Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 6T(
I
I
I
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir kvikmyndina At First Sight með þeim
Val Kilmer og Miru Sorvino í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sann-
sögulegri sögu læknisins og höfundarins Olivers Sacks.
Þegar augun ljúkast upp
VIRGIL (Val Kilmer) hefur
verið blindur frá barnæsku.
Hann býr í öruggu hverfi í
New York þar sem allir þekkja
hann og hann starfar sem nuddari.
Þegar hann hittir Amy (Mira Sor-
vino) sem er stressaður arkitekt á
Manhattan breytist líf hans. í upp-
hafi gerir hún sér ekki grein fyrir
að hann sé blindur og hún fer að
trúa honum fyrir sínum innstu
leyndarmálum. Virgil veitir Amy
traust og blíðu sem hún hefur aldrei
kynnst áður. Þau verða ástfangin og
Virgil ákveður að prófa að fara í að-
gerð í von um að fá sjónina aftur.
Hann fer til augnsérfræðingsins
Phil Webster (Nathan Lane)
undirbýr hann fyrir augnaðgerð-
ina. Ef aðgerðin tekst verður
Virgil að læra á heiminn upp á nýtt,
verða eins og nýfætt barn á ný sem
uppgötvar heiminn í fyrsta sldpti á
nýjan hátt.
At First Sight er byggð á bók Oli-
vers Sacks, To See and Not See.
Sacks hefur hlotið fjölmargar viður-
kenningar fyrir bækur sínar, en
hann er einnig þekktur læknir.
Meðal verka hans er bókin Awaken-
ings, en mynd byggð á þeirri bók
hlaut Óskarstilnefningu á sínum
tíma. Aðrar þekktar bækur hans
eru m.a. The Man Who Mistook His
Wife for a Hat og The Island of the
Colorblind. Saga hans To See and
Not See birtist í ritgerðasafninu An
Anthropologist on Mars og er
byggð á sannri sögu.
Oliver Sacks segir um söguna að
blint fólk hafi ótrúlega þróað snert-
iskyn. í upphafi sögunnar er Virgil
sáttur við líf sitt þrátt fyrir blindu
sína á meðan Amy sem virðist á yf-
irborðinu hafa allt sem fólk sækist
eftir eins og starfsframa er sú sem á
við mun meiri vandamál að stríða.
„Ég á vin í Nýju Mexíkó, mynd-
höggvara, sem missti sjónina í Ví-
etnam,“ segir Val Kilmer. „Ég lærði
heilmikið af honum. Hann hefur
mikla kímnigáfu og innri styrk.
Virgil líkist honum talsvert."
Leikstjórinn Irvin Winkler á að
baki farsælan feril, en kvikmyndii'
hans hafa hlotið tólf Óskarsverðlaun
og 45 tilnefningar til Óskarsverð-
launa. Meðal þekktra mynda hans
eru Raging Bull, The Right Stuff,
GoodFellas og They Shoot Horses,
Don’t They, allt myndir sem hafa
hlotið einróma lof gagnrýnenda.
„Vísinda- og læknisfræðilegur þátt-
Frumsýning
LEIKSTJÓRINN Irwin Winkler með dr. Oliver Sacks sem
skrifaði söguna.
NATHAN Lane í hlutverki læknisins og Val Kilmer.
4.
ur sögunnar er mjög áhugaverður, ir Winkler. „Ég held að fólk muni
en það var samt mannlegi þátturinn viija sjá myndina af því að hún sýnir
sem dró mig að þessari mynd,“ seg- hvemig hjörtu mannanna slá.“ <
VORDANSLEIKUR
MILLJÓNAMÆRINGANNA
w
\
!
ásamt Bjarna Arasyni, Ragnari Bjarnasyni, Bogomil Font og Pall Oskari
22. maí á
Bjarni Arason
Ragnar Bjarnason
Bogomil Font
Forsala aðgöngumiða (immtudag og föstudag kl. 11—18 í hljóðfæraversluninni Samspili,
Laugavegi 168, sími 562 2716, og Broadway, sími 5331166, laugardag frá kl. 13.66.
*
X
\