Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 9 FRÉTTIR Fulltrúi stærstu ferðaskrifstofu í Kína bjartsýnn á aukinn ferðamannastraum Kínverja til fslands Telur þúsundir Kínverj a áhugasamar um Islandsferð LILI Guan, framkvæindastjóri kínversku ferðaskrifstofunnar CITS Travel á Norðurlöndum, kveðst afar bjartsýn á að kín- verskir ferðamenn haldi hingað til lands í auknum mæli og seg- ir Island hið áhugaverðasta í augum landa sinna. Hún kveðst einnig gera sér vonir uin að ís- lenskir ferðamenn fari í aukn- um mæli til Kína. CITS Travel og Samvinnuferðir-Landsýn hafa undirritað samning um gagnkvæma skipulagningu ferða milli landanna. CITS, eða Alþjóðlega kín- verska ferðaþjónustan, er ríkis- rekin og stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar í Kína. LiLi Guan hefur starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið og hóf að starfrækja skrifstofu þeirra í Kaupmannahöfn fyrir fjórum áram síðan. A þeim tíma hafa ferðir Dana til Kína margfald- ast og voru í fyrra tvö þúsund talsins. Landið á bakvið nafnið „Ég held að nafn íslands, sem greypist í huga Kínverja frá barnæsku, hafi mikið aðdráttar- afl fyrir kínverska ferðamenn, ekki síst þar sem fæstir vita af eigin raun hvernig landið bak- við nafnið lítur út. Þá hefur Kína á seinustu árum opnað dyr sínar gagnvart erlendum ríkj- um ásamt því sem landsmenn hafa aukið ferðafrelsi og hafa meira fé umleikis en áður. Kín- verjar vilja fyi'ir vikið ferðast og skoða erlend lönd í auknum mæli. Island er mjög frábnigðið Kína og því er það mjög spenn- andi og áhugaverður kostur," segir LiLi Guan. Hún nefnir sérstaklega náttúru íslands í því sambandi og segir að á skoðunarferðum hennar hér- lendis hafi borið fyrir augu hennar landslag sem líkist hvorki því sem finna má í Kína né í öðrum löndum sem hún hefur heimsótt. „fslensk nátt- úra vekur mér furðu og í fyrstu skoðunarferðinni sem ég fór í fannst mér eins og ég væri stödd á annarri plánetu. Ég tel landið fagurt og hrífst af því. I Kína hafa stór náttúrusvæði horfið vegna mannfjölgunar og þar er alls staðar fólk, þannig að það er kærkomin hvfld fyrir kínverskan ferðamann að skoða náttúru sem ekki er undirlögð af mönnum." Aðspurður um hvaða ljón væru helst í vegi kínverska ferðamanna sem hyggja á Is- landsferð nefnir hún verðlagið sem sé allt annað og hærra en kínverskur almenningur á að venjast á sínum heimaslóðum. „Island er mjög dýrt samanbor- ið við þau lífskjör sem Kínverj- ar búa almennt við. En margir Kínverjar hafa lagt fé til hliðar í því skyni að heimsækja önnur lönd lieimsins og þó svo að þeir velji ekki endilega Island sækja þeir önnur lönd heim óháð verðlagi þeirra. Þeiin var mein- að að ferðast áður og láta sér því í léttu rúmi liggja hvað hlut- irnir kosta í þeim löndum sem þeir ferðast til núna, enda koma þeir ekki þangað til að vinna heldur til að skoða löndin og njóta reynslunnar samfara ferðalaginu." Ferðahömlum verið aflétt LiLi segir að strangar ferða- hömlur liafi verið við lýði í Kína til ársins 1976 en á þeim tíma sem liðinn er liafi mörgum þeirra verið aflétt. „Enn getur verið erfiðleikum bundið að fá vegabréfsáritun eða ferðaleyfi til erlends ríkis, ekki síst þar sem mörg ríki neita Kínverjum um inngöngu nema þeir séu að heimsækja viðkomandi land til að koma á viðskiptasamböndum eða öðru þess háttar. Island er hins vegar í hópi vinsamlegra ríkja sem taka á móti kínversk- um ferðalöngum þótt þeir eigi ekki flóknara erindi en skoða sig um og njóta þess sem þar stendur til boða. Ég er viss um að þessi afstaða hvelji kín- verska ferðamenn enn frekar til að ráðast í Islandsferð," seg- ir LiLi Guan. Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu margir landar henn- ar myndu vilja koma hingað til lands en þó sé Ijóst að þúsundir Kínverja hafí ráð á að kaupa slíka ferð og hafi á því áhuga. „Við getum greitt götu þeirra hvað varðar vegabréfsáritun og skipulagningu hópferða, þannig að ferðin ætti ekki að vera neinum vandkvæðum bundin. f Kína eru svo gríðarlega margir íbúar að auðvelt er að finna lík- lega ferðamenn og þó að hópur- inn sé aðeins frá einni borg er stærð borganna með þeim hætti að hópurinn myndi sjálfkrafa vera ijölmennur," segir hún. Ánægja með samstarf Hún kveðst einnig telja mikla möguleika fólgna í ferðum Is- lendinga til Kína og hafi dvöl hennar hérlendis Ieitt í Ijós rík- an áhuga á ferðum á fjarlægar slóðir. CITS og Samvinnuferð- ir-Landsýn hafa þegar ákveðið að skipuleggja ferð til Kína síð- ar á þessu ári, auk þess sem ís- lenska ferðaskrifstofan hefur milligöngu um ferðir þangað fyrir bæði einstaklinga og hópa. Flogið er í gegnum Kaup- mannahöfn þar sem aðalskrif- stofu CITS Travel á Norður- Iöndum er að finna, að sögn Auðar Björnsdóttur hjá SL. „Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og við höfum átt rnjög LILI góð samskipti við erindreka CITS. Kína er stórt og mikið land sem ekki er hægt að skoða í einni ferð en hins vegar er hægt að sjá brot af því besta og við munum reyna að bjóða Is- lendingum sambærilega dag- skrá og sett var saman fyrir Clinton Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans í fyrra,“ segir Áuður. Ný vegabréf tekin í notkun 1. júní Tölvulesanleg' og erfíðara að falsa þau NY VEGABREF, sem Kristín Þorkelsdóttir listamaður hefur hannað, verða tekin í notkun 1. júní næstkomandi. Prentun þeiiTa verður flóknari en hinna gömlu, þau verða tölvulesanleg og með vatnsmerki og ýmsum öðrum öryggisatriðum sem gera að verkum að erfiðara verður að falsa þau. Kolbeinn Árnason, formaður nefndar um útgáfu vegabréfa, segir að breytingin sé meðal annars gerð að kröfu Banda- ríkjamanna og er skilyrði fyrir því að Islendingar geti áfram ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar. „Við höfum verið á undan- þágu varðandi þetta í nokkuð mörg ár, en nú hafa Bandaríkja- menn gefið lokafrest til ársins 2000 fyrir þessar breytingar. Norðmenn og Danir tóku meðal annars fyrir skömmu í notkun ný vegabréf til að uppfylla þessi skilyrði." Ríkislögi’eglustjóri mun gefa öll nýju vegabréfin út en hægt verður að sækja um þau á lög- reglustöðvum eins og verið hef- ur. Kolbeinn segir að gera megi ráð fyrir að biðin eftir vegabréf- unum verði nokkuð lengri en áður, eða allt að tíu dagar, en kostnaðurinn verður sá sami. Þó verður hægt að fá útgefið vegabréf með hálfs dags fyrir- vara ef þörf er á, en þá verður þjónustan dýrari. „Vegabréfuy eru með fána- blárri kápu. Á innri síðunum eru ákveðin þemu, meðal ann- ars landnámið, landafundirnir, náttúra landsins og nútíminn. Engar tvær síður verða eins. Að mínu mati, og þeirra sem vit hafa á, er þetta mjög vel heppnuð hönnun," segir Kol- beinn. Peysurúvalið í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 UCictojUé Köflóttar buxur Kvartbuxur Bermúdabuxur tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Stjörnuspá á Netinu ós o« stólar! Opið laugardaga frá 10-16 oíBmslm GJAFIR & HÚSGÓCN Suðurlandsbraut 54, sími 568 9511 (við hiiðina á McDonalds) 'ILBOÐ SUIHIAR- FATNAÐUR V ÚRVAL* ALLAR STÆRÐIR • BETRA VERÐ / Kr. 980,- Regn-og vindjakkar S-WI-L-XL flðeins Quelle VERSLUN DALVEGI 2 • KÓPAVOGI SÍMI: 564 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.