Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Valgerður Daní- elsdóttir fædd- ist 19. mars 1912 í Guttormshaga í Holtum og ólst þar upp. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Daníel Daní- elsson og Guðrún S. * Guðmundsdóttir. Valgerður var næstelst í hópi 8 systkina sem upp komust, en þau eru: Guðmundur, Gunnar, látnir, eft- irlifandi systkini eru Þorsteinn, Dagur, Elín, Steindór og Svava. Hinn 10. febrúar 1934 giftist Valgerður Jóhanni S. Kristins- syni, en hann lést 25. apríl 1988. Valgerður og Jóhann eignuðust 5 börn, þau eru: 1) Daniel Rúnar, f. 18.6. 1934, lést á sjötta aldursári, 2) Haukur, f. 31.8. 1935, maki Stella B. Ge- orgsdóttir, eiga þau þijú börn, átta barnabörn og eitt barna- ' barnabarn. 3) Dagrún Helga, f. 29.6. 1941, maki Jón Karlsson, eiga þau þrú börn og fjögur barnabörn. 4) Sigrún, f. 19.3. Það er laugardagur í upphafí hvítasunnuhelgar. I dag fylgjum við móður minni, Valgerði, til graf- ar, þar sem hún verður lögð til hinstu hvíldar við hlið pabba í Sel- fosskirkjugarði. Þau eru nú sam- einuð á ný eftir ellefu ára aðskilnað, •^en hann lést á nánast sama árstíma 1988. Mig langar að minnast mömmu nokkrum orðum og reyndar þeirra beggja. Þegar hugsað er til baka hrannast minningarnar upp og þá er vandi að velja hvað setja á í litla minningagrein. Mamma og pabbi byrjuðu sinn búskap í Gíslholti í fé- lagi við Kristin bróður pabba og íoður þeirra, þar fæddust þeim tvö íyrstu bömin, þeir Daníel Rúnar og Haukur. Kringum 1940 keyptu þau jörðina Ketilsstaði sem var þeirra heimili næstu þrjátíu árin. Ketils- staðir voru fremur landlítil jörð og illa húsum búin þegar þau tóku við henni, en með mikilli vinnu og ■prautseigju tókst þeim að breyta þessu. Það var mikið ræktað, byggt upp íbúðar- og útihús og bústofninn stækkaður smátt og smátt. Að lok- um var þetta orðið að góðu býli sem skilaði góðum afurðum. Eins og aðrir af þessari kynslóð upplifðu þau geysilega miklar breytingar í atvinnuháttum og öllum aðbúnaði á heimilum til sveita, líklega meiri breytingar en orðið hafa á mörgum öldum þar á undan. Eg nefni sem dæmi alla þá tækni við heyskap sem nú er en var óþekkt í upphafi búskapar þeirra, ég nefni rafmagn- ið sem kom eftir tuttugu ára bú- skap, síminn litlu fyrr og svo mætti *(> lengi telja. Það skiptust á skin og skúrir í lífi þeirra á Ketilsstöðum. Eftir stuttan búskap urðu þau fyrir því að missa sitt fyrsta barn, Daníel Rúnar sem þá var á sjötta ald- ursári, úr sjúkdómi sem þá var ekki hægt að greina eða lækna, en sem ef til vill væri hægt í dag. Það er ef- laust sú sárasta reynsla sem nokk- ur getur orðið fyrir, að missa barn- ið sitt, og held ég að þetta hafi sett nokkurt mark á sálarlíf þeirra alla tíð, þó að sjálfsagt hafi fennt í dýpstu sporin. A Ketilsstöðum ^fæddumst við þrjú yngstu bömin. Ejölskyldan var númer eitt, tvö og þrjú alla tíð hjá foreldrum mínum og núna spannar þessir hópur yfir hálft hundrað. Þau fylgdust með hverjum og einum, stórum sem smáum og aldrei leið sá afmælis- dagur hjá neinum að þau minntust þess ekki með einhverjum hætti. jGestrisnin fylgdi þeim alla tíð og var nánast útilokað að nokkur færi úr húsi frá þeim án þess að hafa 1945, maki Heiðar Alexandersson, eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Garðar, f. 18.11. 1946, maki Erla G. Hafsteinsdóttir, eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Val- gerður og Jóhann hófu búskap í Gísl- holti, Holtum, í fé- lagsbúi við Qöl- skyldu Jóhanns, fyrstu þrjú til Ijög- ur árin er fluttu þá að Ketilsstöðum í sömu sveit og bjuggu þar um þrjátíu ára skeið. Þau fluttu til Reykjavík- ur 1970 og bjuggu á Maríu- bakka 6. í október 1982 fluttu þau að Hellu í eigið hús, sem byggt var í tengslum við Dval- arheimilið Lund og bjó Val- gerður þar áfram eftir lát eig- inmanns síns þar til í október 1996 er hún fluttist inn á Dval- arheimilið Lund og naut þar einstakrar umhyggju og um- önnunar þar til hún lést. Útför Valgerðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. þegið a.m.k. kaffibolla eða konfekt- mola. Mamma hafði alla tíð mikinn metnað íyrir öllu námi og fannst mér oft skína í gegn að hún hefði viljað læra meira sjálf en kostur var á, á þeim tíma. Sérstakt gildi virtist stúdentsnámið hafa fyrir hana og benti hún oft stolt á allar myndirnar af barnabörnunum með hvítu kollana sem héngu á veggjum hennar. Mamma var félagslynd að eðlisfari og eignaðist alls staðar góða vini, hvar sem hún var. Hún var lengi starfandi í kvenfélaginu Einingu í Holtahreppi og formaður þess um árabil. I minningunni held ég að mamma hafi verið afskaplega létt- lynd og hláturmild. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar þær hittust hún og Óla mágkona hennar í Gutt- ormshaga, þá var hlegið svo undir tók í húsinu. Síðustu þrjátíu árin hefur mamma átt við heilsuleysi að stríða og eru sjúkrahúsdvalirnar ófáar þennan tíma. Hún tók þessu af æðruleysi og alltaf var hún jafn þakklát þeim sem önnuðust hana á hverjum stað. Nú síðustu árin dvaldi hún á Dvalarheimilinu Lundi, þar sem annast var svo frá- bærlega vel um hana að betra gæti varla verið. Eru starfsfólki og vist- mönnum hér með færðar innilegar þakkir. Elsku mamma! Það er komið að leiðarlokum. Við kveðjum þig með virðingu og þakklæti í huga. Hvfl í friði. Garðar og fjölsk. Mig langar að kveðja tengda- móður mína með örfáum orðum. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég hitti Völu fyrst. Það var í desem- ber 1969. Vala og Jói voru í „kaup- staðarferð" að útrétta fyrir jólin og langaði þau til að hitta stúlkuna sem hafði heillað yngsta son þeirra. Ég var boðin í mat hjá elsta synin- um á Álfhólsveginn þar sem Vala og Jói dvöldu í ferðinni. Var það kvíðin ung stúlka, sem fór á þeirra fund, en kvíðinn hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar hún tók mig í faðminn og bauð mig velkomna. Svona var hún Vala, alltaf hlý og góð. Gott var að koma til Völu og Jóa og Völu eftir að Jói dó, enginn mátti fara án þess að þiggja þær veitingar sem hún hafði fram að færa. Barnabömin og barnabarna- bömin voru sérlega hænd að henni, alltaf átti hún hlýtt faðmlag og eitt- hvað gott til að stinga upp í litla munna eða pening í litla lófa. Vala var mjög stolt af fjölskyldu sinni sem er mjög samrýnd, ekki síst fyr- ir hennar tilstilli. Vala var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og talaði hún aldrei illa um nokkum mann. Við söknum hennar öll, hennar glaðlyndis og jákvæði sem alltaf einkenndu hana á hverju sem gekk, þrátt fyrir heilsuleysi sem hún átti við að stríða í gegnum tíð- ina (sem ekki verður tíundað hér), en alltaf stóð hún upp brosandi eft- ir hverja raun. Ég vil þakka Völu fyrir öll árin sem ég átti með henni og bið Guð að styrkja okkur ástvini hennar í þessari miklu sorg. Erla. Vala amma verður sjálfsagt í huga okkar systkinanna úr Reykja- vík hún amma í Breiðholti, þótt hún hafi í raun stystan tíma ævi sinnar búið þar. Hún og Jói afi, sem saman höfðu stundað búskap á Ketilsstöð- um í Rangárvallasýslu, bmgðu búi um 1970 þegar heilsa þeirra fór að bila og fluttu að Maríubakka í Breiðholti, þar sem við vorum tíðir gestir. Afi fór að vinna í Ölgerð Egils Skallagrímssonar og var ís- skápurinn á Maríubakka óþrjótandi uppspretta af malti og appelsíni. Ósjaldan fór maður heim með vömbina kýlda af óhóflega miklu góðgæti og ef það var eitthvað sem amma hafði ánægju af, þá var það að veita vel - enginn mátti fara svangur heim. Þrátt fyrir það hvað af henni var dregið undir það síð- asta var eitt það fyrsta sem kom upp í huga hennar að gesturinn fengi eitthvað í gogginn, súkkulaði og kökur, en sjálf vildi hún helst venjulegan sykurmola með kaffinu sínu sem gengur nú heima undir nafninu langömmunammi. Stund- anna í Breiðholti minnumst við með hlýju og söknuði, því sannariega voru þær allar góðar: afmælisveisl- ur, jólaboð sem og venjulegar heimsóknir, þar sem við áttum oft stefnumót við ættingja okkar aust- an Hellisheiðar. í kringum 1980 veiktist afi mikið, en náði sér þokkalega og í kjölfar þess fluttu þau hjónin sig nær heimahögum og fóru að búa á Bakka, eins og segir í kvæðinu. Bakki er lítið fallegt hús sem Garðar smiður sonur þeirra, ásamt fleirum hjálpfúsum höndum, reisti í tengslum við Dvalarheimilið Lund á Hellu. Þar var alltaf mikill gesta- gangur, því mestur partur afkom- enda, vina og ættingja þeirra er bú- settur á Hellu, Selfossi og þar um kring. Þeim auðnaðist að eignast heila herskara af góðu fólki, allt frá börnum til barnabarnabarnabams. Saman áttu þau nokkur góð ár á Bakka, þar til afi dó. Amma bjó þar áfram þar til hún fékk gott her- bergi á Lundi. Maður gat vel merkt hvað fjölskyldan var ömmu mikils virði á því, að erfitt var að greina litina á veggjunum í herbergi henn- ar fyrir fjölskyldumyndum og alltaf vissi hún hvað hver fjölskyldumeð- limur var að sýsla. Amma náði há- um aldri og lifði góðu lífi. Því er það með sátt, en þó með söknuði, sem við kveðjum hana í dag. Unnur Vala, Karl Jóhann og Sæþór. Það eru forréttindi að eiga ömmu, góða ömmu. Þannig ömmu átti ég. Nú er hún amma mín góða dáin og minningarnar streyma fram og þakklætið. Æska mín var svo samofin nærveru ömmu og afa á Ketilsstöðum. Á heimili þeirra skaust ég í heiminn jafn eðlilega og annað ungviði í sveitinni.Næstu fimmtán árin var ég hjá þeim í öll- um mínum fríum, um sumur, jól og páska. Við amma vorum samrýndar og áttum sameiginlegt áhugamál sem snérist um skepnurnar á bænum. Okkur leið vel í fjósinu. Amma kunni best að meta kýrnar.Góðar mjólkurkýr voru guðsgjöf. Fjósa- tíminn var líka kennslustund, þar vorum við, ég og Rúnar bróðir minn, spurð út úr íslandssögunni, um öll ártölin sem amma mundi alla tíð en ég gleymdi í hraða lífsins. Ljóð voru yndi ömmu, ég vildi að ég kynni brot af þeim ljóðum sem amma mín kunni. I sveitinni var vinnudagurinn langur og alltaf var amma mín að. Húsfreyja í sveit átti sjaldnast frí. En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Þung voru spor ömmu minnar þegar heilsan leyfði ekki lengur búskap í sveitinni og hún flutti á mölina. Þá lauk líka á vissan hátt æsku minni. Ég þurfti að finna eitthvað annað að gera á sumrin. Árin í borginni voru ömmu minni oft erfið, afi vann úti og dag- urinn gat verið langur. Þá voru margar krossgátur ráðnar. En leið- in lá aftur austur þegar afi hætti að vinna. Þau byggðu sér hús á Hellu og þar áttu þau heima saman síð- ustu árin, alltaf eins og nýtrúlofuð. Afi minn dó fyrir ellefu árum og eftir það bjó amma ein. Missir ömmu var mikill en hún var þakklát fyrir allan afkomendahópinn. Það veitti henni styrk og gleði. ,Ættin mín á veggnum" sagði hún og hló og leit með hlýju og stolti á mynd- irnar sem alls staðar héngu. Síðustu mánuði hefur heilsu ömmu minnar hrakað. Líkaminn látið undan en hugsunin alltaf skýr. Að kvöldi ellefta maí kvaddi hún þennan heim. Amma mín, þú hélst reisn þinni fram að andláti. Um- hyggja þín og væntumþykja um- vafðir okkur alla tíð. Við vorum lánsöm að eiga þig og þakklát fyrir hversu lengi við fengum að hafa þig hjá okkur. Við erum þakklát hjúkr- unarfólki Lundar fyrir alla þá alúð og nærgætni sem þér var sýnd. Hvfl þú í friði, amma mín, og þakka þér fyrir allt. Þín Jóhanna Valgerður. Elsku besta amma okkar. I fáein- um orðum langar okkur að minnast þín og þeirra yndislegu stunda sem við höfum átt saman. Það sem ein- kenndi þig var umhyggjusemi, létt- lyndi og hlýja í garð okkar og allra sem í kringum þig voru og alltaf svo stutt í hláturinn og grínið. Þegar við hugsum til baka eru samverustundirnar um jólin ofar- lega í huga okkar því við höfum verið með þér síðan við munum eft- ir okkur, fyrir utan síðustu jól, þá komst þú ekki vegna veikinda þinna. Við heimsóttum þig um kvöldið þegar þú varst nýfarin frá okkur, jafnvel þá var gott að koma til þín, svo hlýlegt í litla herberginu þínu á Lundi. Friður var kominn yfir þig og við trúum því að nú líði þér vel og Jói afi hafi tekið vel á móti þér. Elsku amma, hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur, minn- ingarnar um þig munu lifa um ókomir, ár. Við kveðjum þig með söknuði. Guð blessi þig ætíð. Auður Svala, Valgerður Rún og Heiðrún Jóhanna. Okkur langar til að minnast fóð- urömmu okkar, Valgerðar Daníels- dóttur, með nokkrum orðum. Það eru forréttindi að fá að kynnast konu eins og Völu ömmu. Konu sem lifði nær alla þessa öld og upplifði mestu þjóðfélagsbreytingar sem ís- lenska þjóðin hefur gengið í gegn- um. Hún tileinkaði sér þessar breytingar með þeirri mildu já- kvæðni sem alltaf einkenndi hana. Hún þurfti líka að ganga í gegnum meiri veikindi en flestir en stóð þau af sér með þrautseigju og bjartsýni, því hún var einstaklega lífsglöð og kát manneskja. Amma var mikil ættmóðir og stolt af fjölskyldunni sinni. Það var ekkert sem veitti henni meiri ánægju en þegar afkomendur hennar komu saman t.d. í jólaboð- um hjá Sigrúnu, útilegum, afmæl- um eða öðru slíku. Þetta hefur orð- ið til þess að fjölskyldan er sam- heldin og hittist nokkuð oft. Öll litlu langömmubörnin héldu mikið upp á hana. Það var svo gaman að heim- sækja Völu „löngu“ eins og Hafrún Hlín kallaði hana. VALGERÐUR ’ DANÍELSDÓTTIR Hún hafði mjög gaman af að fá gesti og þá helst sem flesta sama daginn. Það kom enginn til hennar öðruvísi en að þiggja eitthvað í gogginn. Henni fannst það ekki nógu gott ef fólk þáði ekki eitthvað hjá henni. Jafnvel þegar hún var orðin mjög veik byrjaði hún á því að bjóða upp á nammi þegar komið var til hennar. Hún hafði mjög gaman af að vera vel til höfð og passaði það vel fram á það síðasta, því aðeins sex dögum áður en hún lést bað hún um að það yrðu settar rúllur í hárið á sér. Þetta er smá dæmi um það hvernig hún hélt virðingu sinni til enda. Elsku amma það er .skrítið að geta ekki lengur farið niður að Lundi til að heimsækja þig. Það leið öllum betur eftir að hafa hitt þig, því lífsgleði þín var smitandi. Við þökkum þér fyrir samfylgdina og það sem þú heíúr kennt okkur. Við söknum þín sárt en huggum okkur með því að nú hefur þú feng- ið hvfldina og ert komin til afa og Rúnars litla sem þú talaðir svo oft um. Far þú í ffiði, fritar guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Hafdís, Hanna Valdís, Eydís og Garðar Már. Hún ólst upp við túnaslátt, engja- heyskap og heybandslestir. Þá var hesturinn ennþá þarfasti þjónninn. Þá var kembt, spunnið og prjónað alla vetrardaga, en einn las upphátt fyrir alla hina úr bókunum frá Lestrarfélaginu. Foreldramir voru mætar manneskjur, en hún átti fleiri góða að, t.d. ömmuna, nöfnu sína. „Hún gaf mér fyrstu stígvéla- skóna og var mér afskaplega góð,“ sagði Vala. Þar að auki voru allar sögumar og kvæðin, sem hún fiutti okkur krökkunum. Þetta er kjarni þess, sem hún elst upp við. Um- hyggja var henni í blóð borin. Val- gerður kynntist ung manni sínum, Jóhanni Sverri Kristinssyni, þau hófu búskap í Gíslholti en fluttu fljótlega að Ketilsstöðum í Holtum. Á þessum stöðum fæddist þeim myndarlegur barnahópur. Bú þeirra reyndist arðsamt, enda fylgdust þau vel með gagnlegum nýjungum. Börnin unnu við bú for- eldra sinna meðan þau uxu úr grasi. Síðar sóttust barnabörnin eftir sumardvöl hjá ömmu og afa, enda var þeim fagnandi tekið og þau fengu að takast á við lifandi og vandasöm verk. Þau hjón munu hafa hætt búskap á Ketilsstöðum fyrr en ella vegna þess að heilsubrestur gerði vart við sig hjá þeim. Þau fluttu um tíma til Reykjavíkur, en þegar þau nálguð- ust ellilaunaaldur settust þau að á Hellu. Þá var Hjúkrunarheimilið Lundur tekið til starfa. Þar hafði sú nýbreytni verið tekin upp að ein- staklingar fengu að byggja sín eigin hús í námunda og fengu notið ör- yggis frá stofnuninni. Þetta fyrirkomulag reyndist þeim vel. Jóhann andaðist 1988. Valgerð- ur býr þá ennþá nokkur ár í húsi þeirra, en síðustu árin inni á Lundi. Ég held að þessi kona hafi verið hamingjubam. Alla tíð var hún um- vafin umhyggju sinna nánustu. Og sambúð þeirra hjóna virðist hafa verið einstaklega farsæl. Vala og Jói áttu nokkur börn og jafnmörg tengdabörn og svo stóran hóp barna barna. Myndir af þessu fólki þöktu veggi herbergisins. Otrúlega samstæður hópur. Sjónin dofnaði að lokum, en hún sá fólkið sitt jafnt skýrt fyrir því og einu sinni sagði hún „og sjáðu, hér erum við fimm Völurn- ar“. Þó hún hafi að lokum misst heils- una og orðið öðrum alveg háð var hún óendanlega þakklát þeim sem hjálpuðu henni. Hún fylgdist vel með öllu og vissi hvað tímanum leið. Hún sagðist vera tilbúin að kveðja. Hún sagðist vita að hún fengi góðar móttökur í nýrri veröld hjá ástvin- um sínum sem áður voru farnir Hennar verður lengi minnst. Steindór Daníelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.