist aðeins í Sogi Það er aðeins að glæðast í Sog- inu, en ís og snjór drógu mjög úr möguleikum veiðimanna fyrstu dagana. Menn sáu nokkuð af fiski sem tók ekki. En nýverið veiddust t.d. þijár vænar bleikjur í Bfldsfelli og á þriðjudag komu órar á land í Alviðru. Þá hafa rmenn reytt eitthvað upp í Þrastalundi, en þeir hafa það svæði á leigu til 20. júní, er Stangaveiðifélagið Lax-á tekur við. Regnbogar í Þorleifslæk Þokkaleg veiði hefur verið i' Þorleifslæk, þ.e.a.s. Varmá neð- an brúar á þjóðvegi númer eitt. Mest hefur veiðst af sjóbirtingi, en einnig nokkuð af regnboga. Fyrsta daginn, á skírdag, fékk t.d. veiðimaður fjóra fiska, allt regnboga. Onnur stöng fékk tvo og var annar þeirra mjög dökkur og þunnur hængur. Sonur Rósars Eggertssonar tannlæknis veiddi fiskinn og sagði Rósar, sem var viðstaddur, að svil hefðu lagað úr gotrauf regnbogans. Það er ekk- ert nýtt að regnbogar veiðist í Þorleifslæk, en það er e.t.v. rann- sóknarefni hvort þeir hrygna þar. Landmæl- ingar fá ný mæling- artæki LANDMÆLINGAR íslands fengu í gær afhent Trimble GPS land- mælingartæki ásamt hugbúnaði til úi-vinnslu á mæligögnunum. Um er að ræða tvö Trimble 4000ssi tæki og eitt Trimble 4700 tæki og er búnaðurinn keyptur af fyrirtækinu Ismai- hf. Með þessum tækjum og hugbún- aði er bæði hægt að mæla í raun- tíma, þannig að niðurstöður mæl- inganna fást strax þegar verið er að mæla, og einnig til úrvinnslu að mælingum loknum. Tækin nota gervitungl sem ganga umhverfis jörðu í 20.000 km hæð til að reikna staðsetningu. Þetta er ein ná- kvæmasta tækni við landmælingar sem völ er á og er hægt að mæla með nokkurra millímetra ná- kvæmni, segir í fréttatilkynningu. „Þessi búnaður er algjör bylting fyrir mælingardeild Landmælinga Islands og er hún nú í stakk búin að leysa fiest landmælingai-verk- efni stofnunarinnar á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. Mæla gömul þrfliyrninganet Helstu verkefnin sem tækin verða notuð til á næstunni ei*u að mæla inn gömul þríhyrninganet í samvinnu við nokkrar ríkisstofnan- ir svo hægt verði að reikna þau yfir í nýtt grunnstöðvanet landsins og einnig verður unnið að eftirlits- mælingum á grunnstöðvanetinu. Opinn dag’ur í Hólaskóla OPINN dagur verður haldinn 17. apríl í Hólaskóla á Hólum í Hjalta- dal. Við skólann era starfræktar þrjár meginnámsbrautir: Ferðamála- braut, en markmið hennar er að mennta fólk til starfa við ferðaþjón- ustu í dreifbýli í anda sjálfbærrar ferðamennsku. Fiskeldisbraut, þar sem lögð er áhersla á að veita fræðslu um fiskeldi og nýtingu vatnafisks á íslandi. Námið er í nánum tengslum við fiskeldisrann- sóknir skólans. Hrossaræktarbraut, en markmið hennar er að stuðla að auknum framförum í hrossarækt- inni, bættu uppeldi og meðferð hrossa, betri tamningum og reið- mennsku svo og aukinni arðsemi í greininni. í framhaldi af námi við hrossaræktarbrautina er boðið upp á aukið nám til menntunar reið- kennara. Á Hólum er margvísleg starfsemi í tengslum við námið, má þar nefna hrossakynbótabú ríkisins, rannsóknarstöð í silungseldi, ferða- þjónustu yfir sumartímann, vatna- lífssýningu, sumarbúðir íyrir börn svo eitthvað sé nefnt. Tilgangurinn með opna deginum er að kynna þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer á Hólum. Dagskráin þann 17. apríl hefst kl. 13.30 með reiðsýningu og keppni við reiðhöll skólans þar sem nemendur sýna listir sínar. Kl. 15 verður helgistund í Hóla- kirkju. Þar verður fagnað þeim áfanga að nú er að ljúka gagngerum endurbótum á skólahúsinu en húsið var allt orðið mjög lúið. Árið 1995 hófust framkvæmdir við skólahúsið, en elsti hluti þess, sem er frá 1910, er hannaður af Rögnvaldi Ólafssyni, en seinni hlutinn frá 1927, er hann- aður af Guðjóni Samúelssyni. Nú hefur húsið verið endurbætt og end- urbyggt að hluta og þetta veglega skólahús Hólaskóla öðlast sína fyrri reiyn, segir í fréttatilkynningu. I skólahúsinu mun jafnhliða fara fram kynning á því námi sem er í boði við skólann. Nemendur af ferðamálabraut, fiskeldisbraut og hrossabraut ásamt nemendum á framhaldsdeild hrossabrautar Hóla- skóla kynna þau verkefni sem þeir hafa fengist við í vetur í íþróttahúsi skólans. Námið eins og það er í dag tekur eitt ár og lýkur með verk- námi. Áætlað er að dagskránni Ijúki kl. 17. Kaffiveitingar verða í boði skól- ans. Allir velunnarar Hólaskóla era velkomnir heim að Hólum þennan dag. Andlát ÓLÖF BJARNADÓTTIR ÓLÖF Bjarnadóttir lést á Droplaugarstöð- um 31. mars síðastlið- inn. Hún var fædd í Reykjavík 11. nóvem- ber 1919, dóttir Ás- laugar Ágústsdóttur og séra Bjarna Jóns- sonar dómkirkju- prests. Ólöf tók stúdents- próf frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1938 og árið 1944 gift- ist hún Agnari Klem- ens Jónssyni, sendi- herra og síðar ráðu- neytisstjóra, en hann lést árið 1984. Eftir að Ólöf gifti sig dvaldist hún lengi erlendis vegna starfa eigin- manns síns í utanríkis- þjónustunni. Var hún sendiherrafrú í London, París, Osló og Kaupmannahöfn. Eftir að hún fluttist heim vai- hún um árabil sjálfboðaliði á bóka- safni Rauða krossins á Landspítalanum. Síð- ustu tvö æviárin naut Ólöf umönnunar á hjúkranarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Börn þeirra hjóna urðu fjögur og eru þrjú þeirra á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.