Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU rar- ■ -:*~y Reuters STARFSMENN hjálparstofnunar ganga um mannlausar flóttamannabúðir við landamæri Júgóslavíu og Makedóníu. 40.000 Kosovo-búar voru fluttir þaðan fyrirvaralaust með rútum í fyrrinótt. Makedóníumenn tæma flóttamannabúðir við landamærin að Serbíu Flóttamenn fluttir með valdi til Albaníu Serbar reka flóttamenn aftur til Kosovo Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna kvaðst í gær hafa miklar áhyggjur af tug- þúsundum Kosovo-búa, sem yfirvöld í Makedóníu létu flytja með rútum úr búð- um við landamærin að Serbíu í fyrrinótt. Yfírvöld í Júgóslavíu lokuðu einnig landamærastöðvum í Kosovo og neyddu þúsundir flóttamanna til að snúa aftur til héraðsins. FÓLKSFLÓTTINN TALIÐ var að alls hefðu um 60.000 Kosovo-búar verið í flóttamannabúð- unum í Blace í Makedóníu þegar lög- reglu- og hermenn voru sendir þang- að í fyrrinótt til að flytja allt flótta- fólkið í burtu með rútum. Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði að um 25.000 þeirra hefðu ver- ið flutt í bráðabirgðabúðir nálægt Skopje, höfuðborg Makedóníu, og sögðust hafa miklar áhyggjur af ör- yggi hinna flóttamannanna 35.000. Andrea Angeli, talsmaður Flótta- mannahjálparinnar, sagði síðdegis í gær að 14.000 flóttamannanna hefðu komið til Albaníu og fleiri væru á leiðinni þangað. Aðrir kynnu að hafa verið fluttir til Grikklands og Tyrk- lands. Albanska fréttastofan ATA hafði eftir flóttamönnunum í Albaníu að makedónskir lögreglumenn hefðu barið þá með kylfum og neytt þá til að fara í rúturnar. Kiro Gligorov, forseti Makedóníu, varði þessar aðgerðir og sagði að eðlilegt væri að albanskir íbúar Kosovo yrðu fluttir til Albaníu. Ekk- ert pláss væri fyrir þá í Makedóníu. Algjör glundroði í flóttamannabúðunum Þúsundir Kosovo-búanna voru einnig fluttar í flóttamannabúðir, sem NATO hefur reist í Stankovac, einu af úthverfum Skopje. Algjör glundroði var í flóttamannabúðun- um, sem voru aðeins ætlaðar 4.000 manns, en um 8.000 flóttamenn voru komnir þangað eftir flutningana í fyrrinótt. Margir flóttamannanna leituðu í örvæntingu af skyldmennum sem þeir urðu viðskila við í glundroðan- um. „Verið svo væn að hjálpa mér að fínna mömmu mína,“ hrópaði ungur maður til fréttamanna þegar makedónskir lögreglumenn meinuðu honum að fara í flóttamannabúðirn- ar. „Hún er í búðunum en veit ekki hvar ég og systur mínar erum.“ Paula Ghedini, talsmaður Flótta- mannahjálparinnar, kvaðst hafa miklar áhyggjur af meðferð makedónskra yfirvalda á flóttafólk- inu. „Mikilvægast er að fólkið fari sjálfviljugt og fjölskyldurnar verði ekki aðskildar. Menn geta ekki sett fólk í rútur án þess að segja því hvert förinni er heitið.“ „Ef við hefðum vitað að þetta biði HÓPUR Kosovo-búa bíður í röð eftir því að fá úthlutað vatni í flótta- mannabúðum sem reistar hafa verið við þorpið Brazde, um 25 km norðan við Skopje, höfuðborg Makedóníu. okkar hefðum við frekar viljað vera áfram í Pristina og deyja þar,“ sagði einn flóttamannanna. Fluttir á brott „í skjóli rnyrkurs" Fréttamenn sem fóru til Blace í gærmorgun sögðu að engir flótta- menn væru þar lengur. Sjónarvottar sögðu að flóttafólkinu hefði verið smalað í rútur og því hefði ekki verið leyft að taka með sér eigur sínar. Paul Stromberg, talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sagði aðgerðu- Makedóníu- manna mikið áhyggjuefni. Rútm-nai- hefðu verið sendar í flóttamannabúð- irnar „fyrirvaralaust og í skjóli myrkurs“. Stromberg sagði að Flóttamanna- hjálp Sameinuðu þjóðanna hefði alltaf lagt áherslu á að flóttafólkið yrði ekki flutt nauðugt úr búðunum. Hann kvað stofnunina hafa áhyggjur af því að aðgerðir Makedóníumanna yrðu til þess að fjölskyldur Kosovo- búanna tvístruðust frekar. Serbar loka landa- mærastöðvum Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) skýrði ennfremur frá því að yflrvöld í Júgóslavíu hefðu lokað helstu landamærastöðinni milli Serbíu og Albaníu í fyrrinótt. „Okk- ur skilst að þau hafí sagt flóttamönn- unum að þeim sé óhætt að snúa aftur heim vegna vopnahlés Serba,“ sagði Andrea Angeli, talsmaður ÖSE. Stjórnvöld í Júgóslavíu lýstu yfir vopnahléi í fyrradag vegna páskahá- tíðar rétttrúnaðarkirkjunnai' en leið- togar NATO höfnuðu yfirlýsingunni og svöruðu henni með frekari árás- um á serbnesk skotmörk. Að minnsta kosti 280.000 Kosovo- búai’ hafa flúið til Albaníu síðasta hálfa mánuðinn og flestir þeh-ra í gegnum landamærastöðina í Morina. Um 30-40.000 manns hafa farið yfir landamærin á degi hverjum að und- anförnu en flóttamannastraumurinn til Albaníu minnkaði verulega í gær. Ekkert flóttafólk sást við landamærastöðina í Morina. „Við vit- um ekki hvað gerðist," sagði al- banskur landamæravörður. „Líklega hafa Serbar vísað þeim öllum burt.“ Talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði að engir flóttamenn hefðu farið yfir landa- mærin í gegnum afskekkta landamærastöð, Qafa e Prushet, í fyrradag og Serbar hefðu líklega lokað henni. „Til að komast í gegnum Qafa e Prushit þurfa menn að vera i fylgd serbneskra hermanna vegna þess að jarðsprengjur hafa verið lagðar á svæðinu.“ Serbar lokuðu einnig landamæra- stöðinni Jazince og vísuðu þúsundum manna, sem höfðu beðið þar dögum saman eftir því að komast til Ma- kedóníu, aftur til Kosovo. Um 20.000 Kosovo-búar höfðu beðið þar í 25 km bílaröð. Þögn sló á um hundrað Albana, sem biðu eftir ættingjum sínum handan landamæranna, þegar þeir sáu flóttafólkið aka í átt að Kosovo. Þeir sögðu útilokað að flóttafólkið hefði ákveðið af sjálfsdáðum að snúa aftur til héraðsins. Fréttastofan Ritzau hafði eftir Anders Ladekarl, deildarstjóra Danska flóttamannaráðsins, að serbneskir hermenn hefðu rekið alls um 40.000 Kosovo-búa aftur til hér- aðsins frá landamærunum að Ma- kedóníu. Jamie Shea, talsmaður Atlants- hafsbandalagsins, sagði að betra væri fyrir fólkið að dvelja í flótta- mannabúðunum undir vernd NATO en í „auðnum“ Kosovo þar sem „öllu hefur verið stolið“. „Ég vona að serbneska stjórnin sé ekki að leika sér að lífi fólksins." Ráðgert að senda 20.000 flóttamenn til Kúbu Ráðherrar frá ríkjum Evrópu komu saman í Lúxemborg í gær til að ræða hvernig taka ætti á flótta- mannavandanum. Nokkur ríki hafa boðist til að taka við flóttafólki til bráðabirgða til að létta undir með nágrannaríkjum Serbíu, sem segjast ekki ráða við flóttamannastrauminn frá Kosovo. Bandaríkjamenn hyggj- ast t.a.m. flytja 20.000 flóttamenn í bandaríska herstöð á Kúbu. Flóttamannahjálp SÞ segir að rúmlega 400.000 manns hafi flúið frá Kosovo frá því árásir NATO hófust 24. mars. 262.000 þeirra hafi flúið til Albaníu, 120.000 til Makedoníu, 36.700 til Svartfjallalands, 8.000 til Bosníu og 6.000 til Tyrklands. Sada- ko Ogata, framkvæmdastjóri Flótta- mannahjálparinnar, hyggst fara á svæðið á næstu dögum til reyna að bæta hjálparstarfið. Vildu ekki fara til Tyrklands Tíu flugvélai' fluttu flóttafólk frá Makedóníu til Tyrklands og Noregs í íyrradag en flutningarnir hafa sætt gagni-ýni vegna frétta um að flótta- fólkið hefði verið flutt nauðugt úr flóttamannabúðunum. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðust hafa hafið rannsókn á fréttum um að margir flóttamann- anna, sem voru fluttir til Tyrklands, hefðu ekki viljað fara þangað og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.