Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 61

Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 61 LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriðjud., fímmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17.________________________ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með miiyagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is.___________________ MINJASAFN RAFMAGNSVEITU RcyKjavíkur v/rafstöð- in'a v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eftir sam- komulagi. S. 567-9009._____________________ MINJASAFN SLYSAVARNARFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum timum i síma 422-7253. ______________________ MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 58 er lokað í vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562. ÍÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið framvegis á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahópar og beklgardeildir skóla haft samband við safnvörð í síma 462-3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara umtali. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tima eftir samkomulagi. _______________ NÁTTÚEUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-063Q._ NMTÚKIIGRII'ASAPNIÐ, sýningarsaiir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30- 16._______________ NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safnið einungis opið samkvæmt samkomulagi. __________________ NÖRRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. pSsT- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 555-4321. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 651- 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stend- ur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og eftir sam- komulagi fyrir skólanema og aðra hópa. S: 565-4242, bréfs. 565-4251. __________________x— SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-17. S. 581-4677._______________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.is: 483-1165,483-1443._______________ STOFNUN ÁRNA MAGNÍJSSONAR: Handritasýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-16 til 14, mai. ____________________________- STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Simi 431-5566._________ SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands, Garðinnm: Opið um helgar frá kl. 13-16.___ WÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánudagakl. 11-17.________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til fiistu- dafia kl. 10-19. Laugard. 10-15.____________ LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14- 18, Lokað mánudaga. -_______________ NÁTTÚRUGRIPASAFNII) Á AKUREYRI: Lokað I vetur nema eftir samkomulagi. Simi 462-2983.____ NORSKA HÚSID ( STYKKISHÓLMI: Opið daglcga I sum- arfrákl. 11-17.___________________________ ORÐ DAGSINS _____________ Reykjavík sími ððl-0000.___________________ Akurcyrl s. 462-1840._________________________ SUNDSTAÐIR_________________________________ SUNDSTAÐIR 1 REYKJAVlK: Sumlhöllin cr opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15. þri., mið. og föstud. kl. 17-21,__________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-föst. 7-21. Laugd. og sud. 8-18. Sölu hætt hálftima fyrir lokun.____ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima fyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.- _ föst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12._________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. _ 6.30-7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._ SUNDLAUGIN f GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555._ SUNDLAUG KJAIiANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18. _____________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-fóstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16._ SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. _ og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2532._________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7- 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- 21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆÐI FJÓLSKYLDU- OG IIÚSDYRAGARÐURINN er iipinn alla daga kl. 10-17, lokað á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tima. Slmi 5757-800._________________ SORPA SKRIFSTOFA SORPU er opin ki. 8.20-16.16. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaöar á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sæv- arhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 620-2205. -------------------------- Fundur um Rússland og Austur-Evrópu FJALLAÐ verður um Rússland og Austur-Evrópu undir yfirski’iftinni tækifæri og ógnanir á hádegisverð- arfundi landsnefndar Alþjóða versl- unan-áðsins í Skála á Hótel Sögu á morgun, föstudaginn 9. apríl, klukk- an 12 til 14. Framsögumenn verða Ágúst Þór Jónsson ráðgjafaverk- fræðingur og Peter Lowe, fram- kvæmdastjóri hjá ICC Commercial Crimes Services, mun halda fram- sögu á fundinum. A fundinum verður varpað fram spurningum á borð við það hverjir möguleikar íslenskra fyrirtækja séu á að hasla sér völl í Austur-Evrópu, hvernig aðlögun að vestrænum við- skiptaháttum gangi og hvernig ríkj- um Austur-Evrópu gangi að byggja upp stjórnkerfi í anda frjálsra við- skipta, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn er öllum opinn en ósk- að er eftir því að fólk tilkynni þátt- töku sína. ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR Málþing um stefnu- mótun og skipulag endurhæfíngar MORGUNBLAÐIÐ á Netinu, mbl.is, Stjörnubíó og Siminn stóðu á dögunum fyrir leik á mbl.is. Tilefnið var frumsýning spennumyndarinnar Ég veit enn (I Still Know) en þátttakendur áttu möguleika á að vinna ljósa- eða nuddkort frá sólbaðstofunni Punktinum, síðermabol eða Motorola StarTAC 70 GSM-síma frá Símanum. Vinningshafar hafa fengið sendan tölvupóst en einnig er hægt að kynna sér hverjir eru vinningshafar í samnefndum lið í flokknum dægradvöl á mbl.is. Stóra vinninginn að þessu sinni, GSM-síma frá Símanum, hlaut Fanný Jóhannsdóttir, sem á myndinni hefur tekið við síman- um úr hendi Sigríðar Sigfúsdótt- ur starfsmanns Símans. FAGDEILD hjúki-unarfræðinga á sviði endurhæfingar, sem er fagdeild innan Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, heldur opið málþing fyi’ir heilbrigðisstéttir í dag, fímmtudag- inn 8. apríl. Málþingið er haldið í Ar- sal á Hótel Sögu og hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Yfirskrift málþingsins er stefnu- mótun og skipulag endurhæfingar í Reykjavík og nágrenni og umhverfi endurhæfingar í heilbrigðiskerfinu innan sjúkrahúsa og stofnana. Fjallað verður um hvernig endur- hæfingarstarfsemi í Reykjavík og nágrenni verði best háttað í framtíð- inni og þá verður einnig fjallað um tillögur Faghóps heilbrigðisráðu- neytisins um málefni endm’hæfingar í útkominni skýrslu um sjúkrahús- mál. Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykja- víkur, opnar málþingið en frummæl- endur verða Magnús Pétursson, for- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala; Ingibjörg Sig. Kol- beins, formaður Fagdeildar hjúkrun- arfræðinga á sviði endurhæfmgar; Kristján Erlendsson, formaður Fag- hóps heilbrigðisráðuneytis um sjúkrahúsmál; Hjördís Jónsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi; Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri SHR; Gísli Ein- arsson, endurhæfingarlæknir RSP/ Kópavogi; Kalla Malmquist, for- stöðusjúkraþjálfari SHR; Torfi Magnússon, forstöðulæknir Endur- hæfingar- og taugasviðs SHR; Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ, Hveragerði; Bergdís Kristjánsdóttir, hjúknmar- framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Lsp.; Björk Pálsdóttir, iðjuþjálfi Hjálpartækjamiðstöð Trygginga- stofnunar ríkisins; Stefán Yngvason, yfirlæknir Endurhæfingardeildai- SHR; og Guðrún Erla Gunnarsdótt- h’, hjúkrunarforstjóri Sjálfsbjargar- heimilinu. Að loknum málflutningi frummæl- enda verða pallborðsumræður þar sem frummælendur svara fyrir- spumum. Fundarstjóri er Margrét Tómas- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri SHR. FRÁ skógræktarnámskeiði Björns Jónssonar. Fjölsótt skógræktarnámskeið SKOGRÆKTARFE LAG Islands gekkst nýlega fyrii’ námskeiði fyrir áhugamenn um skógi’ækt. Leibein- andi var Björn Jónsson, fyri-verandi skólastjóri Hagaskólans. Námskeið- ið var afar vel sótt, með 50 þátttak- endum sem flestir höfðu eigið rækt- unarsvæði. Björn leiðbeindi fólki um skilvirk- ar ræktunaraðgerðir sem hann hefur beitt á sínu ræktunarsvæði í Sól- heimum í Landbroti og kallað „Hina samhæfðu alúð“. Lagði hann mikla áherslu á að fólk setti sér markmið í upphafi ræktunarinnar; markmið eins og að aspir eigi að vera orðnar 2 m háar á fjórum árum og sitkagreni sé búið að ná 80 cm á sama tíma o.s.frv. Þannig sé ræktunarmaðurinn í stakk búinn til þess að fylgja mark- miðunum eftir og geti brugðist við ef þarf. Allir eigi að geta ræktað falleg- an útivistaj’skóg á skömmum tíma með því að beita réttum vinnubrögð- um. Stefnt er að því að endurtaka námskeiðið i vor, segh- í fréttatil- kynningu. Vímulaus æska og foreldrahópurinn Foreldrahús opnað í Vonarstræti FORELDRAHÚS verður opnað í dag, fimmtudaginn 8. apríl, í Vonar- stræti 4b, Reykjavík. Foreldrahúsið er rekið af Vímulausri æsku og For- eldrahópnum. Foreldrahúsinu er ætlað að að- stoða foreldra á margan hátt. Fjöl- skylduráðgjöf er rekin í húsinu og sér Sigrún Hv. Magnúsdóttir for- eldraráðgjafi um hana. Henni til að- stoðar eru bæði sérfræðingar og for- eldrar sem hafa reynslu af því að eiga börn í neyslu áfengis og ann- arra vímuefna, segir í fréttatilkynn- ingu. Foreldrar sem vilja byrja snemma að sinna forvarnaþætti uppeldisins geta fengið upplýsingar um leiðir í þeim efnum. Þeir eiga líka kost á að fara á námskeið um foi-varnir. Fjölskylduráðgjöfin er einnig með einkaviðtöl við foreldra, börn og unglinga. Fjölskylduviðtöl og sjálfshjálparhópar fyrir foreldra eru líka í boði. Fjölskylduráðgjöfin er starfrækt allt árið. Boðið er upp á aðstoð við foreldra sem eiga unglinga sem eru í neyslu og hafa hlotið dóma eða eru á skil- orði. Foi-varnaverkefnið Börn eru líka fólk hefur verið rekið sl. tvö ár út í bæ en flyst nú þetta nýja hús- næði. Agi og uppeldi námskeið sál- fræðinganna Sæmundar Hafsteins- sonar og Jóhanns Inga Gunnarsson- ar verður nú til húsa í Foreldrahús- inu. Al-Anon fundir verða í For- eldrahúsinu. Næsta haust verður meiri starfsemi í Foreldrahúsinu og mun það verða auglýst í ágúst. For- eldrasíminn 581 1700 hefur verið rekinn í 13 ár og er opinn allan sól- arhringinn, þar verður engin breyt- ing á. Foreldrahúsið verður opið alla virka daga frá kl. 9-17. Felst nám- skeið og hópvinna fer fram eftir kl. 17 og um helgar. Þrívíður háskólaheimur SIGRÚN Guðjónsdóttir arkitekt kynnh’ lokaverkefni sitt frá háskól- anum í Kai’lsruhe, Þýskalandi, föstu- daginn 9. apríl kl. 18 í húsi Endur- menntunarstofnunar Háskólans, Dunhaga 7. Lokaverkefnið ber heit- ið: Háskólaheimur - þrívíður marg- miðlunarheimur náms og kennslu. í Kai’lsruhe er hafa verið stofnuð samtök sex skóla á háskólastigi (ViK- ar - Virtueller Hochschulverbund Kai-lsruhe) og er markmið þessa hóps að stofna nýjan fjarnámshá- skóla sem verður einungis á Netinu (sýndarháskóla). Ætlunin er að nýta sér nýja möguleika margmiðlunai’ og Netsins. Þessi sameiginlegi háskóli á að sameina krafta hinna mismunandi skóla og koma fram sem eigin stofn- un á Netinu. Með lokaverkefni sínu hannaði Sigrún þrívíðan háskóla- heim, sem hefur flest það sem raun- verulegur háskóli hefur. I fréttatilkynningu segir: „Lögð er áhersla á samskipti og sem flesta möguleika til þeirra. Með uppbygg- ingu heimsins er hvatt til notkunar þeirra og þannig reynt að koma í veg fyrir að nemandinn hafi það á tilfinn- ingunni að hann sé einn í námi sínu. Hér þótti ekki nóg að bjóða upp á spjall (Chat) og fréttahópa (News- groups), til að geta boðið upp á góða umsjónarkennslu varð meira að koma til. Þess vegna kom einungis margnotendaheimur (Multi-user) til greina. „Heimur fyrir marga notend- ur samtímis“ er sýndai’veruleiki á Netinu þar sem margir notendur geta hist, talað og unnið saman. Lokaverkefnið sýnir frumgerð af vef fjarnámsháskólans, þar sem áhersla væri lögð á möguleika sýndarveru- leikans (Virtual Reality).“ Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fræðslu- og kynningar- átak um um- hverfísmál GRÆNA smiðjan boðar til fundar um græna hagfræði og græna þjóð- hagsreikninga fimmtudagskvöldíð 8. maí að Suðurgötu 7. Hér er um að ræða nýjar leiðir til þess að meta gildi ósnortinnar náttúru við gerð þjóðhagsreikninga, arðsemismat á framkvæmdum o.s.frv. Frummælendur verða Geir Odds- son auðlindafræðingur og Sigi’íður Agústa Ásgrímsdóttir rafmagns- verkft’æðingur. Fundarstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir, sem skipar 2. sæti U-listans í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:30 og er öllum opinn. ----------------- Fyrirlestur um sorgina NY DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með fyrirlest- ui’ fimmtudaginn 8. apríl nk. kl. 20-22. Dr. Sigurður Árni Þórðarson flyt- ur fyrirlesturinn Breytt staða eftir missi. Kaffi og spjall á eftir. ----------------- ■ ÚTIFUNDUR við Stjórnarráðið 30. mars 1999 mótmælir harðlega að- ild Islands að loftárásum Atlants- hafsbandalagsins á Júgóslavíu sem gerðar eru í trássi við vilja Samein- uðu þjóðanna og meðal annars for- dæmdar af Alkirkjuráðinu og Lútherska heimssambandinu. Loft- árásir munu ekki leysa aðsteðjandi vanda í Kosovo heldur einungis þjappa Serbum þéttar saman og festa Milesovic enn frekar í sessi. Reynslan frá Víetnam, Afganistan, Irak og Tsétséníu staðfestir að póli- tísk vandamál verða ekki leyst með loftárásum, auk þess sem Atlants- hafsbandalagið hefur ekki upp á neina raunhæfa lausn að bjóða þegar loftárásum linnir og Serbía verður flakandi í sárum sem seint munu gi’óa. Tökum undir kröfuna sem hljómai’ um víða veröld: Stöðvið loft- árásirnar!" -------44^------- LEIÐRÉTT Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju í FRÉTT um árlega vortónleika Karlakórs Reykjavíkur í blaðinu í gær var ranglega sagt að tónleikam- ir sunnudaginn 11. apríl færu fram í Fella- og Hólakirkju. Hið rétta er að þeir verða í Langholtskirkju kl. 17. Beðist er velvh’ðingar á þessu rang- hermi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.