Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 31
MENNTUN
Rithömlun Nemendur sem eru ekki treglæsir gera samt tugi villna í hverri réttritunaræfíngu. Hvað er
til ráða? Hvað er biðeinkunn? Ragnheiður Briem kennslufræðingur hefur leitað úrræða fyrir slaka staf-
setjara því að hagnýtt gildi réttritunar er feikilega mikið. Hér birtist síðari grein hennar um rithömlun.
Reynslusaga
réttritunar-
kennara II
• Greining á hraðlæsum nemendum
með alvarlega rithömlun er brigðul
• Biðeinkunn hvetur nemendur til
að láta ekki deigan síga
Myndasafn Morgunblaðsins
EF stafsetningarkunnátta stúdenta er í molum þarf ekki að spyrja að leikslokum þegar sótt er um atvinnu.
Einn helsti útgefandi
kennsluefnis handa les-
blindum í Bandaríkjun-
um, Educators Publishing
Service, hefur aðsetur í útjaðri
Cambridge, ekki langt frá Harvard-
háskóla. Par skoðaði ég hillu eftir
hillu af hjálparefni og sá ekki betur
en ég hefði verið á réttri leið í því
tilraunaefni sem ég hafði verið að
prófa með nemendum mínum í MR.
Mestu skiptir að fmna aðrar að-
ferðir en hinar hefðbundnu til að
láta rithamlaða nemendur skynja
rithátt en umfram allt þarf að
hægja á ritunarferlinu þannig að
nemendur hugsi um hvem staf sem
þeir setja á blað. Til þess þarf að
sjálfsögðu miklu meiri tíma en
kennarar hafa yfir að ráða í blönd-
uðum hópi.
Unglingar með sértæka námserf-
iðleika þurfa að vinna með aðstoð
kennara. Á hinn bóginn væri hægð-
arleikur að útbúa margmiðlunar-
diska með réttritunarkennslu handa
hinum nemendunum, meira að
segja mun hnitmiðaðri en unnt er
að veita í hópkennslu. Þá gæfist
kennurum tími til að sinna þeim
sem mest þurfa á þeim að halda,
hinir nemendumir önnuðust eigið
nám að mestu sjálfir með samspili
bóka og tölvu.
Fleiri nemendum
verður að hjálpa
En fleiri framhaldsskólanemar
eiga við réttritunarvanda að etja en
bara þeir sem greinast treglæsir.
Til þess að fá sem nánasta vitneskju
um vandamál nemenda minna hef
ég haft símaviðtalstíma heima hjá
mér á hverjum degi marga undan-
farna vetur. Eg hef skrifað foreldr-
um bréf og hvatt þá til að hafa sam-
band og það gerir tæpur helmingur
þeirra, sumir oft. Þannig hef ég
smám saman fengið allgott yfirlit
um ástæður til þess að nemendur,
sem ekki greinast á neinn hátt
óeðlilegir, gera samt tugi villna í
hverri réttritunaræfingu.
Margir þeirra hafa strítt við rit-
blindu á grunnskólaaldri og hafa
með fádæmadugnaði og harðfylgi
náð þeim árangri að gera varla
nokkrar af þessum dæmigerðu dys-
lexíuvillum (meiga fyrir mega, lætti
í stað læti, feðra fyrir ferða). En sú
barátta hefur tekið svo mikinn tíma
að þeir koma í framhaldsskólann, að
vísu einkennalausir á yfirborðinu,
en kunna ekki reglurnar sem bekkj-
arsystkini þeirra hafa verið að læra
og æfa meðan þeir þurftu að beita
allri orku sinni í að hafa stafina í
réttri röð og sleppa engum úr. Aðrir
hafa verið settir í „hraðferð" þar
sem engin stafsetning er kennd eða
æfð og þeir hafa týnt niður miklu af
því sem þeir voru búnir að læra.
Sumir hafa haft grunnskólakennara
sem halda því fram að óþarfi sé að
læra réttritun, þetta komi bara af
sjálfu sér með tímanum, og loks eru
þeir sem hafa ekki nennt að standa í
þessu puði fyrst stafsetning gildir
bara 10 eða 15% á samræmdum
prófum. Ofan á þetta geta bæst per-
sónuleg vandamál af ýmsum toga.
Þessir nemendur greinast ekki
með sértæk vandamál en eiga samt
í mesta basli með stafsetningu og
falla í hrönnum á misserisprófum.
Ástæðan er í flestum tilvikum tíma-
skortur því að námskröfur aukast
mjög eftir að grunnskóla lýkur og
lítið tóm gefst því til að ná upp því
sem á vantar í réttritun.
Biðeinkunn - hvað er nú það?
Þegar við Hannes Hilmarsson,
þáverandi námsráðgjafi í MR, vor-
um að móta reglur um það hvemig
mæta ætti þörfum þessa mislita
hóps töldum við því rétt að gefa öll-
um sama tækifæri til að bæta sig
hvort sem þeir hefðu greinst með
lesblindu eða ekki. Menntamála-
ráðuneyti hafði sent skólanum
danskar reglur um ívilnanir til
handa lesblindum nemendum þar í
landi og við höfðum þær til hlið-
sjónar, einkum í sambandi við til-
högun prófa.
Tillaga okkar var tvíþætt: Ann-
ars vegar fengju þeir sem hefðu
vottorð frá Lestrarmiðstöð KHI
stækkaða útgáfu af skriflegum
prófum og lengri próftíma, væru í
sérstofu og gætu hlustað á réttrit-
unarpróf af segulbandi á eigin
hraða og eins oft og þeir þyrftu. Ef
þeir næðu ekki tilskildum árangri í
réttritun en hefðu staðist próf í
öðrum greinum gætu þeir færst
upp í næsta bekk fyrir ofan með
svokallaða biðeinkunn (incomplete)
sem er vel þekkt í erlendum skól-
um og eflaust hérlendis líka. í há-
skólum er hún einkum gefin þegar
stúdentar hafa lokið öllu nema ein-
um þætti í námskeiði, hafa t.d. ekki
skilað ritgerð í tæka tíð. Tilgangur-
inn með biðeinkunn var að gefa
nemendum meiri tíma til að ná tök-
um á réttrituninni og leyfa þeim
síðan að þreyta stafsetningarpróf
með fyrsta árs nemum uns viðun-
andi árangri væri náð.
Hinn hluti tillögunnar var að
mínu mati öllu merkilegri. Sam-
kvæmt honum áttu allir nemendur
með falleinkunn í stafsetningu rétt
á biðeinkunn í íslenskum stíl ef
sýnt væri að þeir hefðu tekið fram-
förum tiljafns við aðra nemendur.
Urræði fyrir aðra slaka
„stafsetjara"
Þessar tillögur voru samþykktar og
farið eftir þeim einn eða tvo vetur
en seinni hluti þeirra síðan felldur
niður. Það hefði e.t.v. ekki verið
gert ef við hefðum séð fyrir hvernig
mál áttu eftir að þróast. Nú verða
nemendur nefnilega sjálfir að
greiða fyrir greiningu sem áður var
ókeypis, þrjú þúsund krónur fyrir
hópgreiningu og tíu þúsund fyi'ir
einstaklingsgreiningu.
Nokkrum sinnum hefur komið
fyrir að nemendur með alvarlega
rithömlun hafa verið hraðlæsir og
ekki fengið staðfest eftir hóppróf að
þeir eigi við sértæka námserfiðleika
að stríða. Þetta setur kennara í erf-
iða aðstöðu. Við getum ekki með
góðu móti hvatt nemendur til að
fara í rándýra einstaklingsgrein-
ingu sem skilar þeim e.t.v. engu.
Þeir nemendur, sem áttu kost á
námi í lestrarmiðstöðinni í Harvard,
voru flestir treglæsir og áttu auk
þess við ritblindu að stríða. Það gilti
þó ekki um alla. Sumir voru flug-
læsir og ekkert við lesskilning
þeirra að athuga en þeir gátu samt
ekki skrifað rétt og gerðu dæmi-
gerðar lesblinduritvillur. Þetta var
viðurkennt sem sértækir námserfið-
leikar og nemendumir höfðu sömu
möguleika og aðrir á biðlistanum til
að komast að.
Jákvæð áhrif
biðeinkunnar
Það gefur augaleið hversu hvetj-
andi áhrif það hefur á nemanda að
vita að hann þarf ekki annað en
bæta sig jafnmikið og hinir til að
eiga kost á biðeinkunn og fá þannig
tækifæri og meiri tíma til að ná tök-
um á réttritun. Nemandi með 100
villur að hausti lætur síður hugfall-
ast þegar hann veit að hann þarf
ekki að fækka þeim um 87 á einum
vetri með öllu öðru sem hann þarf
að læra. Viðhorfið til námsins verð-
ur allt annað og jákvæðara.
Nemendur, sem eru illa haldnir
af dyslexíu, geta eftir sem áður far-
ið í greiningu til þess að láta á það
reyna hvar þeir standa og hvort
þeir eiga rétt á hljóðbókum og
sveigjanleika í tilhögun prófa.
Skiptir réttritun máli
þegar skóla lýkur?
Sumir telja ástæðulaust að nem-
endur séu að bisa við að læra rétt-
ritun ef hún liggur ekki vel fyrir
þeim. Þetta tel ég vera reginmis-
skilning. Fáir þættir íslenskunáms
hafa meira hagnýtt gildi en einmitt
stafsetning. Eitt af því sem hvað
oftast er nefnt í atvinnuauglýsing-
um er að umsækjendur verði að
hafa góða íslenskukunnáttu. Þegar
valið er í störfin er íyrst af öllu litið
á stafsetningarkunnáttu. Ef hún er í
molum þarf ekki að spyrja að
leikslokum.
Léleg kunnátta í stafsetningu og
reyndar allri málnotkun getur verið
fólki ótrúlegur fjötur um fót og
reynslan hefur sýnt að ambögur og
stafsetningarvillur, t.d. í blaðagrein-
um og skýrslum, geta spillt mjög
fyrir annars ágætum málflutningi.
Það er því mikill bjamargreiði að
sjá gegnum fingur við nemendur
fyrr en fullreynt hefur verið hvort
þeii' geta náð tökum á stafsetningu
móðurmálsins.
Samband dyslexíu
og jafnvægisskyns
Lengi hefur verið vitað að dys-
lexía stafar af truflun á eðli-
legri heilastarfsemi. Undanfar-
inn áratug hafa rannsóknir
heilasérfræðinga einkum
beinst að talstöðvum heilans
sem m.a. greina hljóð, sem
þangað berast, og túlka þau.
Frá þessari rannsókn var skýrt
í breska stórblaðinu The Times
14. maí sl.
I ljós hefur komið að dyslex-
íubörn eiga oft erfítt með að
samhæfa hreyfingar og vinna
úr upplýsingum, hafa skert
jafnvægisskyn og sýna önnur
einkenni sem benda til þess að
rót vandans sé að fínna í litla
heilanum en ekki málstöðvum
heilans.
Til að kanna það gerðu vís-
indamenn við Sheffield-háskóla
í Bretlandi nýlega rannsókn og
báru saman heilastarfsemi tólf
sjálfboðaliða. Sex þeirra þjáð-
ust af dyslexíu en hinir ekki.
Fylgst var með heilastarfsemi
þessa hóps meðan hann fram-
kvæmdi ákveðnar fíngrahreyf-
ÁSTÆÐA lesblindu leynist
e.t.v. í litla heila.
ingar sem hann hafði lært áður
en rannsóknin fór fram. Síðan
voru fólkinu kenndar nýjar
fingrahreyfingar sem það hafði
ekki kunnað áður.
Tölvusneiðmyndir af heilan-
um sýndu mikinn mun á hóp-
unum tveimur meðan þessar
fíngraæfíngar fóru fram. I dys-
lexíuhópnum var virkni í heila-
berkinum í hægra hveli litla
heilans aðeins 10% af virkni
eðlilega hópsins og gilti það
jafnt um gamalkunnar handa-
hreyfíngar og nýjar og sömu-
leiðis um starfsemi heilabark-
arins meðan námið stóð yfir.
Töldu vísindamenn að þessar
niðurstöður styddu þá tilgátu
að skýringuna á dyslexíu væri
að fínna hægra megin í litla
heilanum.
Truflun á starfsemi þar gerði
það að verkum að erfítt væri
að tileinka sér nýja leikni og
jafn erfítt að beita leikni sem
margoft hefði verið æfð og ætti
fyrir löngu að vera orðin
ósjálfráð.