Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Maður dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir misnotkun á dóttur sinni
Sekur um ítrekuð og
gróf kynferðisbrot
FIMMTÍU og tveggja ára maður
var í gær dæmdur í Héraðsdómi
Reykjaness í þriggja og hálfs árs
fangelsi og greiðslu einnar milljón-
ar króna í miskabætur, auk vaxta
og alls sakarkostnaðar, fyrir grófa
kynferðislega misnotkun á hendui'
dóttur sinni á árunum 1992 til
1996, þegar hún var níu til þrettán
ára gömul.
Málavextir eru þeir helstir að
stúlkan kom á lögreglustöð í kaup-
stað hérlendis sumarið 1997 og
kvaðst vilja kæra fóður sinn fyrir
kynferðislega áreitni sem hún hefði
sætt frá 7-8 ára aldri. „Áreitnin
hefði byrjað með þeim hætti að
ákærði hefði farið með hana inn í
svefnherbergi og sagst ætla að
kenna henni það sem allir pabbar
kenndu dætrum sínum. Akærði
hefði því næst beðið hana að af-
klæðast og leggjast upp í rúm.
Stúlkan kvaðst halda að hann hefði
síðan tekið niður um sig og nauðg-
að henni. Hún kvað slíkt hið sama
hafa gerst nokkrum sinnum eftir
umrætt atvik. Hún hefði skýrt
móður sinni frá þessu síðastliðið
gamlárskvöld [áramótin 1996-97]
og hefði ákærði ekki áreitt hana
eftir það,“ segir í dóminum.
Stöðug í frásögn
Barnaverndamefnd viðkomandi
sveitarfélags lagði fram skriflega
kæru á hendur ákærða 1. júlí í
fyrra. í kærunni kemur m.a. fram
að stúlkan hafi verið stöðug í frá-
sögn sinni um kynferðislega mis-
notkun af hálfu ákærða í samtali
við sálfræðing og félagsráðgjafa,
og ekki hvikað frá upphaflegri
kæru. Hún lýsti sig reiðubúna að
gangast undir læknisrannsókn til
að kanna hvort hún bæri þess
merki að hafa sætt kynferðislegri
misnotkun og var staðfest í vott-
orði kvensjúkdómalæknis að meyj-
arhaft hennar væri rofíð þannig að
ekki væri um að villast að stúlkan
hefði haft samfarir.
Með kærunni íylgdu einnig
skýrslur félagsráðgjafa, talmeina-
fræðings, sálfræðings og bama-
læknis, sem höfðu haft afskipti af
stúlkunni á síðustu mánuðum fyrir
kæru vegna námserfiðleika, atferl-
is- og aðlögunarerfiðleika og gi-uns
um ofvirkni.
Viðurkenndi
mörg tilvik
Daginn eftir að kæra var lögð
fram yfirheyrði lögreglan manninn
og viðurkenndi hann án undan-
bragða að hafa misnotað dóttur
sína kynferðislega og sagði tilvikin
hafa verið mörg. Hann kvaðst
halda að misnotkunin hefði byijað
þegar stúlkan var níu ára gömul og
kvaðst telja, aðspurður um tíðni at-
vika, að þetta kunni að hafa gerst
einu sinni í mánuði um það bil og
hefði staðið í allt að fjögur ár.
Akærði kvaðst hafa beðið dóttur
sína að halda þessu leyndu og hafa
hrætt hana með því að segja að ef
hún greindi frá þessu myndi móðir
hennar reka hann að heiman.
Við yfirheyrslur hjá lögreglu
kom fram hjá stúlkunni að ákærði
hefði látið af misnotkuninni þegar
hún var þrettán ára og hefði hótað
að skýra frá. Ári síðar hefði hún
greint frá athæfi ákærða.
Við aðalmeðferð málsins fyrir
dómi 17. maí síðastliðinn viður-
kenndi ákærði að hafa misnotað
dóttur sína á umræddu tímabili og
að tilvik kynferðislegrar misnotk-
unar hefðu verið hátt á fimmta tug
talsins. Stúlkan hefði fyrst minnst
á misnotkunina við móður sína á
gamlárskvöld 1996 og aftur í júlí
1997, þegar hún kærði hann til lög-
reglu. Þegar móðirin hefði spurt
hvort fótur væri fyrir slíkum ásök-
unum hefði hann neitað öllu.
I vitnisburði móðurinnar fyrir
dómi kom fram að stúlkan ætti
langt í land með að ná sér eftir
misnotkunina en henni hefði þó
vegnað betur eftir að ákærði hefði
flutt af heimilinu síðastliðið haust
og gengi nú betur í námi. í vitnis-
burði sálfræðings fyrir dómi kom
fram að meðferð eða stuðningur
við stúlkuna hefði einkum falist í að
styrkja hana andlega og endur-
reisa sjálfsmynd hennar og að
reyna að koma henni í skilning um
að það sem gerst hefði væri ekki
henni að kenna. Jafnframt hefði
verið leitast við að kenna henni að
takast á við afleiðingar kynferðis-
legrar misnotkunar, en stúlkum á
hennar reki væri hætt við að verða
aftur fórnarlömb kynferðislegi'ar
misnotkunar.
Langvarandi
sálarangist
Dóminum þótti sannað að
ákærði hefði gerst sekur um ítrek-
uð og gróf kynferðisbrot gagnvart
dóttur sinni. Við ákvörðun refs-
ingar var litið til þess að um alvar-
leg brot var að ræða, sem framin
voru með jöfnu millibili um nær
fjögurra ára skeið innan veggja
heimilis og í skjóli þeirrar frið-
helgi og þess trúnaðartrausts sem
þar á að ríkja. Vafalaust er talið
að „ákærði hefur með svívirðilegu
framferði sínu valdið stúlkunni
langvarandi sálarangist," segir í
dóminum.
Engu er þó slegið föstu um var-
anlegar afleiðingar af framkomu
ákærða á sálarlíf stúlkunnar en
talið er þó ljóst að hún sé fallin til
að valda stúlkunni alvarlegum og
langvarandi sálrænum erfiðleikum.
Jónas Jóhannsson héraðsdómari
kvað upp dóminn ásamt Guðmundi
L. Jóhannessyni og Þorgeiri Inga
Njálssyni héraðsdómurum.
Herdís
Sveinsdóttir
Félag hjúkrunar-
fræðinga
Herdís
Sveinsdótt-
ir kjörin
formaður
HERDÍS Sveinsdóttir, dósent í
námsbraut í hjúkrunarfræði við
Háskóla íslands, var kosin formað-
ur Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga á fulltrúaþingi félagsins í
gær. Hún tekur við af Ástu Möller
sem gegnt hefur starfinu um tíu
ára skeið.
Erlín Óskarsdóttir var kjörin
varaformaður, Hildur Helgadóttir
annar varaformaður, Ingibjörg
Helgadóttir gjaldkeri, Steinunn
Kristinsdóttir ritari og meðstjórn-
endur verða Ema Einai'sdóttir og
Brynja Björk Gunnarsdóttir.
Allir stjórnarmeðlimir voru sjálf-
kjömir. Þingið sitja 72 fulltrúar.
\
236 kennarar
hafa sagt upp
SÍÐDEGIS í gær höfðu 236 kenn-
arar skilað inn uppsagnarbréfi tO
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur,
að sögn Ingunnar Gísladóttur
starfsmannastjóra. Hún sagði að
205 kennarar tilgreindu óánægju
með kjörin sem ástæðu fyrir upp-
sögnunum.
Ingunn sagði að nokkuð mis-
munandi væri milli skóla hvað
margir hefðu sagt upp. I ellefu
skólum hafa fleiri en 10 kennarar
sagt upp störfum. Þetta eru Hlíða-
skóli, Foldaskóli, Austurbæjar-
skóli, Ölduselsskóh, Vogaskóli,
Grandaskóli, Breiðholtsskóli, Foss-
vogsskóli, Háteigsskóli, Melaskóli
og Selásskóli. Níu kennarar hafa
sagt upp í Engjaskóla og Selja;
skóla og átta í Laugamesskóla. í
öðram skólum era uppsagnimar
færri og í sumum aðeins ein eða
tvær.
Samkvæmt gildandi lögum
verður að auglýsa lausar kennara-
stöður.
Kennarar funda
á þriðjudag
Kennarar í Reykjavík, sem sagt
hafa upp störfum vegna óánægju
með kjör sín, ætla að hittast á
fundi í Breiðholtsskóla nk. þriðju-
dag til að ræða stöðu sína. A fund-
inum verða einnig trúnaðarmenn
kennara í Reykjavík.
• Jafnt fyrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
• 550 blaðsíður í
stóru broti.
• 3.000 litmyndirog
skýringarteikningar.
FORLAGIÐ
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500
, • - ■ ■ • ■■
Nauðsynleg
áhugafólki
um garðrækt
# j Morgiinblaðið/Örn Arnarsson
Kastaði í sumarsnjónum
HRYSSAN Sól eignaðist lítið folald í fyrradag, en
þegar hún kastaði var jörð snævi þakin þrátt fyrir
að um mánuður sé liðinn af sumri. Hryssan er í
eigu Ólafs Skúlasonar í Laxalóni, sem staðsett er
rétt innan bæjarmarka við Grafarholt. Þegar fol-
aldið leit dagsins ljós kviknaði strax hugmynd að
nafni, en vel þykir koma til greina að nefna hestinn
Snæ.
Kristín Snorradóttir stendur álengdar og fylgist
með Sól huga að Snæ í sumarsnjónum.
Útvarpsþátturinn Tvíhöfði
Trufluðu fundarfrið Alþingis
UTVARPSMENNIRNIR Sigurjón
Kjartansson, Jón Gnarr og Jón Atli
Jónasson, starfsmenn útvarpsstöðv-
arinnar X-ins, voru í gær í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fundnir sekir um
röskun á fundarfriði Alþingis, en
ákvörðun refsingar var frestað og
fellur hún niður að ári liðnu, haldi
þeir skilorð.
Jón Atli fór 18. desember sl. á
þingpalla Alþingis með farsíma sem
tengdur var beinni útsendingu út-
varpsstöðvarinnar og hafði verið
falið af þáttastjórnendunum, Sigur-
jóni og Jóni Gnarr, að trafla störf
þingsins í þeim tilgangi að láta
um var svonefnd „föstudagshand-
taka“.
Jón Atli kallaði yfir þingsal:
„Góðan daginn, þið hafið svikið fólk-
ið með gagnagrunnsfrumvarpinu.
Fólkið í landinu mun ekki líða
þetta.“ Þingvörður kom þá að og
færði Jón á brott til handtöku.
Á myndbandsupptöku sést að
ræðumaður á þingfundi hikaði þeg-
ar kallað var fram í, en hélt síðan
áfram. Héraðsdómur komst því að
þeirri niðurstöðu að framíkallið
hefði raskað fundarfriði Alþingis, og
varðar það við almenn hegningar-
lög.
ur sætt refsingu. Þegar ofanritað er
virt og tilgangurinn með uppákom-
unni, sem virðist hafa verið grín, en
ekki nokkurs konar andúð í garð Al-
þingis, þykir eftir atvikum rétt að
fresta ákvörðun refsingar allra
ákærðu skilorðsbundið í 1 ár frá
birtingu dómsins að telja og skal
refsingin falla niður að þeim tíma
liðnum haldi hver hinna ákærðu fyr-
ir sig almennt skilorð . . .“ segir
meðal annars í dómsorðum. Hinir
ákærðu voru dæmdir til að greiða
allan málskostnað.
Dómari var Guðjón St. Marteins-
son en verjandi Helgi Jóhannesson
,hand£aka sig. JF^gfur hður, í þæfyin-
„Enginn hinna, ákprðu hefur J- , ^hæstaréttertögrngður.