Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MIKIL sveifla var á Guðmari og Nökkva frá Tunguhálsi II í flokki hinna vönu og höfðu sigur. HESTAKOSTURINN á Meðalfelisvatni hefur að hkindum aldrei verið jafn góður sem nú og meðal þeirra sem voru vel ríðandi var Guðbjörg Snorradóttir á Móbrá frá Daismynni en þær höfnuðu f fjórða sæti. Enn hækkar tollurinn hjá Orra frá Þúfu Folatollurinn undir Orra frá Þúfu hefur enn verið hækkaður og að sama skapi virð- ist aðgengi annarra en eigenda að hestin- um ætla að verða torsóttara en verið hefur til þessa. Valdimar Kristinsson aflaði frétta af nýafstöðnum hluthafafundi Orra- félagsins sem haldinn var um páskahelgina og veltir hér upp ýmsum hliðum málsins. RÍR af eigendum hestsins lögðu fram tilboð á fundin- um i þá tíu folatolla sem seldir hafa verið árlega til tveggja ára. Fundurinn samþykkti að taka tilboðinu sem hljóðaði upp á 1,5 milljónir króna fyrir hvort árið sem þýðir að þeirgreiða 150 þúsund krónur fyrir folatollinn hjá Orra. Pað voru þeir Sigurður Sæmunds- son, Brynjar Vilmundarson og Gunnar Arnarsson sem tilboðið gerðu en að sögn Sigurðar kaupa þeir þessa folatolla á svipuðum kjörum og verið hefur þ.e. að inni- falin er ómskoðun og séu hryssurn- ar ekki með fyli fá þeir að halda aft- ur undir hestinn eða endurgreiddur er hluti fyljunargjaldsins. Kvaðst Sigurður reikna með að nota alla tollana sjálfur, sagði það gefa vel af sér. í sama streng tóku bæði Gunn- ar og Brynjar en enginn þeirra vildi þó útiloka aðra möguleika. Folöldin á hálfa milljón króna Vel gengi að selja folöld undan Orra og 1. verðlauna hryssum, verðið væri á bilinu 500 til 600 þús- und krónur. Með þessu tilboði þre- menninganna væri um ríflega 67% hækkun að ræða á fyljunargjaldi frá því verði sem var á þeim tíu toll- um sem seldir voru á frjálsum markaði í fyrra og vaknar nú spurningar hvort þessi hækkun hafi einhver áhrif á verð á folatollum al- mennt. Almennt virðast menn van- trúaðir á að þessi verðbreyting breyti miklu á verði annarra stóð- hesta. Að vísu getur hækkandi verð á einstökum hestum losað um verð- hömlur en slíkt er talið verka á lengri tíma. Eigeindur Óðs frá Brún samþykktu fyrir skömmu að verð á tolli skyldi vera 70 þúsund krónur en í því væri innifalið girð- ingagjald og virðisaukaskattur. Verð hjá Óði var milli 40 og 50 þús- und í fyrra. Ekki hefur verið ákveð- ið hvað verðið á Galsa frá Sauðár- króki verður í sumar en aðaleigandi hestins Andreas Trappe hefur lýst yfir áhuga að hækka úr 35 þúsund- um króna í 60 - til 70 þúsund. Af þessu má ráða að verðið fari hækk- andi á dýrari hestunum en spurn- ing hvað verði með minni spámenn- ina. Framboð á stóðhestum er mik- ið um þessar mundir og því fróðlegt að sjá hver þróunin verður fram á vorið. Þremenningarnir hafa yfír að ráða sautján hlutum í Orra af sex- tíu. Gunnar er með þrjá, Brynjar með fjóra og Sigurður hefur for- ræði yfir tíu hlutum Holtsmúlabús- ins. Mikil ásókn hefur verið í þessi pláss hjá hestinum af hryssueig- endum sem ekki eiga hlut í hestin- um. Hafa margir eigendur góðra og þekktra hryssna farið þar bónleiðir til búðar. Nokkuð hefur verið sótt í Orrasyni þótt enginn þeirra virðist líklegur til að kallast föðurbetrung- ur enn sem komið er. 140 skammtar frystir Byrjað var að taka sæði úr Orra fyrir nokkru sem kunnugt er og verður að sögn Sigurðar tekið úr honum til 25. maí. Að sögn Páls Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KEPPNIN var hörðust í efsta flokknum en þar voru hlutskarpastir í lokin Guðmar Þór á Nökkva sem sigraði, Sigurður Sigurðarson á Garpi, Guðmundur Skúlason á Maístjörnu, Bjarni Sigurðsson á Jarli og Sigurður V. Ragnarsson á Hrafni. 4. Logi Laxdal á Flygli frá Flögu á 9,35 sek. 5. Magnús Blöndal á Fiðlu frá Hvammi á 9,39 sek. Opna Barkarmótið í Glaðheimuni BREIÐFYLKINGIN var fín hjá börnunum en hér fara fjögur efstu, Heiðar á Kalda, Þorvaldur á Drífu, Linda á Fasa og Lovísa á Blæ. Á myndina vantar Kamillu og Safír. 2. Sigurður Sigurðsson á Garpi frá Syðra-Langholti. 3. Guðmundur Skúlason á Maí- stjörnu frá Svignaskarði. 4. Bjarni Sigurðsson á Jarli frá Svignaskarði. 5. Sigurður V. Ragnarsson á Hrafni frá Hala. Skeið: lOOm fiugskeið 1. Viðar Halldórsson á Prins frá Hvítárbakka á 8,85 sek. 2. Guðmar Þ. Pétursson á Þraut frá Grafarkoti á 9,25 sek. 3. Arnar Bjarnason á Gasellu úr Hafnarfirði á 9,32 sek. Opinn flokkur 1. Vignir Siggeirsson, Sleipni, á Ofsa frá Viðborðsseli. 2. Halldór G. Victorsson, Gusti, á Hugin frá Vestra-Fíflholtshjáleigu. 3. Bjarni Sigurðsson, Gusti, á Eldi frá Hóli. 4. Erling Sigurðsson, Fáki, á Helj- ari frá Guðnabakka. 5. Logi Laxdal, Fáki, á Flugu frá Breiðabólstað. 16 ára og yngri 1. Svandís D. Einarsdóttir, Gusti, á Ögra frá Uxahrygg. 2. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á Stöku frá Ytri-Skógum. 3. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Sjöstjörnu frá Svigna- skarði. 4. Kristján Magnússon, Herði, á Rúbín frá Breiðabólstað. 5. Hugrún D. Þorgeirsdóttir, And- vara, á Gusti frá Stóra Hofi. Valdimar Kristinsson ‘ Hestaval á ísnum á Með- alfellsvatni LENGI hefur staðið til að halda mót á Meðalfellsvatni í Kjós en sök- um ísleysis eða annarra annmarka hefur það ekki tekist fyrr en á laug- _ ardag fyrir páska. Mótið sem átti í ^raun að verða samkoma nokkurra harðarfélaga varð að fjölmennri samkomu sem tókst með miklum ágætum og má segja að þar hafi flogið fiskisagan því mótið var nán- ast ekkert auglýst. Þá dreif að tals- verðan fjölda manna að horfa á. Kjósverjar völdu samkomunni nafn- ið Vetrarleikar Kjósverja ‘99. Mikið hefur verið riðið á vatninu undan- farið og ísinn verið mjög góður að sögn hestamanna í Kjós. Aðeins var farið að þiðna á mótsdaginn þannig að örlítil bleyta var á ísnum en heimamenn höfðu skafið góðar brautir á ísinn þannig að reiðfæri var með ágætum. _ Keppt var í tölti barna, unglinga ungmenna og tveimur flokkum full- orðinna en mótinu lauk með 100 metra fljúgandi skeiði. Skráningar voru eitthvað á annað hundrað sam- kvæmt upplýsingum forráðamanna mótsins, þar af voru 23 í skeiði og yfir fimmtíu fullorðnir. Verðlaun voru aðallega í formi kjöts sem framleitt er í Kjósinni en einnig sáust páskaegg á lofti. Verðlaunin voru afhent í Kaffi Kjós sem er huggulegt kaffihús rétt við vatnið. Isinn var mældur daginn fyrir mót og reyndist hann vera 42 sentimetr- ar að þykkt. Keppendur voru víða að og var stemmningin góð í indælu veðri og fögru umhverfi enda eru Kjósverjar ákveðnir í að gera slíkt mót að föst- um lið hvert ár þegar aðstæður leyfa. En úrslit urðu annars sem hér . Tgegir og með fylgja úrslit frá Opna Barkarmótinu sem haldið var fyrir páska í glæsilegri reiðhöll þeirra Gustsmanna í Kópavogi. Tölt Börn 1. Heiðar Hauksson á Kulda frá Grímsstöðum, Kjós. 2. Þorvaldur Hauksson á Drífu frá Grímsstöðum, Kjós. 3. Linda Pétursdóttir á Fasa frá Nýjabæ, Borg. 4. Lovísa Guðmundsdóttir á Blæ frá Helgadal, Mos. 5. Kamilla P. Sigurðsdóttir á Safír. Unglingar 1. Berglind R. Guðmundsdóttir á Sjöstjörnu frá Svignaskarði. 2. Kristján Magnússon á Hrafnari frá Hindisvík. 3. Þórarinn Orrason á Gjafari frá Hofsstöðum. 4. Guðbjörg Snorradóttir á Móbrá frá Dalsmynni. 5. Svava Arnórsdóttir á Prins frá Litla-Moshvoli. Ungmenni 1. Sigurbjörn G. Sigurðsson á Hausta. 2. Sigurður Halldórsson á Meitli frá Enni. 3. Heiða Aðalsteinsdóttir á Blossa frá Eilífsdal, Kjós. 4. Guðlaug Karlsdóttir á Áfanga frá Ólafsvöllum. Minna vanir 1. Nína Möller á Heru frá Áimóti. 2. Jón Þ. Daníelsson á Hnokka frá Armóti. 3. Kristinn Þ. Þorkelsson á Vordísi frá Hörgshóli. 4. Jón Jónsson á Garra frá Ríp. 5. Kolbrún Ólafsdóttir á Mózart frá Nýjabæ, Eyjaf. Meira vanir 1. Guðmar Þ. Pétursson á Nökkva frá Tunguhálsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.